Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 41

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 41 Í sambandslagasáttmálanum er skýrt kveðið á um að Danir fari með utanríkismál Íslendinga. Danir máttu hins vegar alls ekki staðfesta samninga sem gengu þvert á stefnu okkar. Þannig hefðu Danir hugs- anlega þurft að greiða atkvæði á tvo vegu ef Íslendingar hefðu gengið í Þjóðabandalagið. Í raun gekk samstarf þjóðanna ótrúlega vel. Íslendingar kunnu auð- vitað lítt til verka við mótun utanrík- isstefnu og þess vegna má segja að tíminn frá 1918-1940 hafi verið eins konar námstími. Danir tóku beinlín- is að sér að þjálfa væntanlega starfs- menn íslensku utanríkisþjónust- unnar. Sjálfstæði örþjóða – fráleit hugmynd Framan af höfðu Danir litla trú á að Íslendingar gætu staðið á eigin fótum. Smám saman varð þeim þó ljóst og ekki síst Íslendingum sjálf- um að þjóðin hafði til þess allar for- sendur. En vantrúin á sjálfstæði smáþjóða var almenn í Evrópu allt fram yfir seinna stríð. Í bók sinni, National Self- Determination, sem kom út árið 1945, fjallaði breski sagnfræðing- urinn Alfred Cobban, um þá fárán- legu hugmynd að örþjóðir teldu sig þurfa að vera öðrum þjóðum alger- lega óháðar. Mótaðist gagnrýni hans ekki síst af viðhorfi til sjálfstæð- isbaráttu Íra. Í bókinni kemur bein- línis fram að Ísland geti ekki risið undir því að standa á eigin fótum sem sjálfstætt ríki. Þó hafði Ísland verið fullvalda frá 1918 og ár var lið- ið frá stofnun lýðveldisins. Árið 1970 var bókin gefin út að nýju tveimur árum eftir dauða höfundarins. Þá voru röksemdirnar enn hinar sömu en nafni Íslands hafði verið sleppt.“ – Í ljósi þeirrar þróunar, sem hófst í kjölfar fyrri heimsstyrjald- arinnar, gætum við velt því fyrir okkur hvers vegna fleiri smáríki spruttu ekki upp í Evrópu á þessum tíma. Hvað um Bretóna í Frakklandi sem státa af afar sérstæðri og fornri menningu? „Hið eiginlega þjóðríki á sér frek- ar skamma sögu í Evrópu. Þau tóku að mótast í upphafi 19. aldar en fjölgaði nokkuð í lok fyrri heims- styrjaldarinnar. Flest evrópsk ríki eru samsett úr mörgum þjóðum. Úr því að þú nefnir Bretagne-skaga hefðu Bretónar getað stofnað álit- legt ríki. Íbúar héraðsins eins og það var skilgreint á fyrri tíð voru rúm- lega 3 millj. um aldamótin 1900 og ríkið hefði því orðið margfalt fjöl- mennara en Ísland. Þegar Íslendingar greiddu at- kvæði um sambandslagasáttmálann haustið 1918 var þátttaka lítil. En yf- irgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði studdi samninginn og þeir, sem voru á móti, hafa sjálf- sagt verið það vegna þess að þeir töldu samninginn ekki ganga nógu langt. Árið 1944 var allt annað upp á teningnum. Þá var þátttakan gríð- arlega mikil og nær alger samstaða um stofnun lýðveldisins. Á meðal Bretóna voru vissulega stjórnmálaflokkar sem aðhylltust sjálfstæði þeirra, en þeir náðu aldrei meira fylgi en um 2%. Ástæðurnar eru einkum þær að einungis um helmingur íbúanna talaði bretónsku, þeir hafa því tæplega fundið jafn- sterkt og Íslendingar til þeirrar menningar sem sameinar þá. Svo virðast flestir þeirra telja hag sínum betur borgið innan franska ríkisins.