Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ú
t er komin Sverris saga í rit-
röðinni Íslenzk fornrit (30.
bindi); Þorleifur Hauksson
cand. mag. sá um útgáfuna.
Sverris saga er elsta varðveitta
konungasagan og eitt mesta listaverkið í flokki
þeirra sagna. Söguhetjan, Sverrir Sigurðarson
(1151–1202), er einn merkasti konungur sem
ríkt hefur yfir Noregi. Samkvæmt formála
sögunnar er upphaf hennar ritað af Karli Jóns-
syni ábóta á Þingeyrum eftir fyrirsögn Sverris
sjálfs.
Ævi Sverris er mjög óvenjuleg. Hann ólst
upp í Færeyjum þar sem hann lærði til prests
og tók vígslu, en komst svo að því 24 ára gam-
all að hann væri launsonur Sigurðar munns
Noregskonungs. Í kjölfar þess ákvað Sverrir
að ferðast til Noregs og freista gæfunnar. Þar
gerðist hann foringi útlagahóps sem kallaður
var Birkibeinar. Þeir voru fáliðaðir og illa bún-
ir en hertust við hverja raun, og Sverrir sýndi
hvað eftir annað ótrúlega herkænsku. Kon-
ungurinn, Magnús Erlingsson, var mjög vin-
sæll og naut öflugs stuðnings kirkjunnar. Eftir
mikla baráttu tókst Sverri þó að gersigra her
hans og fella hann sjálfan í sjóorrustunni við
Fimreiti 15. júní 1184. Þar með var Sverrir
orðinn einn óumdeildur konungur yfir Noregi.
Hann sat þó ekki lengi á friðarstóli og átti í
höggi bæði við andlegt og veraldlegt höfð-
ingjavald. Sverrir var bannfærður að boði páfa
1194, og því banni var ekki aflétt meðan hann
lifði.
Sverris saga er eitt af stórvirkjum íslenskra
bókmennta. Álit samtímamanna á list og heim-
ildargildi sögunnar birtist í því meðal annars
að allir síðari tíma höfundar Noregskon-
ungasagna, að Snorra Sturlusyni meðtöldum,
ljúka umfjöllun sinni árið 1177, árið þegar
Sverrir gerðist foringi Birkibeina og byrjaði
að brjótast til valda. Sagan er einstaklega blæ-
brigðarík, með tíðum sviðskiptingum og
dramatískri atburðarás. Höfundur hefur gott
auga fyrir hnyttnum tilsvörum og sums staðar
má greina hjá honum nokkuð kaldranalega
kímnigáfu. Persónulýsing konungsins, sem
höfundurinn þekkti af eigin raun samkvæmt
orðum formálans, er ein sú skýrasta og blæ-
brigðaríkasta sem fyrirfinnst í fornum sögum.
Lítill maður og lágur
utan af útskerjum
Sverrir Veggmynd af konungshöfði frá miðöldum sem talið er vera af Sverri Sigurðarsyni.
Sverris saga er elsta varð-
veitta konungasagan og þykir
eitt mesta listaverkið í flokki
þeirra sagna. Nú er komin út
ný útgáfa sögunnar í ritröð Ís-
lenzkra fornrita.
Sverris saga kemur út hjá Hinu íslenzka fornrita-
félagi og er 30. bindi í ritröðinni Íslenzk fornrit.
Bókin er rúmlega 440 síður, og hana prýða mynd-
ir, landakort og ýmsar skrár. Ritstjórar Ís-
lenzkra fornrita eru Jónas Kristjánsson og Þórð-
ur Ingi Guðjónsson.
Þessi kafli er hluti af ræðu Sverris að loknum bardag-
anum við Fimreiti, en ræður Sverris eru ein helsta prýði
sögunnar og eiga sér ekki hliðstæður í fornbókmenntum
okkar.
„[…] Svá hefir ok fram farit hér í landinu at þeir hafa
upp hafizk er ekki váru konunga ættar, svá sem var Er-
lingr jarl, son Kyrpinga-Orms. Hann lét gefa sér jarls
nafn en syni sínum konungs nafn. Síðan drápu þeir niðr
allar konunga ættir, ok engi skyldi kalla sik þeirar ættar,
skyldi hvern drepa. Höfðu þeir með sér it bezta ráðu-
neyti er í var landinu, tóku öll ríki konunganna, þeira er
ættbornir váru til, allt þar til er Guð sendi útan af út-
skerjum einn lítinn mann ok lágan at steypa þeira of-
drambi, en sá maðr var ek. Ekki tókum vér þat af oss
sjálfum, heldr sýndi Guð þat hversu lítit honum var fyrir
at steypa þeira ofdrambi. Ok kømr þar at því sem mælt
er, at sárt bítr soltin lús. Eigi var oss sakleysi við Magnús
konung eða Erling jarl, sem fólk þetta segir at vér
gengim at röngu, ok eigi erum vér svá skammminnigir at
vér munim eigi hvat er af var gört við oss. Fyrst þat er
þeir Björgynjarmenn drápu Sigurð konung, föður minn,
er ættborinn var til þessa lands, en síðan efldu þeir flokk
með Erlingi jarli í mót Hákoni, bróður mínum. Síðan tók
Erlingr bræðr mína ok festi annan upp sem krákuunga,
annarr var högginn. Ok þetta sama, er nú talða ek, má
oss seint fyrnask, ok jafnan hefir þat verit at svá mikil
ánauð hefir á oss legit at miklu væri vér fúsari at skiljask
frá ef eigi sæi vér eymð á fólki váru, eða þeir dróttnaði er
eigi váru til bornir. Nú er þat frelsat, en koma láti þér þó
í staðinn fáheyrðan fjándskap. Þetta mæla sumir: ‘Sigr-
sæll er Sverrir. Vitr er Sverrir.’ Þá er svarat: ‘Hvat er
þat kynligt? Mikit hefir hann til unnit: gefizk fjándanum.’
