Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 39 Ég man vel eftir Ingu í Fjallsseli, hún var á sama reki og eldri systur mínar og með þeim í farskólanum sem stundum var heima. Hélst síð- an vinskapur með þeim. Þá var ég ungur að árum en í minninu hangir mynd af dökkhærðri glaðlegri stúlku sem var ákveðin og frjálsleg í fasi, sagði gamansögur og hló dátt. Þegar ég var nokkuð vaxinn úr grasi gerðist svo það að Inga giftist Palla bróður mínum. Löngu síðar sagði hún mér frá þessum at- burði. Þetta gerðist haustið 1936 á Ekkjufelli, daginn sem þau Ekkju- fellshjón, Sigbjörn og Margrét, héldu gullbrúðkaup sitt. Séra Sig- urjón á Kirkjubæ gaf þau Ingu og Pál saman – áður en veislan hófst. Ár liðu. Ég „fór suður“ eins og fleiri, eignaðist hús og heimili í Reykjavík. Þá hófust aftur kynni okkar Ingu sem þá var ekki lengur Inga í Fjallsseli heldur Inga á Að- albóli, húsfreyja á fornfrægu setri. Höfðu þau Páll hafið þar búskap árið 1945. Svo æxlaðist til að Pálmi, sonur okkar Ingibjargar, fór átta ára gamall til sumardvalar á Að- albóli og er skemmst af því að segja að hann var þar mörg sumur og eftir að hann fullorðnaðist var hann þar langdvölum og síðast heimilisfastur. Inga leit á hann sem fósturson sinn og voru alla tíð með þeim miklir kærleikar. Spyrja má hvernig það var að búa á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, við jaðar öræfa landsins? Bærinn lá einna lengst allra byggðra bóla á Íslandi frá verslunarstað og veg- urinn lengi vel torsóttar. Hér er ekki tóm til að rekja búskaparsögu þeirra Páls og Ingunnar sem vert væri, til þess þyrfti að skrifa bók. Hitt er víst að þau undu sér vel í dalnum og þar komu þau upp sín- um stóra barnahópi en þau eign- uðust tíu börn. Má geta sér nærri um að húsmóðurstarfið hafi stund- um verið erfitt og ekki heiglum hent. Eftir að Páll lést (1981) bjó Inga áfram með börnum sínum og var aldrei langdvölum annars stað- ar. Má segja hún hafi haldið þar heimili til hinstu stundar. Eftir að fjárhagur rýmkaðist og vegir urðu greiðfærir kom ég oft í Aðalból. Alltaf vorum við velkomin þar, ég og mitt fólk. Það var sér- stök upplifun að sitja yfir kaffibolla við eldhúsborðið undir glugga sem vissi inn til dals, spjalla og heyra Ingu segja frá en hún var fróð kona og minnug, gamansöm en græsku- laus. Meiningu sína gat hún þó sagt umbúðalaust. Við Ingibjörg komum þar síðast í sumar leið í rútu austan yfir heiði. Það var kölluð Hrafn- kelsblótsferð. Við bönkuðum upp á hjá Ingu og tók hún okkur af alúð eins og venjulega. Við sátum með húsfreyju við eldhúsborðið, spjöll- uðum og dreyptum á kaffi og ko- níaki. Svo sagðist Inga þurfa að fara að taka sig til og við röltum út á barinn hjá Kristrúnu og Sigurði en þar var haldin veisla í lok ferðar um slóðir Hrafnkels Freysgoða. Inga kom þar seinna, uppábúin. Hún bar sig vel, höfðingleg í fasi, dökka hárið grásprengt. Hefði fáum dottið í hug að þessi kona væri komin á tíræðisaldur. Að skilnaði var glösum lyft og við hjón héldum út Dal. Það er gott að eiga þessa minn- ingu um Ingu á Aðalbóli. Hún sé kveðja mín nú þegar leiðir skiljast. Indriði Gíslason. Látin er á nítugasta og þriðja aldursári Ingunn Einarsdóttir, hús- freyja á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, þar