Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 29 arríki að Atlantshafsbandalaginu á sama svæði,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Kveðið er á um að efna beri til samstarfs á svið- um þar sem unnt er að ná fram samlegð báðum til hagsbóta með þeim viðbúnaði sem nú er til staðar og á raunhæfan hátt. Efnt verður til samráð emb- ættismanna á hálfs árs fresti um mál sem varða gagnkvæma hagsmuni á sviði öryggis- og varn- armála og almannavarna. Þá fara fram kerf- isbundin upplýsingaskipti og Danmörk mun leit- ast við að leggja skerf til þjálfunar íslensks, borgarlegs starfsliðs á tilteknum sviðum. Jafnframt á að kanna þann kost að efla enn frekar samstarf um almannavarnir á sviði við- bragða við neyðarástandi sem ógnar öryggi borg- aranna. Ennfremur ætla ríkin að kanna hvort unnt sé að auka samstarf landanna um framlag þeirra til fjölþjóðlegra aðgerða og æfinga, jafnt borgaralegra sem hernaðarlegra. Meðal slíkra kosta gæti verið samstarf sem felst í aðgerðum á vettvangi NATO, hugsanleg sameiginleg þjálfun o.fl. Þátttaka í borgaralegri og hernaðarlegri þjálfun Í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Ísland og Danmörk munu kanna með virkum hætti tæki- færi til gagnkvæmra heimsókna og þátttöku í borgaralegri og hernaðarlegri þjálfun og æfing- um með t.d. dönskum og íslenskum flugvélum, þyrlum, her- og varðskipum og sérsveitum innan vébanda Atlantshafsbandalagsins.“ Í lokaákvæði yfirlýsingarinnar er fjallað um kostnað vegna samstarfsins en þar segir: „Ísland mun veita dönsku starfsliði og starfsemi, sem tengist sam- starfsverkefnum á íslensku yfirráðasvæði sem samkomulag er um, stuðning viðtökuríkis. Um- fang og eðli þess stuðnings viðtökuríkis sem Ís- land skal veita ber að ákveða í hverju tilviki fyrir sig áður en samstarfsverkefnin eru leyst af hendi. Ísland mun bera áður umsaminn kostnað vegna staðsetningar liðsmanna, kosts og nauðsynlegs stuðnings á landi í tengslum við nýtingu Dana á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli.“ Ennfremur er þar eftirfarandi ákvæði um skipulagningu og aðgerðir: „Markmið aðilanna er að efla samstarf um skipulagningu og um aðgerð- ir flugsveita, sjóhers og landhelgisgæslu á Íslandi og hafsvæðinu umhverfis Ísland.“ Kostnaður Íslands Í umfjöllun um kostnað segir orðrétt: Íslensk stjórnvöld munu veita norsku starfsliði og starf- semi, sem tengist samstarfsverkefnum á íslensku yfirráðasvæði sem eru grundvölluð á þessu sam- komulagi, stuðning viðtökuríkis. Ísland mun bera kostnað vegna staðsetningar liðsmanna, kosts og nauðsynlegs stuðnings á landi og vegna notkunar aðstöðu í Keflavíkurstöðinni. Semja ber um um- fang og eðli veitts stuðnings áður en viðkomandi verkefni er leyst.“ Í 5. lið samkomulagsins segir ennfremur: „Hvor aðili um sig skal bera þann kostnað sem tengist eigin starfsemi samkvæmt þessu sam- komulagi, nema því aðeins að aðilarnir verði ein- huga um annað eða að annað leiði af þessu sam- komulagi eða tæknilegum samningum sem eru grundvallaðir á því. Í þessu samkomulagi er ekki fjallað um yfirfærslu fjár milli aðilanna.