Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bragi Sigurðs-son fæddist í
Ráðagerði á Sel-
tjarnarnesi hinn 25.
nóvember 1921.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Þingeyinga 22. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Sigurður
Eyjólfsson, f. 12.12.
1892, d. 22.7. 1981,
og Þorbjörg Vigfús-
dóttir, f. 8.10. 1883,
d. 4.3. 1933. Bragi
átti fimm bræður, Berg Vigfús, f.
1916, d. 1993; Eyjólf, f. 1919, d.
1998; Einar, f. 1920; Baldur, f.
1923, d. 2000; Skúla, f. 1924, d.
1926, og tvo hálfbræður, Sigþór,
f. 1938 og Gylfa, f. 1940, sem Sig-
urður átti með seinni konu sinni
Maríu Þórðardóttur.
Bragi kvæntist 3.1. 1953
Magneu Einarsdóttur frá Klöpp í
Sandgerði, f. 4.11. 1932, d. 26.11.
2003. Börn þeirra eru: 1) Þor-
björg, f. 23.4. 1954, gift Jóni Sig-
urðssyni frá Garði í Kelduhverfi.
Börn þeirra eru Brynja Dögg, f.
1983, Bragi, f. 1985, Sigurður, f.
1989, og Sandra Rún, f. 1995. 2)
Hlynur, f. 15.4. 1967, kvæntur
Sigurfljóð Svein-
björnsdóttur frá
Mýrarkoti á Tjör-
nesi. Börn þeirra
eru Magnea Dröfn,
f. 1988, Friðbjörn
Bragi, f. 1991, og
Unnar Þór, f. 2000.
3) Helga Þyri, f. 4.8.
1968, gift Þórði
Helgasyni frá
Grænavatni í Mý-
vatnssveit. Börn
þeirra eru Bjarki, f.
1990, Freyr, f. 1991,
Sólveig María, f.
1996 og Ari, f. 1997.
Bragi ólst upp hjá foreldrum
sínum á Fálkagötunni í Reykjavík
fyrstu æviárin. Hann lauk vél-
stjórnarprófi og var vélstjóri til
sjós fram á sjötta áratuginn, en þá
kom hann í land og starfaði við
vélgæslu í fiskvinnsluhúsum í
Sandgerði. Árið 1985 fluttu þau
hjónin norður í Kelduhverfi í
Norður-Þingeyjarsýslu þar sem
þau voru með veitinga- og hótel-
rekstur í Skúlagarði ásamt því
sem Bragi stundaði loðdýrarækt
og var með nokkrar kindur.
Útför Braga verður gerð frá
Garðskirkju í Kelduhverfi í dag
og hefst athöfnin klukkan 16.
Þegar við kveðjum Braga hinstu
kveðju er margs að sakna og margt
að þakka fyrir því nú er genginn á
braut einstakur og traustur öðlingur
sem naut virðingar yngri sem eldri.
Það segir mikið um Braga hvernig
börn hændust að honum. Það var
alltaf gaman þegar hann kom í heim-
sókn, hann hafði tíma og áhuga á
börnum og mildi hans, alúð, kímni og
góðlátleg stríðni hreif okkur öll.
Fullorðnir nutu góðvildar hans
einnig. Ófáar stundirnar sinnti hann
afa og ömmu í Klöpp, spjallaði við
þau, smíðaði og lagaði. Maður gat
alltaf komið með bílinn sinn til hans
þegar eitthvað var í ólagi. Hlýlegt
viðmót hans bauð útlenska, mállausa
konu velkomna betur en nokkur orð
gátu gert. Þolinmæði hans var ein-
stök. Þegar óvitaskapur smádrengs
bitnaði á honum haggaðist hann
ekki. Hvort sem hann var læstur inni
á kamri og þurfti að klifra upp og út
úr honum eða þegar hann kom að
reiðhjólinu sínu vindlausu þá var
ekkert verið að skammast eða æsa
sig, hnokkanum mætti aðeins skiln-
ingur og fyrirgefning, jafnvel bros út
í annað.
Kynnin af Braga hafa auðgað líf
okkar og þakklæti er okkur efst í
huga. Við sendum Þorbjörgu, Hlyni,
Helgu Þyri, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum ástvinum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Einar Valgeir og
Karen Elizabeth.
Bragi Sigurðsson
✝ Jón VilhelmÁkason fæddist
á Djúpavogi 4.
mars 1917. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 16. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Áki Kristjánsson, f.
