Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „MÉR líst mjög vel á þennan unga hóp; unga fólkið er alveg yndislegt, maður þekkir fjöldann bara ekki nógu mikið en þetta er góð leið til þess að kynnast unga fólkinu,“ sagði Ólöf Ólafsdóttir, íbúi á dvalarheimilinu Hlíð, við Morgunblaðið þegar blaðamaður leit inn í samverustund nemenda úr Mennta- skólanum á Akureyri og íbúa Hlíðar á fimmtudaginn. Menntskælingarnir vinna þessa dagana athyglisvert verkefni í lífsleikni. Verkefnið felst í því að nemendur inna af hendi margs- konar sjálfboðastörf og er tilgangurinn sá að þeir geri sér grein fyrir hvar þeir geti gert gagn og lagt eitthvað af mörkum í samfélag- inu. Málaflokkarnir sem nemendur vinna að eru margvíslegir en stærstu verkefnin eru unnin í samvinnu við Barnaheill, Rauða krossinn og Öldrunarheimili Akureyrar. Síðasttalda verkefnið kallast Kynslóðir mætast og er samstarfsverkefni MA, Öldr- unarheimila Akureyrar, Eyjafjarðarprófasts- dæmis, Glerárkirkju og Akureyrarkirkju og hófst með samverustund á Hlíð í fyrra þar sem nemendum var kynnt starfsemi Öldr- unarheimila Akureyrar og í kjölfar þess hittu þeir félaga sína úr hópi eldri borgara. Boðið var upp á veitingar, flutt tónlist og lesið upp. Í umræddu verkefni taka þátt 40 nem- endur úr 4. bekk MA og 40 íbúar Hlíðar. Fólkinu var skipt upp í litla hópa, ungir og gamlir saman, þau mál rædd sem helst brenna á þessum aldurshópum. Sam- verustundin var hugsuð til þess að brjóta ís- inn en litlu hóparnir hittast svo tvisvar eða þrisvar og gera eitthvað skemmtilegt saman. Þetta er í annað skipti sem unnið er að þessu verkefni í lífsleikni í MA. Tilraun var gerð í fyrra og tókst frumraunin svo vel að ákveðið var að halda þessu áfram. Í byrjun fengu hóparnir þær leiðbeiningar að fyrirvaralaust hefði bæjarstjórnin ákveðið að skella sér í viku sumarfrí, til þess að gera ekki upp á milli fólks var öllum boði, bæði aðalmönnum og varamönnum, og MA-ingar og Hlíðarbúar fengu sem sagt að stjórna bænum í viku. Á þeim tíma gat hver hópur breytt allt að þremur hlutum í bænum. Og spurt var: Hverju viljið þið breyta og af hverju? Eftir að sest var á rökstóla kynntu fulltrúar hvers hóps hinar margvíslegustu tillögur, misjafnlega raunhæfar eins og gengur en margar býsna athyglisverðar. Nefna má dæmi:  „Fleiri konur í stjórnunarstöður, karlarnir geta þá hjálpað til.“  „Fleiri gangstíga og hjólabrautir.“  „Hlusta meira á eldra fólkið í bænum, það hefur reynsluna.“  „Bæta tónlistarnám, fyrir eldra fólk og utanbæjarfólk.“  „Minnka reykingar á almenningsstöðum.“  „Ferðast með eldri borgara um landið í rútum.“  „Fella niður skólagjöld í Tónlistarskól- anum.“  „Ókeypis bókasafnsskírteini fyrir utan- bæjarfólk á Amtsbókasafninu.“  „Meiri samskipti milli ungra og þeirra eldri.“  „Atvinnutækifæri fyrir eldri borgara t.d. á leikskólum.“ Hver hópur mun hittast a.m.k. tvisvar í viðbót, þá verður farið á kaffihús og spjallað eða á söfn. „Mér finnta þetta mjög þarft og nem- endur allra bekkja MA og Verkmenntaskól- ans ættu að gera þetta. Maður gerir sér ekki grein fyrir starfinu á elliheimilinum fyrr en maður kemur hérna. Það þarf að kynnast þeim sem eldri eru því það fólk hef- ur reynsluna,“ sagði Guðni Líndal Bene- diktsson, en þeir Hjalti Gylfason voru í hópi með Ólöfu og Arnfríði Róbertsdóttur. Ólöf sagði mikilvægt að byggja meira fyr- ir gamla fólkið. „Ég er vel sett, komin hér með íbúð en margir úti í bæ eru í vandræð- um. Það þarf að byggja meira svo fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir að komast inn.