sem hún hefur stýrt heimili sínu í sextíu ár. Það fer ekki hjá því að ýmsar minningar vakni þegar slíkur einstaklingur sem Ingunn var hverfur af sviðinu og þá sér- staklega hjá þeim sem verið hafa nágrannar hennar um þetta sextíu ára tímabil. Ég var fjórtán ára þegar þau Páll Gíslason og Ingunn fluttu í Aðalból og fannst það spennandi þegar nýtt fólk var að koma í nágrennið en gerði mér ábyggilega ekki grein fyrir hvað mikinn kjark þurfti til að flytjast til búskapar á þessa afdala- jörð sem hún var þá, en segja má að á þeim tíma hafi enn ríkt fornöld í Hrafnkelsdal þar sem þá var þar hvorki vegur eða sími og nota þurfti kláfferju yfir Jökulsá til að komast á bílveg. Það varð að vera kjarkmikið og áræðið fólk sem á þeim tíma settist að á slíkum stað. Það voru ekki álitleg húsakynnin sem mættu ungu konunni sem kom í Aðalból vorið 1946 en þar var baðstofa að hruni komin og nýlega uppgert frammihús sem notað var sem skemma. Það var fyrsta verkið að rífa baðstofuna og allt sem henni fylgdi en gera íbúð úr skemmunni. Þetta verk vann Snorri Gunnarsson ef sinni al- kunnu snilld og með góðra manna hjálp var komið þokkalegt íbúðar- hús um haustið. En meðan á þeim framkvæmdum stóð var sofið á skemmuloftinu og hesthúsið sem var á hlaðinu notað fyrir eldhús en þó um væri að ræða kofa hlaðinn úr torfi og grjóti með moldargólfi var alltaf jafn hreinlegt hjá Ing- unni. Aldrei varð ég var við að Ingunn kvartaði yfir því að erfitt væri að búa í því umhverfi sem var á svo afskekktum stað sem Aðalból var á hennar fyrstu búskaparárum en alltaf jafn hress og kát og söng oft við vinnu sína enda með skæra og skemmtilega söngrödd. Tíminn stóð ekki kyrr á þessum stað frekar en öðrum og þróun til nýrrar tækni og framfara hélt inn- reið sína í Hrafnkelsdal þegar Jök- ulsá var brúuð 1953 og sími kom á bæinn 1957 og mun það hafa verið einn af síðustu bæjum á landinu til þess að komast í það sem nú er kallað samband við umheiminn. Með samgöngubótum breyttust all- ar aðstæður til búskapar og nú er rekið eitt af stærri sauðfjárbúum landsins á Aðalbóli. Vegna þess að víðlendar afréttir Vesturöræfa liggja að löndum Að- albóls og þar er réttað það fé sem á öræfunum gengur, var á Aðalbóli mikill erill manna á haustin, þegar göngur stóðu yfir. Langmest kom það niður á húsfreyjunni á bænum vegna þess að það þótti sjálfsagt að þar hefðu allir mat og drykk að þörfum. Segja má að stanslaus veisla væri hjá Ingunni meðan gangnamenn voru á ferðinni á haustin og það var eins og henni fyndist það sjálfsagður hlutur. Það var alltaf jafngott að koma í Aðalból en þó sérstaklega þegar komið var af öræfunum og marga mun hafa grasað þar að sem þreyttir og svangir þáðu með ánægju matinn og kaffisopann í eldhúsinu hjá Ingunni, undirritað- ur sennilega oftar en flestir aðrir. Nú þegar komið er að kveðju- stund þökkum við Sigríður Ingunni samfylgdina og óskum afkomend- um hennar alls hins besta. Aðalsteinn Aðalsteinsson. Síðsumars kom ég í fyrsta sinn í dalinn, Hrafnkelsdal, sem kúrir þarna inn undir öræfunum. Oft eins og hann sé með annan fótinn innan þeirra, stundum jafnvel báða. Inga tók vel á móti mér og þessi nánd við öræfin virtist ekki há henni að neinu leyti. Miklu