“ Kristján tíundi Samtalinu var næst vikið að Krist- jáni konungi tíunda sem hefur hlotið ærið misjafna dóma hér á landi og í Danmörku. „Hann var afar umdeildur hér á landi og í Danmörku. Faðir hans, Friðrik áttundi, ríkti einungis í 6 ár, en Kristján níundi hafði verið á valdastóli í rúma fjóra áratugi þegar hann lést árið 1906. Skömmu áður, eða árið 1901, höfðu orðið stjórn- arskipti í Danmörku og vinstrimenn náð yfirhöndinni. Kristján 9. hafði fram að því ekki virt þingræðisregl- una. Friðrik var hins vegar hallur undir lýðræðisöflin í Danmörku. Á hinn bóginn andæfði Kristján tíundi, sem varð konungur árið 1912, gegn lýðræðislegri þróun og kom jafnvel til óeirða vegna þessarar afstöðu konungsins. Þá skarst iðulega í odda milli konungs og ríkisstjórnarinnar framan af ferli hans. Hér á landi andaði köldu í garð konungs frá stjórnmálamönnum. Al- menningur virðist hins vegar hafa haft hann í hávegum enda er það rótgróinn siður Íslendinga að sýna konungbornu fólki hollustu. Nægir að minna á kvæði Eggerts Ólafs- sonar, Einvaldsvísur, þar sem hlaðið er lofi á Friðrik fimmta. Hið sama má segja um Alþing hið nýja eftir Jónas Hallgrímsson. Þar er kon- ungur lofaður fram og aftur. Ég er ekki viss um að Kristján tí- undi hefði orðið vinsæll hér á landi hefði hann komið til Íslands oftar en raun varð á. Hann var hernaðarsinni og reyndi að gera sem mest úr valdi konungs. Kom jafnvel til uppreisnar um páskana 1920 þegar lá við stjórn- arkreppu vegna aðgerða hans. Helgisögnin um hann myndaðist á meðan á hernámi Þjóðverja á Dan- mörku stóð, en þá þótti hann verða eins konar persónugervingur and- stöðunnar gegn því“. Skeyti konungs var ekki lesið orðrétt á Þingvöllum 1944 Þegar nokkuð var liðið á lýðveld- ishátíðina á Þingvöllum barst svo- hljóðandi skeyti frá Kristjáni tíunda: „Þótt mér þyki leitt að skilnaður- inn milli mín og íslensku þjóðarinnar hefir verið framkvæmdur á meðan svo stendur á sem nú er, vil ég láta í ljós bestu óskir mínar um framtíð ís- lensku þjóðarinnar og von um að þau bönd, sem tengja Ísland við hin nor- rænu lönd, megi styrkjast.“ Ólafur Egilsson, sendiherra, hefur vakið athygli á því í grein í Sögu, tímariti Sögufélagsins, að Björn Þórðarson, forsætisráðherra, hafi eingöngu lesið seinni hluta skeyt- isins. Annað hefði spillt gleði manna á Þingvöllum. Guðmundur bendir á að Kristján tíundi hafi samkvæmt sambands- lagasáttmálanum haft neitunarvald gagnvart Alþingi, en hann hafi æv- inlega virt þingræðið hér á landi eft- ir að Ísland varð fullvalda árið 1918. Þá bendir hann einnig á að texti skeytisins hafi verið saminn af emb- ættismönnum stjórnarinnar og feng- inn konungi til staðfestingar. Það breyti þó ekki því að vitað var að konungur var mjög andvígur stofn- un lýðveldisins eins og hana bar að hér á landi. Sautjándinn má ekki staðna Nú virðist mörgum sem eðli 17. júní hafi breyst talsvert. Við heyrum ekki lengur sömu, innblásnu ræð- urnar sem höfða til þjóðarvitundar Íslendinga. „Sumt af þessu virðist halda gildi sínu. Fjallkonan kemur víðast hvar fram á 17. júní. Ég er þó ekki viss um að við tökum jafnmikið mark á því og áður. Ástæðan er einföld: bar- áttan við Dani fjarlægist óðum því að fólkinu, sem man hana, fækkar jafnt og þétt og nýjar kynslóðir hafa tekið við. Baráttan gegn bandaríska hernum hér á landi var gjarnan tengd 17. júní því að ýmsir hern- aðarandstæðingar voru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum. Þeir töldu hersetuna tilræði við sjálfstæði þjóðarinnar. Í raun má segja að þjóðernis- stefnan hafi nú beinst að verndun landsins, gegn virkjunum og nýtingu hálendisins. Þar eiga ættjarðarlögin vel við, en 17. júní kemur þar hvergi nærri.