Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • Glæsileg hönnun • Álklæðning og harðviður að hluta • Álklæddir timburgluggar • Húsin þarfnast lágmarksviðhalds • Fullbúin eða skemmra á veg komin að innan Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is Raðhús 3ja–4ra herbergja 96–140 fm Egilsstaðir Reyðarfjörður Til sölu tvær glæsilegar íbúðir, tveggja og þriggja herbergja, á 4. hæð (efstu) í nýinnréttuðu húsi ofarlega við Hverfisgötu. Sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsi, baði og svefnherbergjum. Svalir. Þvottahús inni í íbúðunum. Sameign nýendurnýjuð. Verslanir og skrifstofur á neðstu tveimur hæðunum. Næg bílastæði á baklóð, með inngangi inn í sameign. Nánari upplýsingar í síma 588 7050. Tvær nýinnréttaðar „penthouse“ íbúðir í miðbæ Reykjavíkur Til sölu fasteignafélag Fasteignafélag sem samanstendur af um 800 fm iðnaðar- og þjónustuhúsnæði, staðsettu í austurborginni, og skrifstofu- húsnæði sem staðsett er í Skeifunni. Eignirnar eru allar í leigu. Áhugasamir leggi inn fyrirspurnir á auglýsingadeild Mbl. eða box@mbl.is merktar: "F - 20160" Óskar R. Harðarson hdl. og lögg. fasteignasali, Síðumúli 13, sími 569 7000. Norðurhella - glæsileg nýbygging Til sölu er nýtt glæsilegt 1.600 fm iðnaðarhúsnæði steinsnar frá Vallahverfinu í Hafnarfirði á áberandi stað. Eignin stendur á 3.200 fm lóð og er grunnflötur hússins 1.000 fm og er gert ráð fyrir 626 fm á efri hæð. Eignin getur selst í heilu lagi eða í minni einingum. Stærð bila get- ur verið frá 239 til 332 fm enda- bilum. Frágengin malbikuð lóð. Lofthæðin er frá 4-7,5 metrum. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og skilast með ljósum marmarasalla að utan. Verð á fermetra er kr. 140.000. Afhending er í september - október 2007. Einkasala. 6673 ÞAÐ er talið að árið 1950 hafi hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar verið um 14 milljón tonna. Einnig er talið að á sjötta áratug 20. aldar hafi staða ís- lensku síldarstofnanna, sum- argotssíldarinnar og vorgotsíld- arinnar, verið góð. Afkastageta fiskiskipa til að veiða síld jókst hröðum skrefum um og eftir 1960. Engar takmarkanir voru settar til að vernda síldarstofnanna frá ofveiði. Undir lok sjö- unda áratugarins hrundi norsk-íslenski stofninn og í kjölfarið gátu íslensk skip ekki veitt stofninn í meira en aldarfjórðung. Um svipað leyti er talið að íslensku vorgots- síldinni hafi nánast verið útrýmt og hefur hún ekki verið veidd síðan þá. Jafnframt var gengið svo nærri sumargotssíldinni að árið 1972 var sett á síldveiðibann. Þegar veiðar á þeim stofni voru leyfðar aftur haustið 1975 var veiðum skipa stýrt með aflakvótum. Heild- arkvótanum var skipt jafnt niður á milli þeirra skipa sem veiddu með afkastamestu veiðarfærunum. Þetta hafði í för með sér að of mörg skip voru að stunda veið- arnar og gengið var illa um auð- lindina. Hinn kunni fiskifræðingur Jakob Jakobsson ritaði um þetta vandamál í grein í tímaritið Ægi árið 1979, bls. 191-194. Lokaorð greinarinnar eru þörf áminning til þeirra sem móta fiskveiðistefnu Íslendinga á hverjum tíma: ,,Fram til þessa hefur ríkt ótrú- legt sinnuleysi um mótun fisk- veiðistefnu okkar Íslendinga. Í flestum tilvikum hafa umræður snúist upp í hnútukast ýmissa hagsmunaaðila, landshluta og byggðarlaga. Menn hafa einfald- lega ekki fengist til að ræða auð- lindanýtingu án þess að láta til- finningar og stundarhag hlaupa með sig í gönur. Afleiðingin er stefnuleysi og mikil sóun verð- mæta, sem m.a. birtist í því að í fyrra notuðum við um 170 skip við síldveiðar þótt 1/10 hluti þeirra hefði vel getað fiskað þau 35.000 tonn sem leyfilegt var að veiða.