Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það er með söknuði
sem ég kveð tengda-
móður mína en okkar
kynni hófust fyrir 17
árum. Oddrún var einstök kona sem
var eins og margar konur af hennar
kynslóð í meira en fullu starfi við að
hugsa um alla aðra en sjálfa sig. Hún
var skemmtileg kona og jákvæð.
Hún hlúði vel að fjölskyldu sinni og
fylgdist vel með hvað allir voru að
gera. Áhugi hennar á tónlist var
smitandi og var oft sungið í Máva-
hlíðinni á jólum og öðrum tyllidög-
um. Henni var þess vegna oft boðið á
tónleika og naut hún þess. Heimili
hennar var hlýlegt og mjög gest-
kvæmt og oft fékk hún blómvendi því
hún var einstaklega lagin við að
halda lífinu í þeim og naut vera innan
um falleg blóm. Hún átti alltaf nóg
með kaffinu og hafði ég gaman af því
hér árum áður að fylgjast með henni
baka pönnukökur. Ég reyndi eftir
fremsta megni að fylgjast með öllu
sem hún henti í skálina og man eftir
að mér fannst það vera hálfgerð
naglasúpa því það var meira og
minna bara vatn, kaffi, pínulítið
hveiti og einhverjir dropar. En þær
voru svo sannarlega góðar. Hún var
minnug á atburði og fólk og var hægt
að fletta upp í henni alla afmælis-
daga. Okkar missir er mikill en mest-
ur þó hjá tengdapabba sem hefur
verið með henni alla tíð. Ég vil þakka
henni samfylgdina þessi ár og er
þakklát fyrir að hafa kynnst henni.
Ellen Þórarinsdóttir
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Hún amma mín er látin. Hún tókst
á við veikindi sín með miklu æðru-
leysi og var hún staðráðin í því að
njóta þess tíma sem hún átti eftir. Öll
héldum við þó að tíminn yrði meiri.
En eftir sitja margar fallegar minn-
ingar um hana elskulegu ömmu
mína.
Ég var mikið hjá ömmu og afa í
Mávahlíðinni í æsku. Mávahlíðin var
einn af mínum uppháhalds stöðum.
Það var eitthvað svo notalegt við að
ganga inn um hurðina og mæta
ömmu um leið að athuga hver væri
að koma. Það var svo margt að gera
og svo margt að skoða fyrir litla
stelpu í heimsókn í Mávahlíðinni.
Amma spilaði mikið við mig og lét
sem hún sæi ekki að ég svindlaði
þegar ég var með tóma hunda, eins
og hún sagði. Svo var hún alltaf jafn
hissa og glöð fyrir mína hönd þegar
ég vann.
Engan þekki ég sem var með jafn
græna fingur og hún amma. Hún
náði að láta hvaða blóm sem var
blómstra með endalausri umhyggju
og naut svo blómstursins til hins ýtr-
asta. Blóm virtust eilíf í Mávahlíð-
inni, enda hugsaði hún um þau eins
og ungabörn. Sem barn fékk ég í
skólanum tómatplöntu til að rækta.
Plantan sem virtist nær hvergi ætla
að gefa af sér tómata, blómstraði og
blómstraði hjá henni ömmu.
Umhyggjan og alúðin umlukti
mann í Mávahlíðinni, andrúmsloftið
hjá ömmu og afa var nóg til þess að
láta manni líða vel. Að standa á stól
við hliðina á ömmu að horfa út um
svefnherbergisgluggann var spenn-
andi. Það þurfti svo lítið, en var svo
mikið.
Amma var ákaflega óeigingjörn og
lítillát kona. Hún lét alltaf aðra
ganga fyrir. Við matarborðið var hún
Oddrún
Sigurgeirsdóttir
✝ Oddrún Sig-urgeirsdóttir
húsmóðir fæddist í
Reykjavík 23. apríl
1929. Hún lést á
Landspítalanum 5.
mars sl.
Útför Oddrúnar
var gerð frá Há-
teigskirkju 14. mars
sl.
alltaf á hlaupum til að
vera viss um að allir
hefðu það sem þeir
þyrftu. Að fá hana
sjálfa til að setjast nið-
ur að fá sér að borða
var ekki létt verk.
Hún lá fárveik á
spítala þegar ég eign-
aðist barn. Hennar
fyrsta hugsun var að
koma til mín gjöfum.
Þetta var svo lýsandi
fyrir hana. Gjafirnar
streymdu frá henni,
meira að segja frá
sjúkrabeðinum. Amma hefur gefið
mér svo mikið í gegnum tíðina og
miklu meira en bara hluti.
En nú hefur hún amma kvatt
þennan heim. Kannski er það ein-
hver huggun að hún hafi ekki þurft
að kveljast meira en raun bar vitni,
það er þó alltaf jafn sárt að þurfa
kveðja ástvin. Ég hef minningarnar
um hana mér til hughreystingar.
