Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STRÍÐSÁSTAND Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? Þær hörðu deilur, sem risið hafa ámilli Kópavogsbæjar og Garða-bæjar um skipulagsmál, sýna veikleika í skipulagsmálum höfuð- borgarsvæðisins sem veldur veruleg- um óþægindum. Kópavogsbær hefur lagt í verulega fjárfestingu með því að kaupa upp og skipuleggja svonefnt Glaðheima- svæði. Umhverfisráðuneytið hefur synjað staðfestingu á skipulagi þessa svæðis, sem þýðir að hugmyndir Kópavogs- bæjar þurfa að fara fyrir samvinnu- nefnd um svæðisskipulag. Um það sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Ef svæðisskipulagsráðið samþykk- ir ekki þessa tillögu þá er það nátt- úrlega orðið ónýtt. Þá munum við beita okkur gegn hinum sveitarfélög- unum í öllu sem þau gera varðandi breytingu á svæðisskipulagi. Með þessu er komið á stríðsástand í skipu- lagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og gott innlegg í kosningabaráttuna fyrir umhverfisráðherrann.“ Ljóst er hins vegar af ummælum bæjarstjórans í Garðabæ á opinberum vettvangi að hann gefur ekkert eftir. Það er því skollið á stríð á milli Kópa- vogsbæjar og Garðabæjar vegna hins fyrirhugaða nýja hverfis í Kópavogi, stríð sem snýst um það að umferðar- æðar á þessu svæði anni ekki þeirri auknu umferð, sem leiða muni af skipulagi Kópavogsbæjar á Glað- heimasvæðinu. Náist ekki sættir í þessu máli á þann veg að allir aðilar geti sæmilega við unað má ganga út frá því sem vísu að ófriður mun ríkja í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu til lengri tíma. Það er lítið vit í því. Þá munu einstök sveitarfélög á þessu svæði leitast við að bregða fæti fyrir önnur sveitarfélög sjái þau tæki- færi til þess. Einhliða úrskurður samvinnunefnd- ar um svæðisskipulag leysir ekki mál- ið ef hann fellur öðrum hvorum aðila í vil. Svona nágrannaerjur verður að setja niður með samræðum á milli deiluaðila. Þess vegna er æskilegt að bæjar- stjórar þessara tveggja sveitarfélaga, sem eiga löng sameiginleg landamæri, setjist niður og leiti leiða til þess að leysa úr þessum ágreiningi. Ekki er við öðru að búast en að þeir geti náð slíkum sáttum. Báðir tilheyra bæjarstjórarnir sama stjórnmála- flokki sem ætti að auðvelda þeim þessi samtöl. Það væri óskemmtilegt ef deil- ur brytust út hér og þar á landamær- um Kópavogs og Garðabæjar. Efni málsins er hins vegar grafal- varlegt eins og þeir vita bezt sem dag hvern þurfa að komast leiðar sinnar um bæði Kópavog og Garðabæ og er ekki á þau vandræði bætandi. BRÖLT STEINGRÍMS J. Í FORTÍÐINNI Vinstri grænir reyna gjarnan aðselja kjósendum þá ímynd að þeir séu flokkur stofnaður utan um nýjar hugmyndir. Þeir ætla að bjóða upp á „allt annað líf“ ef þeir komast í valdastóla að loknum kosningum. Í einum málaflokki má þó fullkomlega treysta því að þeir sitji við sama, eld- gamla heygarðshornið og forverar þeirra yzt á vinstri væng stjórnmál- anna. Það er í öryggis- og varnarmál- um. Stjórnmálaflokkarnir, aðrir en VG, hafa fagnað samningum við Norð- menn og Dani, sem undirritaðir voru í gær, um samstarf í öryggis- og varn- armálum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur hins vegar allt á hornum sér. Steingrímur er á móti því að „halda uppi erlendum herjum eða aðilum við óþarfar og jafnvel varhugaverðar heræfingar á íslensku yfirráðasvæði og bera af því umtalsverðan kostn- að“. Hann er „algerlega andvígur hvers kyns heræfingarbrölti á Íslandi og á íslenzku yfirráðasvæði hvort sem Norðmenn, Danir eða aðrir eiga í hlut“ og telur að „allt slíkt brölt sam- rýmist illa friðar- og vopnleysisarf- leifð þjóðarinnar“. Hér er hinn hugmyndafræðilegi þráður alveg óslitinn frá forverum Vinstri grænna í íslenzkri stjórn- málasögu; Kommúnistaflokki Ís- lands, Sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu. Ekkert hefur breytzt. Ekki einu sinni