á Brekku á Djúpa-
vogi í S-Múl. 2. júlí
1890, d. 1. septem-
ber 1982 og Áslaug
Jónsdóttir, f. á Bæ í
Bæjarhreppi 22.
maí 1897, d. 3. júní
1966. Systkini Jóns Vilhelms voru
Rögnvaldur, f. 1914, d. 1946, Jó-
hanna Helga, f. 1915, d. 1986,
Kristjana Þórey, f. 1919, d. 1992,
Ottó, f. 1921, d. 2005, Þorbjörg, f.
1922, d. 2000, Vilborg, f. 1925,
Guðrún Álfheiður, f. 1922, d.
2004, Pálína, f. 1930, Sigurrós
Ingileif, f. 1932, Sigmar Bjarni, f.
1933, Erlingur, f. 1935, d. 1971,
Fjóla, f. 1940 og Hlífar, f. 1941.
Jón Vilhelm kvæntist 12. des-
ember 1942 Höllu Jónsdóttur frá
Hlíðarenda á Djúpavogi, f. 8. maí
1921. Foreldrar hennar voru Jón
Sigurðsson, f. 1896, d. 1975 og
Ragnhildur Antoníusdóttir, f.
1901, d. 1977. Jón Vilhelm og
Halla eignuðust sjö börn, þau
eru: 1) Hanna, f. 6.1. 1942, d.
31.5. 1942. 2) Hanna, f. 7.7. 1943,
gift Ingólfi Hrólfssyni, börn
þeirra eru a) Hrólfur, f. 1973, í
sambúð með Kristínu B. Viðars-
Þórólfi Guðmundssyni, dætur
þeirra eru Bryndís Rún og Birna
Rún. c) Hrefna Rún, f. 1981, í
sambúð með Hlina Baldurssyni,
sonur þeirra er Kristófer Áki. d)
Jón Vilhelm, f. 1986, unnusta
Berglind Ó. Pétursdóttir, 6)
Jóhann, f. 31.3. 1950, kvæntur
Sigríði Jónsdóttur, dætur þeirra
eru a) Þorbjörg, f. 1976, í sambúð
með Vali Traustasyni, börn
þeirra eru Jóhanna Júlía og
Hjalti. b) Rannveig, f. 1980, í
sambúð með Finni R. Jóhannes-
syni, synir þeirra eru Jóhann
Gunnar og óskírður. 7) Áslaug
Ragna, f. 28.8. 1951, d. 3.8. 1986,
var gift Guðmundi Smára Guð-
mundssyni, synir þeirra eru a)
Hafþór, f. 1973, d. 1989 og b)
Jökull, f. 1978, í sambúð með Kol-
brúnu H. Matthíasdóttur, börn
þeirra eru Ásþór Ísak og Hrafn-
hildur.
Jón Vilhelm var verkstjóri í
frystihúsinu á Djúpavogi fram til
ársins 1959 en þá fluttist fjöl-
skyldan búferlum til Akraness.
Þar hóf hann störf hjá Fiskiver
hf. og síðar hjá hjá Þórði Óskars-
syni. Hann var síðast yfirfiski-
matsmaður Vesturlands, eða þar
til hann lét af störfum. Jón Vil-
helm var mikill áhugamaður um
tónlist og söng hann með Kirkju-
kór Akraness í 40 ár. Einnig var
hann félagi í Rótarýklúbb Akra-
ness. Jón Vilhelm og Halla
bjuggu lengst af á Krókatúni 20
en fluttu árið 2005 að Dvalar-
heimilinu Höfða á Akranesi.
Útför Jóns Vilhelms verður
gerð frá Akraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
dóttur, börn Hrólfs
úr fyrra sambandi
eru Aldís Rós og
Auðun Ingi, og b)
Silja, f. 1975. 3)
Alda, f. 7.7. 1943,
gift Eyþóri Guð-
mundssyni, börn
þeirra eru, a) Halla,
f. 1965, gift Gunnari
Brynjólfssyni, dóttir
þeirra Alda Kristín,
synir Höllu úr fyrra
sambandi eru Eyþór
Bjarni og Kristófer
Nökkvi, b) Guðný
Gréta, f. 1969, gift Hafliða Sæv-
arssyni, synir þeirra eru Bjart-
mar Þorri, Jóhann Atli og Berg-
sveinn Ás, c) Jón Magnús, f. 1979,
í sambúð með Kötlu B. Hauks-
dóttur, d) Hrafnhildur, f. 1980, í
sambúð með Kristjáni Björnssyni,
sonur þeirra er Þórir Freyr. 4)
Axel, f. 28.9. 1945, kvæntur Mar-
gréti Gísladóttur, börn þeirra eru
a) Jón Gunnar, f. 1966 kvæntur
Rannveigu B. Gylfadóttur, börn
þeirra eru Hrafn, Halla og Ari, b)
Guðrún Jóhanna, f. 1969, gift
Gústavi J. Daníelssyni, börn
þeirra eru Axel Ásþór, d. 1990,
Axel Birgir og Margeir Felix og
c) Eva Björk, f. 1981. 5) Áki, f.
