Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Mr. Skallagrímsson. Leikhúsferð í Landnámssetrið Borgarnesi 29. mars. Verð kr. 3.400 (rúta og leikhús). Fólki gefst færi á að skoða Landnámssýninguna í leiðinni. Hægt að fá súpu og brauð fyrir sýningu. Miðapantanir í Aflagranda 40 eða í síma 411-2700. Ath. farið frá Aflagranda kl. 17. Barðstrendingafélagið og Borgfirðingafélagið | Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, í dag kl. 14. Bergmál, líknar- og vinafélag | Opið hús í Blindra- heimilinu, Hamrahlíð 17 laugard. 17. mars kl. 16. Þórhallur Heimisson flytur hugvekju. Sigmundur og Haraldur spila á harmoniku og gítar. Matur að hætti Bergmáls. Munið að tilkynna þátttöku til Ernu s. 557-6546, Þórönnu s. 568-1418, s. 820-4749. Félag kennara á eftirlaunum | Fundur um kjara- og lífeyrismál í Ásgarði í Stangarhyl 4 kl. 13.30–16. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9– 16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, gönguferðir o.fl. Miðvikud. 21. mars kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, undirbúningur fyrir landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí nk. Allir velkomnir. Uppl. á staðnum og í s. 575-7720. Hraunbær 105 | Borgarnesferð. Farið verður í leik- hús í Landnámssetur Íslands í Borgarnesi 29. mars að sjá Mr. Skallagrímsson. Verð kr. 3.400 (rúta og leikhús). Súpa og brauð fyrir leiksýningu. Verð kr. 850. Skráning á skrifstofu, Hraunbæ 105 eða í síma 587-2888. Ath. miða þarf að greiða fyrir 22. mars. Kringlukráin | París, félag þeirra sem eru einar/ einir, heldur aðalfund kl. 20 og árshátíð á eftir kl. 21. Vitatorg, félagsmiðstöð | Kvöldfagnaður verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 16. Þar verður borðað saman, síðan glaumur og gleði. Vitatorgs- bandið mun spila fyrir dansi (fimm harmónikkur, gítar og tromma). Allir velkomnir. Skráning og uppl. í síma 411-9450 og 822-3028. Kirkjustarf Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58–60. Fund- ur í Kristniboðsfélagi karla mánud. 19. mars kl. 20. Biblíulestur í umsjá Bjarna Gíslasonar. Allir karl- menn velkomnir. Laugarneskirkja | Aðalsafnaðarfundur á morgun kl. 12.30, strax að lokinni messu. Þjónustumiðstöðin Víðilundi | Víðilundi 22. Næsti Aglow-fundur verður mánudaginn 19. mars kl. 20. Ræðumaður kvöldsins verður Sheila Fitzgerald. Allar konur velkomnar. Leiklist Benedikt Erlingsson í hlutverki sínu í einleiknum Mr. Skallagrímsson. dagbók Í dag er laugardagur 17. mars, 76. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.) Raunvísindadeild Háskóla Ís-lands stendur fyrir röð fyr-irlestra undir yfirskriftinniUndur veraldar. Í dag, laugardag, mun dr. Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans flytja fyrirlesturinn Loftslag, gróðurhúsa- áhrif og binding koltvíoxíðs í bergi. „Þekkingu á loftslagi jarðar og sam- spili aukins styrks koltvíoxíðs í and- rúmslofti og aukinna gróðurhúsaáhrifa fleygir ört fram,“ segir Sigurður Reyn- ir. „Flókin ferli stjórna hitastigi á jörð- inni, en almennur samhljómur er meðal vísindamanna að styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti sé einn af stærstu áhrifa- völdunum.