Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 18

Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Hillary Clinton er vinsælasta forsetaefni demókrata, en samkvæmt nýjum könnunum myndu þrír frambjóðendur repúblikana bera af henni sigurorð í kosningum. Knattspyrna | David Beckham átti erfitt upp- dráttar í Real Madrid en hefur risið eins og fönix úr öskunni með glæstri frammistöðu á lokasprettinum með liðinu. Trúarbrögð | Sköp- unarsafnið á að höfða til stórs hóps bókstafstrúaðra kristinna Bandaríkjamanna sem hafna þróunarkenningunni. VIKUSPEGILL» » Stjórn okkar taldi sig hafarétt til að gera innrás, það var afstaða okkar þá en núna er- um við að aðstoða írösku stjórn- ina við að lifa af við mjög erfiðar aðstæður árið 2007. Nicholas Burns , aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, á fundi með ís- lenskum frétttamönnum. »Engum hefur tekist að sann-færa mig um það ennþá að hvalveiðar í atvinnuskyni borgi sig. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra í viðtali við Morgunblaðið um liðna helgi. »Fyrir mér eru hvalveiðarnareinfaldlega hluti af auðlinda- nýtingu okkar. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra inntur eftir viðbrögðum við um- mælum umhverfisráðherra. Einar K. Guð- finnsson segir að eflaust verði fjallað um hvalveiðar á vettvangi ríkisstjórnarinnar þegar það reynist tímabært og umhverf- isráðherra kveður skoðanamuninn engu breyta um stjórnarsamstarfið. » Það skýrist enn frekar meðhverjum deginum að við bú- um við ríkisstjórn hins ófull- gerða stjórnarsáttmála. Kristinn H. Gunnarsson , þingmaður Frjálslynda flokksins, í þingræðu um rík- isstjórn Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks. »Vinstrimenn geta aldrei orð-ið miðjumenn því þeir hugsa fyrst og fremst um að eyða en minna um að afla og hægrimenn hafa alltaf dregið lappirnar í sambandi við jöfnuð. Þannig að miðjan er okkar. Valgerður Sverrisdóttir í ávarpi eftir að hafa verið kjörin varaformaður Fram- sóknarflokksins. »Möguleikarnir eru næstumþví ótakmarkaðir, það verður hægt að gera við næstum hvað sem er. Sigurður Brynjólfsson , forseti verk- fræðideildar Háskóla Íslands, á fundi um notkun stofnfrumna í vefjaverkfræði og frumumeðferð. Ummæli vikunnar AP Sögusagnir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona, var í vikunni orðaður við enska knattspyrnustórveldið Manchester United. Sjálfur sagði Eiður „endalausar sögur í gangi“ og enginn hjá Barcelona hefði sagt neitt um að hann væri eða yrði settur á sölulista spænska liðsins. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is H ILLARY Rodham Clinton, öldungadeild- arþingmaður og fyrr- um forsetafrú, heldur, samkvæmt skoðana- könnunum, forskotinu, sem hún hefur náð á aðra þá er sækjast eftir því að verða frambjóðandi Demókrata- flokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Sérstaka athygli vekur á hinn bóginn ný könnun, sem leiðir í ljós að Hillary Clinton myndi standa höllum fæti gagnvart þremur helstu frambjóðendum repúblikana færu kosningar fram nú. Könnun þessi, sem unnin var fyrir dagblaðið Los Angeles Times og Blo- omberg-fréttaþjónustuna, var að sönnu smá í sniðum; þátt tóku 1.183 Bandaríkjamenn á kosningaaldri um landið allt. Könnunin, sem var fram- kvæmd 7.