Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 8
8 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Drekaflug Sumarið er tími tómstundaiðkana. Þá er til dæmis gaman að fljúga flugdrekum
eins og þessi börn sannreyndu á dögunum, en þau tóku þá þátt í flugdrekakeppni.
Morgunblaðið/Sverrir
VEÐUR
Kristján Möller, samgöngu-ráðherra, er að verða nýr og
betri maður. Í grein hér í Morg-
unblaðinu í gær lofar hann að rjúka
ekki til eins og hann orðar það og
leggja nýjan veg yfir Kjöl.
Hann lofar þvílíka að nið-
urstaðan í mál-
inu verði sameig-
inleg niðurstaða
hans og Þór-
unnar Svein-
bjarnardóttur,
umhverf-
isráðherra. Það
er gott. Um-
hverfisráðherra mun áreiðanlega
ekki eiga aðild að neinni vitlausri
ákvörðun í þessu máli.
Kristján Möller vill efna til opinnaumræðna um þessi mál og jafn-
vel efna til ráðstefnu, þar sem sér-
fræðingar ræði þessi mál út frá
náttúruvernd, byggðasjónarmiðum
og þjóðhagslegum sjónarmiðum.
Það er fínt og til fyrirmyndar að
efna til slíkra umræðna.
Allt er þetta jákvætt og verðurrifjað upp ef svo ólíklega skyldi
fara að þetta mál færi í annan og
verri farveg en það er nú komið í.
Samgönguráðherrann hefur orðum það í grein sinni að einhver
draugagangur hafi verið á ritstjórn
Morgunblaðsins út af þessu máli.
Það er einhver misskilningur. Á
þeim stað eru engir draugar á ferð
svo vitað sé.
En hins vegar réttmætar áhyggj-ur af því að ráðamenn láti sér-
hagsmuni ráða í þessu mikilvæga
máli en ekki almannahagsmuni.
En á þessari stundu eru bæði um-hverfisráðherra og samgöngu-
ráðherra talsmenn almannahags-
muna og þá þarf engar áhyggjur að
hafa.
STAKSTEINAR
Kristján Möller
Nýr og betri maður
SIGMUND
!
"#
$%&
'
(
)
'
* +,
-
%
.
/
*,
01
0
2
31,
1 ),
40
$
5 '67
8 3#'
9
)#:;<
!
" #$ #%
&'
!
) ##: )
!" # $
" $
%
&$
'&
=1 = =1 = =1
!%$# (
) *+&,
;>1?
=6 @
-. + -/.0 1& +
$
'& &2 $ 3+&.
# $ + & + -4.
' 0
5
2
& +
& &
0
5 1 @ @7
5#" +0 !
3& !/. + /.
2
'& , ' &$
&&$0
1+ $ - + 4.
' 0 5
2
0 4. + !4.0
:
5# ,6 &
+0 ! $ '&$
," 0 !
2 &$
/. + !/.
0 5
2
4.0
76 &88
&$ / &
+& (
2&34A3
A)=4BCD
)E-.D=4BCD
+4F/E(-D
0 0 2
2
2
0
0
0
0
0
.
.
.
.
0
0
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2 2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Anna Karen | 15. júní 2007
Rjúpan
Ég vildi óska þess að
nýi umhverfisráðherr-
ann okkar myndi ger-
ast skörungur einsog
Siv var á sínum tíma,
og léti friða litlu rjúp-
una aftur, svo að hún
geti verið okkur til yndisauka í
nokkur ár, eða e.t.v. áratugi enn.
[...]
Svo þegar við erum öll að kafna í
rjúpum og komumst ekki út úr húsi
fyrir þeim, þá væri fínt að byrja
kannski aftur að veiða þær.
Meira: halkatla.blog.is
Anna K. Kristjánsdóttir | 15. júní 2007
Af ofsaakstri
Þessa dagana ryðjast
flestir besservisserar
bæjarins fram á ritvöll-
inn til að lýsa vandlæt-
ingu sinni á ökuhraða
fólks á mótorhjólum.
[…]Ég held því að
kominn sé tími til að setja punkt fyr-
ir þessa umræðu og minna alla sem
eru úti að aka á eina gullvæga reglu í
umferðinni, þ.e. fyrsta umferðarlög-
mál Önnu, en það er svohljóðandi:
Allir sem aka hægar en ég eru slóð-
ar, en allir sem aka hraðar en ég eru
ökufantar!Meira: velstyran.blog.is
Dögg Pálsdóttir | 16. júní 2007
Gríman
Fyrir algjöra heppni
áskotnuðust mér boðs-
miðar á Grímuna.
