Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 51
www.storhus.is sími: 534-2000
Stutt í allar áttir - Hluti af mikilli sögu
VILTU EIGNAST HÓTELÍBÚÐ Í HJARTA KAUPMANNAHAFNAR?
Amager Boulevard
A
m
ag
e
rb
ro
g
ad
e
Chr. Havns Torv
Fyrstir koma fyrstir fá - hafið samband strax!
Með hótelíbúðum -„Business Apartments“ í hjarta Kaupmannahafn-
ar getur þú eignast þitt annað heimili í einni af stórborgum heims-
ins - fyrrverandi höfuðborg Íslands! Stutt er til allra helstu staða
í Kaupmannahöfn - má þar nefna Tívolí, Ráðhússtorgið, Strikið og
Óperuna - allt í göngufæri. Hótelíbúðirnar eru fullbúnar með
sérhönnuðum innréttingum og húsgögnum ásamt öðrum hús-
búnaði. Þannig að hægt er að bjóða, viðskiptavinum, félögum og
vinum í góðan kvöldverð og öllum líður eins og heima hjá sér.
Með kaupum á hótelíbúð eignast þú vinalegan og góðan stað þar
sem þér líður vel og getur haft það huggulegt eins og þér hentar.
Kostirnir eru ótvíræðir hvort sem um vinnuferð eða skemmtiferð er
að ræða. Stutt er í bæinn - í staðinn fyrir langa ferð í úthverfi. Mót-
taka er á hótelinu þar sem hægt er að hittast. Einnig er hægt að fá
sér morgunmat á veitingastaðnum eða kaffibolla úti í sérhönnuðum
fallegum garði.
- Skráðu þig á kynningu 20. júní n.k. kl. 18:00 á storhus@storhus.is.
Kynning verður haldin á Grand Hotel, miðvikudaginn
20. júní 2007, kl. 18:00. Vinsamlegast skráið ykkur
með símtali eða á netfangið storhus@storhus.is.
FASTEIGNASALA
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Hringbraut - glæsileg íbúð
Björt og afar falleg 96 fm hæð í
þessu fallega húsi í miðbænum.
Samliggjandi stofa og borðstofa,
eldhús uppgert í upprunalegum
anda, 2 rúmgóð herbergi og bað-
herbergi. Mikil lofthæð er í íbúðinni
og stórir bogadregnir gluggar fylla
íbúðina birtu. Hús nýviðgert að
utan. Allir gluggar og gler er nýtt,
hljóðvistargler að götu. Eign sem vert er að skoða. Verð 36,9 millj.
Laufásvegur - neðri sérhæð
Glæsileg 108 fm neðri sérhæð í fallegu steinhúsi í Þingholtunum. Hæð-
in er mikið endurnýjuð m.a. gólfefni, innrétting og tæki í eldhúsi,
baðherb. og gestasnyrting, raflagnir o.fl. 2 herb. auk fataherb. og sam-
liggjandi stofur með fallegum útbyggðum bogadregnum gluggum.
Ræktuð lóð. Hús teiknað af Guðjóni Samúelssyni og er friðað að ein-
hverju leyti á ytra byrði. Verð 45,0 millj.
Strandvegur - Sjálandi - Garðabæ
Glæsileg útsýnisíbúð á efstu hæð auk bílskúrs
Glæsileg 123 fm íbúð þ.a. 10,5 fm geymsla á efstu hæð (gengið upp
tvær hæðir) í nýju og glæsilegu litlu fjölbýli auk 23 fm bílskúrs. Vand-
aðar innréttingar frá Brúnás og vönduð eldhústæki. Parket á gólfum,
en baðherb. er flísalagt í gólf og veggi. Suðaustursvalir. Lofthæð er
allt að 4 m. Óhindrað sjávarútsýni. Laus fljótlega. Verð 52,9 millj.
Barðaströnd - Seltjarnarnesi
Mjög fallegt 221 fm tvílyft raðhús
með innbyggðum bílskúr með
glæsilegu útsýni. Eignin skiptist
m.a. í eldhús með nýlegri innrétt-
ingu, stofu, borðstofu, 3-4 svefn-
herbergi og flísalagt baðherbergi.
Stórar um 35 fm svalir út af holi á
efri hæð með glæsilegu útsýni til
Esjunnar, Snæfellsness og víðar. Suðursvalir út af stofu. Gróinn garður
með hellulagðri verönd. Verð 75,0 millj.
Vogaland
Glæsilegt 339 fm einbýlishús á
tveimur hæðum með 30 fm innb.
bílskúr. Eignin skiptist m.a. í stórar
samliggjandi stofur, rúmgóðan sól-
skála, eldhús með búri/vinnuherb.
inn af, 4 svefnherbergi, 1 herb. inn
af stofu, fataherbergi, sjónvarps-
herb. og 2 baðherbergi auk gesta-
w.c. Svalir út af hjónaherb. í austur.
K-gler í gluggum. Falleg ræktuð lóð með mikilli hellulögn og heitum
potti. Hitalagnir í aðkomu að bílskúr og húsi.
