Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 24
|laugardagur|17. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Leiðtogar innan ESB ræða nú hvort banna eigi hefðbundnar ljósaperur til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. »27 neytendur Getur skóhæll virkilega haft táknræna merkingu í samfélagi manna, spyr Unnur H. Jó- hannsdóttir. »26 tíska Ásdís Lovísa Grétarsdóttir hef- ur gaman af húmor í hönnun og vill hafa svolítið litríkt í kring- um sig. »28 innlit Hálsfestar eru helstu hönn-unargripir Völu Krist-jánsson, fyrrum leik-konu og kennara, en auk þeirra sýnir hún nú klippimyndir og teikningar í herberginu í Kirsu- berjatrénu við Vesturgötu 4. „Það er nokkuð mörg ár síðan ég byrjaði að hanna fyrir sjálfa mig, ef ég sá einhvern fallegan hlut á flóa- markaði í Vínarborg eða hér í Kola- portinu þá bjó ég til úr honum skartgripi fyrir sjálfa mig. Svo slys- aðist ég til þess að sýna Arndísi Jó- hannsdóttur nokkur men sem ég hafði búið til og hún varð svo yfir sig hrifin að hún sagði: „Þú verður að sýna þetta!“ segir Vala. „Svo tók ég til hendinni í nóv- ember sl. og hef verið óstöðvandi síð- an og er nú með 31 men á sýningunni í Kirsuberjatrénu. Það er svo gaman að leika sér að hlutum og setja sam- an – sjá fegurðina í litlu hlutunum, dútla við þetta.“ – Er eitthvað þarna sem kemur frá fjölskyldunni? „Já, t.d. lykillinn að flyglinum hans pabba míns frá Kaupmanna- höfn. Faðir minn, Einar Kristjáns- son óperusöngvari, varð að selja flygilinn sinn þegar hann flutti frá Kaupmannahöfn til Íslands, en ein- hverra hluta vegna gleymdist lykill- inn, langur og fallegur art deco- lykill. Á hann þræddi ég marga litla lykla sem ég átti í fórum mínum og veit ekki að hverju ganga. Þeir voru í gömlum peningakassa á lyklakippu. Þetta eru hefðbundnir fylgihlutir frá toppi til táar, allt frá hárspennu til skóspennu – sem eru þarna orðnir að skartgripum – þetta er fallegt skraut fyrir kjarkaðar konur. Ég hef alltaf dáðst að því hve þingkonurnar okkar t.d. bera falleg hálsmen. Ég tek allt- af eftir slíku og ég veit að þær kaupa heilmikið í Kirsuberjatrénu.“ Óstöðvandi í hönnuninni – Er skartgripagerðin þitt aðal- starf? „Jú, ætli hún sé ekki orðin það núna. Ég er komin á eftirlaun og nýt þess nú að sýna leikgleðina sem í mér býr. Það er mikið af minni per- sónu og sögu í þessum skartgripum. Ég hef löngum verið ástríðufullur safnari og nú kemur uppskeran af því. Nú leik ég lausum hala, eins og Flosi Ólafsson kallar það. Mér finnst ég komin á rétta hillu, er óstöðvandi að hanna og er þegar komin með hugmynd að næstu framleiðslulínu.“ – Notar þú sjálf mikið skartgripi? „Já, ég hef gaman af því en ég fer ekki lengur eins mikið og ég gerði. Ég hef þó alltaf gaman af að velja fallegan grip við fötin mín þegar ég fer t.d. í leikhús eða afmæli.“ – Er listæð í þér? „Já, ég er í ætt við ýmsa lista- menn, Einar Jónsson myndhöggv- ara, Nínu Tryggvadóttur myndlist- arkonu og Hörð Bjarnason sem var húsameistari ríkisins og teiknaði mörg hús. Pabbi var þekktur söngv- ari í sinni tíð, bæði hér og erlendis, og svo var Einar Örn sonur minn valinn fyrir skömmu fimmti versti söngvari allra tíma – og er stoltur af að vera þar í félagsskap með Céline Dion og Ozzy Osbourne. Honum finnst þetta skemmtilegt, hefur húmor og ég vil meina að það sé viss húmor í skartgripunum mínum líka. Ég kenndi lengi nýbúum og þar voru ferskir straumar, það var stór- skemmtilegt að ná til þeirra. Ég var í 8 ár í leikhúsbransanum og eignaðist syni mína tvo, Einar og Árna, á því tímabili – ég lék í Stöðvið heiminn, ennþá með Árna á brjósti, það var jólasýning 1964. Svo kom Ó þetta er indælt stríð og Hornakórall eftir Odd Björnsson og Leif Þórarinsson. Í Fiðlaranum á þakinu lék ég dótt- urina Hodel 1969 til 1970.“ Morgunblaðið/Kristinn Skartgripahönnuðurinn Vala Kristjánsson ásamt óvenjulegum hálsmenum sínum. Blómasölustúlkunni ekki fisjað saman Frumlegir eru skartgripirnir sem Vala Kristjánsson hannar undir nafninu Völu- skart. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Völu, sem er þeim ógleymanleg sem sáu hana sem Elísu Doolittle í My Fair Lady. Frumsýningin var 10. mars fyrir 45 ár- um, en 15. mars sl. opnaði Vala sýningu á skartgripum sínum í Kirsuberjatrénu. Óvenjulegir Skartgripir Völu eru búnir til úr margvíslegum munum sem hún hefur rekist á. Elísa Doolittle Vala Kristjánsson í hlutverki blómasölustúlkunnar sem lærir framburð hjá prófessor Higgins, Rúrik Haraldssyni. HANN er óneitanlega skraut- legur haddurinn á þessari fyr- irsætu sem tók þátt í „Hair Col- oring Splash“ eða Litadýrð- arsýningunni í Tókýó í Japan á dögunum. Á sýningunni voru kynnt- ar margvíslegar lita- nýjungar sem og nýjasta jap- anska hárlitatískan, en margar þekktustu hárgreiðslustofur í landinu tóku þátt í sýningunni. Sannkölluð höfuðprýði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.