orðalagið. Jafnvel ekki róttækir vinstriflokk- ar í nágrannaríkjum okkar halda því fram að hægt sé að tryggja varnir og öryggi án hernaðarlegrar nærveru af nokkru tagi. VG á Íslandi er alveg sér á báti í barnaskap sínum. Önnur saga er svo sá misskilningur Steingríms J. – sem hlýtur eiginlega að vera viljandi – að samkomulagið við Dani og Norðmenn leiði til þess að Landhelgisgæzlan, lögregla og björgunarsveitir verði „síður efld að fjárveitingum, mannafla og tækja- kosti en ella yrði“. Það liggur í augum uppi, fyrir alla sem vilja sjá það, að verið er að efla þessar stofnanir og einmitt vegna samstarfsins við Dani og Norðmenn mun þurfa að styrkja þær enn frekar. Hverjir hafa hins vegar helzt lagzt gegn því að t.d. greiningardeild og sérsveit ríkislögreglustjórans verði efld? Eru það ekki einmitt þingmenn Vinstri grænna? Þetta er ekki sann- færandi málflutningur hjá Steingrími J. Sennilega fylgir því ákveðið frelsi fyrir stjórnmálaforingja að geta leyft sér að vera svona saklaus og bláeygur og fullkomlega laus við áhyggjur af því, hvernig beri að tryggja öryggi og varnir landsins í viðsjárverðum heimi. En vilja kjósendur stuðla að því að slíkur stjórnmálaforingi verði kannski forsætisráðherra – eða utan- ríkisráðherra? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ V algerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra og Jonas Gahr Støre, utan- ríkisráðherra Noregs, undirrituðu fyrir hádegi í gær samkomulag á milli ríkjanna um samstarf á sviði ör- yggismála, varnarmála og viðbúnaðar. Skömmu eftir hádegi í gær undirrituðu Valgerður og Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, síðan yfirlýsingu um samstarf Íslands og Danmerkur um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Undirritunin fór fram Osló en þar hófst í gær óformlegur vorfundur utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins. Reglulegt samráð Samkomulag Íslands og Noregs hefur að markmiði „að staðfesta pólitískan vilja til þess að víkka samstarf milli norskra og íslenskra stjórn- valda á friðartímum í málum er varða öryggi, varnir, viðbúnað og björgun á Norður-Atlants- hafssvæðinu,“ eins og þar segir. Efna á m.a. til reglulegs samráðs auk þess sem samhæfing og samvinna verður aukin í því skyni að stuðla að meiri viðbúnaði á þessum sviðum. Er samstarfið grundvallað á Norður- s l r N þ i k m Atlantshafssamningnum, aðild landanna að NATO og þeim skuldbindingum sem af þessu leiðir. Tekið er fram að löndin séu einhuga um að þau hafi margskonar sameiginlegra hagsmuna að gæta á N-Atlantshafssvæðinu. Meginmarkmið þeirra sé að stuðla að varanlegum stöðugleika og öryggi á þessu svæði. Efna á til samráðs milli embættismanna ráðuneyta á hálfs árs fresti til Tvíhliða samkomulag við Norðmenn og sameiginleg yfir Víðtækt samstar Samkomulag það sem Íslend- ingar hafa gengið frá við Norð- menn og Dani eru tvíhliða rammasamningar um víðtækt samstarf í öryggis- og varnar- málum og um aukin samskipti og samvinnu um almannavarnir. Samstarf Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Nore Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir enn margt óljóst við sam- komulag Íslend- inga við Norð- menn og Dani sem undirritað var í gær. Nánara sam- starf á sviði örygg- is- og eftirlitsmála við grannþjóðirnar væri þó löngu tímabært, jafnvel þó að varnarliðið hefði verið hér áfram. Forsætisráðherra sagði á blaða- mannafundi í stjórnarráðinu í gær að viðræður við granna okkar hafi geng- ið hratt fyrir sig frá því í nóvember sl. Það skýrist af því að aðilar eigi að hluta sameiginlega hagsmuni og vilji auka samstarf sitt til þess að byggja upp öryggi og eftirlit á N-Atlantshafi. Geir ítrekar að varnarsamning- urinn við Bandaríkin og viðbótin við hann sem samþykkt var í október sl., tryggi Íslendingum öryggi á átaka- og spennutímum. Með samkomulag- inu við Norðmenn og Dani sé verið