Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 37 ✝ Ásgrímur G.Egilsson fædd- ist í Hlíðarhúsum í Snæfjallahreppi í N-Ísafjarðarsýslu 18. maí 1926. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund laug- ardaginn 21. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Egill Jónsson bóndi, f. 1887, d. 1958, og Guðrún Ingibjörg Þórð- ardóttir, f. 1886, d. 1964. Systk- ini Ásgríms eru Jón, f. 1913, d. 1990, Þórður Níels, f. 1916, d. 1998, Guðrún Borgars, f. 1920, d. 1988, Bjarni Halldór, f. 1924, Guðmundur Jóhann, f. 1927 og Ólafur Elías, f. 1931. Ásgrímur kvæntist 2. maí 1953 Jónheiði Guðjónsdóttur, f. 2. feb. 1926, dóttur Guðjóns Jónssonar gullsm. og Þuríðar Guðmundsdóttur. Ásgrímur og Jónheiður eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Steinar, f. 1954, hann á fimm börn, þau heita Gunnar Krist- inn, Ari Þorgeir, Eirný Dögg, Sara Lind, og Heiða. 2) Egill, f. 1955, hann á fimm börn, þau heita Heiða Björk, Ebba, Agla, Dóra Sif og Ásgrímur Gunnar. 3) Jón Þór, f. 1957, hann á einn son, Alfreð. 4) Guð- jóna, f. 1958, hún á tvö börn, þau heita Sigurður Örn og Steinunn. 5) Ólafur, f. 1967, hann á tvö börn, þau heita Ása Rakel og Steinar. Sonur Ás- gríms úr fyrra sambandi er Ari Gunnar, f. 1948, hann á tvö börn, þau heita Jón Fannar og Sólrún. Ásgrímur stundaði nám í pípu- lögnum í Reykjavík 1952–1956 og starfaði lengst af ævi sinnar sem pípulagningarmeistari. Útför Ásgríms verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku afi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Það rifjast upp margar skemmtilegar minningar um þig. Ég man aldrei öðuruvísi eftir þér en brosandi eða skellihlæjandi enda brostir þú til mín í síðasta skiptið sem ég sá þig. Ég hef svo margt að segja en á erfitt með að koma orðum að því, en þeir sem þekktu þig elskuðu þig, góðmennsku þína og léttleika. Ég var ekki gömul þegar þú fórst að taka mig með þér í sund á sunnudögum með Sigurði bróður mínum og eftir sundið fórum við svo alltaf í mat til ömmu og borð- uðum góðan mat. Ég leit alltaf upp til þín og ætlaði að borða það mikið að ég fengi eins stóra bumbu og þú. Í Krummahólunum man ég alltaf eftir þér við eldhúsborðið að leggja kapal eða að leysa kross- gátur. Við spiluðum oft saman Ol- sen Olsen og leyfðir þú mér alltaf að vinna með bros á vör. Það er gott að hafa fengið að kveðja þig og er ég þakklát að hafa átt þig sem afa. Ég elska þig og mun ávallt hugsa fallega til þín. Guð blessi minningu þína. Steinunn Magnadóttir. Þó svo ég hafi verið búinn að kveðja hann afa minn daginn áður en kallið barst þá gat ég ekki verið viðbúinn. Minningarnar hrúguðust yfir mig og ég táraðist. Afi var eins og klipptur út úr ævintýri, nema bara betri. Barngóður, þolinmóður, kátur, stríðinn, með vasaklút í vas- anum og axlabönd yfir bumbuna. Einmitt eins og afar eiga að vera. Á hverjum sunnudegi, frá því ég man eftir mér, tók hann mig með í sundlaug Loftleiða. Dæmigerður sunnudagur byrjaði á því að ég var vakinn af mömmu og sagt að afi biði eftir mér fyrir utan húsið. Ég vissi aldrei hversu lengi hann var búinn að bíða. Við keyrðum á Loft- leiðir og hituðum okkur upp í heita pottinum áður en við fórum í kapp yfir laugina. Stundum þóttist hann ekki vera byrjaður þegar ég tók fram úr honum en ég vissi að hann væri bara að stríða mér. Svo fórum við í gufu með hinum köllunum og eftir það fór hann í sturtu, klæddi sig og spjallaði dágóða stund við Jóa sundlaugarvörð, allt meðan ég kláraði sturtuna í rólegheitunum. Eftir sund var svo haldið í bakarí og náði ég oftast að plata út úr honum kókóskúlu jafnvel þó að við vissum báðir að amma biði eftir okkur með gómsætan hrygg eða kótilettur. Þetta gerði hann fyrir mig á hverjum sunnudegi. Þótt