Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 34
fólk 34 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Daniel Tammet hefur vakiðathygli um allan heimhin síðustu ár fyrir ein-stæða sérgáfu sína. Hann er það sem nefnt er „savant“ á ensku, sem er fágæt tegund Asperger-heilkennis. Savantar búa allajafna yfir sérstakri snilligáfu, hvort sem er á sviði lista eða stærðfræði. Nú eru um 50 manns í heiminum skilgreindir sem sav- antar. Það sem gerir Daniel Tam- met hins vegar einstakan og hefur gefið vísindamönnum ómetanlegt tækifæri til að skyggnast inn í hug- arheim savanta er að hann er ekki lokaður inni í einhverfu sinni held- ur er fullfær um eðlileg samskipti og getur tjáð sig um reynslu sína. Tammet er sjálfur með einstæða stærðfræðigáfu. Sé hann beðinn um að margfalda töluna 37 í fjórða veldi nefnir hann næstum sam- stundis töluna 1.874.161. Hann á einnig Evrópumet í því að end- ursegja eftir minni aukastafi töl- unnar pí. Tammet hætti að þylja þá romsu þegar hann var kominn í 22.514 aukastafi. Hann hefði getað haldið lengi áfram en honum fannst mestu skipta að hætta á fallegri tölu. Því það er annað einkenni á samneyti Tammets við heim taln- anna að það byggist á fegurð og ríkri tilfinningu. Hann sér tölur sem bæði liti og form, jafnvel áferð. Þegar hann reiknar út flókin dæmi notar hann ekki sömu aðferð og „venjulegt fólk“ heldur sér til- tekin form umbreytast í önnur form sem eru þá útkoman. Sumar tölur eru næstum yfirþyrmandi fal- legar. Aðrar eru ógnvekjandi. Þetta fyrirbrigði er nefnt samskynjun (synaesthesia). Tammet kom hér fyrir tveimur árum með breskum kvikmynda- gerðarmönnum sem höfðu lagt fyr- ir hann þá þraut að læra íslensku á fáeinum dögum. Að þeim dögum liðnum kom hann fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og sat fyrir svör- um á furðulega góðri íslensku. Hann hefur haldið íslenskunni við og þess ber að geta að viðtalið við Tammet fór nánast allt fram á nær lýtalausri íslensku af hans hálfu. Þráin eftir „venjulegu lífi“ Tammet kemur úr barnmargri fjölskyldu og er elstur af níu systk- inum. Foreldrar hans voru efnalitl- ir en sinntu börnunum af mikilli umhyggju. Þegar Tammet var fjög- urra ára fékk hann skyndilegt flogaveikikast sem kann að hafa framkallað savant-gáfu hans. Í bók sinni Born on a Blue Day lýsir Tammet sér sem erfiðu barni sem braust smám saman út úr fé- lagslegri einangrun sinni og öðl- aðist hamingjuríkt og traust líf og lífsfélaga. Þráin eftir að eignast „venjulegt líf“ og verða hamingju- samur er sem rauður þráður í gegnum bókina. „Í barnaskóla var ég venjulega í mínum einkaheimi,“ segir Tammet. „Þegar ég hugsaði um tölur og orð sá ég liti og form og þau voru vinir mínir. Ég var oftast einn í skól- anum og önnur börn skildu mig ekki. Ég lifði bara í þögn og talaði ekki við aðra. En svo þegar ég var átta eða níu ára ákvað ég að ég þyrfti að eignast leikfélaga, kynn- ast vinum. Það var í fyrsta sinn sem ég fann fyrir því. Ég hafði alltaf tilfinningar en það var ekki auðvelt fyrir mig að sýna þær eða skilja hvað ég ætti að gera með þær. Þegar ég var ham- ingjusamur var það oftast vegna þess að ég var að hugsa um orð og tölur. Svo mér fannst skrýtið að hugsa mér að ég gæti orðið ham- ingjusamur með öðru fólki. Það tók mig tíma að læra að vera opinn fyrir fólki og eignast vini. Ég þurfti til dæmis að læra að horfa í augun á fólki og líka það hvernig ætti að hlæja. Í sambandi við hlátur skiptir tímasetning miklu máli, að vita hvenær á að hlæja og hvenær ekki. Ef gömul kona dettur á götu þá á maður ekki að hlæja en ég þurfti að læra það því mér fannst þetta kannski fyndið. En sem betur fer naut ég þess að læra.