“ – Verður 17. júní áfram sameig- inleg þjóðhátíð Íslendinga? „Það er algerlega undir okkur sjálfum komið. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi að undanförnu. Við stöndum því frammi fyrir þeirri staðreynd að skilgreina að nýju hugtakið Íslend- ingur. Flestir landsmenn eiga sér sam- eiginlegar rætur. Þeir eru afkom- endur fólks sem fluttist hingað fyrir 11 öldum, tala sama tungumál og eru hluti ákveðinnar menningarheildar. Síðan fer þeim fjölgandi sem eiga sér aðrar rætur. Íslensk menning er ekki hluti arfleifðar þeirra og lífs- gildin önnur. Allir íbúar landsins eiga það sam- eiginlegt að hafa skyldum að gegna gagnvart samfélaginu og stjórnvöld- um. Þeir gera einnig kröfu til þess að njóta þeirra gæða sem landið veitir og viðhalda þeirri velmegun sem hér ríkir. Ef okkur tekst að þróa 17. júní þannig að hann geti orðið sameig- inleg hátíð allra þeirra, sem landið byggja, sé ég enga ástæðu til að ótt- ast um framtíð hans. Sú þjóð, sem staðnar og hleypir ekki öðrum menningarstraumum að, er dæmd til að deyja út. Hingað til hafa Íslendingar tekið feginshendi ýmsum, erlendum áhrifum. Þannig hefur menning okkar orðið til.“ » Sú þjóð, sem staðnar og hleypir ekki öðrum menningarstraumum að, er dæmd til að deyja út. Í HNOTSKURN » 1845 Alþingi kemur ífyrsta sinn saman eftir end- urreisn. » 1851 Þjóðfundurinn hafn-ar tillögu danskra stjórn- valda um innlimun Íslands í danska ríkið. » 1871 Stöðulögin sett. Ís-land verður óaðskilj- anlegur hluti danska ríkisins. » 1904 Íslendingar fá heima-stjórn. Framkvæmdavaldið flyst inn í landið. » 1918 Ísland verður frjálstog fullvalda ríki í konungs- sambandi við Danmörku. » 1944 Lýðveldi stofnað áÞingvöllum. Logi Höskuldsson er tvítugur listamaður. Hann varð stúdent í vor af listabraut FB, leikur í hljómsveit og hefur komið fram á Airwaves. Í haust byrjar hann nám í Listaháskóla Íslands. „Ég veit ekki hvað mér finnst sérstakt við sautjándann,“ segir Höskuldur og bætir því við að helst sé það fríið. Það sé gott að vera laus úr vinnunni og spenn- andi að fara niður í bæ með fjöl- skyldunni og fylgjast með skrúð- göngunni. „Ég hef ekki tekið þátt í henni í mörg ár, en á hverju ári hugsa ég að eiginlega ætti ég að gera það.“ – Hvernig var sautjándinn hjá þér þegar þú varst barn og ung- lingur? „Skrúðganga, skemmtiatriði, tónleikar á stóra sviðinu og stórt sykursnuð – brjóstsykur sem maður fékk aldrei nema á sautjándanum“. – Nú ertu í hljómsveit. Spilarðu á sautjándanum? „Það er svo skemmtilegt að ég hef spilað tvisvar. Fyrir tveimur árum spilaði ég með hljóm- sveitinni minni We painted the walls á stóra sviðinu og í fyrra var það Sudden Weather Change. Þá spiluðum við á sviðinu í Lækjargötu. Þetta voru fyrstu tónleikarnir okkar og ég held að okk- ur hafi verið vel tekið. Það var a.m.k. fullt af fólki á staðnum. Okkur var boðið að spila aftur í dag en við afþökkuðum það“. – Heldurðu að fólk á þínum aldri hugsi eitthvað um tilefni dagsins? „Yfirleitt ekki. Sjálfum finnst mér frábært að hafa þennan frídag og ég vil að hann sé helst sem skemmtilegastur. Mér dettur samt í hug að það væri sniðugt að fara með hátíðina til Þing- valla og búa til spennandi dagskrá þar“. Þjóðhátíðin á Þingvöll Poppið „Poppið