-10. þessa mánaðar, telst á hinn bóginn öldungis marktæk og niðurstaðan er að mestu í samræmi við þá sem gerð var í aprílmánuði. Í Bandaríkjunum líkt og víðar eru skoðanakannanir afar mótandi í stjórnmálalífinu og frambjóðendur haga baráttu sinni mjög í samræmi við niðurstöður þeirra. Afgerandi nið- urstaða hvað varðar möguleika Hillary Clinton á að sigra helstu frambjóðendur Repúblikanaflokksins er að mati innvígðra líkleg til að valda nokkrum áhyggjum í herbúðum for- setafrúarinnar fyrrverandi. Sigurlík- ur Demókrataflokksins í forsetakosn- ingunum á næsta ári eru augljóslega góðar; lítt farsæll forseti mun þá hverfa úr embætti. Sigurlíkur Obama mælast betri Fylgi Hillary Clinton í röðum kjós- enda Demókrataflokksins mælist nú 33%. Næstur kemur sem fyrr Barak Obama, öldungadeildarþingmaður frá Illinois, með 22% fylgi. Al Gore, varaforseti í átta ára forsetatíð Bills Clintons, mælist með 15% stuðning þó svo hann hafi ekki gefið kost á sér. Fylgi við John Edwards, fyrrum öld- ungadeildarþingmann, sýnist fara minnkandi. Þótt Hillary Clinton njóti nokkurra yfirburða í röðum þeirra sem hyggj- ast kjósa frambjóðanda Demókrata- flokksins á næsta ári leiðir könnun The Los Angeles Times/Bloomberg í ljós að sigurlíkur hins 46 ára gamla Baraks Obama teljast mun betri í for- setakosningunum. Frú Clinton myndi, samkvæmt könnun þessari, tapa fyrir Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóra New York, með tíu pró- sentustiga mun væri hann forseta- frambjóðandi Repúblikanaflokksins og færu kosningar fram nú. Hillary Clinton myndi einnig tapa fyrir John McCain öldungadeildarþingmanni með fjögurra prósentustiga mun. Hún myndi ekki heldur ná að leggja Mitt Romney, fyrrum ríkisstjóra Massachusetts, að velli. Staðan gagn- vart Romney er í raun með ólíkindum og telst verulegt áfall fyrir framboðið. Romney telst ekki til þekktari fram- bjóðenda á landsvísu og aldrei áður hefur könnun leitt í ljós að frú Clinton myndi ekki megna að sigra hann í for- setakosningunum. Og geta ber þess að fylgi við Romney í röðum repúblik- ana mælist aðeins um 12%. Þessir þrír standa efstir þeirra sem ákveðið hafa að sækjast eftir útnefn- ingu Repúblikanaflokksins. Mest mælist fylgið við Giuliani, 27% í röð- um kjósenda repúblikana, en óvissa ríkir í röðum repúblikana vegna mögulegs framboðs Freds Thomp- sons, fyrrum öldungadeildarþing- manns og leikara. Fylgi við Thomp- son eykst stöðugt og mælist nú 21% þó svo hann hafi ekki formlega gefið kost á sér. Barak Obama myndi á hinn bóginn, ef marka má könnun The Los Angel- es Times/Bloomberg, sigra alla helstu frambjóðendur repúblikana nokkuð örugglega. Hann hefur t.a.m. 12% forskot á John McCain. Skoðana- kannanir vestra hafa að sönnu áður skilað niðurstöðu í þessu veru en aldr- ei svo skýrri sem nú. Sterk staða Obama gagnvart frambjóðendum repúblikana er líkleg til að valda nokkrum titringi í röðum stuðnings- manna Hillary Clinton. Kannanir þessar má auðveldlega túlka á þann veg að demókratar kunni að kasta frá sér öruggum sigri tilnefni þeir for- setafrúna fyrrverandi. Fyrir Hillary Clinton er hættan því sú, að þeir sem ákveðnir eru í að styðja demókrata og telja breytingar nauðsynlegar vestra ákveði að ganga til liðs við Obama. Menntakonur síður hrifnar Fylgisgrunnur Hillary Clinton er einnig um margt athyglisverður. Stuðningur við hana í röðum kvenna er mikill og skýrir raunar forskot það sem hún hefur á Obama samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins The Was- hinton Post og ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar. Konur með litla menntun og litlar tekjur eru líklegastar til að styðja Hillary Clinton. Konur með hærri tekjur, sem lokið hafa fjögurra ára framhaldsnámi (e. „College“), eru á hinn bóginn