Í SJÓNVARPSFRÉTTUM RÚV
12. júní var verið að tala um Íraks-
stríðið. Stjórnarandstaðan hafði
verið með fyrirspurnir á þingi um
hvernig þau mál stæðu, hvort stuðn-
ingur hefði verið afturkallaður,
hvernig þetta væri með harminn. Í
lok fréttarinnar var
talað við Ingibjörgu
utanríkisráðherra og
þá kom í ljós að hún
virtist hafa gengið á
fund sendiherra
Bandaríkjanna og sagt
henni frá þessum
harmi. Ég ætla bara
að vona að sendiherr-
ann hafi ekki sprungið
úr hlátri. Sendiherr-
ann gæti líka hafa
spurt: Hvaða stríð?
Svo flaggaði Ingi-
björg því framaní vél-
arnar að þetta væri í fyrsta sinn
sem íslensk stjórnvöld hörmuðu
stríðið. Ég hugsaði: Bíddu, er eitt-
hvað í sambandi við þetta stríð og
stuðning okkar sem vert er að
monta sig af. Svo er látið með harm-
inn einsog stórkostlegt framfara-
skref. Lengra verður ekki komist.
Okkur finnst þetta ferlega leið-
inlegt.
En það sem var einsog blaut
tuska framaní mig voru lokaorðin
þegar hún kvartaði undan því að
stjórnarandstaðan skildi ekki hvað
hún væri búin að gera mikið í mál-
inu, gott ef ekki uppá eigin spýtur,
og eftir að hafa rakið ferðir sínar til
sendiherrans og harmatölurnar
klykkti hún út með að segja: En
stjórnarandstaðan virðist ekki geta
skilið þetta.
Einsog þetta væri einkastríð
Ingibjargar við stjórnarandstöðuna.
Ingibjörg var svo sannarlega ekki
að tala við mig þarna í sjónvarpinu.
Samt vissi hún að ég lá heima í stofu
að horfa á fréttirnar. Rétt einsog
svo ótal margir. Nei hún var að ríf-
ast við stjórnarandstöðuna um stríð
þarsem saklaust fólk lætur lífið á
hverjum degi og við Ís-
lendingar berum að
hluta til ábyrgð á. Ég
er búin að vera að bíða
eftir hvað þessi rík-
isstjórn myndi gera í
málinu. Ég beið þol-
inmóð meðan þau voru
á Þingvöllum og ég
vonaði, já ég bara von-
aði að stuðningur okk-
ar við þetta stríð yrði
afturkallaður. Mér var
eiginlega sama um allt
annað.
Hvað get ég sagt um
stríð. Mér hefur þótt þetta ómæl-
anlega sárt, ég hef líka verið af-
skaplega reið. Ég hef verið van-
máttug, mig hefur langað að flytja
frá Íslandi, ég hef séð saklaust fólk
deyja í sjónvarpinu, blóðið fljóta,
ringulreiðina, óttann, og þetta er
svo lítill heimur að vinkona mömmu
dó í loftárás ásamt börnum sínum.
Það eru fjögur ár síðan og þau eru
enn að deyja.
Ég hef líka óttast um börn mín,
tengdabörn og barnabörn þegar þau
fljúga til eða frá Íslandi. Og finnist
einhverjum það drama bendi ég á
það sem gerðist í Englandi og á
Spáni. Og nota bene: Spánverjar
sögðu sig úr stríðinu. Þeir litu ekki
á þetta sem sögulega staðreynd svo
notuð séu orð Geirs og Ingibjargar.
Þessvegna hljóma þessi orð Ingi-
bjargar: „Stjórnarandstaðan virðist
ekki geta skilið þetta“ einsog úr fíla-
beinsturni. Ég spyr: Er heimurinn
Alþingi. Er Ingibjörg Þingvellir.
Hún hefði átt að segja: „Þær fjöl-
mörgu íslensku mæður sem hafa
fundið til með fórnarlömbum Íraks-
stríðsins og óttast um eigin börn
virðast bara ekki geta skilið þetta.“
Ég hef nefnilega ekki skilið þetta.
Og ég skil ekki að flokkur sem gefur
sig út fyrir að vera jafnaðarmanna-
flokkur láti það fari svona í taug-
arnar á sér að einhver hafi áhuga á
stríðinu hans. Og ég skil ekki heldur
að þessi sami flokkur skuli ekki af-
segja stuðning með öllu.
Ef ekki er hægt að afsegja stuðn-
inginn, get ég þá fengið að vita það?
Og afhverju er það ekki hægt?
Því ég vil benda á að ef það er
ekki hægt þá er þessi harmur tvö-
föld skilaboð. Ef ég harma eitthvað
liggur beinast við að koma sér út úr
því.
Tvöföld skilaboð eru hættuleg en
það þarf vart að taka fram.
Stuðningur fyrri ríkisstjórnar við
Íraksstríðið var glæpur en þessi
harmur er um það bil að verða
hlægilegur.
Nú er bara að vona að þau springi
ekki úr harminum Þingvallaparið.
Einkastríð Ingibjargar
Elísabet Kristín Jökuls-
dóttir skrifar um ummæli
utanríkisráðherra varðandi
Íraksstríðið
» Það er einsog þettasé einkastríð Ingi-
bjargar við stjórnarand-
stöðuna.
Elísabet Jökulsdóttir
Höfundur er rithöfundur.
Fréttir í tölvupósti