Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S tærsta kynningarherferð sem fram hefur farið á ís- lenskum matvörumark- aði“ kallar Vífilfell þær auglýsingar sem nú dynja á landsmönnum. Tilefnið er nýr gosdrykkur, Coca-Cola Zero, en Zero vísar til þess að drykkurinn ku ekki innihalda neinar kaloríur. Þeir sem þekkja til gosdrykkjar- isans vita að hann hefur áður mark- aðssett kók sem heitir light og diet, en hvort tveggja á að hvetja fólk til að fá sér gos án þess að hafa áhyggj- ur af aukakílóunum. Af einhverjum ástæðum virðist létta kókið og megr- unarkókið ekki höfða nægjanlega til karlmanna, svo risinn telur nauðsyn- legt að framleiða gosdrykk, sem sannir karlmenn geta sameinast um. Þess vegna er þessi Zero-drykkur settur á markað. Á heimasíðu Vífilfells, framleið- anda Coca-Cola á Íslandi, er haft eftir Árna Stefánssyni forstjóra að Zero sé niðurstaða tilrauna Coca- Cola til að búa til drykk sem bragð- ast eins og venjulegt kók en sé án sykurs. Coca-Cola light hafi náð mikilli hylli beggja kynja um allan heim, en þó aðallega kvenna. Með Coke Zero sé ætlunin að höfða til karlmanna sérstaklega. Merki um þessar áherslur séu umbúðirnar, sem séu biksvartar, og auglýsinga- herferðin fyrir Coke Zero, sem sé talsvert beittari og meira ögrandi en fólk á almennt að venjast frá Coke. Áfram er haldið á heimasíðu Víf- ilfells og útskýrt að þema auglýs- ingaherferðarinnar sé „hvernig góð- ir hlutir gætu verið betri ef þeim fylgdu engar afleiðingar“. Með þessu telja menn sig vera að vísa til eðlis vörunnar, að Zero bragðist eins og venjulegt kók, en sé án sykurs (og þar með líklega án þeirrar afleið- ingar að fólk fitni). Vífilfell nefnir svo dæmi um þessa snjöllu markaðssetningu sína, setn- ingar á borð við „Af hverju ekki mömmur með Zero áhyggjur af manni?“, „Af hverju ekki kærustur með Zero er ég feit í þessu?“, „Af hverju ekki brjóstahaldarar með Zero smellum?“ og „Af hverju ekki frambjóðandi með Zero kjaftæði?“ Þetta þykir Vífilfelli vera beitt og ögrandi og dæmi um „hvernig góðir hlutir gætu verið betri ef þeim fylgdu engar afleiðingar“. Þetta hlýtur þá líka að eiga við um allar hinar auglýsingarnar, sem hljóma meðal annars svona: „Af hverju ekki sundlaugar með Zero kvennaklef- um?“ „Af hverju ekki konur með Zero skoðanir?“ „Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik?“ „Af hverju ekki konur og Zero bílpróf?“ Mér finnst þetta hvorki beitt né ögrandi, heldur fyrst og fremst kjánalegt og niðurlægjandi. Nið- urlægjandi fyrir konur, en ekki síður niðurlægjandi fyrir markhópinn, ungu karlmennina, sem Coke þykist vera að höfða til. Halda auglýs- ingasnillingarnir að ungir karlmenn kunni vel að meta að dregin sé upp mynd af þeim sem grunnhyggnum kjánum? Er virkilega markaður fyr- ir sérstakt nýtt kók fyrir kjána? Auglýsingaherferð Coke er svo sannarlega ekki bundin við Ísland, því sambærilegar auglýsingar hafa tröllriðið markaðnum í öðrum lönd- um undanfarna mánuði. Í Finnlandi sá umboðsmaður neytenda ástæðu til að gera athugasemdir við vefsíðu Coke Zero. Þar var hægt að spila tölvuleik, sem gekk út á að ná kon- um í rúmið á sem skemmstum tíma. „Skilaboðin á Coca-Cola Zero vefsíð- unni voru að konur séu óæðri og ómerkilegir hlutir og eina gildi þeirra felist í getunni til að stunda kynlíf,“ segir í fréttabréfi umboðs- mannsins í ársbyrjun. „Karlmað- urinn þarf að fá konuna til að þagna sem fyrst, svo hann geti stundað kynlíf eins fljótt og hægt er og síðan varið meiri tíma í að skemmta sér með vinunum. Leikurinn stingur einnig upp á að maðurinn leigi hóp homma, til að auðvelda honum að ná í konu. Viðhorfið kristallast í slag- orðinu „meira kynlíf, Zero for- leikur“.