“ – Þú segir frá því í bókinni þinni að til þess að skilja tilfinningar fólks hafirðu stundum þurft að ímynda þér tilteknar tölur. Eins og töluna 6. Þarftu þess ennþá? „Já, en það er samt ekki eins mikilvægt og áður. Mér gengur miklu betur núna en áður með það. Já, 6 er fyrir mér myrk tala, svört, eins og að vera „hnugginn“ á ís- lensku …“ – Er talan 6 þá hnuggin? „Já, og talan 9 er blá, mjög stór og mér finnst hún mjög falleg. 6 er ekki svo falleg, hún er frekar ljót.“ Þráin eftir venjulegu lífi – Þú segist í bókinni vilja nota reynslu þína til að hjálpa einhverfu fólki og fólki með Asperger- heilkenni að finnast það meira vel- komið í heiminn. „Já, af því að ég er einhverfur og yngri bróðir minn líka. Þegar menn hugsa um einhverfu hugsa þeir oft- ast um kvikmyndina Rain Man. En ég vona að þegar fólk les bókina mína sjái það að það er mögulegt fyrir einhverfan mann eða mann með Asperger-heilkenni að öðlast nýtt venjulegt líf og verða ham- ingjusamur. Og að við getum um leið trúað því að við séum meira velkomin í heiminn.“ – Hittirðu þá stundum einhverft fólk sem þér finnst þú geta hjálpað út úr einangrun sinni? „Já. Þegar ég var í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum árum vegna töku á kvikmynd um mig þá hitti ég Kim Peek, sem er fyrirmyndin að Rain Man. Hann er mjög klár og spennandi en það er erfiðara fyrir hann að kynnast fólki og eiga venjulegt líf. En hann er skemmti- legur og við töluðum mikið saman um tímasetningar …“ – Í sambandi við hlátur þá? „Já, og líka um orð og bækur, tölur og allt sem okkur fannst áhugavert.“ – En fannst þér að þú gætir að- stoðað mann eins og hann við að verða meira félagslega fær? „Já, það er reyndar erfitt að Tölur hlaðnar tilfinningu Daniel Tammet hefur einstaka sérgáfu, sem gerir honum kleift að læra íslensku á viku og setja Evr- ópumet í að þylja upp aukastafi pí. Honum hefur tek- ist að yfirvinna ýmsar hindranir, sem fylgja sérgáfu hans, og brjótast út úr lokuðum heimi. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Tammet. Colin McPherson/Corbis Hugsar rökrétt „Ég get líka ímyndað mér að íslenskan sé skemmtileg fyrir einhverfa að læra af því að orðin eru ekki flókin og heldur ekki málfræðin. Íslenska málfræðin er erfið en hún er líka rökrétt. Og einhverft fólk hugsar mjög rökrétt,“ segir Daniel Tammet. Ólafur Stefánsson, fyrirliðiíslenska landsliðsins íhandknattleik, munhalda inngangserindi að fyrirlestri Daniels Tammets í Há- skólanum í Reykjavík. Ólafur hefur lengi haft áhuga á svonefndri sam- skynjun, m.a. út frá sjónarhóli heimspekinnar. „Fyrir mig eins og marga er það viss hvalreki að komast í tæri við mann eins og Daníel og sjá hvernig hann hugsar,“ segir Ólafur. „Hans mesta afrek er að hafa náð þessari félagslegu færni, geta tjáð sig um reynslu sína. Það er svipað afrek og það væri fyrir mig og þig að geta þulið upp 20 þúsund aukastafi tölunnar pí. Ég mun tala í erindi mínu