Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 56

Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 56
56 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SJÁVARLÓÐ Á ARNARNESI Til sölu er fallegt 360 fm einbýlishús á 1700 fm sjávarlóð á sunnanverðu Arnarnesi. Glæsilegt útsýni. Stórar stofur, verönd og arinn úti og inni. Tvöfaldur bílskúr. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Strandvegur - m.bílskýli Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Glæsileg 118 fm íbúð + bílskýli á frá- bærum stað við Strandveg í Garðabæ. Frá íbúðinni er óhindrað sjávarútsýni yfir hraunið, sem er friðað. Húsið var byggt árið 2004 og er lyftuhús. Eignin skiptist í hol, þvottahús, eldhús, tvö herbergi, opið sjónvarpsherbergi (sem auðvelt er að breyta í herbergi) og baðherbergi. Sérgeymsla í kjallara og stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er öll hin vandaðasta og með fallegum gólf- efnum, stórum gluggum og vönduðum innréttingum. V. 47,0 m. 6784 MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Jó- hanni G. Jóhannssyni, sviðsstjóra Fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs: „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef- ur vakið athygli í fjölmiðlum og víð- ar með því að kenna Íbúðalánasjóði um aukna þenslu og ójafnvægi ís- lensks efnahagskerfis og með því að halda því fram að sjóðurinn beri ábyrgð á háum skammtímavöxtum hér á landi. Jafnframt er mælt með því að hámarkslán og lánshlutfall verði tafarlaust lækkað og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd. Ályktanir og niðurstöður Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vekja furðu og benda, í besta falli, til þess að mis- brestur hafi verið í upplýsingaöflun sérfræðinga sjóðsins hér á landi. Þó ber þess að geta að skoðun þeirra um að breyta Íbúðalánasjóði eða leggja hann niður er ekki ný af nálinni. Í ljósi umræðunnar síðustu daga er rétt að draga fram nokkrar stað- reyndir málsins, með hliðsjón af greinargerð og niðurstöðum sér- fræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins. Samband nafnvaxta og verðtryggðra vaxta Hér á landi er skuldabréfamark- aður að mörgu leyti ólíkur því sem tíðkast annars staðar. Sérstaða ís- lensks skuldabréfamarkaðar er verðtryggð skuldabréf. Þau eru yf- irleitt gefin út til langs tíma en óverðtryggð skuldabréf til skamms tíma. Oft er ósamræmi í þróun nafn- vaxta og verðtryggðra vaxta sem og í þróun langtíma og skammtíma vaxta. Eðli þeirra er ólíkt og það er oft neikvæð fylgni á milli verðbólgu og verðtryggðra vaxta en jákvæð tengsl milli nafnvaxta og verð- bólgu. Þróun skammtímavaxta stjórn- ast mikið af stöðu hagkerfisins í viðkomandi landi. Vaxtaferillinn hér á landi liggur niður á við eins og í mörgum öðrum löndum þar sem hagvöxtur er mik- ill, þ.e.a.s. vextirnir eru lægri eftir því sem lánið er til lengri tíma. Íbúðalánasjóður gefur út verð- tryggð langtímabréf og veitir veð- lán í samræmi við það. Tengslin milli bréfa sjóðsins og útlánavaxta hafa litla fylgni við skammtím- anafnvexti, sem eru grunnvextir og helsta hagstjórnartæki Seðlabanka Íslands. Því getur reynst erfitt fyr- ir Seðlabankann að berjast gegn verðbólgu með nafnvöxtum við þessar aðstæður þegar almenn- ingur fjármagnar íbúðakaup sín með langtímalánum á verð- tryggðum vöxtum sem eru lægri en skammtíma nafnvextir. Ábend- ingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ættu því frekar að beinast að sam- bandi verðtryggðra langtímavaxta og skammtímanafnvaxta en að stöðu Íbúðalánasjóðs. Fjármögnun og útlánavextir byggjast á markaðskjörum á hverjum tíma Útlánavextir Íbúðalánasjóðs byggjast á fjármögnunarvöxtum sjóðsins. Ferlið er gagnsætt þar sem fjármögnunarvextirnir eru markaðsvextir íbúðabréfanna. Sjóðurinn bætir svo 0,45% álagi of- an á vextina. Áætlað er að rík- isábyrgð íbúðabréfa lækki mark- aðsvexti þeirra um 0,15-0,20%. Þar af leiðandi væru útlánsvextir Íbúðalánasjóðs hærri sem því nem- ur ef ábyrgðin væri ekki til staðar. Það er deginum ljósara að 0,15- 0,20% hærri vextir hefðu engu breytt í stríðinu við verðbólguna hér á landi undanfarin þrjú ár. Útlán Íbúðalánasjóðs til heim- ila hafa dregist saman Síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst 2004 hafa ný útlán þeirra numið yfir 400 milljörðum króna. Ný útlán Íbúða- lánasjóðs hafa verið 160 milljarðar á sama tíma. Ef uppgreiðslur á lán- um Íbúðalánasjóðs upp á 240 millj- arða króna eru teknar með eru nettóútlán Íbúðalánasjóðs raunar neikvæð um 80 milljarða. Þessar tölur gera ekki ráð fyrir lánum bankanna í erlendum gjaldeyri, en eins fram kemur hjá Seðlabanka Íslands hafa slík lán aukist gríð- arlega á þessu ári og nema nú um 80 milljörðum króna. Með þessar tölur og almennar hagfræðikenn- ingar í huga er erfitt að sjá hvernig hægt er að kenna Íbúðalánasjóði um aukna þenslu með tilheyrandi verðbólgu. Meðallánsupphæð og lánshlutfall lágt Meðallán Íbúðalánasjóðs er rúm- lega 9 milljónir króna þó að há- markslánsfjárhæð sé 18 milljónir. Ef hámarkslán Íbúðalánasjóðs hefði hækkað í samræmi við hækk- un íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð- inu ætti hámarkslánið nú að vera yfir 24 milljónir króna, en ekki 18 milljónir. Ekki er lánað meira en sem nem- ur 90% af kaupverði og aldrei um- fram brunamótamat, sem yfirleitt er mun lægra en markaðsverð á höfuðborgarsvæðinu. Í raun geta því tiltölulega fáir á höfuðborg- arsvæðinu tekið hámarkslán sjóðs- ins vegna þessara takmarkana. Fyrstu fjóra mánuði ársins veitti sjóðurinn einungis 40 lán á höf- uðborgarsvæðinu þar sem há- markshlutfalli var náð. Bankarnir setja yfirleitt ekki slíkar takmarkanir og lán í sam- ræmi við markaðsvirði eigna. Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs er að meðaltali um 55% og lánshlutfall nýrra lána er um 60%. Þetta er mun lægra hlutfall en hjá bönk- unum. Hækkun lánshlutfalls Íbúðalána- sjóðs hefur því nánast engin áhrif á þenslu, ólíkt stórauknum lánveit- ingum bankanna til heimilanna í erlendri mynt. Ef litið er á með- allánsupphæð og meðallánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði er erfitt að sjá hvernig Alþjóða gjaldeyrissjóð- urinn getur komist að þeirri nið- urstöðu að lækka beri hámarks- lánsfjárhæð og lánshlutfall Íbúðalánasjóðs. Alþjóða gjaldeyr- issjóðurinn – Vanþekking og rangfærslur GREINARGERÐ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.