Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 43

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 43 og tæra íslenzku eykst svartsýnin á nýjan leik, þegar horft er til þess að nú þykir sjálfsagt að ís- lenzk fyrirtæki beri erlend nöfn og að slanguryrði vaði uppi í auglýsingum, sem gerðar eru á ís- lenzkum auglýsingastofum. Sjálfstæðisbarátta samtímans er háð á þessum vígstöðvum íslenzkrar tungu og það er auðvelt að sveiflast á milli bjartsýni og svartsýni, þegar staðan á þeim vígstöðvum er metin. Eitt leiðinlegasta fyrirbæri nútímamenningar er evrópska söngvakeppnin. En þótt hún sé leið- inleg er ljóst að þjóðirnar, sem að henni standa leggja mikið upp úr að ná árangri í þeirri keppni. Hvað ætli valdi því, að engum dettur í hug að koma fram á sjónarsviðið með rammíslenzkt efni á þeim vettvangi í stað þess að koma fram aftur og aftur með misjafnlega vel heppnaða eða illa heppnaða eftiröpun á engilsaxneskri dægurtón- list? Hvaða tilgangi þjónar þessi keppni, ef hún undirstrikar ekki mismunandi menningu þeirra þjóða, sem þátt taka? Menningarlífið á Íslandi er í senn öflugt og veikt. Það er fjölbreytt og þar er margt vel gert. En þótt bókaútgáfa sé fjölskrúðug selst þorri bóka í ótrúlega litlu upplagi. Morgunblaðið reyndi fyrir nokkrum vikum að fá upplýsingar um raunverulega sölu bóka hér en tókst ekki. Hins vegar eru fleiri og fleiri bækur íslenzkra höfunda gefnar út á erlendum tungumálum, sem sýnir mikinn styrk. Útgáfa hljómdiska er líka mjög fjölbreytt en þegar kíkt er undir yfirborðið kemur í ljós, að út- gefnir diskar seljast í ótrúlega litlu upplagi og það á ekki sízt við um sígilda tónlist. Margir út- gefnir diskar með slíkri tónlist seljast í undir eitt hundrað eintökum. Gefur sú staðreynd einhverja hugmynd um menningarlegan áhuga þjóðarinn- ar? Kenningar um að þjóðernisvitund Íslendinga tengist nú meir náttúru landsins en sögu þess og menningararfleifð eru skemmtilegar og sennilega réttar. En eru ekki í þeim veruleika fólgnar viss- ar hættur fyrir sjálfstæði okkar sem þjóðar? Auðvitað má segja að svo lengi sem þjóðern- isvitundin sé til staðar sé engin hætta á ferðum. Til allrar hamingju sýnast þær kenningar fremur á undanhaldi að það skipti engu máli og sé jafnvel verra að einhver þjóðernisvitund sé til. Af hverju má fólk ekki virða tungu sína, menningu og sögu? Það er óskylt þeim þjóðrembingi, sem einkenndi þýzkumælandi þjóðir á meginlandi Evrópu á fyrri helmingi 20. aldarinnar. Eða þeirri dýrkun bandaríska fánans og ofsatrúar, sem einkennir bandarískt þjóðlíf um of. Það er gömul klisja, að sjálfstæðisbarátta ís- lenzku þjóðarinnar sé eilíf en hún er auðvitað ei- líf. Við erum veikust fyrir á vígstöðvum menning- arinnar. Það er mest hætta á ferðum á vettvangi íslenzkrar tungu. Á þeirri stundu, sem þessi orð eru sett á blað berst ritstjórn Morgunblaðsins bréf þar sem spurt er, hvort texti með mynd á forsíðu blaðsins í dag, laugardag, sé íslenzka. Það má færa rök fyrir því að svo sé ekki, þótt orðin séu íslenzk. Viðbrögð landsmanna vegna vondrar meðferðar íslenzks máls á síðum Morgunblaðsins eru alltaf jafn mikil og hörð eins og umrætt bréf er til marks um. Í því er fólgið mikið aðhald fyrir Morgunblaðið og hið sama á áreiðanlega við um aðra fjölmiðla. Og jafnframt vísbending um að kannski séu varnir tungunnar sterkari en við höldum. Við þurfum alltaf að hafa í huga nauðsyn þess að endurnýja hátíðahöldin 17. júní, þannig að dagurinn verði ekki að föstum vana heldur alltaf nýr og ferskur. Kannski er það m.a. hægt með því að helga þennan dag umræðum um ákveðin álitamál í sjálfstæðismálum okkar Íslendinga og skipuleggja þær umræður þannig að þær nái sem mestri athygli þjóðarinnar. Þau álitamál geta ver- ið bæði stór og smá. Það er t.d. æskilegt að það fari fram skoð- anaskipti á milli viðskiptalífsins og annarra þjóð- félagshópa um það hvers vegna viðskiptalífið hef- ur svona mikla tilhneigingu til að nota erlend heiti t.d. í nöfnum fyrirtækja. Það er líka eftirsóknarvert að fram fari um- ræður á milli háskólanna á Íslandi og umhverfis þeirra um það hvers vegna svo mörg námskeið í háskólum nú til dags eru kennd á ensku. Og það getur verið forvitnilegt að ræða við kynslóð dægurmenningarinnar hvers vegna svo mikill hluti hennar, sem raun ber vitni er fluttur á ensku. Og það getur verið áhugavert að ræða við tals- menn útvarps- og sjónvarpsstöðva um það hvers vegna sumir þulir tali íslenzku með erlendum áherzlum. Þar má t.d. nefna þá, sem kynna dag- skrá Skjás eins með stórundarlegum og eiginlega hlægilegum áherzlum. Allt eru þetta verðug umræðuefni fyrir þjóð, sem vill rækta sjálfstæði sitt og halda því um alla framtíð. Með þessum orðum sendir Morgunblaðið Ís- lendingum árnaðaróskir á þjóðhátíðardaginn. »Einhverjir hafa kannski tilhneigingu til, þegar hér erkomið sögu, að yppta öxlum yfir þeim afrekum fyrri kynslóða Íslendinga. Það sé bara liðin tíð, sem engin ástæða sé til að minnast eða halda í heiðri. En það er alvar- legur misskilningur. Þjóð, sem missir tengslin við rætur sínar, sögu og fortíð er glötuð. Einskis virði. rbréf Ljósmynd/ Benjamín Baldursson Miðnætursólarstemmning í Eyjafjarðarsveit. Akureyri og fjallið Kaldbakur í bakgrunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.