Morgunblaðið - 27.04.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
STÓREFLA þarf Fjármálaeftirlitið
(FME) eigi það að ráða við hina miklu
þenslu sem nú ríkir í fjármálageiran-
um og ekki síst þá þenslu sem fram-
undan er. Þetta kom fram í ræðu
Bjarna Ármannssonar, formanns
Samtaka fjármálafyrirtækja, á aðal-
fundi samtakanna sem fram fór í gær.
Hann sagði íslenskan fjármála-
markað ungan og að markaðsaðilar
væru í óða önn að skapa hefðir og
festa í sessi reglur um samskipti sín í
milli, jafnt skrifaðar sem óskrifaðar,
reglur sem skipta miklu fyrir mark-
aðinn til frambúðar. „Á þessu skeiði
ráða samskipti stjórnvalda og fyrir-
tækja afar miklu um það hversu far-
sællega tekst til. Okkur er mikil þörf á
öflugu Fjármálaeftirliti sem ræður
vel við sífellt stærra og alþjóðlegra
verkefni. Ég hika ekki við að halda því
fram að það þurfi að stórefla Fjár-
málaeftirlitið,“ sagði Bjarni.
Verkefnin framundan eru að sögn
Bjarna m.a. að innleiðing á alþjóðleg-
um reglugerðum auk þess sem umsvif
alþjóðlegra fyrirtækja með höfuð-
stöðvar á Íslandi eigi eftir að marg-
faldast. „Fjármálaeftirlitið þarf ein-
faldlega að eiga möguleika á að fylgja
þessari þróun eftir og hafa glöggt yf-
irlit um hana til þess að geta gegnt
sínu hlutverki og átt samstarf við fjár-
málaeftirlit í öðrum löndum á jafn-
réttisgrundvelli,“ sagði Bjarni einnig.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
tekur undir þessi sjónarmið Bjarna
og segir þau eðlileg í fjármálakerfi
sem er í jafn hraðri þróun og það ís-
lenska. Hann segir viðskiptaráðu-
neytið margsinnis hafa gert tillögur
um það að auka umfang Fjármálaeft-
irlitsins og fagnar því að markaðsað-
ilar skuli vera sama sinnis. „Við mun-
um halda áfram að vinna að þessu
enda er það nauðsynlegt þegar fjár-
málamarkaðurinn er að mótast og í
svo örum vexti,“ segir Jón og bætir
því við að málið sé á dagskrá í kosn-
ingabaráttunni. Hann segir að til þess
að efla megi FME þurfi að auka sam-
starf við erlenda aðila og bæta við
mannafla þess og aðstöðu.
Bjarni Ármannsson telur að
efla þurfi Fjármálaeftirlitið
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur undir sjónarmið Bjarna
Í HNOTSKURN
» Fjármálamarkaðurinnvex og þróast ört og því
þarf að mæta að mati Bjarna
Ármannssonar.
» Viðskiptaráðuneytið hef-ur oft gert tillögur um efl-
ingu FME.
» Bæta þarf við mannaflaFME sem og aðstöðu þess.
Morgunblaðið/Golli
Forstjórinn Bjarni Ármannsson.
JÓNÍNA Bjart-
marz umhverfis-
ráðherra telur að í
Kastljósþætti Sjón-
varpsins í gær-
kvöld hafi verið
hallað réttu máli
þegar því var hald-
ið fram að þrír
allsherjarnefndar-
menn sem fóru yfir umsókn s-amer-
ískrar konu um ríkisborgararétt hafi
ekki viljað tjá sig um málið eða segja
frá því af hverju ákveðið var að veita
konunni ríkisborgararétt. Í samtali
við mbl.is sagði Jónína að sér væri
kunnugt um að nefndarmennirnir,
sem fóru yfir umsóknirnar, hefðu lát-
ið þess getið að þeim hefði verið
ókunnugt um tengsl Jónínu og kon-
unnar, sem er tengdadóttir Jónínu og
með lögheimili á heimili hennar.
Jónína kvaðst telja að í Kastljósi
hefði verið reynt að gera málið tor-
tryggilegt með því að taka fram að
Útlendingastofnun hefði lagst gegn
veitingu ríkisborgararéttar í þessu
máli. Svo hefði ekki verið.
Óvitandi
um tengsl
Jónína Bjartmarz
MORGUNBLAÐINU barst í
gærkvöldi eftirfarandi frétta-
tilkynning frá Ólafsfelli ehf.:
Ólafsfell ehf., félag í eigu
Björgólfs Guðmundssonar,
keypti í dag FSV Media ehf.,
sem var í jafnri eigu
Straums-Burðaráss Fjárfest-
ingabanka hf., Útgáfufélags-
ins Valtýs ehf. og Forsíðu
ehf. Eina eign FSV Media er
8,8% hlutur í útgáfufélaginu
Árvakri hf. sem gefur út
Morgunblaðið og Blaðið.
