Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 37 Um er að ræða 7 hektara lands í Kjarnholtum 3, Biskupstungum, ásamt 302,6 fm einbýlishúsi auk hesthúss með 18 básum og salar sem sambyggður er hesthúsinu og rúmar 130 manns. Þarna hefur verið rekin ferða- þjónusta um árabil og er m.a. svefnpláss fyrir 35 manns í húsinu. Búið er að skipuleggja lóðir fyrir 14 frístundahús ásamt íbúðarhúsi á landinu svo eignin býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu. Verð 74 millj. Upplýsingar: Lögmenn Suðurlandi, sími 480 2900. Til sölu herragarður á jörðinni Kjarnholtum 3, Biskupstungum Staðsetningin er eintök enda eitt fallegasta bæjarstæði landsins og útsýni gerist vart glæsilegra. Vel sést yfir Geysissvæðið sem og Tungufljót auk fjallahringsins í kring. Grænu skrefin sem kynnthafa verið í Reykjavík erugott dæmi um það frum-kvæði sem borgir hafa tek- ið í umhverfismálum, en með þeim er stefnt að því að virkja fólk og fyr- irtæki með því að bjóða upp á raun- hæfa og umhverfisvæna valkosti. „Reykjavík er stórt og öflugt op- inbert fyrirtæki og þegar það stígur í ákveðna átt, þá hefur það áhrif,“ seg- ir Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavíkur. „Ef ríki og borg eru umhverfisvæn, þá hefur það áhrif á aðra. Bílainn- flytjendur hafa til dæmis tekið við sér og bjóða upp á umhverfisvænni kosti en áður.“ Val um aðra kosti Hann segir þróunina í Reykjavík undanfarinn áratug ekki hafa verið í takt við þá vakningu sem átt hafi sér stað í heiminum í umhverfismálum. Þrátt fyrir skuldbindingar í Kyoto- samningnum varðandi losun gróð- urhúsalofttegunda hafi bílum fjölgað gríðarlega í Reykjavík og með sama áframhaldi verði 770 bílar á hverja þúsund Reykvíkinga árið 2015, sem yrði með því allra mesta í heiminum. „Svo mikil bílaeign hefði auðvitað mikil áhrif borgarlífið og ég er ekki viss um að við Reykvíkingar viljum leggja það á okkar fallegu borg. Þetta myndi þýða miklar umferðartafir, viðvarandi mengun og ákaflega lé- lega nýtingu fjármuna, bæði fyrir fólk sem situr löngum stundum fast í bílum sínum og einnig í byggingu umferðarmannvirkja.“ Hann segir að Reykjavík megi aldrei verða slík bílaborg. „Við viljum fjölskylduvæna og græna höfuðborg. Auðvitað munu langflestar fjöl- skyldur áfram kjósa að eiga bíl og þeim á borgin að þjóna, enda vitum við flest af eigin raun að fjöl- skyldubíllinn er nauðsynlegur til þess að geta haldið öllum boltum á lofti í daglegu lífi. En við þurfum að skipu- leggja borgina þannig að val sé um aðra kosti.“ Það má t.d. gera með íbúðar- húsnæði nær vinnustöðum fólks, s.s. í Vatnsmýri og Örfirisey, betri göngu- og hjólreiðastígum og með því að fjölga farþegum með strætó, að sögn Gísla. „Ég er viss um að margir myndu nýta þessa kosti ef þeir fengju meira vægi og þá fækkar bílum sjálf- krafa. En þetta þarf að gerast með frjálsu vali borgarbúa og ég hef fulla trú á því að ef við bjóðum upp á raun- hæfa kosti muni fólk nýta sér þá.“ Áhersla á endurvinnslu er ein af þeim leiðum farin er í grænu skref- unum og segir Gísli Marteinn að eftir því sem skrefunum fjölgi verði fleiri tegundir af sorpi sóttar til Reykvík- inga. „Það liggur fyrir að við erum að taka verðmætt land í Álfsnesi undir heimilissorp og að ekki má byggja í áratugi þar sem sorp hefur verið urð- að. Fyrsta skrefið til að bregðast við því er að bjóða borgarbúum bláa tunnu fyrir dagblaðapappír, sem er 30% af heimilissorpinu og hefur auk- ist gríðarlega með fríblöðum í öll hús. Fyrir vikið má nýta betur landið í Álfsnesi og að auki selja pappírinn sem verðmæti til Svíþjóðar, en gæði dagblaðapappírs hér á á landi eru mikil.“ Grænni á góðviðrisdögum Og nánasta umhverfið má ekki gleymast. „Við upplifum borgina grænni á góðviðrisdögum þegar það er mannlíf,“ segir Gísli Marteinn. „Það er verkefni okkar að skapa að- stæður fyrir fallegt mannlíf. Við eig- um góð, græn útivistarsvæði sem væri gaman að nýta betur. Það vant- ar t.d. þjónustu víðar til að fólk hafi eitthvað þangað að sækja. Við erum að leggja drög að kaffihúsi með sal- ernisaðstöðu í Hljómskálagarðinum til þess að draga að fólk. Það sama gildir um Miklatún. Þar eru ekki einu sinni almennilegar hlaupaleiðir fyrir þá sem fara út að skokka. Þessu er- um við að reyna að breyta, en það tekur tíma. Göngustígurinn frá Ægisíðu í Heiðmörk er einstakt fyr- irbæri sem þarf að nýta betur. Það þarf að vera þjónusta við stíginn, vatnshanar og bekkir, og hann á að vera í góðu ástandi árið um kring.“ Að sögn Gísla Marteins getur borgin verið grænni og ýtt undir hreysti og heilbrigðari lífsstíl. „Ýmis stórvirki hafa verið unnin í borginni í gegnum tíðina í umhverfismálum. Ég nefni stofnun og uppgræðslu Heið- merkur og Græna trefilinn, sem var risaverkefni, hugsað til að breyta veðurfari í Reykjavík og fá meira logn. Hér voru skipulögð glæsileg fjölskylduhverfi eins og Breiðholt, Grafarvogur og Fossvogur, sem öll eru í mikilli snertingu við náttúruna og hvetja þannig til útiveru. Svo má heldur ekki gleyma því að borgar- búar hafa sjálfir ræktað upp þann skóg sem Reykjavík er orðin. Í borg- unum í kringum okkur er fátítt að hitta fólk með molduga fingur. En í Reykjavík þekkja flestir ekki annað en að rækta garðinn sinn.“ Reykjavík má aldrei verða bílaborg Klassík Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi með nýja Raleigh-reiðhjólið sem hann keypti sér í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.