Morgunblaðið - 27.04.2007, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Daði Halldórs-
son fæddist á
Akranesi, 3. ágúst
1959. Hann lést 19.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Bára Daníelsdóttir,
f. 18. febrúar 1935 á
Akranesi, d. 26.
ágúst 1975, og Hall-
dór Karlsson, f. 22.
desember 1932 á
Bassastöðum í
Strandasýslu.
Systkini Daða
eru: a) Dröfn, f. 19.
apríl 1955. Fyrri maður hennar
var Sigurfinnur Guðmundsson, f.
12. september 1953, d. 7. júlí
1984. Þeirra synir eru þrír og
fjögur barnabörn. Seinni maður
hennar er Lárus Hannesson, f. 17.
október 1949. Þau eiga einn son.
b) Gauti, f. 23. júní 1967, kvæntur
Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 5. mars
1974. Þau eiga þrjú börn. c)
Barði, f. 8. janúar1973, kvæntur
Hólmfríði Kristjánsdóttur, f. 28.
apríl 1973. Þau eiga
þrjá syni.
Daði kvæntist 4.
apríl 1985 Krist-
rúnu Sigurbjörns-
dóttur, f. 14. nóv-
ember 1961.
Foreldrar hennar
eru eru Málfríður
Ögmundsdóttir og
Sigurbjörn Guð-
mundsson frá Vest-
mannaeyjum. Börn
Daða og Kristrúnar
eru: a) Bára, f. 5.
febrúar 1983, b)
Hjalti, f. 1. nóvember 1984 og c)
Leó, f. 12. október 1990.
Daði stundaði hrognkelsaveið-
ar með Karli afa sínum á vorin í
mörg ár, og síðar með Guðmundi
mági sínum. Hann vann hjá föður
sínum í Glerslípun Akraness um
tíma og starfaði hjá Landsbanka
Íslands á Akranesi frá árinu 1979.
Útför Daða fer fram frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Elsku pabbi.
Það er með mikilli sorg, trega og
söknuði sem ég kveð þig. Ég skil
ekki af hverju þú þurftir að fara. Þú,
þessi góði maður sem gafst svo mikið
af þér og varst svo góður við alla. Ég
get ekki með neinum orðum lýst
skilningsleysinu sem er í huga mín-
um á því af hverju þú varst tekinn frá
okkur.
Í öllu myrkrinu finn ég samt fyrir
miklu þakklæti. Þakklæti yfir öllu
því sem við áttum saman, gerðum
saman og því sem við vorum hvort
fyrir annað. Þakklát fyrir það að þú
hafir verið pabbi minn.
Ótal minningar koma upp í hug-
ann sem ég á eftir að geyma í hjarta
mínu alla ævi.
Ég minnist alls þess sem við fjöl-
skyldan gerðum saman. Þú varst svo
mikill fjölskyldumaður. Þú varst svo
góður pabbi, sá allra besti. Studdir
okkur börnin þín í hverju sem við
tókum okkur fyrir hendur. Alltaf
fylgdist þú með og reyndir að taka
þátt eins og þú best gast hverju
sinni.
Ég hugsa um allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman. Allt spjallið
og allan hláturinn. Kvöldmatur
hérna gat tekið upp í tvo tíma þar
sem við vorum öll svo mikið að
spjalla.
Það verður erfitt að geta ekki tek-
ið upp símann og hringt í þig og sagt
þér frá hinu og þessu eða spurt þig
hvað er best að gera eins og ég gerði
svo oft. „Hæ pabbi, ég ætlaði bara að
segja þér …“ var algeng byrjun og
mér fannst svo mikilvægt að segja
þér frá hlutunum í lífi mínu.
Við vorum bæði feðgin og vinir.
Álit þitt vó alltaf mikið í ákvörðunum
mínum. Þú sagðir mér aldrei hvað ég
ætti að gera heldur leiðbeindir mér.
Þegar ég gerði mistök, sem var þá
oftast ef ég fór ekki eftir þínum ráð-
um, sagðir þú aldrei né gafst í skyn
„ég sagði þér það“. Ég bara vissi að
þú vissir. Þér fannst ég oft svolítið
fiðrildi og hafðir gaman af en þurftir
þó oft að ná mér aðeins niður á jörð-
ina.
Ég er svo þakklát fyrir spjallið
sem við áttum fyrir stuttu. Þá sátum
við tvö og spjölluðum um svo margt
og m.a. um það sem er framundan í
lífi mínu langt fram eftir nóttu og þú
tókst þátt í hugleiðingum mínum um
hitt og þetta.