Vertu sæl elsku amma mín og takk
fyrir allt og allt.
Guð geymi þig.
Þín
Oddrún.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig þér taka
yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(S. Egilsson.)
Elsku amma.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum. Veikindi þín bar
svo brátt að og andlát líka. Allt of
fljótt. En ég ætla að rifja upp gamla
daga þegar ég var að alast upp, þið
afi í Mávahlíðinni voruð svo mikill
miðpunktur í lífi okkar fjölskyldunn-
ar. Þegar komið var saman í Máva-
hlíðinni var búið að fylla borðið af
kræsingum, hvort sem var um jól eða
í annan tíma og þótti gott þegar allir
voru mættir til að fagna afmælum
eða öðrum hátíðisdögum. Þá voruð
þið afi þungamiðjan í öllu saman.
Alltaf var tekið í píanóið og hressi-
lega sungið undir. Það var svo mikið
líf í ykkar hjónunum. Eins og ég er
búinn að segja er margs að minnast.
Þegar ég var kominn með konu og
litla langömmustelpu, þá voruð þið
hamingjusöm yfir að ég væri búinn
að festa ráð mitt og fá mér íbúð. Þið
tókuð henni Hafdísi minni opnum
örmum við fyrstu sýn og langömmu-
barninu henni Margréti Öldu líka.
Það er stutt síðan við komum til ykk-
ar í heimsókn og þú varst svo fár-
sjúk. Við vissum samt ekki að tíminn
væri svo naumur. En þetta er liðið og
þú finnur ekki til, hjartans elsku
amma mín, Elsku afi, ég veit að sökn-
uður þinn er mikill og þú átt okkur
öll að.
Sæmundur.
Elsku frænka, þá er þínu stór-
brotna lífi lokið og þú farin í betri
heim. Þú varst ávallt æðrulaus og
sterk þrátt fyrir áföll í lífinu sem
ekki voru fá. Dugnaður og létt skap
hafa eflaust fleytt þér gegnum það.
Minningar mínar um þig tengjast
mest búsetu minni í Reykjavík þegar
við Benni bjuggum í Bogahlíð um tíu
ára skeið. Við fluttum norður aftur
1976. Heimili þitt var ávallt opið okk-
ur og börnunum okkar. Ég man sér-
staklega eftir því þegar þú bauðst
Berghildi dóttur minni að æfa sig á
píanóið þitt meðan hún var í píanó-
kennslu. Það segir mikið um þig að
nenna að hlusta á endalausar fingra-
æfingar frænku þinnar. Músík var
þér í blóð borin og þú hafðir mikið
yndi af söng. Fjórum dögum áður en
þú lést talaði ég við þig í síma og
þrátt fyrir allt var stutt í hláturinn.
Elsku Oddrún, Guð blessi þig, ég ylja
mér við minningar um þig, takk fyrir
allt.
Ég votta Steina, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum mína
dýpstu samúð. Og einnig Gullu syst-
ur þinni sem nú er ein eftir af systk-
inunum.
Þín frænka,
Sigurbjörg Steindórsdóttir.
Ég kynntist Oddrúnu um haust.
Við Sigurgeir, sonur hennar og Þor-
steins Auðunssonar, togaraskips-
stjóra, urðum vinir, þegar við vorum
saman til sjós um sumar. Þetta haust
unnum við í nokkrar vikur að verk-
efni í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Þar sem hann átti heima stutt
frá, en ég lengra, stakk hann upp á
að í hádeginu kæmi ég með honum
heim.
Oddrún tók á móti mér þannig, að
mér leið strax eins og ég væri einn af
krökkunum hennar og það var að
mörgu leyti sérstök upplifun, þegar
komið var inn á heimili í fyrsta skipti.
Börn Oddrúnar og Þorsteins voru þá
fjögur, Sigurgeir næstelstur, en þau
urðu síðar fimm. Einhver sagði á sín-
um tíma, að þegar að síðasta systk-
inið bættist við, vissu það fáir, þar til
það var staðreynd. Þannig finnst
mér að Oddrún hafi gert alla hluti,
öruggt og markvisst, hægt og hljótt.
Lífið var samt ekki auðvelt, Oddrún
og Þorsteinn máttu sjá á eftir barna-
barni, tengdasyni og syni og reyndist
það mikil raun.
Við leiðarlok er minnst kærrar,
góðrar konu, samferða í fjörutíu ár.
Hún bar hrakandi heilsu í hljóði, svo
vel, að líklega áttaði sig enginn á því
hversu stutt var eftir. Daginn áður
en hún kvaddi tók hún á móti gestum
og tók ekki annað í mál en sinna þeim
af sömu gestrisni og alúð eins hún
hafði alltaf gert. Ég og fjölskylda
mín kveðjum Oddrúnu með innilegu
þakklæti og vottum Þorsteini, fjöl-
skyldu hennar og vinum innilega
samúð á sorgarstund.
