Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 21
LANDIÐ
Eftir Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Oft hafa Skagfirðing-
ar tekið lagið um Sæluviku eða af
hverju öðru tilefni sem gefist hefur og
eitt af því sem í áranna rás hefur verið
sagt einkenna þá er sönghefð og söng-
gleði. Lengstum hafa menn sungið
hver með sínu nefi, en einnig skipu-
lega innan kóra og sönghópa. Ein er
þó sú grein innan sönglistarinnar sem
ekki hefur verið áður stunduð innan
þessa söngelska héraðs, en það er óp-
eruflutningur, en nú er að verða
breyting þar á, því að við upphaf
Sæluviku í ár mun Skagfirska óperan
flytja hina þekktu óperu La Traviata
og eru það heimamenn úr Skagafirði
og Húnavatnssýslum ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands undir stjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar og í
leikstjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur
sem standa að uppfærslunni.
Úkraínsk óperusöngkona
Fyrir tveim árum flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni til Hofsóss, ung úkraínsk
óperusöngkona Alexandra Cherny-
shova og er hún frumkvöðullinn að
þessum tónlistarviðburði en að sögn
hennar var það í september á síðasta
ári sem sú hugmynd kviknaði hvort
ekki væri unnt að kom þessu á lagg-
irnar. Eftir viðræður og mjög jákvæð-
ar undirtektir hjá Guðmundi Óla
Gunnarssyni, hljómsveitarstjórnanda
á Akureyri, var lagt upp í þessa ferð
og undirbúningur hafinn. Sagði Alex-
andra að fljótlega hefði verið búið að
finna söngfólk í flest hlutverk og byrj-
að að æfa í desember, jafnframt
áheyrnarprófum fyrir kórinn.
Spurð um aðkomu Guðrúnar Ás-
mundsdóttur leikstjóra, sagði Alex-
andra að Guðrún hefði komið á tón-
leika til sín í Salnum í Kópavogi þar
sem þær hittust og myndaðist á milli
vinátta sem leiddi til þess að beint lá
við að leita til hennar þegar vantaði
leikstjórn að verkinu. Alexandra segir
að það sé ótrúlegt hvað allt hafi geng-
ið vel og það sem mest sé um vert, og
svo gífurlega mikilvægt, sé að fá jafn
reyndan og fjölhæfan leikstjóra og
Guðrún er til þess að leikstýra verk-
inu.
Guðrún Ásmundsdóttir segir La
Traviata vera eina sína uppáhalds-
óperu og því hafi hún ekki þurft að
hugsa sig um tvisvar þegar beiðni
kom um þetta verkefni, hinsvegar er
listakonan með mörg járn í eldi og því
þurfti að hagræða og skipuleggja til
þess að unnt yrði að koma þessu fyrir.
Guðrún segist þegar á fyrstu tónleik-
um með Alexöndru hafa heillast af
persónu hennar og frábærri söng-
rödd, milli þeirra hafi tekist kynni og
vinátta.
Guðrún segist ekki hafa vitað við
hverju hún bjóst hér í Skagafirði þeg-
ar hún tók leikstjórnina að sér, ef til
vill ekki svo miklu, en hinsvegar hafi
komið á daginn að hér var frábært
söngfólk í öllum burðarhlutverkum,
kórinn mjög góður, og hún segir það
vera ótrúlega gefandi að starfa með
svona áhugasömu fólki og fá að upp-
lifa þann dugnað og áhuga sem það
sýnir. Og allir hjálpast að, „þú mátt
vel segja frá því að núna fór Alex-
andra til þess að taka á móti móður
sinni sem var að koma alla leið frá
Úkraínu og hún kom nú aldeilis fær-
andi hendi, því að hún kom með alla
búninga sem nota þarf í uppfærsl-
unni, á kórinn og allt, og gaf óper-
unni,“ og þegar ég spurði Alexöndru
hvort foreldrar hennar væru milljóna-
mæringar brosti hún og sagði: „Nei,
en þeim þykir bara vænt um mig.“
Hreinu ævintýri líkast
Þær Alexandra og Guðrún eru
sammála um að þessi tími hefur verið
erfiður og erilsamur, en hreinu æv-
intýri líkastur, og taka jafnframt fram
að ekki megi gleyma að nefna nafn
Thomasar R. Higgerssons píanóleik-
ara sem hafi unnið með þeim allan
tímann og skilað frábæru starfi. Þeg-
ar spurt er hvort áframhald verði á
óperuuppfærslum í Skagafirði er aug-
ljóst að eitthvað hefur verið rætt og
Guðrún segist vera þess fullviss að
Skagafirska óperan sé komin til að
vera, „en hvað og hvenær, það verður
að bíða, það bara verður að koma í
ljós.“
Frumsýningin er á sunnudag, 29.
