Morgunblaðið - 17.03.2007, Page 53

Morgunblaðið - 17.03.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 53 SPURNINGALEIKURINN Orð skulu standa er í þetta sinn sendur út frá Akureyri. Gestir þáttarins eru Björn Þorláksson fréttamaður og Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður. Þeir ásamt liðs- stjórunum Hlín Agnars- dóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan um svifrykið, nýj- ustu dánarorsök Íslendinga: Ryk og drulla dreifa sér, við drepumst úr þessum hroða. Í síðustu viku var fyrriparturinn þessi: Enn er verðlag ógnarhátt, enn er þjóðin rúin. Í þættinum botnaði Hlín Agn- arsdóttir: Okkur skortir allan mátt, ávallt þreytt og lúin. Salóme Ásta Arnardóttir læknir: Er þá kaupið alltof lágt, öll mín þreyja búin. Flosi Eiríksson: Aurinn kaupir ósköp fátt, mín eina von er trúin. Davíð Þór Jónsson kaus að yrkja áfram um svipuð náttúrulög- mál: Enn er nöpur norðanátt, nú er vísan búin. Úr hópi hlustenda sendi Jónas Frímannsson m.a. þennan: Þyrfti nýja þjóðarsátt, þolinmæðin búin. Finnur Sturluson m.a.: Auðlindina þú eiga mátt enda fiskurinn búinn. Sara Pétursdóttir: Enn er nöldrað, aldrei sátt, en hvað ég er lúin. Georg Ólafur Tryggvason: Þó lifum við í sælli sátt saman ég og frúin. Erlendur Hansen á Sauðárkróki virðist vera kominn í kosninga- skap: Lyfja-Palli semur sátt, Siv er þreytt og lúin. Landa sína leikur grátt Lómatjarnarfrúin. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Karl Th. Birgisson Drepumst öll úr drullu „ÞAÐ verður eitthvert patrý í nótt, held ég,“ sagði Birkir Blær Ingólfs- son kampakátur í gærkvöldi eftir að MH-ingar höfðu sigrað Borg- arholtsskóla í MORFÍS. Birkir Blær var valinn ræðumaður kvöldsins og sagðist að vonum ánægður með tit- ilinn en þó sérstaklega sigurinn. „Þetta er náttúrlega bara aa- aalveg frábært,“ kallaði hann og reyndi að yfirgnæfa einkennissöng nemendafélags MH, „Gleði, gleði, gleði“, sem hljómaði í bakgrunn- inum. Aðspurður hvað skóp sig- urinn stóð ekki á svari: „Þrotlausar æfingar,“ og þar með var það af- greitt enda lá greinilega á að fagna með félögunum. Hann gaf sér þó tíma til að hrósa stuðningsmönnum skólans: „Við erum svo sannarlega ánægðir með þá, þeir voru frábær- ir.“ Brynjar Guðnason, formaður stjórnar MORFÍS, sagðist ánægður með hvernig til tókst í gærkvöldi. „Það var gríðarleg stemning og keppnin frábær,“ sagði hann og giskaði á að um 1.000 manns hefðu verið í salnum. 111 stig skildu MH-ingana frá ræðuliði Borgarholtsskóla að leik loknum. Morgunblaðið/Sverrir Niðurlútir Borgó mátti sætta sig við annað sætið en dómnefndin hrósaði báðum liðum fyrir vasklega framgöngu. Gleði, gleði, gleði í Háskólabíói

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.