heilsan hafi hrjáð hann seinustu árin þá kvartaði hann aldrei og var alltaf jafn glaður að sjá okkur þegar við heimsóttum hann. Hann var frábær afi og ég mun aldrei gleyma honum. Sigurður Örn Magnason. Þegar Morgunblaðið barst mér inn um bréfalúguna sl. miðvikudag las ég að vinur minn og raunar fjölskyldunnar allrar, Ásgrímur Egilsson pípulagningameistari, var látinn. Dánarfregn kemur manni ævinlega í opna skjöldu þó að ég vissi raunar að hann hafði um nokkurra ára skeið barist við veik- indi á elliheimilinu Grund. Þar naut hann alla tíð góðrar aðhlynn- ingar lækna, hjúkrunarfólks og annars starfsfólks. Vinir hans þakka þessu fólki frábæra umönn- um og alúð. Við Ásgrímur unnum saman um áratugaskeið við óteljandi bygg- ingar. Aldrei þurfti að efast um Ásgrím. Skriffinnska var með öllu óþörf þar sem hann kom að mál- um. Öll hans verk voru unnin af mikilli vandvirkni og samvisku- semi. Allt var vel af hendi leyst og á betra varð ekki kosið. Hann var glaðlyndur og hress, léttur og skemmtilegur félagi, sem féll vel inn í kátan, knáan og sam- hentan vinnuhóp ýmissa fagmanna. Gleði starfsins var honum eðlislæg. Það jók líka á ánægju okkar að hann tók drengina sína alltaf með sér til aðstoðar og gaman var að sjá hvernig hann hvatti þá til góðra verka og ekki síst hversu þeir lifðu sig inn í störf föðurins. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir nutu þessa samstarfs og sann- arlega góð fyrirmynd. Að leiðarlokum viljum við hjónin fyrir okkar hönd og barna þakka góð kynni og ánægjustundir. Ás- grími biðjum við allrar blessunar í fyrirheitna landinu. Við varðveitum minninguna um góðan dreng og biðjum konu hans og börnum, barnabörnum og öllum aðstandendum blessunar og styrks. Við vottum ykkur innilega samúð. Nú kveðjum við þig, kæri Ás- grímur, með þökk fyrir samfylgd- ina. Guð blessi þig. Margrét, Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum og börn. Ásgrímur G. Egilssonað venja sig af því af því að líta uppí íbúðina hennar ömmu í Sóltúninu þegar við fjölskyldan eigum leið til mömmu og pabba. Það veitti ömmu án efa mikinn stuðning og öryggi að hafa mömmu og pabba í næsta húsi og fyrir vikið vorum við systkinin og fjölskyldur okkar svo lánsöm að eiga margar yndislegar stundir með ömmu og afa. Ef ég ætti að lýsa ömmu Dísu með einu orðu væri það án efa „fag- urkeri“. Hún hafði unun að falleg- um hlutum, hvort sem um er að ræða fatnað, skartgripi eða annars konar muni. Amma var einstaklega falleg kona innan sem utan og gekk ávallt með reisn. Hún fór ekki út úr húsi nema að vera búin að taka sig til, setja á sig slæðu og fallega yf- irhöfn. Þegar sjónin fór að versna með árunum var gott að eiga ömmustelpu sem kom í heimsókn og plokkaði augabrúnirnar og setti jafnvel smáfarða á andlitið ef tilefni var til. Ég hafði mjög gaman af því að fara eitthvað út með ömmu því allt- af rakst hún á einhvern sem hún kannaðist við eða þekkti og varð hún þá að spjalla um daginn og veg- inn og jafnvel rifja upp gamla tím- ann. Alltaf undraði ég mig á því hversu marga hún þekkti en ástæð- an var auðvitað sú að hún hafði svo mikla útgeislun og góða framkomu að fólk heillaðist að henni við fyrstu kynni. Heimili ömmu hefur alltaf verið með eindæmum snyrtilegt og þar af leiðandi var röð og regla á öllu. Það þurfti ekki mikinn tíma í að leita að einhverju því ekkert týndist hjá henni, hún vissi hvar allt var. Hún var líka meistari í eldhúsinu, enginn gerir eins góðar pönnukökur og amma gerði og svo ekki sé minnst á steikta fiskinn og svo mætti lengi telja. Í dag er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Það verður erfitt að sætta sig við að eiga ekki fleiri stundir með þér en ég er afar