svolít- ið um það sem ég hef verið grúska í, sálfræði, heimspeki og félags- fræði. Þetta hefur verið mitt áhugasvið. Ég hef náttúrlega haft mikinn tíma síðustu tíu ár milli æf- inga, hef verið í minni holu og grúskað. Þar hefur það hjálpað mér að hafa hald við eitthvað þar sem ég frekar fljótandi karakter. Ég kláraði mína BA-gráðu sem er náttúrlega bara gráða en þetta er samt orðinn hluti af mér auk þess sem ég hef mikinn áhuga á sjón- listum og líka goðsögunum sem eru náttúrlega allegóría fyrir tilfinn- ingalíf okkar. Ég vil í stuttu máli að við séum duglegri við að velja úr því áreiti sem lendir á okkur en tökum ekki hlutlaust við öllum sköpuðum hlut- um heldur veljum og höfnum í samræmi við markmið okkar í líf- inu. Og síðan að við gefum okkur tíma í að hægja aðeins á, tóm til að breyta öllu þessu hlutlæga áreiti yfir í eitthvað huglægt og þannig geymist það betur og þannig náum við að fylla okkur sem manneskjur. Það næsta sem ég kemst því að vera með einhvern svona séreig- inleika er að ég er örvhentur og hugsa þá meira með hægra heila- hvelinu. Þeir sem eru rétthentir eiga að hugsa meira með vinstra heilahvelinu, vera rökrænni, betri í stærðfræði og svona. En hægra hvelið tengist meira þessari ab- strakt heildarhugsun. En ég hef í þeim skilningi reynslu af þessari svonefndu sam- skynjun að ég hef verið að smá- breyta minni hugsun, dagbók- arpælingar mínar eru til dæmis að færast meira yfir í myndir. Þetta tengist allt þessari pælingu um að flokka áreiti, tengja og geyma.“ – Þannig að þetta er pínulítið á skjön við þessa venjubundnu rök- hugsun, þú leitar að niðurstöðu úr annarri átt? „Já, maður er með þetta aðeins opnara og síðan er pælingin hjá mér að blanda tilfinningunum þarna inn í og skynjuninni svo maður geti notað hvort tveggja sem hjálpartæki við að flokka áreitið úr umhverfinu, búa til eins lags akkeri í vitundinni og tengja síðan við þau hvers kyns upplifun, lykt, liti og hljóð. Þannig margfald- ast allt í þér, taugabrautirnar styrkjast og breikka og möguleik- arnir á að ná utan um hugsanirnar aukast og maður verður litríkari karakter. Röng forgangs- röðun í skólakerfinu Þetta snýst allt um þennan ein- falda sannleik, sem er í raun líka fyrsta regla sálfræðinnar, að það sem þú einbeitir þér að verður þinn veruleiki. Það er ekkert flóknara Að koma sér upp akkerum hugans Morgunblaðið/Kristinn Velja og hafna „Ég vil í stuttu máli að við séum duglegri við að velja úr því áreiti sem lendir á okkur en tökum ekki hlutlaust við öllum sköpuðum hlutum heldur veljum og höfnum í samræmi við markmið okkar í lífinu,“ segir Ólafur Stefánsson. Daniel Tammet heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, kl. 16.15 fimmtudaginn 21. júní í stofu 201. Í erindinu ræðir hann um óvenjulega reynslu sína og bók um líf sitt sem nefnist Born on a Blue Day. Nafngiftin stafar af því að Tammet er fæddur á miðvikudegi og miðviku- dagar eru bláir í hans huga. Við sama tækifæri heldur inngangserindi Ólafur Stefánsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknattleik. Hann fjallar um svonefnda myndræna hugsun út frá sjónarhóli fræða eins og heimspeki og sálfræði. Ólafur er með BA próf í heimspeki. Myndræn hugsun og innsýn í hugarheim Daniels Tammets
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.