Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 45
OPINN fundur verður haldinn í
Félagsheimili Samtakanna ’78,
Laugavegi 3, á morgun, laug-
ardag, undir yfirskriftinni Vernd-
un mannréttinda. Á honum verð-
ur fjallað um réttindi
samkynhneigðra í ljósi bættrar
lagalegrar réttarstöðu hér á
landi, en kveikjan að honum er
áhyggjur af auknu ofbeldi í garð
samkynhneigðra og transgender
fólks sem orðið hefur vart við að
undanförnu, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fundurinn hefst kl. 13 og eru
allir velkomnir. Erindi flytja Þor-
valdur Kristinsson bókmenntarit-
stjóri, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir,
framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
Amnesty International, Arna
Schram, formaður Blaðamanna-
félags Íslands, Frosti Jónsson,
formaður Samtakanna ’78, og
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins. Að fram-
söguerindum loknum verða um-
ræður.
Mannréttindi
rædd á fundi
Samtakanna ’78
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 45
Krossgáta
Lárétt | 1 ræma, 8 mergð,
9 dáin, 10 kraftur, 11
ávinnur sér, 13 fyrir inn-
an, 15 reifur, 18 á langt líf
fyrir höndum, 21 verk-
færi, 22 kyrru vatni, 23
ókyrrð, 24 farangur.
Lóðrétt | 2 guðlega veru,
3 líkamshlutar, 4 tölustaf,
5 selurinn, 6 æsa, 7 rösk-
ur, 12 bors, 14 goggur, 15
hrósa, 16 ráfa, 17 and-
varpi, 18 óþefur, 19
slægjulands, 20 strá.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skjól, 4 gefur, 7 bólan, 8 öngul, 9 dáð, 11 anna,
13 urra, 14 urtan, 15 hlýr, 17 gafl, 20 enn, 22 saddi, 23
amman, 24 renna, 25 norpi.
Lóðrétt: 1 subba, 2 jólin, 3 lind, 4 glöð, 5 fagur, 6 rolla, 10
áttin, 12 aur, 13 ung, 15 hosur, 16 ýldan, 18 armar, 19
lundi, 20 eira, 21 nafn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Komdu þér í rétta gírinn því þú
munt brátt koma á áhrifaríkum sam-
böndum sem hækka kaupið. Ef þér tekst
ekki selja það sem þú hefur upp á að
bjóða reyndu þá betur. Þú skalt umgang-
ast gjafmildan tvíbura.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Heimtaðu þína sneið af kökunni! Ef
þú ert verðbréfasali skaltu fara eld-
snemma á fætur – þetta verður frábær
dagur. Ef ekki, skaltu samt fjárfesta.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er erfitt að binda sig félaga
eða maka. Þú hefur hins vegar á tilfinn-
ingunni að þetta sé rétti aðilinn, bæði í
viðskiptum og ástum. Það er rétt. Brostu!
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Í heiminum er ósýnilega hringrás
gjafa. Þú þarft að vera tilbúinn til að bæði
gefa og þiggja. Um leið og ein gjöf fer frá
þér kemur önnur til þín. Þetta er yndis-
legt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þegar samningar ganga ekki eins og
þú vilt finnst þér það engir samningar. En
þessi mun ganga svo vel að þú trúir
hvorki augum né eyrum. Glæsilegt!
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Aðdáendur þínir láta boð út ganga
um hversu frábær þú sért. Þegar yfir-
maður hælir þér er það ekki að ástæðu-
lausu. Peningar og ferðalög eru mögu-
leiki.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Vinnan og ferðalög keppast um at-
hygli þína. Þú finnur leið til að sinna við-
skiptum í skemmtiferðum og skemmta
þér á viðskiptaferðalögum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú leitar ráða hjá félaga sem
reynist skemmtileg blanda af speki og
hnyttni. Kannski að möguleikar þínir liggi
nú víðar og verði áhugaverðari.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogamaður Þar sem þú kemur fyrstur
auga á vandamál, sér fólk þig sem þann
sem getur leyst það. Taktu hlutverkinu
fagnandi. Það mun draga að gott fólk.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það felst andlegt jafnvægi í því
að bjóða sérþekkingu sína fram handa
yngri og óreyndari manneskju. Gefðu
kunnáttu þína og hún margfaldast.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Af litlum neista verður oft
mikið bál. Og þegar logar glatt verður þú
að gera upp við þig hvað þú vilt í raun.