“ Umboðsmaðurinn segir að þótt ætlunin hafi verið að herferðin væri fyndin væri hún ekki viðunandi. Í Bretlandi var farin svipuð leið og ein auglýsingin var eitthvað á þá leið að spurt var „af hverju ekki kærasta án fimm ára áætlunar?“ Þar í landi spurðu menn reyndar líka af hverju væri ekki hægt að hafa blind stefnu- mót án geðsjúklinganna, en þar þótti vegið að geðsjúkum með ósæmileg- um hætti og hætt var við auglýs- inguna. Í Þýskalandi var farin sú leið, líkt og í Finnlandi, að útbúa sérstaka vefsíðu. Þar var m.a. hægt að taka eins konar karlmennskupróf. Sem dæmi um slíkt próf var mynd af bað- kari og spurt var um hvað áhorfand- inn væri að hugsa. Einn svarmögu- leikinn var „blautbolakeppni“. Svarmöguleikar við mynd af tveimur appelsínum var a) draumastúlkan, b) appelsínur eða c) appelsínuhúð. Aðr- ar spurningar voru í sama dúr, til dæmis var þarna að finna mynd af óumbúnu rúmi. Og hvað datt mönn- um þá í hug? a) Eva, Caro, Astrid, Christina, Kim, Meli, Doro … b) frú Holle (sem er líklega ráðskonan) og c) rykmaurar. Sannir karlmenn vita auðvitað við hvað þeir eiga að merkja til að slá í gegn á prófinu! Það er óhætt að segja að auglýs- ingar fyrir Coke Zero í öðrum lönd- um hafa ekki beinlínis slegið í gegn. Þeim hefur víðast hvar verið mót- mælt kröftuglega, en samt heldur gosdrykkjaframleiðandinn áfram, úr einu landinu í annað. Með þessar „beittu og ögrandi“ auglýsingar, sem sýna hvernig góðir hlutir gætu verið betri ef þeim fylgdu engar af- leiðingar. Mig grunar hins vegar að afleiðingar þessarar markaðs- setningar gætu reynst alvarlegar fyrir Coke, alla vega er ég orðin gjörsamlega afhuga framleiðsluvör- unni. Er vit í því fyrir stærsta drykkjarframleiðanda heims, að fæla frá sér konurnar? Sem auglýs- ingasnillingarnir hefðu nú getað upplýst gosdrykkjarisann um að stjórna að mestu innkaupum til heimilanna? Hér á landi er líka farið að örla á mótmælum. Veggspjald með áletr- uninni „Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik?“ var tekið niður í versl- uninni Samkaupum á Ísafirði í gær, eftir að kvartað hafði verið undan að það særði blygðunarkennd við- skiptavina. Talsmaður Coke sagði að ætlunin hefði verið að fá fólk til að brosa út í annað. Þetta er bara ekkert fyndið. Nýtt kók fyrir kjána »Mér finnst þetta hvorki beitt né ögrandi, heldurfyrst og fremst kjánalegt og niðurlægjandi. Niðurlægjandi fyrir konur, en ekki síður nið- urlægjandi fyrir markhópinn, ungu karlmennina, sem Coke þykist vera að höfða til. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir ÉG ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum er ég hlýddi á for- mann Samfylkingarinnar ræða væntanlega atkvæðagreiðslu íbúa í Hafnarfirði um stækkun álvers- ins í Straumsvík. Í Kastljósi Ríkisútvarpsins þriðjudaginn 13. mars lýsti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir frati á þessa atkvæðagreiðslu og upp- lýsti að hún myndi hafa nið- urstöðuna að engu kæmist hún til valda. Það á að slá öllum álvers- og virkjunarframkvæmdum á suð- vesturhorninu á frest, sagði for- maðurinn. Það er verkefni stjórn- valda en ekki Hafnfirðinga. En hvað ef Hafnfirðingar sam- þykkja nú stækkun álversins í at- kvæðagreiðslunni? spurði spyrill- inn hvumpinn. Já, sagði