Elsku pabbi. Ég gæti skrifað
endalaust. Minningarnar geymi ég í
hjartanu og ég veit að þú átt eftir að
fylgja mér áfram í gegnum lífið.
Núna ertu hjá ömmu Báru, ömmu
Löllu og öllum ástvinum okkar hin-
um megin og ég veit að þau hugsa vel
um þig.
Ég bið þig um styrk góði guð til að
styrkja okkur fjölskyldu hans og ást-
vini á þessum erfiða tíma.
Elsku pabbi, takk fyrir allt!
Þín
Bára.
Ég kynntist Daða fyrir tæpum 3
árum síðan. Mín fyrstu kynni af hon-
um voru þegar ég var á leiðinni eitt
kvöldið í heimsókn til Hjalta. Ég
nánast hljóp Daða niður á leið út í
skúrinn í myrkrinu þar sem hann
stóð í þvottahúsdyrunum. Ég kreisti
uppúr mér vandræðalegt „Góða
kvöldið“, bara til að segja eitthvað.
Áttaði mig samt ekki alveg á því hver
stóð í dyrunum, ef ég hefði gert mér
grein fyrir því, hefði ég líklegast
hlaupið hinn hringinn í kringum hús-
ið til að þurfa ekki að heilsa, enda var
ég feimið lítið grey. Samt var það al-
gerlega ástæðulaus feimni enda var
Daði með eindæmum góður maður
og hafði góða nærveru. Hann var
mjög stríðinn, hann skammaðist
aldrei yfir hinum ýmsu mistökum
sem ég asnaðist til að gera eða
minntist á það á neinn hátt nema ef
hann gæti strítt mér góðlega með
því. Sem hann gerði reyndar tölu-
vert af, enda var okkur vel til vina.
Ég held hann hafi bara haft lúmskt
gaman af mistökum mínum sem gáfu
tilefni til stríðni og áminninga. Þessu
til sönnunar fannst Daða það fyndið
og minntist ósjaldan á það þegar ég
mætti í fyrsta skiptið í mat og sá að
kartöflurnar voru ekki flysjaðar fyr-
ir mig eins og ég, dekurdýrið, var
vön að fá. Ég reyndi með góðum vilja
að flysja sjálf og náði hýðinu af á
endanum ásamt meirihluta kartöfl-
unnar. Hann fylgdist samt með
framförum mínum, litlum framför-
um – en framförum þó, í þessari list
og stríddi mér auðvitað á því öðru
hverju. Um páskana fórum við fjöl-
skyldan saman í sumarbústað yfir
helgi. Það var mjög notaleg ferð,
spilað, spjallað, verið í pottinum og
hlustað á misskelfilegar draugasög-
ur Krissu í rafmagnsleysinu sem
kom á versta tíma. Þá hvarflaði ekki
að neinum að þetta væri með síðustu
stundum okkar saman. En góðar
stundir voru þær.
Ég tel mig vera virkilega heppna
að hafa fengið að kynnast þér, þó það
hafi verið í alltof stuttan tíma og þú
munt ávallt lifa í minningu minni,
enda gull af manni. Það er mikill
missir að þú sért farinn frá okkur og
við munum alltaf sakna þín en við
vitum að þú fylgist með okkur og
verndar.
Takk fyrir mig elsku Daði, allt
sem þú gafst mér, og allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Hvíl í friði.
Kveðja,
Elísa Guðrún.
Elsku hjartans Daði minn.
Hvers vegna þú? Þú sem áttir svo
mikið að lifa fyrir, varst hvers manns
hugljúfi, fallegur og svo óendanlega
góður bróðir.
En lífið er eins og ólesin bók, eng-
inn veit hvað gerist á næstu síðu, rétt
eins og við vitum ekki hvernig dag-
urinn endar og lífið virðist oft svo
óvægið og án allrar sanngirni.
Einhvers staðar las ég það að að-
eins væri til ein lífshamingja, það
væri að elska og vera elskaður.
Kristrún og börnin voru allavega þín
lífshamingja og þú varst þeirra. Vel-
ferð barnanna var númer eitt og þið
Kristrún einstaklega samhent.
Heimilið ykkar er alltaf öllum opið
og síðustu dagar hafa borið þess
merki hversu marga góða vini þið
eigið.