“ Hjalti var mjög ánægður með heimsókn- ina á Hlíð. „Þetta er mjög skemmtileg til- breyting frá því að gera endalausar ritgerðir og vera með fyrirlestra í skólanum.“ Þær Ólöf og Arnfríður nefndu hve gríð- arlegar breytingar hefðu orðið á þjóðfélag- inu frá því þær voru ungar og þær gætu lært ýmislegt af þeim yngri. „Þetta fólk hef- ur reynsluna og getur kennt okkur margt um lífið. Ég er viss um að við getum öll lært mikið hvert af öðru,“ sagði Hjalti. „Getum lært mikið hvert af öðru“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf MA-ingar í heimsókn á dvalarheimilinu Hlíð. Frá vinstri: Ólöf Ólafsdóttir, Guðni Líndal Benediktsson, Hjalti Gylfason og Arnfríður Róbertsdóttir. Í HNOTSKURN »Margvíslegar hugmyndir komufram. Hér eru dæmi: „Kaupa skemmtiferðaskip til siglingar í kring- um landið.“ – „Hafa Akureyrarvöll á sínum stað.“ – „Breyta Akureyrarvelli í garð.“ »„Hafa eina ferð í boði á ári fyrireldri borgara, borgarferðir til út- landa.“ – „Glerþak yfir bæinn til að koma í veg fyrir hálku á vetrum og haf- golu á sumrin.“ – Meiri samvera for- eldra og barna, frí eftir hádegi á mið- vikudögum!“ – „Færibönd út um allt.“ Nemendur MA og eldri borgarar á Hlíð skemmta sér saman Eftir Svanhildi Eiríksdóttur svei@simnet.is Reykjanesbær | „Við erum miklar vinkonur og sjáum ekki annað en að vináttan eigi eftir að haldast þótt ég myndi hætti í liðveislunni. Þó að við séum ekki alltaf saman þá tölum við mikið saman í tölvunni þess á milli,“ sagði Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir, en hún hefur í 4 ár sinnt liðveislu við fatlaða stúlku, Írisi Ösp Símonar- dóttur. Stuðningurinn hefur að mestu leyti tengst námsárum Ingi- bjargar í Fjölbrautaskóla Suður- nesja en nú er hún útskrifuð og held- ur samt liðveislunni áfram. Félagsleg liðveisla hefur það að markmiði að rjúfa félagslega ein- angrun fatlaðra og aðstoða þá við að njóta félagslífs og menningar. Í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, eina fram- haldsskólanum á Suðurnesjum, gefst nemendum kostur á að sinna lið- veislu við fatlaðan einstakling og fá í staðinn bæði laun og einingar. Áfangarnir í skólanum kallast lið 102 og lið 202. Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir var 16 ára og um það bil að hefja fram- haldsskólanám þegar hún var beðin um að taka að sér liðveislu við Írisi Ösp Símonardóttur, sem þá var nem- andi í sérdeild Njarðvíkurskóla. „Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hafði samband við mig og bað mig um að taka þetta að mér. Starfsfólkið vissi af mér og auk þess þekktumst við Íris,“ sagði Ingi- björg Ósk, en þær vinkonur eru úr sama hverfi í Reykjanesbæ og ekki nema árs aldursmunur á þeim. Fyrst um sinn tengdi Ingibjörg liðveislustarfið við einingarnar í fjöl- brautaskólanum, en þótt hún hafi verið komin langt fram yfir það hélt hún áfram, enda myndast yfirleitt góður vinskapur á milli þessara tveggja einstaklinga. Um 4 nemendur sinna liðveislu í fjölbrautaskólanum en Ingibjörg segir þetta ekki nægilega vel auglýst innan veggja skólans. „Ég var mikið spurð um þetta þegar ég var í skól- anum. Nemendum fannst þetta mjög spennandi en þeir vissu lítið um þetta. Ég er reyndar búin að benda á að þetta sé ekki nægilega vel kynnt.