Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Mr. Skallagrímsson. Leikhúsferð í
Landnámssetrið Borgarnesi 29. mars. Verð kr.
3.400 (rúta og leikhús). Fólki gefst færi á að skoða
Landnámssýninguna í leiðinni. Hægt að fá súpu og
brauð fyrir sýningu. Miðapantanir í Aflagranda 40
eða í síma 411-2700. Ath. farið frá Aflagranda kl.
17.
Barðstrendingafélagið og Borgfirðingafélagið |
Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, í dag kl. 14.
Bergmál, líknar- og vinafélag | Opið hús í Blindra-
heimilinu, Hamrahlíð 17 laugard. 17. mars kl. 16.
Þórhallur Heimisson flytur hugvekju. Sigmundur og
Haraldur spila á harmoniku og gítar. Matur að hætti
Bergmáls. Munið að tilkynna þátttöku til Ernu s.
557-6546, Þórönnu s. 568-1418, s. 820-4749.
Félag kennara á eftirlaunum | Fundur um kjara- og
lífeyrismál í Ásgarði í Stangarhyl 4 kl. 13.30–16.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og
Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9–
16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur,
spilasalur, gönguferðir o.fl. Miðvikud. 21. mars kl.
10.30 gamlir leikir og dansar, undirbúningur fyrir
landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí nk. Allir velkomnir.
Uppl. á staðnum og í s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Borgarnesferð. Farið verður í leik-
hús í Landnámssetur Íslands í Borgarnesi 29. mars
að sjá Mr. Skallagrímsson. Verð kr. 3.400 (rúta og
leikhús). Súpa og brauð fyrir leiksýningu. Verð kr.
850. Skráning á skrifstofu, Hraunbæ 105 eða í
síma 587-2888. Ath. miða þarf að greiða fyrir 22.
mars.
Kringlukráin | París, félag þeirra sem eru einar/
einir, heldur aðalfund kl. 20 og árshátíð á eftir kl.
21.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Kvöldfagnaður verður
haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 16. Þar verður
borðað saman, síðan glaumur og gleði. Vitatorgs-
bandið mun spila fyrir dansi (fimm harmónikkur,
gítar og tromma). Allir velkomnir. Skráning og uppl.
í síma 411-9450 og 822-3028.
Kirkjustarf
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58–60. Fund-
ur í Kristniboðsfélagi karla mánud. 19. mars kl. 20.
Biblíulestur í umsjá Bjarna Gíslasonar. Allir karl-
menn velkomnir.
Laugarneskirkja | Aðalsafnaðarfundur á morgun
kl. 12.30, strax að lokinni messu.
Þjónustumiðstöðin Víðilundi | Víðilundi 22. Næsti
Aglow-fundur verður mánudaginn 19. mars kl. 20.
Ræðumaður kvöldsins verður Sheila Fitzgerald.
Allar konur velkomnar.
Leiklist Benedikt Erlingsson í hlutverki sínu í
einleiknum Mr. Skallagrímsson.
dagbók
Í dag er laugardagur 17. mars, 76. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því
hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.)
Raunvísindadeild Háskóla Ís-lands stendur fyrir röð fyr-irlestra undir yfirskriftinniUndur veraldar.
Í dag, laugardag, mun dr. Sigurður
Reynir Gíslason, vísindamaður við
Jarðvísindastofnun Háskólans flytja
fyrirlesturinn Loftslag, gróðurhúsa-
áhrif og binding koltvíoxíðs í bergi.
„Þekkingu á loftslagi jarðar og sam-
spili aukins styrks koltvíoxíðs í and-
rúmslofti og aukinna gróðurhúsaáhrifa
fleygir ört fram,“ segir Sigurður Reyn-
ir. „Flókin ferli stjórna hitastigi á jörð-
inni, en almennur samhljómur er meðal
vísindamanna að styrkur koltvíoxíðs í
andrúmslofti sé einn af stærstu áhrifa-
völdunum.“
Orkuríkir geislar sólarinnar hita
jörðina, sem síðan endurvarpar hluta
þessarar orku í formi innrauðrar geisl-
unar. „Hluta innrauðu geislunarinnar
er endurvarpað til baka í andrúmsloft-
inu, sem síðan hitar jörðina enn frekar.