19.5. 1948, kvæntur Bryndísi
Tryggvadóttur, börn þeirra eru
a) Margrét, f. 1973, gift Sigurði
Þ. Sigursteinssyni, synir þeirra
eru Arnór og Ingi Þór. b) Áslaug
Ragna, f. 1978, í sambúð með
Með þessum orðum viljum við
minnast þín, elsku afi, og þakka þér
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Við vorum einstaklega heppin að
fá að vera með þér allan þennan
tíma. Þú varst sérstaklega blíður og
góður og alltaf var gott að koma til
þín og ömmu í Krókatúnið og spjalla
um daginn og veginn.
Við gleymum seint öllum þeim bíl-
ferðum sem við systkinin nutum
góðs af hjá þér þar sem þú varst allt-
af boðinn og búinn til að skutla okk-
ur hingað og þangað, takk fyrir það.
Þú og amma voruð einstaklega
samrýnd hjón og hugsuðu ávallt vel
um hvort annað, þið voruð dugleg að
ferðast og áttuð hjólhýsi sem við
systkinin munum svo vel eftir. Þeg-
ar þið voruð að undirbúa eitthvert
ferðalagið fengum við að leika okkur
í hjólhýsinu sem okkur fannst meiri-
háttar gaman. Á seinni árum ykkar
voruð þið dugleg að fara til Kanarí
og dvelja þar í nokkrar vikur, alltaf
var jafn gott að fá ykkur heim aftur.
Þar sem við sitjum og hugsum til
þín kemur upp í huga okkar hversu
vandvirkur þú varst í einu og öllu.
Þegar við hittumst á Krókó á að-
fangadagskvöld og opnuðum gjaf-
irnar frá ykkur ömmu og þið ykkar
gjafir, þá er okkur minnisstætt
hversu góðan tíma þú tókst þér í að
opna þær. Einnig gastu dundað þér í
bílskúrnum þínum, flokkað og púss-
að skrúfur. Þú eyddir ófáum tímum í
að brytja ofan í fuglana, þeir áttu
svo sannarlega góðan vin þar. Gisti-
næturnar voru ófáar og gátum við
valið hvort við svæfum inni hjá ykk-
ur ömmu, í stofunni eða í vinnuher-
berginu þínu.
Þú og amma pössuðuð vel upp á
að halda fjölskyldunni saman með
því að bjóða til kleinukaffis á hverj-
um laugardegi þar sem amma stóð
við kleinupottinn, heimsins bestur
kleinur – takk fyrir þær. Síðastlið-
inn febrúar þegar við frændsystk-
inin hittumst áttum við frábærar
stundir með ykkur ömmu þar sem
við sungum og skemmtum okkur
saman, en þar varst þú á heimavelli
enda söngmaður mikill.
Takk fyrir allt, afi okkar. Þín
verður sárt saknað og minning þín
lifir í hjarta okkar.
Margrét, Áslaug Ragna,
Hrefna Rún og Jón Vilhelm
Ákabörn.
Ég hef verið svo heppinn að fá að
kynnast öllum mínum öfum og
ömmum og nokkrum langöfum og
langömmum. Þetta var fólk sem
steig stóra skrefið úr handverki
gamla tímans yfir í tækniheim nú-
tímans. Afi var fæddur í litla þorp-
inu Djúpavogi austur á fjörðum og
alinn upp af bræðrunum á Strýtu.
