Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 31 „ÞAÐ er grátbroslegt að Hafn- firðingar sem voru að kjósa um stækkun fá eftir at- vikum loftmengun frá hveravirkjunum í staðinn,“ sagði Berg- ur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Land- verndar, í sjónvarpsfréttum í viðtali við unga frétta- konu. Ótrúleg um- mæli, auðvitað ekkert annað en bull og vit- leysa; rógur og lygi manns sem einskis svífst. Það er dap- urlegt að þetta gerist undir merkjum Land- verndar. Allt í anda forsetans Nixons; let the bastards deny it – látum helv … neita því eru fræg ummæli. Hveralyktin getur valdið dauða Sama fréttakonan hafði fundið það út að gamla góða hveralykt- in væri stórhættuleg; brennisteinslykt gæti valdið ógleði, eituráhrifum – já dauða. Þetta var fyrsta frétt Sjónvarps. Mengun hefði tífaldast í Reykjavík eftir að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Sérfræðingur kvað varla hægt að tala um mengun! Samt var martröðin matreidd. Prédik- ararnir tóku svo til við að hrella Suðurnesjamenn um skelfingu jarðvarma. Látum helv … neita því. Hystería gærdagsins snerist um vatnsaflsvirkjanir, nú er það jarðvarminn. Hvergerðingar hljóta að þjást. Er þetta ekki alveg dæmalaust? Við erum nýbúin að ganga í gegn- um sams konar geggjun í kosn- ingum í Hafnarfirði. Þar fóru fréttastofur offari í baráttunni gegn stækkun Alcan. Þrír af reyndustu blaðamönnum landsins hafa allir lýst offari fjölmiðla; Egill Helgason, Gunnar Smári Egilsson og Ólafur Teitur Guðnason. Ljós- vakinn gekk svo vasklega fram að undrum sætir og veldur miklum áhyggjum. Ljósvakar flytja ekki fréttir. Þeir eru í herför. Meg- inþemað er að láta helv … neita því í anda Nixons. Ólafur Teitur heldur því fram að RÚV hafi lagt Alcan að velli. Það er engu líkara en Nixon karlinn sé orðinn frétta- stjóri á Íslandi. Látum hið útlenda helv … Alcan neita því! Eitt sérkennilegasta málið í að- draganda kosninga voru ásakanir um að starfsmenn Alcan hefðu hringt í vini og kunningja. Frétta- tíma eftir fréttatíma fjallaði RÚV um málið eins og þrumu hefði lost- ið niður í Hafnarfjörð. Stundaði Alcan persónunjósnir? Persónu- vernd fór í „vettvangsrannsókn“ undir kastljósi ljósvíkinga rétt eins og Alcan hefði verið staðið að glæp. Látum hið útlenda helv … Alcan neita því. Á loka- sprettinum flutti Sjónvarpið fyrstu frétt um að „háa turna og skor- steina vantaði“ á tölvugrafík stækkaðs álvers. Dæmalaust bull í fyrstu frétt enda lá mikið við. Hrannar Pétursson mætti til and- svara. Látum helv … neita því! Korteri fyrir kosningu í Hafnafirði birtist ákall „23 bænda við Þjórsá“ um að bjarga ánni. Þetta glumdi um gervallt samfélagið. Enginn fjölmiðill skýrði frá því að bænd- urnir 23 búa ekki við Þjórsá, að- eins tveir þeirra eiga land að ánni. Það gildir einu. Látum helv … neita því. Prédikari að sunnan ók um sveitirnar og safnaði undirskriftum sem kastað var fram á elleftu stundu. Þúsundir Hafnfirðinga í lífshættu? Það voru fleiri sér- kennilegir hlutir en á RÚV. Ein dæmalaus- asta ásökunin var að börnum sem svæfu í vögnum sínum í Vall- arhverfi stafaði ógn af mengun. Rakalaust bull og vitleysa en lyginni var sjónvarpað í Kompási. Gamla Nixon-trixið dregið fram, látum helv … neita því. Holl- ustuvernd bar bullið til baka og hið sama gerði Alcan en það var aukaatriði. Mar- tröðin var matreidd í Vallarhverfi. Í fyrra birti NFS frétt ungr- ar fréttakonu um að þúsundir Hafnfirðinga væru í lífshættu ef Alcan-klórgas læki út í andrúmsloftið. Klór- gas væri notað í eitur- efnahernaði og hættu- legra en blásýra. Þetta væri auðvitað grafalvarlegt mál ef satt væri. Ætla mætti að sérfræðingar væru kallaðir til, eftirlitsstofnanir mættu á svæðið, álverinu lokað. Fréttamaðurinn væri – ef allt væri satt og rétt – með skúbb ald- arinnar. En var svo, voru sérfræð- ingar kallaðir til og eftirlitsmenn við hliðin? Aldeilis ekki. Frétta- maðurinn bara fullyrti, bullaði vit- leysuna, engin rök. Það var búin til martröð. Látum helv… neita því. Auðvitað hefur ekkert heyrst frekar af lífshættu Hafnfirðinga sem eru fórnarlamb fimbulfambs fjölmiðla. Er þetta lýðræðið sem við viljum? Lýðræðið sem Matt- hías Johannessen ritstjóri kallar Hafnarfjarðarbrandara. Ritstjóri Fjarðarpóstsins kveður Hafnfirðingum nú líða eins og eftir framhjáhald. Það var spennandi en nagandi og skemmandi eftir á. Þeir hafa rakkað niður bæinn sinn og varpað óvissu um stærsta fyr- irtækið þar sem 400 verka- og iðn- aðarmenn vinna en þykir ekki nógu fínt í 101 Reykjavík. Um daginn