Án þessa endurvarps væri harla ólíf-
vænlegt á jörðinni vegna kulda, en með
auknum styrk koltvíoxíðs endurvarp-
ast sífellt stærri hluti þessarar orku og
jörðin hitnar meira en talist getur
æskilegt, með alvarlegum afleiðingum
fyrir lífríkið,“ útskýrir Sigurður Reyn-
ir, „Hringrás kolefnis á jörðinni hefst
og lýkur í bergi, með viðkomu í vatni,
andrúmslofti, og lífverum. Af öllu því
kolefni sem maðurinn hefur með að-
gerðum sínum látið frá sér á und-
anförnum áratugum sitja um 40% eftir
í andrúmsloftinu, en afganginn hefur
sjór, gróður og aðrir hlutar hringrás-
arinnar gleypt í sig.“
Vísindamenn við Columbia-háskóla,
háskólann í Toulouse og Háskóla Ís-
lands, með stuðningi Orkuveitu
Reykjavíkur, vinna nú að verkefni sem
ætlað er að binda koltvíoxíð í bergi, og
draga þannig úr því magni sem losað er
í andrúmsloftið. „Tekið verður kolt-
víoxíð sem losnar við virkjun jarðvarm-
ans á Hellisheiði og leyst upp í vatni
undir miklum þrýstingi, og því dælt
djúpt niður í jarðlög,“ segir Sigurður
Reynir. „Þar hvarfast vatnið og kolt-
víoxíðið við kalsíum sem losnar úr
berginu og myndar að lokum steinteg-
undina kalsít. Þannig vonumst við til að
binda koltvíoxíðið í föstu formi í tugi,
aldir eða jafnvel milljónir ára.“
Fyrirlestur Sigurðar Reynis fer
fram í stofu 132 í Öskju –Nátt-
úrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 14.
Náttúra | Fyrirlestur um gróðurhúsaáhrif og bindingu koltvíoxíðs í bergi
Leysir basaltið vandann?
Dr. Sigurður
Reynir Gíslason
fæddist í Reykja-
vík 1957. Hann
lauk stúdentsprófi
frá MT 1977, BS í
jarðfræði frá HÍ
1980 og dokt-
orsprófi í jarð-
efnafræði frá
Johns Hopkins-háskólanum í Banda-
ríkjunum 1985. Sigurður Reynir hefur
starfað hjá Raunvísindastofnun Há-
skólans frá 1985, nú vísindamaður.
Hann hefur stundað jarðefnarann-
sóknir í Frakklandi, Portúgal og
Bandaríkjunum. Sigurður Reynir er
kvæntur Málfríði Klöru Kristiansen
arkitekt og eiga þau börnin Önnu
Diljá og Birni Jón.
Tónlist
Café Paris | DJ Kuggur aka Börkur spilar það helsta í soul
funk rnb og hiphop.
Classic Rock | Ármúla 5. Hljómsveit hússins leikur fyrir
dansi. Hljómsveitina skipa: Axel Cortes, Bjarni Þór, G.
Hjalti Jónsson, Hjörleifur Stefánsson og Jóhannes Freyr
Stefánsson.
Hafnarborg | Tríói Reykjavíkur. Flutt verða þrjú af önd-
vegisverkum gömlu meistaranna. Sígaunatríóið eftir Ha-
ydn, tríó opus 70 nr. 1 eftir Beethoven, hið svokallaða
Draugatríó, og að lokum tríó í H-dúr opus 8 eftir Brahms.
Meðlimir tríósins eru Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir
og Gunnar Kvaran. Sunnud. 18. mars kl. 20–22.
Norræna húsið | Richard Wagner félagið sýnir Niflunga-
hring Wagners í marsmánuði. Sunnudaginn 18. mars kl. 13
verður þriðja Hringóperan, Sigurður Fáfnisbani, sýnd af
myndbandi í uppfærslu frá Festspielhaus í Bayreuth. Leik-
stjóri sýningar er Harry Kupfer en hljómsveitarstjóri
Daniel Barenboim. Allir velkomnir.
Salurinn, Kópavogi | Óperan Acis and Galatea eftir Hand-
el. Leikstjórn: Anna Júlíana Sveinsdóttir. Píanó: Krystyna
Cortes. Acis: Ragnar Ólafsson, Galatea: Fjóla Kristín
Nikulásdóttir, Pólýfemus: Bjartmar Þórðarson, Damón: El-
ín Arna Aspelund, Dísir: Ásdís Rún Ólafsd., Elva Lind Þor-
steinsd., Erla Steinunn Guðmundsd., Sunna Halldórsd. og
Una Björg Jóhannsd. Laugard. 17. mars kl. 20 og sunnud.