líklegri til að styðja Obama. Mikill munur kom einnig fram í afstöðu kvenna til frambjóð- enda er spurt var hver þeirra væri heiðarlegastur og traustsins verður. Í röðum tekjulægri og lítt menntaðra kvenna, þeirra sem lokið hafa „High- School“, reyndust 42% þátttakenda þeirrar hyggju að þar ræddi um frú Clinton. Um 16% töldu þessa lýsingu best eiga við um Obama. Konur, sem lokið höfðu fjögurra ára framhalds- námi, reyndust hafa allt aðra sýn til frambjóðendanna; aðeins 19% þeirra töldu Hillary Clinton heiðarlegasta frambjóðandann en helmingur þátt- takenda taldi Obama verðskulda þá umsögn. Í könnun, sem sömu fjöl- miðlar gerðu í aprílmánuði, kváðu 43% óháðra kvenkyns kjósenda fyrir liggja að þeir myndu aldrei styðja Hillary Clinton yrði hún forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins. Viðtekin er sú speki stjórnmála- fólks að skoðanakönnunum beri að taka með korni salts – einkum þegar illa gengur. Og víst er að þau varn- aðarorð eiga við um kannanir þær sem hér hefur verið fjallað stuttlega um; enn er óralangt til kosninganna vestra, baráttan er á upphafsstigi og halda ber því til skila að fylgiskann- anir á landsvísu geta beinlínis verið villandi þar eð kjörmannaatkvæði ráða úrslitum. Staða Hillary Clinton í röðum demókrata telst afar sterk. Hald sumra innvígðra er að stuðning- ur kvenna muni nægja til að tryggja henni sigur í forkosningum demó- krata, en sú hugsun gerist áleitin að erfitt kunni að reynast fyrir hana að breikka fylgisgrunninn hljóti hún út- nefningu flokksins. Kannanir leiða einnig í ljós að kjós- endur hafa skýra sýn til hennar sem vissulega kann að koma sér vel en getur einnig reynst afdrifaríkt í þeim tilfellum, sem afstaðan er afar nei- kvæð. Mælingar sýna að mikill fjöldi kjósenda hefur einmitt þá afstöðu til Hillary Clinton. Kjósendum þeirrar hyggju er erfitt að snúa líkt og komið hefur í ljós um frú Clinton og stuðn- ing hennar við innrásina í Írak. Á hinn bóginn blasir við að meiri háttar um- skipti þurfa að eiga sér stað í röðum demókrata eigi Obama að takast að skjótast fram úr starfssystur sinni frá New York. Tryggir kvennafylgið sigurinn? Hillary Clinton hefur í krafti kvennafylgis náð traustu forskoti á aðra forsetaframbjóðendur demó- krata en ef marka má kannanir stendur hún höllum fæti gagnvart frambjóðendum repúblikana Reuters Sóknarhugur Hillary Clinton í hópi stuðningskvenna á kosningafundi í Washington. Lengst til hægri á myndinni er Geraldine Ferraro sem ein kvenna í Bandaríkjunum hefur verið varaforsetaefni í kosningum. Þeim áfanga náði Ferraro árið 1984 en hún og Walter Mondale náðu ekki að ógna veldi repúblíkanans Ronalds Reagan. Í HNOTSKURN »Ný ævisaga Hillary Clin-ton eftir verðlaunablaða- manninn Carl Bernstein kom út í byrjun mánaðarins. »Bókin hefur hlotið góðadóma m.a. í breska vikurit- inu The Economist. » Í bókinni lýsir Bernsteinforsetafrúnni fyrrverandi á þann veg að þar fari greind og kraftmikil kona, sem búi yfir miklum innri styrk og góðri kímnigáfu. »Bernstein segir á hinnbóginn að sem opinber persóna sé Hillary Clinton „rækilega undirbúið og sál- arlaust“ fyrirbrigði, sem leit- ist við að ná til sem flestra. »Telur Bernstein opinberaframgöngu frúarinnar mótast um of af hentistefnu; ekki fari saman sannfæring, orð og athafnir. ERLENT» » Fyrir Hillary Clint-on er hættan því sú, að þeir sem ákveðnir eru í að styðja demó- krata og telja breyt- ingar nauðsynlegar gangi til liðs við Obama

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.