“ Orkuríkir geislar sólarinnar hita jörðina, sem síðan endurvarpar hluta þessarar orku í formi innrauðrar geisl- unar. „Hluta innrauðu geislunarinnar er endurvarpað til baka í andrúmsloft- inu, sem síðan hitar jörðina enn frekar. Án þessa endurvarps væri harla ólíf- vænlegt á jörðinni vegna kulda, en með auknum styrk koltvíoxíðs endurvarp- ast sífellt stærri hluti þessarar orku og jörðin hitnar meira en talist getur æskilegt, með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríkið,“ útskýrir Sigurður Reyn- ir, „Hringrás kolefnis á jörðinni hefst og lýkur í bergi, með viðkomu í vatni, andrúmslofti, og lífverum. Af öllu því kolefni sem maðurinn hefur með að- gerðum sínum látið frá sér á und- anförnum áratugum sitja um 40% eftir í andrúmsloftinu, en afganginn hefur sjór, gróður og aðrir hlutar hringrás- arinnar gleypt í sig.“ Vísindamenn við Columbia-háskóla, háskólann í Toulouse og Háskóla Ís- lands, með stuðningi Orkuveitu Reykjavíkur, vinna nú að verkefni sem ætlað er að binda koltvíoxíð í bergi, og draga þannig úr því magni sem losað er í andrúmsloftið. „Tekið verður kolt- víoxíð sem losnar við virkjun jarðvarm- ans á Hellisheiði og leyst upp í vatni undir miklum þrýstingi, og því dælt djúpt niður í jarðlög,“ segir Sigurður Reynir. „Þar hvarfast vatnið og kolt- víoxíðið við kalsíum sem losnar úr berginu og myndar að lokum steinteg- undina kalsít. Þannig vonumst við til að binda koltvíoxíðið í föstu formi í tugi, aldir eða jafnvel milljónir ára.“ Fyrirlestur Sigurðar Reynis fer fram í stofu 132 í Öskju –Nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 14. Náttúra | Fyrirlestur um gróðurhúsaáhrif og bindingu koltvíoxíðs í bergi Leysir basaltið vandann?  Dr. Sigurður Reynir Gíslason fæddist í Reykja- vík 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1977, BS í jarðfræði frá HÍ 1980 og dokt- orsprófi í jarð- efnafræði frá Johns Hopkins-háskólanum í Banda- ríkjunum 1985. Sigurður Reynir hefur starfað hjá Raunvísindastofnun Há- skólans frá 1985, nú vísindamaður. Hann hefur stundað jarðefnarann- sóknir í Frakklandi, Portúgal og Bandaríkjunum. Sigurður Reynir er kvæntur Málfríði Klöru Kristiansen arkitekt og eiga þau börnin Önnu Diljá og Birni Jón. Tónlist Café Paris | DJ Kuggur aka Börkur spilar það helsta í soul funk rnb og hiphop. Classic Rock | Ármúla 5. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Hljómsveitina skipa: Axel Cortes, Bjarni Þór, G. Hjalti Jónsson, Hjörleifur Stefánsson og Jóhannes Freyr Stefánsson. Hafnarborg | Tríói Reykjavíkur. Flutt verða þrjú af önd- vegisverkum gömlu meistaranna. Sígaunatríóið eftir Ha- ydn, tríó opus 70 nr. 1 eftir Beethoven, hið svokallaða Draugatríó, og að lokum tríó í H-dúr opus 8 eftir Brahms. Meðlimir tríósins eru Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Sunnud. 18. mars kl. 20–22. Norræna húsið | Richard Wagner félagið sýnir Niflunga- hring Wagners í marsmánuði. Sunnudaginn 18. mars kl. 13 verður þriðja Hringóperan, Sigurður Fáfnisbani, sýnd af myndbandi í uppfærslu frá Festspielhaus í Bayreuth. Leik- stjóri sýningar er Harry Kupfer en hljómsveitarstjóri Daniel Barenboim. Allir velkomnir. Salurinn, Kópavogi | Óperan Acis and Galatea eftir Hand- el. Leikstjórn: Anna Júlíana Sveinsdóttir. Píanó: Krystyna Cortes. Acis: Ragnar Ólafsson, Galatea: Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Pólýfemus: Bjartmar Þórðarson, Damón: El- ín Arna Aspelund, Dísir: Ásdís Rún Ólafsd., Elva Lind Þor- steinsd., Erla Steinunn Guðmundsd., Sunna Halldórsd. og Una Björg Jóhannsd. Laugard. 17. mars kl. 20 og sunnud. 18. mars kl. 16. Myndlist Norræna húsið | Contemporary-retrospective Sand- ström-De Wit collection 17. mars–22. apríl. Opnun í dag kl. 16. www.nordice.is Skaftfell | Seyðisfirði. El Grillo, sýning nemenda úr Listaháskóla Íslands ásamt erlendum gestanemum í sam- starfi við Dieter Roth akademíuna opnuð í dag kl. 16. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin stendur til 11. maí. Ef óskað er eftir að sjá sýninguna utan þess tíma sem opið er hafið samband í síma 472 1632. www.skaft- fell.is Leiklist Loftkastalinn | Leikfélag MR Herranótt sýnir leikrit sitt DJ Lilli í kvöld kl. 20. Aðgangseyrir 1.000 kr. og 300 kr. af- sláttur ef greitt er með SPRON korti. Miðapantanir í síma 664-3735 eða á herranott@mr.is Skemmtanir Cafe Amsterdam | Dj Fúzi spilar á stóra skjánum, öll heit- ustu myndböndin. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, sunnud. 18. mars kl. 14. Þriðji dagur í þriggja daga keppni. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Fræðsluf. Samhjálpar kvenna þriðjud. 20. mars kl. 20 í Skógarhlíð 8. Dagskrá: Margrét Gunn- arsdóttir sjúkraþj. ræðir um mikilvægi hreyfingar í meðferð. Ragnheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarfr. segir frá und- irbún. fyrir Avon-göngu. Eirberg kynnir íþróttafatnað o.fl. Kaffi, rjómavöfflur. Norræna húsið | í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Árlegur full- trúafundur skógræktarfélaganna verður í dag, laugardag, kl. 10. Dagskrárlok eru um kl. 15.30 og þá tekur við skóg- ræktarfagnaður með léttum veitingum. Frístundir og námskeið Stóra-Ármót | Lækkun búvélakostnaðar. 29. mars kl. 10.30. Fjallað verður um búvélakostnaðinn út frá mismun- andi forsendum. Skoðaðar verða fjárfestingar í vélum og tækjum, ásamt kostnaði og tekjum. Leitað verður leiða til að draga úr heildarkostnaði með samnýtingu véla og/eða verktakastarfsemi. www.lbhi.is Börn Waldorfskólinn Lækjarbotnum | Opið í dag kl. 14-16. Kaffi- sala, tónlistaratriði o.fl. -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFABRÉF Með Magimix safapressunni má töfra fram girnilega og heilsusamlega drykki með lágmarks fyrirhöfn. Verð frá kr.: 23.500 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 -www.eirvik.is Aðrir söluaðilar:Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi Villeroy&Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára Safapressa FYRIR HEILSUNA Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýningar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðrir mann- fögnuðir MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið rit- stjorn@mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. 70ára afmæli. Í dag, laug-ardaginn 17. mars, er sjötug Ríkey Guðmunds- dóttir, Löngubrekku 37, Kópavogi. LEIKIN verða þrjú verk eftir rússneska tón- skáldið Sofiu Gubaidulinu á tónleikum Caput- hópsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag. Auk þess mun Gradualekór Langholtskirkju ásamt Caput frumflytja tónverk Elínar Gunn- laugsdóttur „…í laufinu„ við ljóð Matthíasar Jo- hannessen úr Sálmum á atómöld. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Guðni Franzson en stjórnandi Gradualekórsins er Jón Stefánsson. Ingibjörg Guðjónsdóttir mun syngja hið viða- mikla verk „Hommage a T. S. Eliot“, en texti þess verks er sóttur í „Fjóra kvartetta“ skáldsins. Gubaidulina, sem er fædd 1931, var í far- arbroddi nýbylgjunnar í rússneskri tónlist upp úr 1960 ásamt Edison Denizov og Alfred Schnittke. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Tónleikar Sofia Gubaidulina í Langholtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.