Gríman leiðir hug-
ann að aðstöðu leiklist-
arinnar. Í kosninga-
baráttunni fór ég á
vinnustaðafund í Þjóðleikhúsinu.
Þar var athygli okkar frambjóðenda
vakin á því að þar þarf að gera
margt. Sumt af því er komið á rek-
spöl, en miklu meira þarf til að
koma. Síðan benda Óperan, dans-
arar og sjálfstæðu leikhóparnir á að-
stöðuleysi. Vonandi verður á kjör-
tímabilinu hægt að standa að
einhverju leyti undir þeim vænt-
ingum sem allir þessir aðilar hafa.
Við erum svo gæfusöm þjóð að við
höfum lengi átt listamenn á heims-
mælikvarða. Það fjölgar stöðugt í
þeim hópi. Ég er ekki alveg viss um
að við séum alltaf að fatta það nægi-
lega vel og sýna í verki hversu stolt
við erum af þessari staðreynd.
Meira: doggpals.blog.is
Ómar Ragnarsson | 16. júní 2007
Hjónum stíað í
sundur á Grímunni
Gríman er uppskeru-
hátíð leikhúsanna og
leikhúsfólksins. Það er
stór stund í lífi þessa
fólks eftir þrotlaust og
fórnfúst starf að fá að
njóta þeirrar frábæru
uppskeru sem liggur eftir í leikhús-
unum eftir veturinn. Þess vegna var
það sérkennilegt að standa á sviði í
Borgarleikhúsinu í lok leiks á söng-
leiknum Ást í kvöld og verða vitni að
því að Charlotte Böving stóð þar í
stað þess að fá að njóta fágætrar
sigurstundar með eiginmanni sínum
Benedikt Erlingssyni í Íslensku Óp-
erunni, en hann fékk þrenn Grímu-
verðlaun. Og Ófagra veröld, sem
Charlotte lék í, fékk þrenn verð-
laun!
Og hvers vegna gat Charlotte
ekki notið einstæðrar stundar í lífi
listamanns í kvöld og hampað með
sínum elskaða hvorki meira né
minna en fernum verðlaunum og
notið þrennra verðlauna með sam-
starfsfólki sínu í Ófagra veröld?
Svona atburður er mjög fágætur og
gerist varla nema einu sinni í lífi
nokkurs listamanns.
Jú, hún varð að sjálfsögðu að hlíta
listamannsskyldu sinni í söng-
leiknum Ást og mér var tjáð að
Sjónvarpið hefði neitað að uppfylla
samningsbundið ákvæði um að sjón-
varpað yrði frá Grímunni 16. júní
eins og ævinlega og í staðinn krafist
þess að vikið yrði frá þessu og hátíð-
in færð fram um eitt kvöld, – annars
yrði ekki sýnt frá athöfninni.
Þessi krafa hefði komið svo seint
fram að ekki hefði verið hægt að
hætta við sýningu á Ást, en á þá
sýningu hefði þá verið búið að selja
svo marga miðað að ekki hefði verið
hægt að færa hana.
Það er komið kvöld og ég hef því
ekki haft tækifæri til að heyra sjón-
armið Sjónvarpsins, en það var ekki
aðeins Charlotte sem missti af því
að upplifa einstæða sigurstund í
kvöld með manni sínum, heldur
tengdust tveir aðrir leikarar í Ást
Grímuverðlaununum.
Þau Hanna María Karlsdóttir og
Theódór Júlíusson, sem sýnt hafa
frábæra frammistöðu í Ást, voru til-
nefnd til verðlaunanna, – hún fyrir
hlutverk í Degi vonar en Theódór
fyrir afburðatúlkun sína í hlutverki
Tómasar Péturssonar í Ást. Hanna
María var rænd þeirri stund að
fagna tvennum verðlaunum sam-
starfsfólks síns í Degi vonar og alls
sex tilnefningum.
Í staðinn stóð hún á Nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu og gaf af list sinni.
[…] Á Sjómannadaginn eiga allir
sjómenn að eiga frí. Á Grímukvöld-
inu á allt leikhúsfólk að eiga frí.
Punktur.
Meira: omarragnarsson.blog.is
BLOG.IS