Sumir segja at ek sjá djöfullinn sjálfr ok kominn af hel-
víti, ok sé hann lauss orðinn, en ek muna nú af orðinn. Þá
hyggið at sjálfum yðr, hverir þér eru. Ef þér segið at Guð
hafi leystan djöfulinn ok sjá ek hann, hvat eru þér þá
nema þrælar djöfulsins ef þér þjónið honum, ok því ves-
alli en allt fólk annat at þér skuluð honum þjóna nú, en
brenna annars heims með honum. Eru eigi þvílíkir hlutir
stórum fólsligir at mæla, ok allra helzt við konung sinn,
at ek muna gefask fjándanum? Fól væri Sverrir þá ef
hann vildi þat til vinna til þessa vesla ríkis er á engarri
stundu er með frelsi, ok þó væri einskis vert at með friði
stæði, en týna þar í mót sálu sinni ok allri hjálpinni. Ok
þat hygg ek ef hér mætti nú sjá hvers manns hug þess er
hér er kominn, ok stæði hverjum horn ór enni er mér
hyggr illa, at margr skyldi þá hér nú knýflóttr fram
ganga. Þat mælir ok barnit er þat gengr út ok hefir stein
í hendi, drepr niðr á grjótit: ‘Hér skyldi höfuð Sverris
undir vera.’ Slíkt kenni þér yðrum börnum. Þat sama
mælir ok griðkonan vesala, hver er hon gengr út af her-
berginu ok hefir vífl í hendi, lýstr á helluna: ‘Hér skyldi
höfuð Sverris undir vera,’ segir hon. En vera má svá at
Sverrir verði sóttdauðr eigi at síðr […]“
Hér skyldi
höfuð Sverris
undir vera
Kaflinn sem hér fer á eftir er hluti af lýsingu á orrustu utan
við Fimreiti í Sogni 1184. Sverrir og Birkibeinar eru þar á
fjórtán skipum innikróaðir „eins og sauðir í kví“ þegar
Magnús konungur siglir inn fjörðinn ásamt liði sínu, svo-
nefndum Heklungum, á 26 skipum.
Birkibeinar reru út frá landi ok þá er þeir sá at floti Magn-
úss konungs renndi at þeim, ok þat annat at fyrir þessum
flota var svá at sjá á sæinn sem þá er stór regn eru í logni.
Þessi skúr leið skjótt yfir, ok var þat örvadrífa; þurfti þá
skjöldu við. Máríusúðin reist langan krók er þeir skyldu snúa
henni, ok áðr en fullsnúit væri út í móti þá renndu saman
skipin. Kómu Magnúss konungs menn fram á hlýrit, ok sló
Máríusúðinni flatri við, en stafnar Magnúss konungs skipa
horfðu at. Lá Skegginn at fremra austrrúmi en þá hvert at
öðru fram sem rúm höfðu. Síðan tóksk þar hörð orrosta ok
mikil. Váru menn Magnúss konungs mjök ákafir, en Birki-
beinar hlífðusk meirr við, ok sveif öllum saman flotanum inn
með ströndinni ok nökkut svá at landi við. Birkibeinum tóksk
ógreitt atlagan í fyrstunni; varð Máríusúðin í milli skipanna
Magnúss konungs. Eftir þetta hljóp Sverrir konungr á bát ok
einn maðr með honum ok reri til skips Eiríks konungssonar,
ok kallaði konungr á þá ok sagði at þeir fóru illa ok ódjarf-
liga, bað þá róa út um it mikla skipit ok leggja þar til er in
smæri skipin væri fyrir ok freista hvat þeir gæti þar at unnit.
Konungr reri milli skipanna ok eggjaði menn sína, sagði
þeim hvar þeir skyldu at leggja, ok urðu Birkibeinar nú vel
við orðum konungs ok lögðu fram djarfliga ok gerðu þá
harða hríð, ok allt slíkt þágu þeir af öðrum. Létu þá hvárir-
tveggju ganga allt þat sem í vápnum var. Konungr reri þá
aftr til skipa sinna, ok var lostit öru í bátstafninn yfir höfði
konungs ok þegar annarri í borðit fyrir knjám honum. Kon-
ungr sat ok brásk ekki við, en sá mælti er konungi fylgði:
„Hættligt skot, herra.“ Konungr svaraði: „Þá kømr nær er
Guð vill.“ Þá sá konungr at svá þykkr var vápnaburðr ok
grjóts yfir Máríusúðina at eigi náði hann uppgöngu á skip
sitt, ok reri hann í braut ok til lands, ok þeir.