“ Stefnir að námi í iðjuþjálfun Ingibjörg Ósk hefur greinilega sinnt liðveislunni af lífi og sál enda heillar hana að starfa með fötluðum. Hún hefur nýlega hafið liðveislu við annan fatlaðan einstakling og auk þess starfar hún á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ, sem er vinnustaður fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. „Ég stefni að því að fara í nám í iðju- þjálfun,“ sagði Ingibjörg Ósk um áhuga sinn. Blaðamaður spyr Írisi Ösp hvern- ig henni hafi litist á fyrirkomulagið í upphafi og hún er fljót til svars. „Vel,“ sagði hún og brosti breitt. Íris Ösp stundar nú nám á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og út- skrifast eftir rúmt ár ef allt gengur vel. Írisi finnst skemmtilegast að fara í bíó og þar eru spennumyndir í uppá- haldi. „Hún er alltaf að reyna að draga mig á einhverjar hryllings- myndir, en það gengur ekki,“ sagði Ingibjörg. Auk þess fara þær á rúnt- inn, skreppa á boccia-æfingar hjá íþróttafélagi fatlaðra, Nesi, og spjalla saman. „Ég vann hana í boccia,“ skaut Íris inn ánægð með sig. Þær vinkonur segjast sjá fyrir sér að vináttan eigi eftir að haldast þó að Ingibjörg hætti einhvern tímann í liðveislunni. „Ertu nokkuð að fara að henda mér?“ spyr Ingibjörg Írisi, sem neitar um leið, enda er hún aug- ljóslega mjög ánægð með félagsskap Ingibjargar. Skemmtilegt að fara í bíó Ljósmynd/Svanhildur Eiríksdóttir Félagsleg liðveisla Mikill vinskapur hefur myndast á milli Ingibjargar Óskar Erlendsdóttur og Írisar Aspar Símonardóttur síðustu fjögur árin. FJÖLMENNI var á Sagnakvöldi sem haldið var í Community Cent- er á Keflavíkurflugvelli þegar eitt ár var liðið frá því herinn fór. Community Center er samkomu- hús sem staðsett er í miðju íbúða- hverfi fyrrum hermanna. Þetta var sjöunda sagnakvöldið sem Sig- rún Franklín hefur skipulagt í samráði við Leiðsögumenn Reykjaness. Að þessu sinni var eingöngu fjallað um mannlíf tengt veru hersins á vellinum og sam- skiptum við bæjarbúa á Suð- urnesjum. BA-ritgerð um veru hersins Kristján Pálsson flutti skemmti- legt erindi um áhrif veru hersins á fyrstu árum hans hér, en Kristján vinnur að BA-ritgerð í sagnfræði um veru hersins. Sigrún Franklín flutti erindi um hvernig sagna- menning dalaði á fyrri hluta síð- ustu aldar eftir að útvarp og sjón- varp komu á heimili Suðurnesjamanna. Tveir fyrrum starfsmenn til margra ára á vell- inum, þær Margrét Íris Sigtryggs- dóttir og Dagbjört Óskarsdóttir, sögðu frá mannlífi meðal her- manna og þeim samskiptareglum sem íslenskir starfsmenn þurftu að kunna í samskiptum við mis- jafnlega háttsetta menn í hernum. Margar skemmtilegar sögur voru sagðar á sagnakvöldinu af mönn- um og málefnum á vellinum fyrr á árum. Á milli atriða voru sungin nokkur lög eins og Braggablús. Ljósmynd/Reynir Sveinsson Skemmtanir Lagið tekið á Sagnakvöldi. Talið frá vinstri: Margrét Íris Sig- tryggsdóttir, Sigrún Franklín, Dagbjört Óskarsdóttir og Kristján Pálsson. Fjölmenni á Sagna- kvöldi á Varnarsvæðinu SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.