frek- ar að þarna væri hún á heimavelli. Þetta var hennar ríki sem hún var vissulega öfundsverð af. Þarna var Hrafnkela, áin sem börnin hennar höfðu svamlað í og hún kannski líka, á góðviðrisdögum. Þarna voru tætturnar af gamla bænum og heill heimur af minningum. Ég sé eig- inlega eftir því að hafa ekki komið í dalinn fyrr því nánari snerting við lífið þar hefði verið mér að skapi. Inga var í mínum huga ein af merkilegri konum sem ég hef kynnst. Margfróð og skemmtileg en gaf kannski ekki mikið út á áhuga minn á lífinu í dalnum, sem fyrir henni var ekki annað en eðli- legur hlutur, daglegt amstur und- angenginna áratuga. Lifið sjálft og svosem ekkert merkilegt við það. Samt fannst mér alltaf að umhverf- ið, þessi nánd við öræfin, hlyti að hafa mótað dalbúana og Inga vera sláandi dæmi um það. Sterk, sjálf- stæð kona með skoðanir á hlut- unum, það voru sko töggur í henni og aldurinn var ekki að þvælast neitt fyrir henni. Inga var kona sem lifði tímana tvenna, jafnvel þrenna og virtist ekki horfa með neinni eftirsjá til gömlu tímanna eða eiga í vandræðum með að til- einka sér allar breytingarnar. Held henni hafi hálfvegis fundist gaman að fylgjast með yngri kynslóðunum og öllum nýjungunum, kannski af því hún var sátt við sitt. Oftast átti ég leið um dalinn að sumar- eða haustlagi og þá var til- valið að stoppa í Aðalbóli, setjast niður við eldhúsgluggann með þessu ótrúlega útsýni inn til dals- ins og spjalla yfir kaffibolla við Ingu, alltaf jafn gaman að henni og ekki komið að tómum kofunum þar á bæ. Mikið held ég það verði skrýtið að koma í Aðalból, setjast við eldhúsborðið, horfa inn til öræfanna en hitta ekki á Ingu. Dagný Indriðadóttir. Síðan ég man fyrst eftir mér bjó Inga á Aðalbóli. Hún var stórbrot- inn persónuleiki og stjórnaði á sínu heimili. Sem barni fannst mér skrítið þegar hún skammaði full- orðna karlmenn fyrir eitthvað sem henni líkaði ekki. En þegar ég komst til vits og ára læddist fram bros á varir mínar við þetta. Ekki veit ég hvert tilefnið var, en ég fékk að fara upp í Aðalból og vera þar í viku þegar ég var krakki. Þetta var rosalega spenn- andi og við brölluðum mikið saman ég og tveir yngstu synir hennar, Gísli og Sveinn. Þá var enn búið í gamla húsinu og nýja húsið í bygg- ingu. Þar var ýmislegt geymt, t.d. sveskjurnar og rúsínurnar sem við höfðum sérstakan áhuga á. Við vönduðum okkur mikið þegar við vorum að næla okkur í þetta góð- gæti, læddumst inn og þegar út var komið sprettum við úr spori upp í gamlan kofa fyrir ofan bæ- inn. Við vissum sem var að ef Inga næði í rassinn á okkur fengjum við að heyra það. Þetta var frábær tími og ekki man ég að hún segði nokkurn tíma styggðaryrði við mig. Vegna vinnu minnar var ég svo heppin að njóta aukinna samvista við hana nú síðustu ár. Hún var ávallt hress og leit síður en svo út fyrir að vera á tíræðisaldri. Inga var frábær kona og verður hennar sárt saknað. Innilegar samúðar- kveðjur til allra aðstandenda henn- ar og guð styrki ykkur í sorginni. