Morgunblaðið - 27.04.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 19
MENNING
Í BAKSAL Gallerís Foldar er sýn-
ing á 22 akvarellum sem Daði Guð-
björnsson hefur unnið undir hug-
hrifum af íslenskri náttúru. Er
landslagið exótískt og víðs fjarri
því að vera veðurbarið íslenskt
umhverfi þar sem listamaðurinn
lætur ímyndunaraflið ráða ferðinni
og gefur landslaginu ávöl form
sem vísa misbeint til kvenlík-
amans. Að auki leynast kunn-
uglegar táknmyndir í landslaginu,
s.s. pensill og valentínusarhjarta,
sem hafa fylgt verkum Daða gegn-
um tíðina og standa fyrir einhverja
klisjurómantík listamannsins. Þá
eru krúsidúllurnar á sínum stað,
ýmist í forgrunni eða bakgrunni og
skapalón sem listamaðurinn notar
sér til hjálpar minna á blúndu-
dúka, útsaum eða veggfóður og
undirstrika skrautgirni lista-
mannsins. Bjartir og léttir litir ýta
svo undir suðræna stemningu.
Það er auðvelt að hrífast af tild-
urslegum akvarellum Daða en á
annan veg geta þær verið frá-
hrindandi í sínum yfirgengilega
sætleika. Þessi tvístígandi dans
dregur myndirnar þó ekki niður,
þvert á móti gefur hann þeim
spennandi óvissu um landamæri
listar og stáss, fegurðar og
skrauts, enda ljóst að listamann-
inum er full alvara með glettni og
glysgirni sinni og nýtir sér yf-
irgengilegan sætleikann líkt og lit-
ríkt og lokkandi nammi. Og auðvit-
að getur manni svo orðið bumbult
á að gleypa of mikil sætindi í einu
þótt skynfærin kunni vel að njóta
fyrstu áhrifanna.
Bláfjall og lágheiði Íslensk nátt-
úra í exótískri túlkun Daða Guð-
björnssonar.
Litrík sætindi
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Gallerí Fold
Opið daglega frá 10–18, laugardaga 11–
17 og sunnudaga 14–17. Sýningu lýkur
29. apríl. Aðgangur ókeypis.
Daði Guðbjörnsson
KATRÍN Elvarsdóttir rær á mið
hins ófyrirséða á sýningunni
„Sporlaust“ á Veggnum í Þjóð-
minjasafni Íslands. Það gerir hún
ekki aðeins í dularfullu viðfangs-
efni, sem er innblásið af ævintýr-
inu um Hans og Grétu, heldur
einnig með því að nota myndavél
sem bjagar myndefnið. Slík stíl-
brögð hafa sést í fyrri verkum
hennar og hér er það „frumstæð
Holga-plastmyndavél“ sem setur
dulúðugan svip á myndirnar.
Myndirnar sýna krakka sem
virðast fylgja stíg eða slóða í
skógi. Sjónarhorn Katrínar er í
nokkurri hæð; það er líkt og horft
sé „niður“ og á sumum myndanna
á eftir börnunum. Holga-
myndavélin býr til skugga í jöðr-
um myndanna, líkt og skógurinn
með börnunum sé að hverfa inn í
myrkur. Séu myndirnar skoðaðar
frá vinstri til hægri er líkt og
dimmi í myndunum smám saman
og ekki er það til að draga úr
þeim óhugnaði sem undir býr.
Hver er það sem fylgist með börn-
unum?
Á sýningunni er unnið skemmti-
lega með samband myndavélar og
sjónar. Lögð er áhersla á vélræna
eiginleika myndavélarinnar – þeir
eru snar þáttur í mótun skynj-
unarinnar, ekki síður en sjón-
arhorn ljósmyndarans.
Margt býr í skóginum
LJÓSMYNDIR
Þjóðminjasafn Íslands – Veggur
Til 29. apríl. Opið kl. 11–17 þri.–su. Að-
gangur 600 kr. Eldri borgarar, öryrkjar,
námsmenn og hópar (10+): 300 kr.
Ókeypis á miðv. og fyrir yngri en 18 ára.
Sporlaust/Katrín Elvarsdóttir
Anna Jóa
Samband Unnið er skemmtilega með samband myndavélar og sjónar.
BLANDAÐIR söngkvartettar, hvað
þá sextettar, eru ekki á hverju strái.
Enda afspyrnukrefjandi grein ef
gagnast á fleiri hlustendum en vin-
um og kunningjum, og löngu áður en
gæðin nálgast heimskunnar grúppur
á við The King’s Singers og Man-
hattan Transfer. Það er því segin
sorgarsaga að fæstir sönghópar end-
ast lengur en 2–3 ár.
En alltaf vonar maður hið bezta.
Og vissulega var margt vænlegt að
heyra á samsöng Vox Fox í Iðnó á
fimmtudag, jafnvel þótt eldheitar
undirtektir áheyrenda, á svipuðu
reki og söngfólkið eða á þrítugsaldri,
bentu til að meirihlutinn væri harð-
ur kjarni áhangenda frá fyrri fram-
komum á veitingastöðum. Til þess
benti einnig óformleg framkoma VF
með kynningum af fingrum fram,
sem gat verið sjarmerandi en þyrfti
samt að slípa til fyrir kröfuharðari
hlustun. Einnig stundum groddaleg-
ur hljóðnemasöngurinn, er bar þess
merki að þurfa að skera gegnum
fjölmennisklið en átti varla heima á
tónleikapalli.
Verkefnavalið var af léttara tagi
(stytt sveifluútgáfa af kunnu Bour-
rée Bachs var eina klassíska und-
antekningin), s.s. Bítlalög, doo wop
og yngri popplög úr m.a. útsetn-
ingum TKS og MH. Hljómaði margt
býsna hreint og samtaka, þótt rusta-
leg „úm-pa-pa“ valsútgáfan af Nótt í
Vaglaskógi Jónasar Jónassonar
væri sízt til bóta.
Nýr söngsextett
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Iðnó
Lög eftir m.a. Bítlana, Billy Joel, Bobby
McFerrin, ABBA, Beach Boys og Magnús
Eiríksson. Vox Fox (Þórdís Sævarsdóttir,
Vigdís Garðarsdóttir, Lilja Dögg Gunn-
arsdóttir, Gunnar Thorarensen, Hreiðar
Ingi Þorsteinsson og Sverrir Örn Hlöð-
versson). Fimmtudaginn 19. apríl kl. 20.
Kórtónleikar
Morgunblaðið/Árni Sæberg