“ Samráð um öryggis- og varnarmál og almannavarnir Samkomulagið við Dani er birt sem sameig- inleg yfirlýsing landanna um samstarf í víðari skilningi um öryggis- og varnarmál og almanna- varnir. Lýst er yfir að ríkin staðfesti pólitískan vilja til þess að eiga samráð um öryggis- og varn- armál og almannavarnir á N-Atlantshafssvæðinu, ásamt því að samræma slík mál og eiga samstarf um þau. Er þetta gert með stoð í Norður- Atlantshafssamningnum, aðild landanna að NATO. „Markmið okkar er, með sameiginlega hags- muni okkar á Norður-Atlantshafssvæðinu í huga, að stuðla að varanlegum stöðugleika og öryggi á því svæði. Gæta ber þessara sameiginlegu hags- muna með auknu samstarfi milli landa okkar sem verður þróað enn frekar í félagi við önnur aðild- „Aðilarnir hyggjast auka, að teknu tilliti til sameiginlegra þarfa, tækifæri til heimsókna og æfinga og til að stunda annars konar varn- arstarfsemi, meðal annars með tilstyrk sérsveita, her- og varðskipa og norskra orrustuflugvéla og eftirlitsflugvéla á Íslandi og í íslenskri loft- og landhelgi,“ segir um varnarsamstarf í sam- komulaginu. skiptis í Noregi og á Íslandi. Skipst verður á upp- lýsingum og ætla löndin að efla tengsl milli lög- reglu- og öryggismálayfirvalda sinna. Þá hyggst Noregur leggja sitt af mörkum til menntunar og þjálfunar íslensks starfsliðs, m.a. á sviði flugeft- irlits og stjórnunar. Einnig er í samkomulaginu kveðið á um upplýsingaskipti varðandi eftirlit með skipaferðum, leitar- og björgunarþjónustu. rlýsing Íslands og Danmerkur um öryggis- og varnarmál voru undirrituð í Osló í gær rf um öryggi, eftirlit og varnir SCANPIX egs, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirrituðu í gær samkomulag milli landanna. INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylking- arinnar, segir samkomulag sem nú er í höfn við bæði Norð- menn og Dani um samstarf í öryggis- og varnarmálum eðlilegt í ljósi stöðu mála við norðanvert Atlantshafið eftir að bandaríski herinn fór með sitt lið frá Íslandi. „Við í Samfylkingunni sögðum þá að við teldum að það ætti að taka þá þegar upp viðræður við grannþjóðirnar við norðanvert Atlantshafið, við Norðmenn, Dani, Breta og Kanadamenn, um hvern- ig eftirliti og vörnum á Norður- Atlantshafinu væri best fyrir kom- ið. Allir þessir aðilar eiga hér hags- muna að gæta. Við hljótum að fagna því að það skuli hafa verið gert. En það felur þá líka í sér viðurkenningu á því, að ekki fólust nægilegar varnir fyrir Ísland í tví- hliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Það er andstætt því sem ráðherrarnir héldu fram þeg- ar hann var gerður,“ segir hún. Miklir hagsmunir í húfi vegna vaxandi olíu- og gasflutninga Ingibjörg Sólrún segir um sam- komulagið við Norðmenn að hún líti svo á að mjög eðlilegt sé að gera samkomulag við Noreg. Norðmenn eigi mikilla hagsmuna að gæta á þessu svæði vegna mik- illa og vaxandi skipaflutninga meðfram Íslandi með olíu og gas frá Barentshafi. „Það skiptir þá auðvitað máli að geta fylgst með þessum flutningum og það skiptir okkur máli að reyna að koma í veg fyrir að þarna verði óhöpp, því það gæti haft í för með sér mikinn umhverfisskaða á okkar haf- svæði,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir einnig að svo virðist sem samningurinn sé tiltölulega opinn og menn hljóti að meta hvernig staðið verði að fram- kvæmd hans eftir því sem mál þróast á næstunni. Berum þann kostnað sem fellur í okkar hlut Spurð um aukinn kostnað Ís- lendinga vegna öryggis- og varn- armála skv. samningunum segist Ingibjörg Sólrún ekki telja óeðli- legt að Íslendingar taki á sig kostnað. „Við berum þann kostnað sem í okkar hlut fellur og við getum ekkert verið undanþegin því frek- ar en aðrar fullvalda þjóðir, ef