Mun þessi manneskja létta þér lífið eða
ekki?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þegar þú opnar munninn og gefur
flæðinu frelsi, koma tilfinningar og hugs-
anir þínar í ljós. Sumar léttvægar, en
hvað með það? Mestu skiptir að á þig er
hlustað.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Db6
5. cxd5 cxd5 6. a3 Rc6 7. b4 e6 8. e3
Be7 9. Bd3 O-O 10. Bb2 Dd8 11. Hc1
Bd7 12. O-O a6 13. Ra4 Ra7 14. Rc5
Bxc5 15. dxc5 Bb5 16. Rg5 g6 17. Df3
Re4
Staðan kom upp á alþjóðlegu minn-
ingarmóti Þráins Guðmundssonar sem
er nýlokið í Skákhöllinni í Faxafeni 12.
Björn Þorfinnsson (2.348) hafði
hvítt gegn Ingvari Ásbjörnssyni
(2.016). 18. Rxh7! Dh4 svartur hefði
einnig tapað eftir 18. … Bxd3 19. Rf6+
Rxf6 20. Bxf6 Be4 21. Df4. Í framhald-
inu er sókn hvíts óstöðvandi. 19. Rf6+
Rxf6 20. Bxf6 Dh5 21. g4 Dh6 22.
Hfd1 Ba4 23. Hd2 Bc6 24. g5 Dh4 25.
Dg3 Dh7 26. Bxa6 og svartur gafst
upp þar sem eftir 26. … bxa6 27. Hd4
er fátt um fína drætti.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Gæfa og gjörvuleiki.
Norður
♠Á9
♥K10
♦G96
♣G108752
Vestur Austur
♠DG65 ♠10873
♥9 ♥G86532
♦KD10873 ♦Á4
♣D4 ♣9
Suður
♠K42
♥ÁD74
♦52
♣ÁK63
Suður spilar 5♣
Þegar litið er eftir NS-línunni sést
að fimm lauf er tæknilega besta geim-
sögnin, ekki síst ef vestur hefur sagt
frá tíglinum sínum. En það er sitthvað
gæfa og gjörvuleiki. Einn keppandi Ís-
landsmótsins, sem meldaði stoltur upp
í fimm lauf, lenti í eftirfarandi óförum:
Vörnin tók tvo fyrstu slagina á tígul og
vestur spilaði þeim þriðja, sem austur
trompaði með níu. Það kostar sagnhafa
hátt tromp að drepa níuna og þá er
vestur kominn með þriðja slaginn á
laufdrottningu. Þessi vörn fannst al-
mennt ekki, en AV gátu vel við unað að
halda spilinu sléttu, því á flestum borð-
um voru spiluð þrjú grönd með tveim-
ur yfirslögum. Suður vakti þá á grandi,
vestur kom inn á þremur tíglum … og
norður skaut á gröndin þrjú. Tígul-
kóngur út og stífla!
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hver málaði altaristöfluna í Húsavíkurkirkju, semmynd birtist af í Morgunblaðinu í gær?
2 Hvað er nafnið á kolefnissjóðnum sem stofnaður vará síðasta ári að frumkvæði Skógræktarfélags Ís-
lands og Landverndar?
3 Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið í brennidepli síð-ustu daga. Hvað kallast svæðið sem deilur snúast
um?
4 Hverjir urðu Íslandsmeistarar karla í ísknattleikleik?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Íslensku lýðheilsuverðlaunin voru
veitt á þriðjudag. Hver fékk þessa við-
urkenningu? Svar: SAMAN-hópurinn,
samstarfsvettvangur frjálsra fé-
lagasamtaka, sveitarfélaga og stofn-
ana sem láta sig varða velferð barna.
2. Hvað hét rússneski forsetinn fyrr-
verandi sem borinn var til grafar í
Moskvu í gær? Svar: Borís Jeltsín.