apríl, kl. 16, í Íþróttahúsinu í Varma-
hlíð.
La Traviata verður flutt í upp-
færslu Skagfirsku óperunnar
Fyrsta skipti sem
ópera er sett upp í
Skagafirði
Tónlist Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar á æfingu ásamt kórnum.
Í HNOTSKURN
»Ung úkraínsk óp-erusöngkona búsett á
Hofsósi, Alexandra Cherny-
shova, er frumkvöðullinn að
þessum tónlistarviðburði.
Guðrún Ásmundsdóttir leik-
stýrir verkinu
»Móðirin kom færandihendi frá Úkraínu því að
hún kom með alla búninga
sem nota þarf í uppfærslunni,
á kórinn og allt, og gaf óp-
erunni.
Sauðárkrókur | Fyrirtækið Verið Vís-
indagarðar ehf. hefur verið stofnað á
Sauðárkróki. Eitt af markmiðum Versins
er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs,
efla rannsóknir og námsframboð svo og
verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki
á svæðinu.
Síðastliðinn miðvikudag var opinn
kynningarfundur haldinn í húsakynnum
Versins og á fjölmennri ráðstefnu, þar
sem Gísli Svan Einarsson framkvæmda-
stjóri bauð gesti velkomna, var fjallað um
rannsóknir fyrir atvinnulífið, og síðan um
framtíð Versins og þau áform sem uppi
eru um næstu skref í uppbyggingu fyr-
irtækisins. Þá ávarpaði Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra ráðstefnu-
gesti.
Störfum fjölgað á landsbyggðinni
Í ávarpi sínu sagði ráðherrann að Verið
Vísindagarðar væri farsæl leið til upp-
byggingar atvinnulífs á svæðinu, einkum í
matvælaiðnaði. Þá sagði hann ráðuneytið
hafa lagt kapp á að fjölga störfum hjá
stofnunum sínum á landsbyggðinni, en
þeim hefur fjölgað um 25 á síðustu miss-
erum og að álíka fjölgun hið minnsta væri
fyrirsjáanleg innan tíðar.
„Það þarf ekki að hafa mörg orð um það
hversu mikilvægt er að fjölga atvinnu-
tækifærum fyrir háskólamenntað fólk á
landsbyggðinni og sömuleiðis námsmögu-
leikum, og þetta er liður í því. Ég bind
miklar vonir við Verið Vísindagarða og hef
fundið fyrir miklum áhuga heimamanna
og matvælafyrirtækja sem hyggjast stór-
efla iðnað og verðmætasköpun á svæðinu
enn frekar á næstu árum. Það eru því
spennandi tækifæri framundan hér í
Skagafirði, sem nýtt verða öllum til hags-
bóta,“ sagði ráðherra í ræðu sinni.
Um rannsóknir fyrir atvinnuvegina
fjölluðu Rannveig Björnsdóttir, verkefnis-
stjóri Matís, Ólafur Sigurgeirsson, Há-
skólanum Hólum, Ragnar Jóhannsson,
Matís og Helgi Thorarensen, Háskólanum
Hólum. Um framtíð Versins fjölluðu Jón
E. Friðriksson, FISK Seafood, Sjöfn Sig-
urgísladóttir, forstjóri Matís, Skúli Skúla-
son, rektor Háskólans Hólum, og Gunnar
Sveinsson, frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Verið annast rekstur kennslu og rann-
sóknaraðstöðu í formi vísindagarða í
tengslum við Háskólann á Hólum, Mat-
vælarannsóknir Íslands, Matís, FISK
Seafood og fleiri aðila. Félagið stefnir að
enn frekari uppbyggingu á því sviði með
því að skapa aðstöðu og vettvang til aukins
samstarfs atvinnulífs, innlendra og er-
lendra háskóla og rannsóknaraðila.
Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri
Versins, Gísli Svan Einarsson, en hann
starfaði áður sem útgerðarstjóri hjá FISK
Seafood á Sauðárkóki.
Verið Vísindagarðar eru nú rekið í 1.500
ferm. húsnæði að Háeyri 1 við Sauðár-
krókshöfn. Þar er Háskólinn á Hólum með
aðstöðu fyrir kennslu og rannsóknir í fisk-
eldi, fiskilíffræði, sjávar- og vatnalíffræði.
Þá er Matís þar með starfsemi fyrir fyr-
irtækið Iceprotein sem framleiðir prótein
úr fiskiafskurði.
Sjávarútvegsráðherra sagði að þátttaka
Matís í rannsókna- og þróunarstarfi í
Verinu hefði það meðal annars að mark-
miði að búa í haginn fyrir atvinnulífið og
stuðla að frekari fjárfestingu og atvinnu-
sköpun. Það ætti einnig við um starfsemi
rannsóknarstofnana sem heyrðu undir
sjávarútvegsráðuneytið víða um land. Þá
sagði hann vísindagarða eins og þá sem
hér væru teknir í notkun hafa verið stofn-
aða við fjölmarga háskóla erlendis, því
reynslan sýndi að slík starfsemi væri öflug
leið til að efla byggðir og samfélög með
víðtæku háskólastarfi í nánu samstarfi við
fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Vegna mikils áhuga þeirra sem koma að
Verinu Vísindagörðum og fleiri, eru þegar
uppi áform um að bæta verulega við nú-
verandi húsnæði, svo sem rannsóknarað-
stöðu og frekari vinnuaðstöðu fyrir nem-
endur, kennara og rannsóknarfólk.
Stjórnandi ráðstefnunnar var Guð-
mundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Verið Vísindagarðar stofnað
Fundir Nokkur fjöldi var á kynningarfundi Versins á Sauðárkróki nú í vikunni.
„Farsæl leið til at-
vinnuuppbyggingar“
Í HNOTSKURN
»Það eru því spennandi tækifæriframundan hér í Skagafirði,
sem nýtt verða öllum til hagsbóta.
»Vegna mikils áhuga þeirra semkoma að Verinu Vísindagörð-
um og fleiri eru þegar uppi áform
um að bæta verulega við núverandi
húsnæði.Höfn í Hornafirði | Starfsstöð
Þekkingarnets Austurlands
hefur verið formlega opnuð í
Nýheimum á Höfn í Horna-
firði. Fyrir er Þekking-
arnetið með starfsstöð á Eg-
ilsstöðum og í Neskaupstað.
Einnig var undirritað sam-
komulag milli Þekking-
arnetsins og Háskólans á Ak-
ureyri um að fjarnám í
hjúkrunarfræði megi stunda
á Hornafirði. Sex nemar hafa
þegar skráð sig í námið en
Háskólinn á Akureyri er
einnig með fjarnema í hjúkr-
unarfræði á Ísafirði, í
Reykjanesbæ, Vest-
mannaeyjum Neskaupstað
og á Egilsstöðum.
Hjalti Þór Vignisson, bæj-
arstjóri Hornafjarðar, sagði í
ávarpi þessa viðbót á náms-
framboði mjög ánægjulega
og mikilvæga. Hann sagði
fjölmarga af kennurum og
leikskólakennurum á Horna-
firði hafa sótt sér menntun í
fjarnámi. Með tímanum
myndu útskrifast hjúkr-
unarfræðingar sem myndu
styrkja kjölfestuna í þessari
grein á svæðinu.
Á myndinni undirrita Guð-
rún Reykdal, fram-
kvæmdastjóri Þekkingarnets
Austurlands, og Hermann
Óskarsson, deildarforseti
heilbrigðisdeildar Háskólans
á Akureyri, samkomulag um
kennslu í hjúkrunarfræði í
fjarnámi
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Þekkingarnet
Austurlands með
starfsstöð á Höfn