er algjör nauðsyn á sautjándanum,“ segir Logi Höskuldsson tónlistarmaður. Íslendinga Þegar fólk kemst á þrítugsaldur breytist margt í lífi þess. Margir stofna til fjöl- skyldu og börnin verða óaðskiljanlegur hluti tilverunnar. Með börnunum fá hvers konar tyllidagar aukna þýðingu í lífi fólks, enda hefur verið lögð mikil áhersla á að höfða til allra kynslóða með hátíðahöld- unum. Þar er 17. júní engin undantekn- ing. Hver man ekki eftir að hafa farið í skrúðgöngu með eldri systkinum eða for- eldrum og síðar svipt barni á háhest til þess að það gæti notið sem best útsýnisins, horft á fánana og blöðrurnar og veifað eigin blöðru? Kannski sprakk blaðran í eyrað á öðru foreldrinu eða barnið varð leitt á henni og foreldrarnir voru með fullt fangið af blöðrum – ekki mátti henda þeim. Allir voru útklíndir í ís og syk- urkvoðu – alsælir og klístraðir. Þegar aldurinn færist yfir hvarflar hug- urinn til fyrri tíðar og fólk sest fyrir fram- an sjónvarpið eða fer niður á Austurvöll að hlýða á ávarp forsætisráðherra og fylgjast með því þegar blómsveigur er lagður að fótstalli Jóns Sigurðssonar. Þeir yngri hefjast handa eftir hádegi og njóta þess sem þá er á boðstólum. Íslenski fáninn og upphlutur „Þegar ég hugsa um 17. júní koma mér fyrst í hug skrúðgöngur, fjölskylduboð, ís- lenski búningurinn, fáninn, kakó og klein- ur og Menntaskólinn á Akureyri,“ segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir, „en ég út- skrifaðist þaðan 17. júní. Þetta er almenn- ur gleðidagur. Íslendingar fagna saman og fjölskylduboð eru haldin.“ – Veltirðu því eitthvað fyrir þér hverju menn fagna? „Þarna hlýtur að birtast einhver munur milli kynslóðanna. Auðvitað veit ég fyrir hvað 17. júní stendur en ég velti því ekki fyrir mér. Ég man t.d. eftir 50 ára lýðveld- isafmælinu þegar Íslendingar sátu fastir í mestu umferðarteppu lýðveldisins. Sem betur fer hélt ég mig heima þennan dag. Þessi tiltekni 17. júní er mér þó minn- isstæður vegna allra skreytinganna og minjagripanna sem búnir voru til. Þegar ég var lítil fór ég stundum með foreldrum mínum niður á Austurvöll að fylgjast með athöfninni og hlusta á ræðu forsætisráðherra. En frá því að ég varð sjálfráða hef ég skipulagt daginn sjálf. Ég tek yfirleitt þátt í skrúðgöngunni og fer nið- ur í bæ að njóta þess sem á boðstólum er og mannlífsins. Stemningin er svo sérstök þennan dag. Þótt það rigni, eins og gerist furðulega oft á sautjándanum, læt ég mig hafa það og fer bara í regngalla. Nú á ég tvö börn og ég er ákveðin í að halda upp á dag- inn með þeim.“ Kynslóðahátíð Steinunn segir að það sé siður í fjölskyldu sinni að fólk klæðist þjóðbúningum. Þeir karlmenn, sem eiga íslenska búninginn, nota tækifærið og klæðast honum og konurnar skarta upphlut. Sjálf á Steinunn upphlut sem hún erfði eftir langömmu sína. Hún leggur áherslu á gildi dagsins sem sameig- inlegrar hátíðar fjölskyldunnar en segist sjálf fremur taka þátt í því sem yngra fólkið tekur sér fyrir hendur. Hún vill halda skipu- lagðri dagskrá og alls ekki rjúfa þær hefðir sem hafa skapast svo sem ávarp fjallkon- unnar, ræður o.fl. sem minnir Íslendinga á söguna og gerir daginn svona sérstakan. Fjölskylduhátíð – gleðidagur Upphlutur Steinunn Vala Sigfúsdóttir notar tækifærið á stórhátiðum og skart- ar íslenska kvenbúningnum. arnthor@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.