Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 6
6 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hverjum þykir sinn fugl fagur
Hverjum þykir sinn fugl fagur, þegar formenn nemendafélaga Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bif-
röst og Háskóla Íslands eru inntir álits á úttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæðum háskólakennslunnar í land-
inu. Í úttektinni er borin saman kennsla í þremur námsgreinum, lögfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði, árin 2003 og 2005 og
hefur slíkur samanburður ekki verið gerður áður á íslenskum háskólum.
„VIÐ á Bifröst fögnum því að út-
tekt hafi verið gerð á háskól-
unum,“ segir Júlíus Arnarson,
formaður Skólafélags Háskólans
á Bifröst. „Það er nauðsynlegt
aðhald fyrir háskólana að hvers
konar samanburður sé gerður á
milli þeirra og skýrslan tekur til
margra atriða sem ekki hafa ver-
ið skoðuð jafn ítarlega áður.
Skýrslan skoðar fyrst og fremst
rekstur skólanna og hvernig
þeirra fjárframlögum er varið.
Skýrsluhöfundar hafa réttilega
bent á að skýrslan sé ekki úttekt
á því hvaða skóli standi öðrum
fremur og því ættu fjölmiðlar
ekki að leggja áherslu á að raða
skólunum niður í sæti útfrá þess-
ari úttekt.“
Júlíus segir að þegar skýrslan
sé skoðuð í heild komi Bifröst vel
út og staðfesti það stefnu skól-
ans um hátt þjónustustig ásamt
sérstöðu hans í kennsluaðferðum. „Þegar
könnuð var ánægja meðal nemenda í skól-
unum, bæði með nám og þjónustu, þá er
ánægja nemenda á Bifröst einna mest. Skóla-
gjöldin eru há en þrátt fyrir það er skólinn
iðulega þétt setinn og fjöldi umsækjenda
langt umfram það sem háskólinn hefur tök á
að veita inngöngu, einnig er brottfall nemenda
með minnsta móti miðað við hina skólana og á
Bifröst eru fæstir nemendur á hvern kennara
eins og fram kemur í skýrslunni.“ Hann bend-
ir á að í viðauka skýrslunnar komi fram að
56% útskrifaðra nemenda Bifrastar séu í
stjórnunarstöðu sem sé það langhæsta meðal
útskriftarárganga háskólanna fjögurra árin
2002 og 2005.
„Þetta staðfestir stefnumörk-
un Háskólans á Bifröst um að
mennta stjórnendur. Eins og
fram kemur í skýrslunni þá er
kostnaður á hvern nemenda hár
á Bifröst miðað við hina skólana
og er það einmitt staðfesting um
það háa þjónustustig sem Bifröst
leggur áherslu á að nemendur fái
en slíkt er í eðli sínu kostn-
aðarsamt. Einnig tekur skýrslan
ekki tillit til þess hvers vegna
laun kennara eru að meðaltali
hærri hjá Bifröst en öðrum skól-
um og vegur sá þáttur mikið í
samanburðinum. Ástæðuna má
rekja til þess að kennt er í litlum
hópum og verkefnaálag er mjög
hátt á nemendur í hverjum
námsáfanga, en að jafnaði skilar
hver nemandi um 4-5 verkefnum
á viku.“
Hann segir sérstaklega
ánægjulegt að sjá þann góða ár-
angur sem Rannsóknarmiðstöð skólans hafi
náð þrátt fyrir ungan aldur. „Þar kemur fram
að Rannsóknarmiðstöðin er með mesta sjálfs-
aflafé til rannsókna og hæstu rannsókn-
artekjur á hvert stöðugildi árið 2005 miðað við
hina skólana. Skólinn hefur þróast ört síðustu
ár og er sífellt að taka framförum. Eftir að
Ágúst Einarsson tók til starfa sem rektor við
skólann hefur hann lagt sérstaka áherslu á að
auka gæði námsins og auka kröfurnar á nem-
endur, sem ríkar voru áður, sem á eftir að
styðja enn frekar við menntun og hæfni þeirra
sem héðan útskrifast. Það er von okkar í
stjórn Skólafélags Háskólans á Bifröst að
skýrslan auki jákvæða og málefnalega um-
ræðu um mikilvægi háskólanna í landinu.“
Júlíus Arnarson, Háskólanum á Bifröst
Staðfesting á stjórnenda-
menntuninni á Bifröst
„Það er von okkar í
stjórn skólafélags Há-
skólans á Bifröst að
skýrslan auki jákvæða
og málefnalega um-
ræðu um mikilvægi há-
skólanna í landinu.“
REYNIR Albert Þórólfsson,
formaður Félags stúdenta við
Háskólann á Akureyri, segir
góða útkomu Háskóla Íslands í
úttektinni ekki koma á óvart.