18. mars kl. 16.
Myndlist
Norræna húsið | Contemporary-retrospective Sand-
ström-De Wit collection 17. mars–22. apríl. Opnun í dag kl.
16. www.nordice.is
Skaftfell | Seyðisfirði. El Grillo, sýning nemenda úr
Listaháskóla Íslands ásamt erlendum gestanemum í sam-
starfi við Dieter Roth akademíuna opnuð í dag kl. 16. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin stendur til
11. maí. Ef óskað er eftir að sjá sýninguna utan þess tíma
sem opið er hafið samband í síma 472 1632. www.skaft-
fell.is
Leiklist
Loftkastalinn | Leikfélag MR Herranótt sýnir leikrit sitt
DJ Lilli í kvöld kl. 20. Aðgangseyrir 1.000 kr. og 300 kr. af-
sláttur ef greitt er með SPRON korti. Miðapantanir í síma
664-3735 eða á herranott@mr.is
Skemmtanir
Cafe Amsterdam | Dj Fúzi spilar á stóra skjánum, öll heit-
ustu myndböndin.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, sunnud. 18. mars kl. 14. Þriðji dagur í þriggja daga
keppni.
Fyrirlestrar og fundir
Krabbameinsfélagið | Fræðsluf. Samhjálpar kvenna þriðjud.
20. mars kl. 20 í Skógarhlíð 8. Dagskrá: Margrét Gunn-
arsdóttir sjúkraþj. ræðir um mikilvægi hreyfingar í meðferð.
Ragnheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarfr. segir frá und-
irbún. fyrir Avon-göngu. Eirberg kynnir íþróttafatnað o.fl.
Kaffi, rjómavöfflur.
Norræna húsið | í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Árlegur full-
trúafundur skógræktarfélaganna verður í dag, laugardag,
kl. 10. Dagskrárlok eru um kl. 15.30 og þá tekur við skóg-
ræktarfagnaður með léttum veitingum.
Frístundir og námskeið
Stóra-Ármót | Lækkun búvélakostnaðar. 29. mars kl.
10.30. Fjallað verður um búvélakostnaðinn út frá mismun-
andi forsendum. Skoðaðar verða fjárfestingar í vélum og
tækjum, ásamt kostnaði og tekjum. Leitað verður leiða til
að draga úr heildarkostnaði með samnýtingu véla og/eða
verktakastarfsemi. www.lbhi.is
Börn
Waldorfskólinn Lækjarbotnum | Opið í dag kl. 14-16. Kaffi-
sala, tónlistaratriði o.fl.
-hágæðaheimilistæki
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GJAFABRÉF
Með Magimix safapressunni
má töfra fram girnilega og
heilsusamlega drykki með
lágmarks fyrirhöfn.
Verð frá kr.: 23.500
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík
Baldursnes 6, Akureyri
Sími 588 0200 -www.eirvik.is
Aðrir söluaðilar:Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi
Villeroy&Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind
Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára
Safapressa
FYRIR
HEILSUNA
Auglýstu atburði
á þínum vegum
hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýningar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðrir mann-
fögnuðir
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar þurfa
að berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/ eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynningu
og mynd á netfangið rit-
stjorn@mbl.is, eða senda til-
kynningu og mynd í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn
„Senda inn efni“.
70ára afmæli. Í dag, laug-ardaginn 17. mars, er
sjötug Ríkey Guðmunds-
dóttir, Löngubrekku 37,
Kópavogi.
LEIKIN verða þrjú verk eftir rússneska tón-
skáldið Sofiu Gubaidulinu á tónleikum Caput-
hópsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag.
Auk þess mun Gradualekór Langholtskirkju
ásamt Caput frumflytja tónverk Elínar Gunn-
laugsdóttur „…í laufinu„ við ljóð Matthíasar Jo-
hannessen úr Sálmum á atómöld. Stjórnandi á
þessum tónleikum verður Guðni Franzson en
stjórnandi Gradualekórsins er Jón Stefánsson.
Ingibjörg Guðjónsdóttir mun syngja hið viða-
mikla verk „Hommage a T. S. Eliot“, en texti
þess verks er sóttur í „Fjóra kvartetta“ skáldsins.
Gubaidulina, sem er fædd 1931, var í far-
arbroddi nýbylgjunnar í rússneskri tónlist upp úr
1960 ásamt Edison Denizov og Alfred Schnittke.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
Tónleikar
Sofia Gubaidulina í
Langholtskirkju