Söknuður minn er ólýsanlegur og
19. apríl verður aldrei aftur dagurinn
minn, heldur dagurinn okkar.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók
græðandi hendi að milda sorgarstund.
Ó, hve við eigum þér að þakka margt
þegar við reikum liðins tíma slóð.
Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart
blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð.
Okkur í hug er efst á hverri stund
ást þín til hvers, sem lífsins anda dró
hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund.
Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.
(Vigdís Runólfsdóttir)
Þín systir
Dröfn.
Þagni’ allar klukkur, slítið síma í sundur.
Útdeilið gómsætum beinum svo gelti’ enginn
hundur.
Slaghörpur hljóðni. Við tregandi trumbuslátt
berið út kistuna, syrgjendur safnist brátt.
Lát kveinandi flugvélar hnita hringi yfir
og krota á himin þá fregn: Hann ei lengur lifir.
Fannhvítar dúfur með sorgarbönd sveimi um
torg.
Lögreglumenn klæðist hönskum svörtum af
sorg.
Mér norðrið og suðrið, austrið og vestrið var
hann.
Hversdagsleik minn og hvíldardag með sér
bar hann.
Kvöld mitt og miðnætti, sögu mína og söng.
Trú mín að ást væri eilíf reyndist röng.
Burt með stjörnurnar, blik þeirra er illa þegið.
Pakkið þið tunglinu saman og sólinni fleygið.
Tæmið þið úthöfin, ymur skóganna þagni.
Því aldrei framar mun neitt verða að neinu
gagni.
(W.H. Auden,
þýð. Hjörleifur Hjartarson.)
Elsku Daði.
Þessir síðustu dagar hafa verið
hræðilegustu dagar ævi minnar.
Aldrei hef ég grátið jafn mikið og
rosalega á ég eftir að sakna þín og
þess að fá ekki að vera með þér.
Hvernig getur gerst að einhver sem
maður elskar svona mikið sé horfinn
svona fljótt? Á öllu öðru átti ég von
en þessu. Þú varst alltaf svo ljúfur og
traustur og hress, ég gat alltaf reitt
mig á þig ef ég þurfti á að halda. Það
var svo ótalmargt sem við gerðum
saman, þrátt fyrir þann aldursmun
sem á okkur var. Að þú skulir hafa
nennt að hafa mig, Stubbinn, eins og
þú kallaðir mig, með í allar þessar
veiðiferðir og ferðalög sem við fórum
í lýsir þér ágætlega. Þú varst svo
góðhjartaður, örlátur, gerðir aldrei
mannamun og tókst öllum sem jafn-
ingjum.
Síðustu árin spiluðum við svo ófáa
golfhringi saman og skemmtum okk-
ur konunglega. Fyrst æfðum við
okkur á ,,leynivellinum“ okkar uppi á
Þórisstöðum, og svo þegar okkur
fannst við vera orðnir nógu góðir
niðri á Leynisvelli. Elsku bróðir, að
ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur
hryggir mig alveg ólýsanlega. Að
eiga ekki eftir að sjá þig taka á móti
okkur brosandi og hlæjandi þegar
við komum í Furugrundina, að fá
ekki að sjá þig gantast og leika við
strákana mína sem þótti svo vænt
um þig.
Stoltið þitt var yndislega fjöl-
skyldan þín. Hún Krissa, sem er svo
ótrúlega lík þér, góðhjörtuð og ljúf,
og þið óluð saman upp falleg, dugleg
og blíð börn sem bera hróður ykkar
hvar sem þau koma.
Elsku Kristrún, Bára, Hjalti og
Leó, megi guð varðveita ykkur og
blessa og styrkja í þessari miklu
sorg.
Barði.
Margar leiðir
liggja um heim.
Einn er endir
á öllum þeim.
Þótt heiman fylgi þér
hópur fríður,
áfangann hinzta
einn þú ríður
því er mest
um þá þekking vert:
Allt hið þyngsta
er af einum gert.
(H. Hesse,
þýð. Magnús Ásgrímsson)
Í liðinni viku rann upp sumardag-
urinn fyrsti bjartur og fallegur dag-
ur sem boðaði sumarkomuna, og
gróðurinn tekur að lifna við eftir
vetrardvalann.