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Eitt af því sem lifir hvað sterk- ast í æskuminningunni eru sam- skiptin við fólkið á Aðalbóli og þá sérstaklega Ingunni Einarsdóttur sem réði húsum þar. Hún var sterkur persónuleiki sem verður lengi í minnum hafður af öllum þeim er sóttu hana heim. Þar ríkti ætíð gleði og velvilji við gesta- komu, jafnvel þó það væri bara stráksauðurinn af næsta bæ sem átti leið um. Hvort heldur var þeg- ar ég var barn, unglingur eða full- orðinn maður, átti Ingunn alltaf til leiðbeinandi lífspeki að miðla af, með þeim staðgóðu veigum sem á borð voru bornar. Hún var hafsjór af fróðleik sem hún kom til skila á skemmtilegan hátt og þar fór greinilega kona sem hafði lifað tím- ana tvenna. Alltaf var stutt í hlát- urinn er saklaus prakkarastrik okkar strákanna í Hrafnkelsdaln- um bar á góma, en ef gjörningar okkar pjakkanna orkuðu eitthvað tvímælis, var hún ekki að skafa ut- an af hlutunum þegar hún setti of- an í við okkur. Þá sendi hún skýr skilaboð um hvað er rétt og hvað er rangt. Mér er minnistætt að nú fyrir skömmu viðurkenndi ég fyrir henni gjörning sem ég var ekki stoltur af. Eitt sinn er ég hafði komið gangandi af fjöllum svangur að næturlagi læddist ég í búrið hjá henni sem ég þekkti af eigin reynslu að var sjaldan fátæklegt og fékk mér vel að eta. Ekki ein- ungis skemmti hún sér konunglega yfir því að ég skyldi líta á þetta sem synd, heldur gladdist hún líka yfir því að ég skyldi nú hafa fundið eitthvað til seðja sárasta hungrið. Gestrisni hennar og góðvilji áttu sér fá takmörk. Nú þegar Ingunn er horfin af sjónarsviðinu er erfitt að ímynda sér Hrafnkelsdalinn án hennar. Hún var fastur punktur í tilverunni sem var erfitt að gera sér í hug- arlund að hyrfi nokkurn tímann. En allir hafa sinn vitjunartíma og munum við sem eftir sitjum ylja okkur við minninguna um þessa mikilhæfu konu sem átti meiri gleði og yl en flest venjulegt fólk. Megi sú minning verða afkomend- um hennar styrkur í sorginni. Snorri  Fleiri minningargreinar um Ing- unni Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigrún Blöndal og Jón Hnefill Aðalsteinsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI HAFLIÐASON, Hátúni 23, Reykjavík, sem lést 9. mars, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 19. mars kl. 13.00. Helgi Helgason, Anna Kristín Hannesdóttir, Dagbjört Helgadóttir, Þorkell Hjaltason, Júlíus B. Helgason, Hildur Sverrisdóttir, Hafliði Helgason, Barbara Helgason, Ragnar Hauksson, Josephine Tangolamus, afabörn og langafabarn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS DAVÍÐSSON, áður til heimilis í Engimýri 3, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 10. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. mars kl. 13.30. Sveinn Jónasson, Guðný Anna Theodórsdóttir, Anna Jónasdóttir, Kristján Árnason, afa- og langafabörn. ✝ Faðir okkar, ÞORSTEINN JÓSEF STEFÁNSSON frá Jaðri, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð fimmtu- daginn 15. mars. Heiðrún og Aðalbjörg Þorsteinsdætur. ✝ SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, Asparfelli 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 13.00. Hjörtur Jónasson, Helgi Sigurður Jónasson, Kristján Össur Jónasson, Páll Jónasson og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnakletti 4, Borgarnesi, lést fimmtudaginn 15. mars síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Baldur Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.