3. Manchester United vann AC Milan
í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meist-
ardeild Evrópu í knattspyrnu á þriðjudaginn. Tveir ungir knatt-
spyrnumenn gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Hvað heita þeir?
Svar: Wayne Rooney fyrir Mancester og Kaka fyrir AC Milan. 4.
Hvaða fræga leikkona prýðir málverk Andy Warhol sem verður
boðið upp á á Hótel Sögu á sunnudag? Svar: Elizabeth Taylor.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
STARFSMANNAFÉLAG Reykja-
víkurborgar í samstarfi við SFR –
stéttarfélag og Hitt húsið heldur
fund fyrir ungt fólk í Tjarnarbíói á
laugardaginn 28. apríl kl. 16–18. Á
fundinum fær ungt fólk á aldrinum
16-25 að spyrja, úr sal, fulltrúa frá
öllum framboðum spjörunum úr.
Fundarstjórar verða þau Halla
Gunnarsdóttir og Sölvi Tryggva-
son. Fundurinn verður tekinn upp
og hann sendur út á Netinu.
Fulltrúar flokkanna verða: Guð-
jón Ólafur Jónsson frá Framsókn-
arflokki, Valdimar Leó Friðriksson
frá Frjálslynda flokknum, Margrét
Sverrisdóttir frá Íslandshreyfing-
unni, Ágúst Ólafur Ágústsson frá
Samfylkingunni, Birgir Ármanns-
son frá Sjálfstæðisflokki og Katrín
Jakobsdóttir frá Vinstri grænum.
Kosningafundur
fyrir ungt fólk
RÓNARDALURINN í Frakklandi
býður upp á nokkur af frægustu
vínum heims og er svæðið m.a.
þekkt fyrir kraftmikil vín, segir í
fréttatilkynningu.
Chapoutier er meðal vín-
framleiðenda í Rónardalnum og
verður veitingastaðurinn Grillið á
Hótel Sögu með sérstakan Cha-
poutier-matseðil dagana 25. – 28.
apríl.
Sérvalin Chapoutier-vín verða
borin fram með hverjum rétti.
Vínhefð
Rónardalsins
á Grillinu
HREISNUNARÁTAK verður í
Garðabæ dagana 28. apríl–4. maí nk.
Átakið hefst formlega laugardaginn
28. apríl kl. 10.30 þegar bæj-
arfulltrúar og bæjarstjóri hittast við
Hofsstaðaskóla og hefja hreinsun
Arnarneslækjar með því að tína upp
rusl úr og meðfram læknum.
Átakið stendur alla næstu viku og
eru bæjarbúar í fréttatilkynningu
hvattir til að fara út og hreinsa nær-
umhverfi sitt. Nágrannar, félög,
skólar eða aðrir hópar geta tekið sig
saman og hreinsað tiltekið svæði í
nágrenni sínu og fengið til þess
hvatningarstyrk, t.d. til að halda
grillveislu að verki loknu. Starfs-
menn bæjarins verða á ferðinni
þessa dagana, hirða upp alla poka
og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa,
hópa eða einstaklinga.
Lokahátíð hreinsunarvikunnar
verður haldin á Garðatorgi föstu-
daginn 4. maí kl. 16–18.
Bæjarstjórn
hreinsar
Arnarneslæk
Á STJÓRNARFUNDI SÍBS 24. apr-
íl var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt samhljóða:
Stjórn SÍBS hvetur stjórnvöld til
að afnema tekjutengingu bóta
vegna launatekna eldri borgara og
öryrkja.
„Svo virðist samkvæmt rannsókn
Rannsóknarseturs verslunar við
Háskólann á Bifröst að afnám
tekjutengingarinnar valdi rík-
issjóði óverulegum kostnaði og
gæti, ef vel tekst til, stuðlað að því
að 1–2 þúsund manns fari út á
vinnumarkaðinn sem ekki eru þar
núna. Með þessu gæti skapast leið
til að auka bæði tekjur og lífsham-
ingju þess fólks sem nýtt gæti sér
þetta,“ segir í greinargerð með
ályktuninni.
Ályktun frá SÍBS