að tala um eftirlit og viðbúnað á frið- artímum, ekki síst eftirlit með haf- svæðunum í kringum Ísland, sam- starf um leit og björgun o.fl. sem tengist því sem er kannski ekki hern- aðarlegt í eðli sínu. „Það er ljóst að mikil umferð flutn- ingaskipa með olíu og gas verður við Íslandsstrendur og við munum vera í samstarfi við Noreg og Danmörku um eftirlit með slíkum flutningum og viðbrögð ef óhöpp verða. Síðan er það í okkar þágu að þessi lönd, eftir því sem þau og við teljum hagkvæmt, auki eftirlit með lofthelginni yfir ís- lensku yfirráðasvæði og nýti sér þá aðstöðu sem þeim stendur hér til boða á alþjóðlegum flugvelli. Ég tel að þar sé um að ræða sameiginlega hags- muni, enda geti verið bæði í þágu bæði Norðmanna og Dana að flug- menn þeirra fái að æfa sig hér við ís- lenskar aðstæður og augljóslega í okkar þágu að eftirlit sé meira en nú með okkar lofthelgi og yfirráðasvæði. Þannig að þetta byggist allt á gagn- kvæmum hagsmunum og ég tel reyndar að þetta frumkvæði sem nú er búið að taka og er að skila þessum árangri hafi verið tímabært, jafnvel þó að bandaríska varnarliðið hefði verið hér áfram. Það hefði verið tíma- bært að auka samstarfið við Norð- urlöndin, sérstaklega við Norðmenn og Dani, og hugsanlega einnig Breta og Kanadamenn líkt og við stefnum að. Þjóðverjar hafa bæst í hópinn að eigin frumkvæði, þó að aðkoma þeirra sé önnur, þar sem þeir eiga ekki strandhelgi við Atlantshafið. Áhugi þeirra á samstarfi er því athygl- isverður.“ Geir segir rétt að taka það fram að samkomulagið við Norðmenn og Dani sé ekki gert framhjá Bandaríkja- mönnum eða NATO. „Þetta er allt gert innan ramma NATO-samnings- ins og hin aðildarríkin sem og fram- kvæmdastjóri NATO í Brussel hafa fylgst vel með og stutt framvindu mála.“ Hann segir að með undirrituninni sé verið að skapa ákveðinn ramma, formfesta hann og á grundvelli hans verði hér samráð og upplýsinga- miðlun, þjálfun og hugsanlega æfing- ar. Framkvæmdin sé í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. „Þessar undirritanir hafa ekki stöðu formlegra alþjóðlegra samn- inga og þ.a.l. þarf ekki að leggja þá fyrir Alþingi. Það þýðir líka að það er einfaldara að gera breytingar á sam- komulaginu, t.d. að segja þeim upp ef það væri niðurstaða einhverra. Sam- komulagið hefur því ekki sömu stöðu og varnarsamningurinn við Banda- ríkjamenn sem er alþjóðlegur samn- ingur skv. skilgreiningu Þjóðarétt- arins.“ Forsætisráðherra bendir að end- ingu á að samkomulagið við Norð- menn og Dani sé dæmi um hversu hugtakið öryggi á friðartímum sé breytilegt. „Ég er bæði ánægður og þakklátur stjórnvöldum í Danmörku og Noregi fyrir að hafa tekið málaleit- an okkar jafn vel og þau hafa gert og hversu hratt og skipulega þau unnu að samkomulaginu.“ Geir H. Haarde Þakklátur stjórnvöldum í Noregi og Danmörku „VIÐ h unnið m og þetta tekið ót stuttan sagði V Sverris anríkisr eftir un samkom við Norðmenn annars veg Dani hins vegar í Ósló í g tvíhliða samstarf í varnar yggismálum á friðartímum Valgerður segist telja þ armest við samningana, a þessu staðfesti ríkin same sýn á þróun öryggismála ur-Atlantshafssvæðinu til tíðar litið. Þau séu samm gagnsemi þess að vinna s að um gagnkvæma hagsm ræða. Rammasamkomulag Valgerður segir að um ræða rammasamkomulag ekki er fyrirfram ákveðið riðum út á hvað það geng vegar séu tilteknir þættir starfsins tilgreindir m.a. reglubundið samráð embæ manna. „Þetta snýst fyrst og fr skipti á upplýsingum, þjá aukið samstarf á sviði frið og almannavarna. Það er með heimsóknum og æfin flughers, flota og sérsveit hún. Er líka umhverfismál „Við sjáum fyrir okkur skipaumferð vegna orkuv flutninga. Ekki síst þess v mikilvægt að samhæfa þá semi sem er til staðar á N Atlantshafi og að því leyt Valgerður Sverrisdóttir Sameiginleg á þróun öryg mála á N-Atl antshafssvæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.