Hann gerði því eitt og annað með
gamla laginu og miðlaði sumu til
okkar sem yngri vorum. Hann var
afskaplega vandvirkur og snyrtileg-
ur og kenndi okkur að flana ekki að
neinu. Hann tók alltaf tíma í að und-
irbúa sig vel áður en hann hófst
handa við eitthvert verk, enda var
mun þægilegra og fljótlegra að
vinna verkið ef allt var í röð og reglu
og vinnuaðstæður góðar. Hann salt-
aði kjöt sitt, tók upp rófur og kart-
öflur og geymdi í sérstakri niður-
grafinni geymslu. Hann kenndi mér
að svíða hausa og verka þá svo að
sómi var að. Þá var ég með honum í
að reyta fugl og svíða. Þessum verk-
um fylgdu oft sögur; til að mynda
um álftina sem Álfheiður, systir
hans, hafði soðið í fjórtán tíma en
kom engu að síður ólseig upp úr
pottinum. Afi var lengi matsmaður
en einnig mikill matmaður og var
aðdáunarvert að sjá hversu natinn
hann var við að taka matinn til á
diskinn og gera hann einstaklega
lystilegan. Skemmtilegar voru ár-
legar ferðir okkar til að selja merki
og blað SÍBS í sveitunum sunnan
Skarðsheiðar. Afi hafði ungur fengið
berkla og studdi því SÍBS. Höfðum
við gaman af því að spjalla um fólkið
á hverjum bæ og giska á hvað það
myndi kaupa af okkur.
Fallega minningu á ég um afa þar
sem hann kemur röltandi niður Kró-
katúnið um miðnætti á aðfangadags-
kvöld (með fína hattinn) eftir að hafa
sungið við aftansöng. Hann söng
tenór í kirkjukórnum lengi. Ein
besta gjöfin sem hann gaf mér var
að kosta mig í tónlistarskóla þegar
ég var yngri, ég kom þá oft niður
eftir til afa og ömmu til að æfa mig á
fótstigna orgelið sem hann átti. Síð-
ustu árin hef ég verið að syngja með
kirkjukórnum og má því segja að ég
vermi sess hans þar.
Afi og amma voru mjög samrýnd.
Þegar við stungum inn nefinu var
okkur tekið fagnandi og alltaf var
meira en velkomið að leyfa börnun-
um að vera. Þau fluttust til Akra-
ness 1959, til að börnin ættu kost á
að mennta sig. Þau fóru samt reglu-
lega austur og ég man eftir að hafa
verið með þeim í kirkjugarðinum við
Djúpavog þar sem þau voru að hlúa
að leiði barnanna 3 sem þau misstu
sem kornabörn. Erfiðasti missirinn
sem þau urðu fyrir var þó vafalaust
þegar Áslaug, dóttir þeirra, dó
skyndilega 35 ára gömul.
Afi fylgdist vel með fréttum og sat
löngum við skrifborðið sitt við lestur
og skriftir. Hann var vel máli farinn
og hafði snotra rithönd. Eftir að
hann hvarf af vinnumarkaði var
hann mikið í bílskúrnum þar sem
hann sýslaði við ýmsa hluti. Þetta
gerði hann til að halda sér við lík-
amlega og andlega. En gjafir jarðar
eru forgengilegar og eins er með
skrokkinn okkar. Við barnabörnin,
ásamt mökum, áttum góða stund
með afa og ömmu fyrr á þessu ári;
það er gott að eiga minninguna um
hana.
Ég á mér þá ósk að lokum að afi
minn hvíli í friði. Guð geymi hann og
styrki ömmu í sorginni.
Jón Gunnar Axelsson.
Jón Vilhelm Ákason
✝
Móðir okkar,
FANNEY INGA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sléttuvegi 17,
Reykjavík,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Björn Sigurbjörnsson,
Guðrún Sigurbjörnsdóttir.
✝
Ættmóðir okkar,
BRYNHILDUR JÓNASDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki,
áður til heimilis á Hólavegi 3,
lést miðvikudaginn 18. apríl.
Útför hennar var gerð í kyrrþey þriðjudaginn
24. apríl, að ósk hinnar látnu.
Hólmfríður Friðriksdóttir, Jón Karlsson,
Hildur Bjarnadóttir, Bjarni Thors,
börn, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR,
Laugarásvegi 62,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
24. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Róslín Jóhannesdóttir,
Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Pálsson,
Þorvaldur Jóhannesson, Sonja Hilmars,
Anna Sigrún Auðunsdóttir,
Sigurbjörg Þorvaldsdóttir,
Jóhannes Páll Sigurðarson
og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR
frá Eskifirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
þriðjudaginn 24. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánudag-
inn 30. apríl kl. 14.00.
Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðmundur Þór Svavarsson,
Kristján Björnsson, Kristín Bogadóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Gísli Stefánsson,
Friðrika Björnsdóttir, Þorvaldur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.