við teljum nauðsynlegt að vera með einhvern viðbúnað,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Eðlilegt samkomulag STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar- græns framboðs, gerir alvarlegar athugasemdir við vilyrði um aukinn kostnað, sem Ís- land muni bera í samkomulagi við Norðmenn og sam- starfsyfirlýsingu við Dani um örygg- ismál. Þá gerir hann athugasemdir við heimildir sem virðist standa til að veita nágrönnum Íslendinga til um- svifa hér á landi og í lögsögu Íslands. Þetta kemur fram í bókun sem Steingrímur lagði fram á fundi utan- ríkismálanefndar Alþingis í vikunni þar sem samkomulag við Noreg og Danmörku var kynnt. Í bókuninni segist Steingrímur að sjálfsögðu vera því fylgjandi að við ræktum gott samband við frænd- og grannþjóðir okkar Norðmenn og Dani eins og hinar vestnorrænu og norrænu þjóðirnar. Öðru máli gegni um margt í samkomulaginu við Nor- eg á sviði öryggismála, varnarmála og viðbúnaðar og yfirlýsingu um svip- aða hluti með Dönum. Segist Steingrímur gera alvarlegar athugasemdir við og hafa fyrirvara á um öll vilyrði sem gefin séu um auk- inn kostnað sem Ísland muni bera í samkomulaginu við Norðmenn ann- ars vegar og samstarfsyfirlýsingu við Dani hins vegar. „Ekkert liggur fyrir um að réttlætanlegt sé, né að það þjóni hagsmunum Íslendinga, að fara að halda uppi erlendum herjum eða aðilum við óþarfar og jafnvel var- hugaverðar heræfingar á íslensku yf- irráðasvæði og bera af því umtals- verðan kostnað. Við blasir að spyrja hvort slíkum fjármunum væri ekki betur varið í að efla okkar eigin borgaralegu gæslu- og björgunarstarfsemi. Aukið sam- krull borgaralegra og hernaðarlegra þátta, sem greinilega er verið að boða, er afar varhugavert. Því má undir engum kringumstæðum gleyma að Landhelgisgæslan ís- lenska er ekki her heldur borg- aralegur gæslu-, eftirlits- og björg- unaraðili. Þá gerir undirritaður alvarlegar athugasemdir við heimildir sem virð- ist standa til að veita nágrönnum okkar, einkum Norðmönnum, til um- svifa hér á landi og í lögsögu Íslands með vísan til þess að þeir eru ekki að- eins nágrannar og samstarfsaðilar heldur einnig keppinautar okkar og gagnaðilar í deilum. Við slíkar að- stæður hafa Norðmenn oft reynst býsna harðdrægir í sinni hags- munagæslu, jafnt þó Íslendingar ættu í hlut sem aðrir. Norðmenn munu örugglega hér eftir sem hingað til reyna að færa út og styrkja áhrifa- svæði sitt í norðurhöfum og má benda á reynslu af samskiptum við þá hvað varðar alþjóðleg hafsvæði eða smugur, Svalbarða og Jan Mayen sem dæmi,“ segir Steingrímur í bók- uninni. Jafnframt lýsir hann áhyggjum yf- ir, og setur skýran fyrirvara við, „ef þessi gjörningur leiðir til þess að inn- lend starfsemi, einkum Landhelg- isgæsla, lögregla og björgunarsveitir, verði síður efld að fjárveitingum, mannafla og tækjakosti en ella yrði.“ Lýsir Steingrímur sig algerlega andvígan „hvers kyns heræfing- arbrölti á Íslandi og á íslensku yf- irráðasvæði hvort sem Norðmenn, Danir eða aðrir eiga í hlut. Það er sjálfsögð stefna af okkar hálfu að halda öllu slíku og tilheyrandi ónæði, mengun og mengunarhættu eins fjarri Íslandi, lofthelgi okkar og efna- hagslögsögu og kostur er. Allt slíkt brölt samrýmist illa friðar- og vopn- leysisarfleifð þjóðarinnar. Það er mjög miður að nú skuli rokið til og stafir settir undir slíkt samkomulag eða yfirlýsingar, jafnvel þó ekki sé um þjóðréttarskuldbindingar að ræða, án undangenginnar umræðu í þjóðfélaginu, stefnumótunar og meiri aðkomu Alþingis og vandaðri und- irbúnings almennt.