Kaupverð félagsins er trún-
aðarmál. Eftir viðskiptin á
Ólafsfell 16,8% í Árvakri.
Aðrir eigendur eru Útgáfu-
félagið Valtýr ehf., MGM
ehf., Forsíða ehf., Garðar
Gíslason ehf., Björn Hall-
grímsson ehf. og Erna ehf.
Ólafsfell
eykur hlut
sinn í
Árvakri
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
efndi til móttöku í Höfða í gær vegna árang-
urs Reykjavíkurliðanna KR og ÍR í karla-
körfuknattleik að undanförnu en það fyrr-
nefnda er Íslandsmeistari 2007 í íþróttinni og
hið síðarnefnda bikarmeistari. Fá Reykjavík-
urlið sem ná þessum árangri slíkar móttökur
af hálfu borgarstjóra og peningaupphæð sem
viðurkenningu.
Vilhjálmur segir fleiri íþróttalið úr borginni
eiga eftir að fá sínar viðurkenningar frá borg-
inni vegna árangurs, Íslandsmeistarar Vals í
karlahandbolta, Íslandsmeistarar Þróttar í
kvennablaki og Skautafélag Reykjavíkur.
„Það er mikið að gera og borgaryfirvöld
eru stolt af þessu frækna íþróttafólki okkar,“
segir hann. Svo skemmtilega vildi til að borg-
arstjóri átti 61 árs afmæli og var honum kom-
ið á óvart í Höfða. Segir hann eftirminnilegt
að heyra afmælissönginn með digrum karla-
röddum körfuboltamannanna sem margir
hverjir eru um og yfir tveir metrar á hæð.
„Líklega hefur meðalhæðin í Höfða aldrei ver-
ið meiri,“ segir Vilhjálmur. „Maður skynjar
hæð þeirra ekki svo glatt þegar maður horfir
á þá í keppni en það sama verður ekki sagt
þegar maður stendur nálægt þeim. En söng-
urinn kom mér á óvart, þetta voru sterkar
raddir og greinilega góðir söngmenn þarna á
ferð og mér þótti vænt um þetta.“
Körfuboltamenn sungu fyrir borgarstjóra
Morgunblaðið/Sverrir
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl-
mann á sextugsaldri, Jón Pétursson,
í 5 ára fangelsi fyrir þrjár líkams-
árásir á fyrrverandi sambúðarkonu
sína og húsbrot. Hann var jafnframt
sakfelldur fyrir frelsissviptingu og
kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi
unnustu sinni. Jón var dæmdur til að
greiða annarri konunni 1,2 milljónir
og hinni 800 þúsund krónur í bætur.
Brotin, sem Jón var nú dæmdur fyr-
ir voru framin sumarið 2005 og í
febrúar 2006. Í forsendum héraðs-
dóms, sem Hæstiréttur staðfesti,
kemur fram að brotin gegn konunum
hafi verið sérlega hrottafengin og
árásirnar verið algerlega tilefnis-
lausar. Maðurinn hefði misnotað að-
stöðu sína gegn konunum og þær
hefðu verið honum háðar, þó einkum
önnur þeirra. Hann hefði nýtt sér
það gróflega hversu hún var honum
háð, að vandamenn hennar voru er-
lendis og hún sjálf ótalandi á ís-
lensku. Árásir mannsins gegn kon-
unni þóttu sérstaklega svívirðilegar
þar sem þær voru liður í því að kúga
hana og undiroka. Var Jón sakfelld-
ur af ákæru fyrir að hafa slegið hana
margoft víðsvegar um líkamann og
sparkað í hana á heimili þeirra sum-
arið 2005.
Ofbeldi Jóns gegn seinni konunni
var langvinnt en hann hélt henni
nauðugri í íbúð sinni svo klukku-
stundum skipti og nauðgaði henni í
þrígang. Sannað þótti að hann hefði
ráðist á konuna, rifið í hár hennar,
slegið andliti hennar í gólfið og dreg-
ið hana á hárinu inn í svefnherbergi
þar sem hann barði hana ítrekað í
höfuðið, sparkaði í hana, reif úr föt-
um og nauðgaði. Í næstu hrinu dró
hann konuna aftur inn í svefnher-
bergi og nauðgaði.
Með dómi sínum staðfesti Hæsti-
réttur dóm Héraðsdóms Reykjavík-
ur frá 11. október 2006. Málið
dæmdu hæstaréttardómararnir
Gunnlaugur Claessen, Árni Kol-
beinsson, Garðar Gíslason og Mark-
ús Sigurbjörnsson og Haraldur Hen-
rysson, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari. Verjandi var Hilmar
Ingimundarson hrl. og sækjandi Sig-
ríður Elsa Kjartansdóttir, saksókn-
ari hjá ríkissaksóknara.
5 ára fangelsi fyrir
nauðganir og árásir
Sérlega hrottafengin brot af hálfu ákærða gegn konunum