Hann sé rótgróinn með langa
og góða sögu. „Háskólinn á Ak-
ureyri er glænýr í samanburði
við HÍ en hefur vaxið gríð-
arlega hratt á umliðnum árum
og getur að mínum dómi vel við
þessa niðurstöðu unað. Hún er
að langmestu leyti jákvæð fyrir
skólann.
Skólinn hefur vaxið hraðar
en nokkur gerði ráð fyrir og á
tímabili leið hann fyrir það að
fjárframlög voru ekki í nokkr-
um takti við vöxtinn.“
Kennslan á háu plani
Reynir segir Háskólann á
Akureyri eigi að síður hafa staðið sig vel í
að halda kennslunni á háu plani og úttekt-
in renni stoðum undir það. „Það kemur
m.a. fram að mikill meirihluti kennara í
lagadeildinni er með doktorspróf enda þótt
hluti þeirra séu erlendir skiptikennarar.
Ég sé ekki að það skipti nokkru máli. Það
hefur hentað nemendum skólans mjög
vel.“
Varðandi það að enginn íslenskur há-
skóli hafi hlotið vottun frá viðurkenndum
erlendum vottunarstofnunum líkt og marg-
ir erlendir skólar segir Reynir að starf-
rækt sé gæðaráð innan Háskólans á Ak-
ureyri þar sem unnið sé að því að innleiða
erlenda staðla. „Skólinn stendur nú þegar
undir mörgum af þessum kröfum og er tví-
mælalaust á réttri braut.“
Reynir segir það ekki
áhyggjuefni að kostnaður rík-
isins vegna háskólanáms hafi
aukist. „Þvert á móti tel ég
ástæðu til að taka því fagn-
andi.
Það hlýtur að vera fagn-
aðarefni fyrir íslensku þjóðina
að háskólanemum fari
fjölgandi. Þá vil ég ekki heyra
á það minnst að skólagjöld
verði hækkuð. Það á að halda
áfram á sömu braut og gera
sem flestum kleift að stunda
nám í háskóla. Það eru
sjálfsögð mannréttindi að hafa
tækifæri til að mennta sig.“
Mikill hugur í
háskólasamfélaginu
fyrir norðan
Reynir segir mikinn hug í
háskólasamfélaginu fyrir norðan og skólinn
líti á úttekt af þessu tagi sem hvatningu til
að gera enn betur á komandi árum.
„Það hlýtur að vera stefna Háskólans á
Akureyri að verða besti háskólinn á land-
inu. Ég treysti mér ekki til að setja tíma-
ramma í þeim efnum en trúi því að það
geti orðið fyrr en síðar.“
Að áliti Reynis skiptir það miklu máli að
háskóli sé staðsettur á Akureyri, auk þess
sem skólinn bjóði upp á ýmsar námsleiðir
sém ekki eru í boði á höfuðborgarsvæðinu.
„Ég er að læra fjölmiðlafræði og með mér
í því námi er fjöldi nemenda frá höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem námið er ekki í boði
fyrir sunnan. Það er mjög jákvætt.“
Reynir Albert Þórólfsson, Háskólanum á Akureyri
HA getur vel við
þessa niðurstöðu unað
„Skólinn stendur nú
þegar undir mörgum af
þessum kröfum og er
tvímælalaust á réttri
braut.“
„ÞESSI skýrsla er í rauninni
alls ekki gerð fyrir nemendur,“
segir Sveinn Kristjánsson, for-
maður Stúdentafélags Háskól-
ans í Reykjavík.
„Að mínu mati er það nem-
endum ekki í hag að nám
þeirra sé ódýrt. Það eru önnur
atriði sem ráða því hvort nám
er gagnlegt eða ekki. Þættir
sem skipta nemendur helst
máli eru gæði kennslu, nota-
gildi námsefnis og aðgangur að
ráðgjöf. Í öllum þessum atrið-
um kemur Háskólinn í Reykja-
vík mjög vel út.“
Önnur atriði sem mæld eru,
til dæmis sem snúa að kostnaði
við námið og hagkvæmni, telur
Sveinn ekki vera góðan leið-
arvísi fyrir nemendur þegar
þeir velja sér skóla og nám.
Gagnast frekar ríki
en námsmönnum
„Staðreyndin er sú að niðurstöður skýrsl-
unnar eru frekar gagnlegar fyrir ríkið en
námsmenn,“ fullyrðir Sveinn.
„Auk þess eru þær mælistikur sem notast
var við umdeilanlegar. Mér finnst nið-
urstöðurnar hafa verið settar þannig fram
að þær eru frekar líklegar til þess að rugla
ungt fólk sem er að velja sér námsleið en
hitt.“
Sveinn er samt sem áður
mjög ánægður með að könnun
af þessu tagi sé gerð.
„Það á að vega og meta gæði
skóla. Í mínum huga er það
lykilatriði,“ segir hann.