Að kvöldi þessa fyrsta sumardags
lést mjög skyndilega mágur okkar
og svili Daði Halldórsson. Engan gat
órað fyrir svo skyndilegu fráfalli
Daða sem var hvers manns hugljúfi í
leik og starfi. Daða vorum við sam-
ferða í uppvexti okkar á Akranesi og
var hann ávallt hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann sté niður fæti. Daði
var grallari í eðli sínu og sá alltaf
björtu hliðarnar í lífinu. Daði hóf
strax á unglingsaldri störf hjá
Landsbankanum á Akranesi þar sem
hann ávann sér fljótt virðingu og vin-
sældir starfsmanna og viðskiptavina
bankans sem aldrei bar skugga á.
Hans persónulega nærvera hafði
þannig alltaf góð og jákvæð áhrif á
viðmælendur hans í leik og starfi.
Daði var einstaklega glaðlyndur
og barngóður maður og frá honum
stafaði slík væntumþykja að börn
hændust auðveldlega að honum.
Hvergi leið börnunum okkar betur í
pössun en hjá Daða og Krissu sem
voru alltaf boðin og búin að gæta
barnanna okkar þegar svo bar við.
Fyrir það erum við ævinlega þakk-
lát.
Í sumarbyrjun ár hvert breyttist
Daði úr dagfarsprúðum fjölskyldu-
föður og bankamanni í sjósóknara
sem gerði út á grásleppuveiðar með
Guðmundi mági sínum en báðir elsk-
uðu þeir að komast í snertingu við líf-
ið og tilveruna með þessum hætti.
Sem fjölskyldufaðir varst þú Daði
fyrirmynd okkar, hvernig þú hafðir
alltaf nægan tíma fyrir fjölskylduna
og varst alltaf vakinn og sofinn yfir
velferð barnanna þinna, þú hafðir
alltaf tíma til að leiðbeina þeim og að
vera vinur þeirra og félagi á hverju
sem gekk. Þannig hefur þér tekist
gefa börnunum þínum bestu eigin-
leika þína til að takast á við lífið á já-
kvæðan og uppbyggilegan hátt sem
þau munu ætíð búa að og geyma í
hjarta sínu. Heimili Daða og Krissu
var öllum opið, alltaf höfðu þau næg-
an tíma fyrir hvert og eitt okkar og
er víst að svo verður áfram. Þó nær-
vera Daða verði með öðrum blæ þá
verður hann ávallt með okkur hér
eftir sem hingað til í huga okkar og
hjarta.
Við Þökkum þér Daði samfylgdina
með allri þeirri birtu og hlýju sem þú
gafst okkur, því gleymum við aldrei.
Góður Guð styrki Krissu og elsku-
leg börnin ykkar þau Báru, Hjalta og
Leó sem og ástvini þeirra, en við vit-
um að þú munt vaka yfir þeim öllum
hér eftir sem hingað til.
Elín, Sveinn Arnar,
Gerða, Ögmundur.
Maður, faðir, drengur.
Ég man fyrst eftir þér í skóla, allt-
af glettinn og til í glens og grín, tókst
lífinu ekki of alvarlega, fékk maður á
tilfinninguna, eða var það til að fela
hvernig þér virkilega leið? Þetta var
á okkar unglingsárum þegar
mamma þín dó frá ykkur systkinun-
um.
Síðar komstu inn í mína fjölskyldu
og mamma mín tók þér eins og syni
sínum.
Mér finnst í dag að hún og Krissa
systir hafi lýst þér leiðina áfram til
þess að rækta þína góðu eiginleika.
Ég man þegar fyrsta barnið ykkar
fæddist, hvílíkur sólargeisli, þú ljóm-
aðir eins og sólin, við ljómuðum öll.
Dóttirin skyldi heita Bára eins og
mamma þín hét, það var aldrei
spurning. Síðan fæddust drengirnir
ykkar Hjalti og Leó, þvílíkir sóma-
piltar. Þú varst þeim svo góður faðir
og vinur, og tókst svo mikinn þátt í
öllum þeirra leik og starfi.
Þú varst svo mikill barnakarl að
öll börnin okkar systkina löðuðust að
þér, þetta var þér svo eiginlegt. Ljúf-
ur og greiðvikinn, handlaginn,
bankastarfsmaður, sjómaður,
íþróttamaður og umfram allt góður
eiginmaður og faðir, þú gast allt.