þakk- lát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu öll þessi ár og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Elsku afi minn, mamma og pabbi og aðrir að- standendur, missir okkar allra er mikill en við skulum varðveita minningar okkar vel um ömmu Dísu. Ég kveð þig með söknuði, blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Þín Rakel. Með örfáum orðum vil ég minn- ast Ásdísar Þorgilsdóttur, móður- systur minnar, og kveðja hana. Ásdísarnafnið er mjög gamalt nafn í ætt Þorgils afa. Ásdís var yngst systranna frá Þórshamri í Sandgerði en öll voru systkinin há- vaxin og suðræn í útliti, systurnar mjög myndarlegar, dökkhærðar og flestar brúneygðar – hver annarri betri. Ég rifja upp löngu liðna tíð þegar Ásdís og Guðjón bjuggu með börn- um sínum ásamt Unni, móðurömmu minni, á Túngötu 3 í Sandgerði. Fastur liður í öllum ferðum fjöl- skyldu minnar frá Reykjavík til Suðurnesja var að koma við á Tún- götu 3. Gestrisni og viðmót fjöl- skyldunnar þar verða mér alltaf ógleymanleg. Glaðlyndi, hjarta- hlýja, dugnaður, skörungsskapur og ánægja af félagsskap annarra einkenndu Ásdísi alla tíð. Um- hyggja hennar fyrir systkinabörn- unum frá Þórshamri brást aldrei. Á unglingsárum mínum þegar við Óskar sonur hennar vorum saman eitt sumar í sveit hjá föðurfólki mínu í Ystakoti í Vestur-Landeyj- um kynntist ég Ásdísi enn betur. Óskar var svo þrjú sumur þar til viðbótar. Við Óskar nutum okkar vel í Ystakoti. Ásdís og Guðjón launuðu heimilinu í Ystakoti vel sumardvöl sonarins. Ásdís varð aldrei gömul þrátt fyrir að aldur hennar væri orðinn 80 ár. Hún hélt öllum sálarkröftum óskertum og fas hennar var eins og hún væri aðeins um sextugt. Ég er þakklátur Ásdísi fyrir sam- fylgdina. Guð blessi minningu Ás- dísar Þorgilsdóttur. Þorgils Jónasson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS H. PÉTURSSON, Hjallavegi 2, Ísafirði, sem andaðist laugardaginn 21. apríl, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Elín Valgeirsdóttir, Guðmunda Ó. Jónasdóttir, Aðalsteinn Kristjánsson, Pétur Þ. Jónasson, Kolbrún Halldórsdóttir, Ingibjörg M. Jónasdóttir, Arnar Kristinsson, Valgeir Jónasson, Elínborg Bjarnadóttir, Baldur Þ. Jónasson, Halldóra Kristinsdóttir, Jóhann Jónasson, Sonja Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru GUÐRÚNAR STEINUNNAR GUNNARSDÓTTUR, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki hjarta- deildar 14G á Landspítala við Hringbraut fyrir góða og hlýlega umönnun og veittan stuðning. Gunnar Örn Pétursson, Karen Níelsdóttir, Birgir Pétursson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Sveinn Skúlason, Guðrún Pétursdóttir, Sigurgeir Benediktsson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, VALBORGAR V. EMILSDÓTTUR frá Dröngum, síðar Borgarholtsbraut 27, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á deild 3, Sunnuhlíð, fyrir frábæra umönnun og hlýju henni sýnda. Ólafur Kr. Guðmundsson, Herdís Jónsdóttir, Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Jón H. Sigurðsson, Unnsteinn Guðmundsson, Hildigerður Skaftadóttir, Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir, Kári Þórðarson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GESTS Á. FRÍMANNSSONAR frá Austara-Hóli, Fljótum, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglu- fjarðar og starfsfólks Skálarhlíðar fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur. Símon Ingi Gestsson, Heiðrún G. Alfreðsdóttir, Elín Anna Gestsdóttir, Guðmundur J. Skarphéðinsson, Þórhallur Jón Gestsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar, AXEL GUÐMUNDSSON, Kleppsvegi 6, Reykjavík, lést þriðjudaginn 24. apríl. Rannveig Jónsdóttir, Páll Guðmundsson, Líney Guðmundsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.