“ Steingrímur J. Sigfússon Gerir alvar- legar athuga- semdir við kostnað og heimildir GUÐJÓN A. Kristjánsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, gagnrýnir tíma- setninguna á und- irritun samning- anna um samstarf Íslendinga við Dani og Norð- menn í öryggismálum, réttara hefði verið að bíða þar til úrslit alþing- iskosninganna 12. maí nk. lægju fyrir. Guðjón er þó hlynntur norrænu varn- arsamstarfi og segir flokk sinn hafa lagt fram tillögu þess efnis fyrir nokkrum árum. „Það sem maður hefur við þetta að athuga núna er að þetta gangi fram með þessum hætti þegar ríkisstjórnin á eftir aðeins örfáa daga með það um- boð sem hún hefur,“ segir Guðjón. „Ég gagnrýni tímasetninguna og […] þó að þessi undirbúningsvinna hafi verið unnin […] finnst mér ekki endi- lega að taka eigi af skarið, m.t.t. þess hversu stutt er í það að umboði nú- verandi ríkisstjórnar ljúki.“ Hann telur samningana hins vegar eðlilega þróun varnarsamstarfs. „Ég tel að það hafi verið mjög eðli- legt að leita til Norðmanna og Dana um samstarf varðandi umsýsluna og eftirlit á norðurhöfum. Samstarf sem við getum byggt á í aðstoð hverjir við aðra, þar sem Landhelgisgæsla okk- ar er í samstarfi við hernaðaryfirvöld þessara þjóða.“ Telur þróunina eðlilega „Ég tel líka eðlilegt að við veitum þeim lendingaraðstöðu hér á landi og annað slíkt ef þeir þurfa á því að halda vegna eftirlitsstarfanna. Þann- ig að mér finnst þetta þróun sem er eðlileg í framhaldi af því að banda- ríska varnarliðið fór. Reyndar bentum við á það í Frjáls- lynda flokknum verulega löngu áður en varnarliðið fór af landinu að leita ætti eftir samstarfi við norrænu þjóð- irnar um eftirlit og öryggismál á norðurhöfunum.“ Guðjón A. Kristjánsson Gagnrýnir tímasetninguna öfum mjög hratt a hefur trúlega tíma,“ Valgerður dóttir ut- ráðherra ndirritun mulags gar og gær um r- og ör- m. þýðing- að með eiginlega á Norð- l fram- ála um saman og muni sé að sé að þar sem ð í smáat- gur. Hins r sam- um ættis- remst um álfun og ðargæslu reiknað ngum ta,“ segir aukna vinnslu og vegna er á starf- Norður- ti er þetta líka umhverfismál,“ segir Val- gerður. Skv. samkomulaginu geta her- þotur komið til æfinga á Íslandi en Valgerður segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær æfingar á Keflavíkurflugvelli hefjast og því sé ekki hægt að segja til um hve- nær samstarfið verður sýnilegt hér á landi en áhuginn sé fyrir hendi. Að sögn Valgerðar verður öryggissvæðið á Keflavík- urflugvelli tilbúið í sumar. Valgerður segir ekki liggja fyrir hversu mikinn kostnað Ísland mun bera vegna þessa samstarfs en hún segir eðlilegt að Íslendingar kosti meiru til vegna eigin varna og öryggismála. „Þeir tímar kalda stríðsins eru liðnir að við sitjum bara með hendur í skauti og aðrir sjái um okkur. Við þurfum að leggja eitthvað af mörkum,“ segir hún. „Við þurfum líka að sjálfsögðu að styrkja Landhelgisgæsluna eins og verið er að gera. Þetta [sam- komulag] þýðir ekki að aðrir séu að taka slík verkefni að sér.“ Valgerður segir að meginmun- urinn á varnarsamningnum við Bandaríkin og á samkomulaginu sem nú hefur verið gert við Norð- menn og Dani sé sá að samning- arnir við Noreg og Danmörku fjalli um samstarf á friðartímum. r g sýn ggis- l- æðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.