„Þó ber að hafa í huga að
þroskakúrfa ungra skóla á borð
við Háskólann í Reykjavík er
mun brattari en hjá eldri skól-
um. Þessi könnun speglar ekki
þann mikla þroska sem skólinn
hefur tekið út á síðustu árum,“
segir hann.
Sveinn tekur fram að í Há-
skólanum í Reykjavík sé brott-
fall mjög lítið og nemendur
mjög ánægðir með námið.
Lítið brottfall tákn
um sátta nemendur
„Nemendur í þessum skóla
borga fyrir námið sitt og gera
því miklar kröfur. Lítið brott-
fall er skýr vísbending um það að nemendur
hér séu sáttir og taki námið alvarlega.
Námsmenn í Háskólanum í Reykjavík eru
mjög einbeittir og markmið kennslunar eru
skýr.
Ég held að ánægja nemenda sé í rauninni
besti mælikvarðinn á gæði háskóla. Ég gæti
a.m.k. ekki verið ánægðari með skólann
minn, hvað sem öðru líður,“ segir hann að
lokum.
Sveinn Kristjánsson, Háskólanum í Reykjavík
Ánægja nema besti
mælikvarðinn
„Mér finnst niðurstöð-
urnar hafa verið settar
þannig fram að þær eru
frekar líklegar til þess
að rugla ungt fólk sem
er að velja sér námsleið
en hitt.“
„ÉG er búin að lesa skýrsluna
spjaldanna á milli og það er ýmislegt
í þessu sem kemur svolítið á óvart,“
segir Dagný Ósk Aradóttir, formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hún er að vonum mjög ánægð
með hversu vel skýrslan kemur út
fyrir Háskóla Íslands. „Mér finnst
flott að fá staðfestingu á því að HÍ sé
enn ofaná í þessari samkeppni þrátt
fyrir að samkeppnisstaðan sé alveg
út í hött eins og bent er á nokkrum
sinnum í skýrslunni,“ segir hún og
útskýrir nánar: „Allir skólarnir fá
ríkisframlag en einkaskólarnir Há-
skólinn í Reykjavík og Bifröst taka
skólagjöld ofan á það en framlagið
frá ríkinu skerðist ekki neitt. Í Nor-
egi skerðist framlagið í svona til-
fellum og á Norðurlöndum eru al-
mennt ekki einkareknir háskólar.
Mér finnst því rangnefni að tala um
þetta sem einkaskóla. Það kom mér mjög á
óvart að sjá að 76% af tekjum HR koma frá rík-
inu á meðan sambærileg tala hjá HÍ er 66%. Svo
er auðvitað frábært hvað skólinn stendur sig al-
mennt vel þrátt fyrir að hann hafi verið mjög
fjársveltur á þessu tímabili.“
Viðhorf nemenda var áberandi verst í HÍ,
samkvæmt skýrslunni. „Niðurstöðurnar koma
mér í raun ekki mikið á óvart. Aðbúnaðurinn er
alls ekki nógu góður og það helgast af fjárskorti.
Líka er mikið verið að hamra á því að aðstaða
við Háskólann sé slæm og að einkaskólarnir
standi sig miklu betur,“ segir hún
og bætir við að þessi orðræða hafi
áhrif á ímynd skólans, þar með við-
horf nemenda.
Háskólatorg í haust
Hún bendir á að skýrslan nái að-
eins til áranna 2003–5 og að tölu-
vert hafi breyst síðan þá. „Ég hef
orðið vör við viðhorfsbreytingu til
batnaðar. Einnig verður öll að-
staða strax miklu betri með til-
komu Háskólatorgsins, sem verð-
ur tekið í notkun í haust,“ segir
hún og mun það væntanlega hafa
jákvæð áhrif.
Brottfall nemenda er ákveðið
vandamál og leggur Ríkisend-
urskoðun m.a. til að herða inn-
tökuskilyrði við ríkisháskólana.
„Eins og er hafa allir tækifæri til
að spreyta sig. Það eru aðrar leið-
ir til að sporna við brottfallinu. Einhverjar kosta
auðvitað peninga og eru aðbúnaðarmálin hluti
af þessu. Einnig öðruvísi kennsluhættir en nú
tíðkast sumstaðar en í því felst að nemendur
verði í meiri tengslum við kennara og í minni
hópum.“ Dagný segir skólagjöld ekki heldur
réttu leiðina til að minnka brottfallið eða bæta
námið. Hún bendir á að Ríkisendurskoðun til-
taki ekki skólagjöld sem lið í að berjast gegn
brottfalli heldur er boðið uppá aðra kosti. Stúd-
entaráð ítrekar því andstöðu sína við upptöku
skólagjalda.
Dagný Ósk Aradóttir, Háskóla Íslands
Flott að fá staðfestingu
á að HÍ sé enn ofan á
„Svo er auðvitað frá-
bært hvað skólinn
stendur sig almennt
vel þrátt fyrir að hann
hafi verið mjög fjár-
sveltur á þessu tíma-
bili.“