Elsku Daði, fyrstur í vinnuna á
morgnana, búinn að taka bryggjur-
únt og tilbúinn í bankastörfin, þar
varstu stýrimaður, og sigldir skút-
unni orðalaust, alltaf glettinn og
hafðir góða nærveru. Þú gerðir aldr-
ei mannamun, allir voru jafnir fyrir
þér, þú þoldir ekki snobb og dauðir
hlutir skiptu þig ekki máli. Ég veit að
þín verður sárt saknað í öllum þínum
lífum, alls staðar þar sem þú gekkst
stráðir þú góðum fræjum, þú hafðir
þennan ljóma í kringum þig. Ljós
þitt lifir í börnum þínum og við höld-
um öll áfram. Minningin um þig lifir
með okkur, minning um ljúfan dreng
sem gaf allt sem hann átti og lifði til
fulls á líðandi stundu.
Elsku Krissa og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
María, Guðjón og Pétur Þór.
Íslensku vordagarnir eru oft fal-
legir. Þannig dagur var sumardag-
urinn fyrsti þetta árið. Sól ljómaði á
lofti og gaf fyrirheit um gott sumar.
En ský dró fyrir – ekki í eiginlegri
merkingu, því enn skein sól í heiði,
heldur í óeiginlegri merkingu í formi
símtals. Daði var kominn á sjúkra-
hús. Heit von og bæn um að allt yrði í
lagi var þögguð með öðru símtali
seinna um kvöldið.
Í ýmsum efnum fylgdumst við
hjónin og þau hjón Daði og Kristrún
að. Við hófum búskap á svipuðum
tíma, börnin okkar fæddust öll á
svipuðum tíma, fasteignakaup og
annað það sem fylgir ungu fólki að
hefja lífsgönguna saman. Við héldum
góðu sambandi þrátt fyrir að vera
búsett sitt í hvorum landsfjórðungn-
um. Heimsóknir og sameiginlegar
ættarútilegur voru fjölmargar og
m.a.s. gistum við hjá þeim á brúð-
kaupsnóttina þeirra. Eftir því sem
börnin eltust fækkaði heimsóknum í
bili en auðvitað héldum við að við
hefðum allan heimsins tíma. Margt
fer á annan veg en ætlað er. Síðast
hittum við Daða í fermingarveislunni
hennar Heiðrúnar Söru fyrir tæpum
mánuði. Hvern gat órað fyrir því að
þá værum við að kveðja hann í hinsta
sinn?
Með sorg í hjarta og heitum bæn-
um um að góður Guð styrki fjöl-
skylduna kveðjum við góðan vin.
Elsku Kristrún, Bára, Hjalti, Leó,
fjölskylda og aðrir aðstandendur –
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Valgerður og Halldór Páll.
Sumardaginn fyrsta bárust okkur
hörmuleg tíðindi þess efnis að Daði
vinur okkar væri dáinn. Þegar ungir
menn í blóma lífsins eru hrifnir á
þennan hátt í burtu frá ástvinum og
fjölskyldu er erfitt að skilja lífið.
Vinskapur okkar hófst fyrir alvöru
þegar Daði og Krissa fóru að vera
saman, eyddum við mörgum kvöld-
stundum saman við að spila, spjalla
og hafa gaman. Minnumst við þess
þegar Daði og Krissa fengu sitt
fyrsta hjónarúm sem þá var orðið
gamalt, hjónarúmið máluðu þau í
ókláraðri stofu hjá okkur á Reyni-
grundinni. Eftir að börnin okkar
komu í heiminn sást fljótt hve mikill
barnakarl Daði var, ávallt til í að
leika, spjalla eða hvað sem var til
þess að hafa ofan af fyrir þeim. Daði
var alltaf áhugasamur um hvað aðrir
voru að gera og fylgdist vel með. Í
gegnum tíðina höfum við farið í
nokkur skemmtileg ferðlög innan-
lands ásamt Daða, Krissu og börn-
unum, þær ferðir eru allar eftir-
minnilegar – þegar við fórum í
Húsafell með börnin lítil og svo þeg-
ar við fórum á Akureyri með ung-
lingana um verslunarmannahelgi.
Þrettándamatur er hefð sem hefur
fylgt fjölskyldum okkar í gegnum ár-
in en þá komum við saman, borðum
og eigum góða stund. Síðast var mat-
urinn hjá Daða og Krissu nú í janúar.
Enginn hefði getað hugsað sér þá að
við myndum ekki öll mæta aftur að
ári liðnu.
Daði var einstakur maður sem
naut þess að vera með fjölskyldu
sinni ofar öllu. Hann var áhugasam-
ur um allar íþróttir og hafði smitast
Daði Halldórsson