formaðurinn. Þá liggur bara fyrir einhver skipulagsákvörðun í Hafnarfirði. Það breytir því ekki að við eigum að slá málinu á frest. Ja hérna. Hingað til hef ég staðið í þeirri trú að tilgangur at- kvæðagreiðslunnar væri að leyfa Hafnfirðingum sjálfum að ráða. Sagði ekki bæjarstjórinn okkar og leiðtogi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á sínum tíma að „íbú- ar í Hafnarfirði munu hafa síðasta orðið“? Til hvers er Samfylkingin í Hafnarfirði að láta Hafnfirðinga kjósa um málið ef það er stefna Samfylkingarinnar að hafa at- kvæðagreiðsluna að engu ef nið- urstaðan er sú að stækkunin verði samþykkt? Fá þá Hafnfirð- ingar ekki að „eiga síðasta orðið“? Er verið að hafa Hafnfirðinga að fíflum? Er þetta einhver und- arlegur Hafnarfjarðarbrandari sem Samfylkingin er að bera á borð fyrir okkur? Forystumenn Samfylking- arinnar á landsvísu og í Hafn- arfirði verða að gera grein fyrir því hvort Hafnfirðingar eigi í raun að fá að ráða sínum málum eða hvort þetta sé bara allt í plati. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Allt í plati? Höfundur er Hafnfirðingur. Í MORGUNBLAÐINU hinn 1. febrúar sl. var haft eftir Davíð Gunnarssyni, ráðu- neytisstjóra í heil- brigðis- og trygg- ingaráðuneytinu: „Innlendir og erlendir ráðgjafar hafa skoðað áfengismeðferð hér á landi. Þar hefur komið fram að lækka megi kostnað við starfsemi SÁÁ með því að draga úr innlögnum áfeng- issjúkra og auka áherslu á göngu- og dagdeildir.“ Þessi um- mæli urðu til þess að ég óskaði eftir að fá aðgang að þeim faglegu úttektum á starfsemi SÁÁ og ráðleggingum sem virðast hafa haft stefnumótandi áhrif á ráðu- neytið. Aðgangur að þessum gögn- um var SÁÁ mikilvægur svo um- ræða mætti verða málefnalegri og jafnframt varpa ljósi á hina óskilj- anlegu tregðu ráðuneytisins til að gera þjónustusamning við SÁÁ. Þegar loks barst svar við þessari fyrirspurn og ósk um aðgang að gögnum fyrir atbeina úrskurð- arnefndar um upplýsingamál, varð það ekki til að skýra ummæli ráðu- neytisstjóra í Morgunblaðinu. Hér skal því svarað af hverju ég skil ekki ummælin sem í raun eru í stíl Vé- fréttarinnar í Delfí sem sagði: „Ég þekki tölu sandkorna í veröldinni og veit hversu margir dropar vatns eru í hafinu. Ég skil hinn mállausa mann og heyri rödd þess sem ekkert seg- ir.“ 1. Vísað var í heimsókn og fyr- irlestur prófessors David R. Gastfri- end í boði SÁÁ 16. nóvember 2004 á Vogi. Enginn af þeim sem ég hef rætt við og sat þennan fyrirlestur kannast við að hr. Gastfriend hafi ráðlagt að lækka megi kostnað hins opinbera af með- ferð áfengis- og vímu- efnasjúklinga með að draga úr inniliggjandi meðferð og auka göngudeildarmeðferð. Gott tækifæri gefst til þess að spyrja hr. Gastfriend þegar hann kemur til Íslands í sum- ar svo leiða megi hið sanna fram í málinu. 2. Vísað er til skýrslu Howard J. Shaffer frá því í október 1997 sem ekki fylgdi svari ráðuneytisins og því er ekki hægt að taka efnislega af- stöðu hennar enda er ég ekki fær um að heyra rödd þess sem ekkert segir né skilja hinn mállausa mann. 3. Vísað er í SBU – Statens be- redning för medicinsk utvardering og að um 90% sjúklinga með áfengis- og vímuefnafíkn séu meðhöndlaðir í Svíþjóð án innlagnar. Í þessari skýrslu segir nákvæmlega ekkert um fýsileika þess að meðhöndla frekar í göngudeild umfram inni- liggjandi, hvorki frá læknisfræði- legu sjónamiði né ökónómísku. Ekk- ert. Þar segir reyndar að vísindalegur grunnur skýrslna um efnið sé of veikur eða of mótsagna- kenndur til að draga megi ályktanir af þeim. 4. Vísað er til Scottish Int- ercolligiate Guidelines Network. Þar er um leiðbeiningar til heilsugæslu- lækna að ræða vegna áfengisvanda hjá þeim sem ekki hafa þróað með sér sjúkdóm áfengis- og vímuefna- fíknar og ekki eru í öðrum vímuefna- vanda. Þessar leiðbeiningar geta því á engan hátt verið rökstuðningur fyrir HTR um að auka beri göngu- deildarmeðferð á kostnað inniliggj- andi meðferðar. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli HTR á þeirri stað- reynd að komur á göngudeildir SÁÁ eru um 33.000 árlega (göngudeild í Reykjavík og á Akureyri). Þar fara fram greiningarviðtöl og inngrip til fjölda sem aldrei leggst inn á sjúkra- hús samtakanna. Til samanburðar má nefna að á árinu 2005 voru 5.723 komur á dagdeild Landspítalans vegna áfengis- og vímuefna- sjúkdóms og 7.842 í göngudeild. Í svari HTR til mín um áherslur á aukna göngudeildarmeðferð er einn- ig bréf frá Gizuri Helgasyni stjórn- Véfréttin í HTR Ari Matthíasson skrifar um svör ráðuneytisstjóra um sparnað hjá SÁÁ »Davíð Gunnarssonráðuneytisstjóri tjáði sig í Morgun- blaðinu um mögulega sparnaðarleið í rekstri SÁÁ. Sú leið virðist ekki byggjast á faglegum grunni. Ari Matthíasson Albert Jensen ritaði mér svar- grein í Morgunblaðið 10. mars sl. varðandi ferðaþjónustu fatl- aðra. Þegar óverð- skuldaðar dylgjur í garð Samfylking- arinnar og sér- staklega kvenkyns borgarstjóra flokksins hafa verið vinsaðar frá öðru efni grein- arinnar má taka undir sumar af vangaveltum Alberts, sérstaklega þær sem snúa að bíla- flota ferðaþjónustu fatlaðra. Ég tek undir það með Alberti að nauðsynlegt er að endurnýja bílaflotann sem not- aður er til akstursþjónustu fatl- aðra. Hvort sem Strætó bs. eða aðrir aðilar koma til með að veita þessa mikilvægu þjónustu. Ég verð þó að segja að mér fannst Alberti heldur fatast flugið í skrifum sínum, þegar hann full- yrðir að fatlaðir skilji að auka- greiðslur og þriggja klukkustunda fyrirvari séu nauðsyn ef fatlaðir eigi að geta pantað akstursþjónustu sam- dægurs, annars fari allt úr böndunum. Mér þætti það á engan hátt fullnægj- andi fyrir mínar þarf- ir, byðist mér ekki annar ferðamáti, að geta pantað 10 ferðir (5 ferðir fram og til baka) á mánuði með að minnsta kosti þriggja tíma fyr- irvara, en þurfa að ákveða allar aðrar ferðir mínar með sóla- hrings fyrirvara. Ég myndi ekki skilja að þetta væru nauðsynlegar takmarkanir ef „allt ætti ekki að fara úr böndunum“. Auðmýkt, lít- illæti og þakklæti eru mannkostir sem við mættum flest tileinka okk- ur í ríkara mæli, en það er fráleitt að ganga út frá því sem vísu að ákveðinn þjóðfélagshópur, það er fatlaðir, hafi þessa eiginleika í rík- ara mæli en aðrir. Það er kannski vanþekkingu minni og skilnings- leysi um að kenna, eins og Albert kýs að lýsa skrifum mínum, að mér finnist á engan hátt réttlæt- anlegt að bjóða fötluðum upp á þjónustu sem okkur hinum þætti afleit og á engan hátt fullnægj- andi, undir því yfirskini að fatlaðir séu á einhverju allt öðru plani en annað fólk þegar kemur að of- antöldum mannkostum. Efling ferðaþjónustu fatlaðra Það er rétt að ferðaþjónusta fatlaðra hefur skánað á und- Auðmýkt, lítillæti og þakklæti Sigrún Elsa Smáradóttir gerir athugasemdir við grein Alberts Jensens »…að mér finnist áengan hátt réttlæt- anlegt að bjóða fötl- uðum upp á þjónustu sem okkur hinum þætti afleit … Sigrún Elsa Smáradóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.