Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Biðstaða á Alþingi  BIÐSTAÐA er líklega besta lýsingin á stemmningunni í þinghúsinu í gær. Þingflokksformenn hittust reglulega á fundum til að reyna að semja um þinglok. Á göngunum var rætt um að samningsmarkmið bæði stjórnar og stjórnarandstöðu væru óljós. Kost- urinn og gallinn væri að ekkert stórt deilumál lægi fyrir en þá þyrfti að semja um mörg smærri mál. Sauðféð hitamál  ÞRIÐJA umræða um sauðfjársamn- inginn tók lungann úr deginum en hann hefur í það heila verið ræddur í tæpar 13 klukku- stundir. Umræðan hefur farið um víð- an völl, allt frá landbún- aðarstefnu Evr- ópusambandsins og upp í hvort Steingrímur J. Sigfússon sé kommúnisti og þá hvernig kommúnisti. Í gærkvöld voru svo loks greidd atkvæði um samning- inn og aðeins einn þingmaður, Pétur H. Blöndal, greiddi atkvæði á móti. Sagði Pétur íslenska landbúnaðinn hafa búið við niðurjörvað sovétkerfi og sauðfjársamningurinn væri slæmur fyrir neytendur sem og skattgreið- endur. Fimmtán þingmenn sátu hjá. Um daginn og veginn  ÞEGAR þingmenn eru ekki allir á hlaupum verður gleggra að Alþingi er bara venjulegur vinnustaður. Þá situr fólk úr öllum flokkum saman í kaffinu og ræðir ýmis mál, allt frá Smáralind- arbæklingnum upp í nýjustu spá Fitch Ratings. Dagskrá þingsins ÞINGFUNDUR hefst kl. 10:30 í dag og gert er ráð fyrir að þetta verði síðasti starfsdagur þingsins í bili. Pétur H. Blöndal STEFNT er að því að Alþingi komi saman í síðasta sinn fyrir kosningar í dag þótt enn bíði mörg þingmál af- greiðslu. Þingflokksformenn komu oft saman í gær til að reyna að ná samningum um þinglok og á meðan sil- aðist dagskráin áfram á hraða snigilsins. Helsta tæki stjórnarandstöðunnar í samningum er að geta „rætt málin ítarlega“ nema hún fái eitthvað fyrir sinn snúð en stjórnarflokkarnir hafa að sjálfsögðu meirihluta í þingi. Undir kvöld í gær glitti aðeins í samkomulag en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggja nokkur mál undir og má allt eins búast við að þau verði ekki af- greidd. Sem dæmi má nefna frumvarp um auðlindir í jörðu og þ.a.l. meginreglur umhverfisréttar, breyt- ingar á lögum um vátryggingasamninga, samgöngu- áætlun fyrir árin 2007–2018 (styttri áætlunin fer líkast til í gegn), vegalög og stofnfrumufrumvarpið. Morgunblaðið/Kristinn Glittir í samkomulag um þinglok „MÉR ER næst að halda að þeir hafi í rauninni ætlast til þess að stjórn- arandstaðan dræpi þennan óskapn- að fyrir sér,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, og vísaði til þess að stjórn- arflokkarnir segðu stjórnarandstöð- una bera ábyrgð á lyktum auðlindafrumvarpsins. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna boðuðu til blaðamannafundar í gær til að skýra sína hlið og aðkomu að mál- inu. Þeir sökuðu formenn stjórn- arflokkanna um sjónarspil og sögðu enga tilraun hafa verið gerða til samstarfs um auðlindafrumvarpið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vitnaði í útvarps- viðtöl við Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þar sem sá síðarnefndi segir enga ástæðu til að vinna málið í samvinnu við stjórn- arandstöðuna eða að vinna það inn- an stjórnarskrárnefndar, enda sé um ákvæði í ríkisstjórnarsáttmál- anum að ræða. „Það hefur aldrei verið leitað eftir neinu samstarfi við okkur,“ sagði Steingrímur og bætti við að stjórnarandstaðan hefði ekki verið með neinar kröfur um að þing- ið færi heim fyrir helgi og vel verið tilbúin að nota meiri tíma í að vinna að málinu. Því sé rakalaust að ætla að kenna stjórnarandstöðunni um málalyktir. Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði ljóst að menn hefðu aldrei ætlað sér með þetta í gegn. „Þetta er hreinlega eins og uppsett leikrit,“ sagði Guðjón. Sjónarspil og uppsett leikrit Jóhanna Sigurðardóttir | 16. mars Geðþóttaákvarðanir Fjármálaóreiðan hjá Byrginu varð til þess að ég beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra um fjárframlög til aðila utan ríkiskerfisins. Auk þess var spurt um hvaða verklagsreglur giltu um þessi framlög og hvernig eftirliti væri háttað. Það kemur á óvart hvað hér er um svimandi háar fjárhæðir að ræða eða 76 milljarða á árunum 2005 og 2006, auk þess sem eftirliti og samræmdum verkalagsreglum er verulega ábótavant. Of mikið er um fjárframlög sem byggja á geðþótta- ákvörðunum ráðherra. Meira: www.althingi.is/johanna Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „AUÐVITAÐ er það ekkert gaman- mál þegar einkunn lækkar eins og gerðist í gær [fyrradag] og það ber að taka það alvarlega,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum um einkunnalækkun matsfyrirtækis- ins Fitch Ratings en Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir viðbrögðum ráð- herra á þingfundi í gærkvöld. Geir lagði þó áherslu á að lækkunin væri ekki vegna lántöku ríkissjóðs, sem væri nánast skuldlaus, heldur vegna þess að einkaaðilar og sérstaklega fjármálastofnanir hafi tekið mikið af lánum erlendis. Kemur þetta ríkissjóði við? Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra tók í sama streng og sagði breytinguna ekki hafa áhrif á ríkis- sjóð þar sem hann væri ekki að taka lán. „En þetta getur haft áhrif á lán- töku bankanna vegna þess sem þeir eru að lána á innlendum markaði,“ sagði Árni og bætti við að matið þyrfti ekki að vera neikvætt þar sem það styddi vaxtastefnu Seðlabankans. Steingrími þótti ekki mikið til svar- anna koma og sagði þjóðarskútuna ekki geta siglt svona í mörg ár til. „Hefur þeim yfirsést, hæstvirtum ráðherrunum, að það er talað um að líkur hafi aukist verulega á harðri lendingu í hagkerfinu?“ spurði Stein- grímur og sagði undarlegt að halda því fram að þetta kæmi ríkissjóði ekki við. Veruleikinn væri sá að skulda- byrði þjóðarbúsins væri að aukast gríðarlega. „Það er sama afskipta- leysisveruleikafirringarstefnan áfram,“ sagði Steingrímur. Ekkert gamanmál Sama „afskiptaleysisveruleikafirringarstefnan“ áfram ÞETTA HELST … AÐ ÖLLU óbreyttu verða engar breytingar gerðar á stjórnarskrá á þessu þingi. Stjórnarskrárnefnd, sem hóf störf 2005, skilaði af sér fyrr á árinu og lagði til breytingar á ákvæði um það hvernig megi breyta stjórnarskrá og tók þar inn þjóðaratkvæðagreiðslur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í viðtali við RÚV í gær að það væri of seint að leggja frumvarpið fram og ekki væri algjör samstaða um orða- lag ákvæðisins. Engin breyting ÞINGMENN BLOGGA UMHVERFISNEFND vonast til þess að fleiri landsvæði bætist við Vatnajökulsþjóðgarð með tímanum og nefnir sérstaklega Langasjó í því sambandi. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar sem hún skrifar öll undir en þar er lagt til að frumvarp um þjóðgarðinn verði samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. að kveðið verði á um að umhverfisráðherra friðlýsi Vatnajökul og áhrifasvið hans. „Svæðið sem gert er ráð fyrir að þjóðgarðurinn taki til við stofnun nær til átta sveitarfélaga og þekur um 13% af yfirborði Íslands. Nefnd- in telur mikilvægt að sátt ríki um þau landsvæði sem verða innan þjóð- garðsins,“ segir jafnframt í álitinu. Langisjór friðlýstur? Leiðrétt SMÁ misskilnings gætti í þessum dálki í gær þar sem sagt var að at- kvæðagreiðslur þurfi að fara fram í upphafi fundar. Rétt er að venjulega fara þær fram í upphafi fundar en mega fara fram síðar. Hins vegar get- ur þurft að slíta fundi til að setja mál á dagskrá, þ.m.t. atkvæðagreiðslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.