Þá lágu þrettán skip á annat borð Máríusúðinni. Heklungar
létu þá ganga skot ok kesjur ok harðsteinagrjót er þeir höfðu
flutt austan ór Skíðunni, ok var þat inn mesti mannsváði.
Þeir köstuðu ok handøxum ok pálstöfum. En eigi bar þá svá
nær at þeir mætti höggum við koma. Birkibeinar hlífðu sér
ok máttu eigi öðru við koma, ok fellu þó margir, en náliga
váru allir sárir af vápnum ok grjóti. Svá váru þeir móðir ok
barðir at þeir váru sumir er annat tveggja höfðu lítit sár eða
ekki ok váru dauðir af erfiði. En fyrir þá sök dvalðisk upp-
gangan Heklunga at þeim var óhægt við at komask er þeir
áttu at sækja á fram um stafninn af skipum sínum, en ef þeir
hefði síbyrt við þá myndu miklu fyrr aðrir hvárir hafa greitt
uppgöngur.
Nú mun þykkja þeim er til hlýða þessar frásagnar sem eigi
verði þessi saga líklig er sagt er frá lykðum orrostu. En þó
skal nú þat inna hvat mest bar til með auðnunni er svá sner-
isk sigrinn sem ólíkligra þótti.
Eiríkr konungsson lagði skip sitt síbyrt við þat er utarst lá
þeira er tengd váru, ok hafði hann þar miklu meira borð. Var
þar allsnörp orrosta. Tóku Heklungar djarfliga í móti. En er
þar hafði verit höggorrosta um hríð urðu Heklungar ofrliði
bornir. Fellu sumir, en sumir eyddu hálfrýmin. Síðan snerusk
Birkibeinar til uppgöngu. Benedictus hét maðr er bar merki
Eiríks konungssonar. Hann gekk upp fyrst ok þeir stafnbúar.
En er Heklungar sá þat sóttu þeir hart í mót ok at þeim ok
drápu Benedictum ok enn fleiri þá er upp höfðu gengit, en
ráku suma ofan aftr. Eftir þetta eggjaði konungsson lið sitt;
ráða þá í annat sinn til uppgöngu ok gátu þá fengit merkit;
sneru þá svá atgönguna at Heklungar hrukku fyrir, ok
hljópu þeir upp á þat skipit er næst þeim lá. En Birkibeinar
sóttu eftir þeim fast, sem jafnan verðr þegar er felmtr eða
flótti kømr á menn í orrostum, at sjaldan verða flóttamenn
góðir aftrhvarfs, þó at allvaskir sé í viðrtökunni. Nú varð hér
minni viðrtakan en á inu fyrra skipinu, ok hljópu allir af ok á
þat skipit er þar var næst ok svá hvert at öðru, en Birkibein-
ar eftir þeim með ópi ok kalli ok mikilli eggjan, hjöggu allt
ok drápu þat er fyrir þeim varð. Ok þá er múgrinn flóttans
geystisk inn á stórskipin þá hljópu menn á kaf af konungs-
skipinu, því at þat lá næst landinu. En önnur fjögur, þau er
stærst váru, sukku niðr undir mannmúginum. Þat var Orms
skip ok Ásbjarnar ok Gestafleyit.
Sverrir konungr var á landi, ok er hann sá þessi tíðendi
gekk hann ofan til bátsins ok með honum Pétr, son Hróa
byskups. Þá reri þar at útan ein skúta, ok ætluðu þeir til
landgöngu. Konungr kallaði á þá ok mælti: „Snúi þér aftr,
því at nú flýja þeir.“ Þeir gerðu nú svá, sneru út aftr ok sá
þá in sömu tíðendi sem fyrr, lustu í árum ok reru út eftir
firði. Pétr mælti til konungs: „Kenndu þér þessa menn,
herra, eða hví mæltu þér svá?“ Konungr svarar: „Myndi eigi
þat eina til at mæla svá, hvárir sem væri?“ Fór konungr þá
þegar út til skips síns, gekk aftr í lyftinguna ok hóf upp
kirjál ok fagnaði sigri sínum. Sungu þetta allir með honum.
Magnús konungr hljóp fyrir borð af skipi sínu ok allt þat
lið er á var þessu skipi. Týndisk þar allr fjölði liðs þeira.
Birkibeinar hljópu á land upp ok tóku við þeim í fjörunni er
til lands leituðu. Kom því lítill fjölði hersins á land. Nökkurar
skútur reru út eftir firðinum ok kómusk svá undan. Birki-
beinar reru út á smábátum ok drápu menn á sundi, en sum-
um gáfu þeir grið. Allir fengu þeir grið er náðu konungs
fundi.
Allir fengu þeir grið
Orrusta Frá Fimreiti í Sogni.