var iðnaðarhúsnæði auglýst til sölu í Hafnarfirði og Garðabæ, alveg eins reist af sama verktaka. Það kostaði 21,9 milljónir í Hafn- arfirði en 25,9 milljónir í Garðabæ. Það skeikar tæpum 20%. Húsnæði í Vallarhverfi hefur verið talað svo svakalega niður að íbúðir seljast undir fasteignaverði eins og í erf- iðleikaplássum úti á landi. Árið 1994 var sérbýli í Hafnarfirði dýr- ara en í Kópavogi. Þetta hefur al- gerlega snúist við. Miðað við íbúa Kópavogs hafa Hafnfirðingar „misst af“ á þriðja tug milljarða í húsnæðissprengjunni á rúmum áratug. Bæjarsjóður á í vaxandi fjárhagsvanda. Er Nixon orðinn frétta- stjóri á Íslandi? Hallur Hallsson skrifar um Alcan og fjölmiðlana » Ljósvíkingareru í herför. Meginþemað er að láta helv … neita því í anda Nixons fyrrum Bandaríkja- forseta. Hallur Hallsson Höfundur er söguritari Ísal og framkvæmdastjóri. FLESTIR vita að fíkniefna- vandamálin eru meðal erfiðari mála sem þjóðin þarf að kljást við og blöðin birta með jöfnu millibili upplýsingar um vaxandi vanda á þessu sviði. Fíkniefnavandinn er sá málaflokkur sem margir telja með þeim erfiðustu að fást við innan heil- brigðisgeirans og þarafleiðandi afar áríðandi að notast sé við þau bestu með- ferðarúrræði sem völ er á – um það held ég að flestir geti ver- ið sammála. Það er staðreynd að áfeng- isfíkn og ýmsir aðrir fíkn- isjúkdómar – td. átröskun – eru afleiðing af trufluðu eða sjúklegu líkamsástandi – afbrigðilegri efnaúrvinnslu innan líkamans. Skilningur á þessu er skilyrði þess að hægt sé að finna leiðrétt- ingu – lækningu sem skili raun- verulegum árangri á sviði fíknar og ávanabindingar – ekki aðeins tímabundið heldur varanlega. Enn skortir nokkuð á þennan skilning hjá meðferðaraðilum á Íslandi enda þótt viðurkennt sé að ávanabinding fíknar sé sjúk- legt ástand. En þekkingin vex á þessu sviði sem öðrum varðandi orsakir sjúkdóma og meðferð þeirra. Það er óhjákvæmilegt fyrir þá sem vilja ná árangri hvað varðar meðferð og lækn- ingu fíknisjúkdóma, að fylgjast með og tileinka sér nýja þekk- ingu á þessu sviði. Í Bandaríkj- unum – Minneapolis – er stofn- unin Health Recovery Center – þar sem í mörg ár hefur verið unnið að rannsóknum á sjúk- dómsafleiðingum áfengisfíknar og fleiri tegunda ávana- bindandi fíknar. Þar hafa margar merki- legar uppgötvanir verið gerðar sem varpa nýju ljósi á gagnvirk áhrif áfeng- is – og fíkniefna- neyslu á ýmis efna- ferli líkamans. Rannsóknirnar sýna fram á hvernig hægt er að lagfæra þær líkamlegu og and- legu skemmdir sem fíkniefnin valda. Útkoman er sláandi en niðurstöðurnar og eftirfylgnin með sjúklingum sýnir frábæran árangur – jafnvel svo að mörgum finnst ótrúlegt þar sem árang- urinn er margfaldur samanborið við þann árangur sem núverandi meðferðarúrræði hér á landi sýna. Þessi meðferðarúrræði hafa verið kynnt fyrir Samfylkingunni sem hefur sýnt þessu máli áhuga. Í ráði er að koma á fót meðferðarstöð hér á landi þar sem þessi nýju meðferðarúrræði verða notuð til lækninga á sviði áfengis- og fíkniefnasjúkdóma. Samfylkingin vill ryðja braut nýrri þekkingu varðandi árang- ursríkari meðferðarúrræði á Ís- landi en tíðkast hafa og sem þar að auki kosta aðeins hluta þess fjármagns sem nú er talið að þurfi til áfengis- og fíkniefna- meðferðar. Við teljum einnig ráðlegt að sú stofnun verði staðsett á Ak- ureyri. Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að koma slíkri meðferðarstofnun á fót og telur það eðlilegt framlag þeirrar vel- ferðarstefnu sem hún byggir á. Að endingu vil ég benda á að innan skamms verður hægt að nálgast þýðingu á bók þar sem ofannefndum meðferðarúrræðum er lýst en í bókinni koma fram upplýsingar varðandi þessa teg- und áfengismeðferðar og það ferli sem skapast við ofneyslu áfengis og ávanabindandi efna. Áfengis- og fíkniefnavandinn – hvað vill Samfylkingin? Esther Vagnsdóttir skrifar um ný meðferðarúrræði í áfengis- og fíkniefnamálum Esther Vagnsdóttir » Til að ná árangri viðmeðferð og lækn- ingu fíknisjúkdóma er nauðsynlegt að fylgjast með og tileinka sér nýja þekkingu á þessu sviði heilbrigðismála. Höfundur er kennari á Akureyri. Fréttir í tölvupósti Borgaðu fyrir fólksbíl. Fáðu jeppling. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðsmenn um land allt Akureyri 464-7940 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 *Á meðan birgðir endast. Verð frá2.590.000,- Subaru Forester með 2.0 lítra vél og 158 hestöflum. 200.000 KR. KAUPAUKI Vindskeið, heilsársdekk og 16” álfelgur.*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.