Einar Ingimarsson.
Góð, velviljuð og hjartahlý kona er
gengin eftir stutta en erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Oddrún var móðir besta vinar
míns. Oddrún sýndi mér alla tíð
mikla væntumþykju og hlýhug. Þeg-
ar ég skildi fyrir um 10 árum bauð
hún mér með í flestar meiriháttar
veislur og hátíðir sem hún og eftirlif-
andi eiginmaður hennar Þorsteinn
Auðunsson, fyrrv. skipstjóri héldu
fjölskyldu sinni. Heima hjá þeim
heiðurshjónum leið mér eins og ég
ætti aftur mömmu og pabba á lífi.
Sami matur, svipaður borðbúnaður,
húsgögn og stofuskraut, reykt í eld-
húsinu og píanóleikur og söngur.
Með góðu fólki líður manni vel og
nýtur velvilja, tillitsemi og samhygð-
ar. Það voru ekki sögð mörg orð en
frá Oddrúnu streymdi jákvæðni og
hlýja sem gerði mér gott. Ég er viss
um að Oddrún fann hversu vænt mér
þótti um að vera hafður með eins og
einn í fjölskyldunni. Ég mun sakna
þessara funda í Mávahlíðinni og ekki
síst að eiga ekki eftir að hitta vin-
konu mína Oddrúnu aftur. Þó svo ég
hafi ekki þekkt Oddrúnu lengi mun
ég ætíð muna hana og hún verða mér
kær í minningunni.
Guðjón E. Ólafsson.
Elsku Oddrún.
Á kveðjustundu er okkur efst í
huga þakklæti fyrir allar góðu sam-
verustundirnar.
Alltaf var jafngott að koma til ykk-
ar Steina í Mávahlíðina og þar gafst
nægur tími til að spjalla um lífið og
tilveruna. Boðið var upp á besta
kaffið og meðlætið. Þjónustulundin
var þannig að allir nutu góðs af
og ávallt sagt frá og spurt um sam-
ferðafólkið.
Manngildið var þó ofar öllu og nóg
af góðvild og hugulsemi.
Skemmtilegar voru skötuveislurn-
ar á Þorláksmessu þar sem lyktin
fannst langt út á götu.
Þegar jólalögin voru sungin vildir
þú alltaf eitthvað léttara eins og Suð-
ur um höfin. Síðan er það kallað Jóla-
lagið þitt.
Þú lifðir lífinu með reisn og kvadd-
ir með reisn. Við söknum þín, en
njótum góðra minninga. Við þökkum
ræktarsemi og vináttu sem aldrei
gleymist.
Þín,
Guðrún Brynja og fjölskylda.
✝
Systir mín og móðursystir,
SIGRÍÐUR JENSÍNA HELGADÓTTIR,
lést á Grund sunnudaginn 4. mars.
Útför hefur farið fram.
Tómás Helgason frá Hnífsdal,
Helga Guðmundsdóttir.
✝
Þökkum af hlýhug auðsýnda samúð vegna andláts
og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
ÓLAFS THEODÓRSSONAR,
Esjubraut 19,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B2 á Land-
spítalanum Fossvogi fyrir góða aðhlynningu.
Júlía Baldursdóttir,
Baldur Ólafsson, Auður Líndal Sigmarsdóttir,
Ellen Ólafsdóttir, Guðjón Theódórsson,
Ragnhildur Í. Ólafsdóttir, Birgir Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁSTU BJARNADÓTTUR,
Norðurbrún 1.
Margrét Kjartansdóttir,
Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson,
Sæunn Kjartansdóttir, Guðmundur Jónsson,
Ásta Kjartansdóttir, Vigfús Erlendsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð
og virðingu við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa, sonar og
bróður,
SR. PÉTURS ÞÓRARINSSONAR
í Laufási.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg S. Siglaugsdóttir,
Þórarinn Ingi Pétursson, Hólmfríður Björnsdóttir,
Jón Helgi Pétursson, Íris Þorsteinsdóttir,
Heiða Björk Pétursdóttir, Björn Magnús Árnason,
Pétur, Birta María, Katla,
Þorsteinn Ágúst og Ingólfur Birnir,
Elín Jónsdóttir, Þórarinn Halldórsson,
Aníta, Jón Helgi, Erna og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG HREFNA SIGURÐARDÓTTIR,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
Reykjavík, mánudaginn 5. mars, verður jarðsett frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Árnason,
Ágústa Harting,
Kristján Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,
Skógarseli 7,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 9. mars, verður jarðsungin frá
Seljakirkju mánudaginn 19. mars kl. 13.00.
Tómas Sveinbjörnsson,
Pétur Valdimarsson,
Anna Lára Hertevig,
Valdimar Viðar Tómasson, Anna Karen Kristjánsdóttir,
Sigurður Sveinbjörn Tómasson, Eva María Grétarsdóttir
og barnabörn.