“ Þessi ummæli standast tímans tönn þar sem þau undirstrika eðli opinberrar umræðu um fisk- veiðistjórnun á Íslandi og um mik- ilvægi flotastýringar. Rétt er að fjalla nán- ar um síðarnefnda at- riðið. Hvert fiskiskip og áhöfn þess býr yfir ákveðinni sóknargetu. Erfitt er að mæla þessa getu en augljóst er að frá því að fiski- skip leggur úr höfn og þar til það landar afla sínum getur það veitt mikið. Í grund- vallaratriðum er hægt að takmarka sókn- argetu skipa með tvennu móti. Annars vegar er hægt að hamla gegn því hversu mikla sóknareiginleika það hefur án þess að takmarka það aflamagn sem það má koma með í land og hinsvegar er hægt að takmarka hversu mikið magn af afla því er heimilt að veiða. Fyrrnefnda leið- in, sóknarstýring, hefur þann ókost að ófáir hafa tilhneigingu til að fara í kringum reglur sem ætl- að er að hindra aukinn sóknarmátt fiskiskipa. Af því leiðir að líklegt er í sóknarstýringarkerfi að afli verði mun meiri en áætlað hafði verið. Síðarnefnda leiðin, aflatak- markanir, hefur þann ágalla að erfitt er að fylgjast með hvort fiski er hent í sjóinn og það kann að vera örðugleikum bundið að tryggja að landanir á afla séu í samræmi við landslög. Bæði kerf- in eiga erfitt með að tryggja að afli sé innan fyrirfram ákveðinna marka og sá vandi vex þegar of mörg fiskiskip hafa leyfi til að veiða. Allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar hafa offjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi leitt til þess að of stór fiskiskipafloti hef- ur verið gerður út í samanburði við afrakstursgetu nytjastofna sjávar. Hvert nýtt skip í flotanum olli miklum óhagræðisáhrifum, bæði fyrir eigendur annarra veiði- skipa og fyrir lífríki hafsins. Reynt var að hindra þetta með reglum sem tóku gildi í upphafi árs 1984 þannig að ekki mætti bæta nýju skipi við flotann nema annað fiskiskip svipaðrar stærðar yrði tekið úr rekstri. Frá þessum reglum voru gerðar svo veigamikl- ar undantekningar á fyrstu árum kvótakerfisins að fiskiskipaflotinn hélt áfram að stækka. Árið 1990 mat löggjafinn það svo að nauðsyn bæri til að viðhalda meginreglum um flotastýringu og afnam allar undanþágur frá þeim. Í svoköll- uðum Valdimarsdómi Hæstaréttar í lok árs 1998 var talið að laga- ákvæði sem mörkuðu þessa stefnu löggjafans brytu í bága við jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsisákvæði hennar. Lög- gjafinn brást við dómnum með þeim hætti að allar hömlur voru afnumdar um stærð og afkasta- getu fiskiskipaflotans. Sú skipan hefur verið við lýði síðan þá en þrátt fyrir það hefur skipum fækkað undanfarin ár og hefur það gerst með stoð í reglum um framsal fiskiskipa og veiðiréttar. Óháð því hvaða fiskveiðistjórn- unarkerfi er notað skiptir máli að halda stærð fiskiskipaflotans inn- an æskilegra marka. Of mörg skip með of lítinn veiðirétt auka hætt- una á að gengið sé gegn reglum sem ætlað er að vernda auð- lindina. Afleiðing stefnuleysis í þeim efnum veldur því einnig að fiskveiðar verða óhagkvæmari en ella. Þegar það er fyrirsjáanlegt að afli á næstu árum muni ekki aukast hlýtur að skjóta skökku við ef þeir sem móta stefnuna hafa þá trú að æskilegt sé að fiskiskip séu sem flest og að þau geti afkastað sem mestu. Er flotastýring nauðsynleg? Helgi Áss Grétarsson skrifar um fiskveiðistjórnunarkerfið » Of mörg skip með oflítinn veiðirétt auka hættuna á að fiskveiðar verði ósjálfbærar og óarðbærar. Engin töfra- lausn er til við þeim vanda. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er sérfræðingur við Laga- stofnun HÍ. Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.