Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 57
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi
Austurvegi 3 - 800 Selfossi
sími 480 2900 - www.log.is
Löggiltir fasteignasalar:
Ólafur Björnsson hrl.
Sigurður Sigurjónsson hrl. og
Christiane L. Bahner hdl.
Hótel Höfðabrekka ásamt jörðinni Höfðabrekku í Mýrdal er ein af glæsilegustu og best búnu ferða-
þjónustubýlum á landinu. Í næsta nágrenni eru einstakar náttúruperlur s.s. Reynisfjara og Reynis-
drangar, Mýrdalsjökull og Þakgil. Jörðin er um 4.700 ha. Húsakostur er góður og telur m.a. fimm gisti-
hús með 62 tveggja manna herbergi, stórt veitingahús, veitingasali, starfsmannahús, þvottahús, bað-
hús, þrjú stór íbúðarhús auk hesthúss, verkstæðis og annarra útihúsa. Borhola gefur af sér 14 sek-
úndulítra af 39°C sjálfrennandi heitu vatni. Veiði í Kerlingardalsá. Vikurnámur.
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Hótel Höfðabrekka
Rangárstígur 3, Rangárþing ytra
Um er að ræða 42,2 fm sumarhús sem
stendur á 1.900 fm eignarlóð á bökkum
Ytri-Rangár. Stutt er á Hellu og er bústað-
urinn göngufæri frá Hellu. Verð 9,9 m
Fallegt útsýni er frá bústaðnum m.a. niður
með ánni og yfir að Gaddstaðaflötum.
Húsið er byggt árið 1990 úr timbri. Eignin
telur forstofu með skáp, baðherbergi með
sturtuklefa, þrjú svefnherbergi stofu og
eldhús.
Suður-Götur og Norður-Götur,
Mýrdalshreppi
Um er að ræða jarðirnar Suður- og Norður-
Götur í Mýrdalshreppi sem eru staðsettar í
skjólríkri kvos með mikla möguleika til úti-
vistar, sem og fallegum gönguleiðum inn
eftir Hvammsgili. Bærinn nýtur kvöldsólar-
innar. Stærð jarðanna er um 330 ha. Land-
ið liggur að Hvammsá. Á jörðunum er m.a.
120 fm íbúðarhús, 124 fm skemma, fjós og
sambyggð hlaða og nokkur fjárhús.
357 fm einbýlishús á Arnarnesi á glæsilegri 1.681 fm
sjávarlóð á móti suðvestri. Eignin skiptist í forstofu, gesta-
snyrtingu, hol, samliggjandi stofur með gólfsíðum glugg-
um, 4-5 herbergi auk fataherbergis, rúmgott eldhús, búr
og þvottaherbergi inn af eldhúsi og tvö stór baðherbergi.
Útgangur á verönd til suðvesturs úr holi og hjónaher-
bergi. Tvöfaldur 57 fm innb. bílskúr.
Gríðarlega góð staðsetning á kyrrlátum stað með
frábæru útsýni út á sjóinn, að jökli og víðar.
Verð: tilboð.
Mávanes - Garðabæ
Einbýlishús á sjávarlóð
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Íbúðalánasjóðir og opinber af-
skipti af íbúðalánamarkaði
Íbúðalánasjóður er ekki eini
sjóðurinn í heiminum sem lánar til
fjármögnunar íbúðarhúsnæðis með
stuðningi eða atbeina stjórnvalda. Í
þessu sambandi nægir að nefna
Fannie Mae og Freddie Mac í
Bandaríkjunum og SBAB í Svíþjóð.
Öflun íbúðarhúsnæðis á bestu
mögulegum kjörum, óháð efnahag
og búsetu, er einfaldlega mikilvægt
mál, sem stjórnvöld láta sig varða
víðar en hér á landi. Þannig má við-
halda samkeppni á íbúðalánamark-
aði og forðast markaðsbresti.
Ábyrgð og hæfni
innlendra fjölmiðla
Flestir innlendir fjölmiðlar hafa
tekið ábendingum Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins sem heilögum sann-
leika og ekki reynt að kryfja þær
til mergjar. Vekur það spurningar
um hæfni íslenskra fjölmiðla til að
fjalla fagmannlega um mál af þessu
tagi. Í ljósi sögunnar er ljóst að
þeir hafa farið offari í garð Íbúða-
lánasjóðs og slegið upp fyr-
irsögnum og greinum sem hafa
verið fjarri öllum raunveruleika.
Má þar sem dæmi nefna forsíð-
ugrein í Morgunblaðinu í desember
2004 þar sem fullyrt var að Íbúða-
lánasjóður gæti komist í þrot.
Einnig má gagnrýna fjölmiðla
fyrir að leita ekki eftir skoðunum
eða viðbrögðum frá Íbúðalánasjóði.
Talað er um sjóðinn en ekki við for-
svarsmenn hans þegar veigamikil
mál hefur borið á góma. Því hafa
rangfærslur um sjóðinn verið al-
gengar í fjölmiðlum.
Trúverðugleiki
Samtaka atvinnulífsins
Í júlí 2005 birtist grein á heima-
síðu Samtaka atvinnulífsins þar
sem sagt var að Íbúðalánasjóður
hefði tapað 15 milljörðum króna og
næmi það meira en öllu eigin fé
sjóðsins.
Þegar samtökin réðust svo ný-
verið aftur á Íbúðalánasjóð, með
sambærilegum rökum og Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn beitir fyrir sig,
vakna óneitanlega grunsemdir um
að samtökin séu að sinna hags-
munagæslu í stað þess að taka þátt
í málefnalegri umræðu.
Niðurstöður Alþjóða gjaldeyr-
issjóðsins eru ekki í nokkru sam-
ræmi við staðreyndir sem hér hafa
verið raktar. Þær byggjast, að
mínu mati, á misskilningi og van-
kunnáttu um þennan málaflokk hér
á landi.
Íbúðalánasjóður getur ekki borið
ábyrgð á auknum útlánum bank-
anna til heimilanna.
Þessi útlán bankastofnana hafa
nær þrefaldast og aukist um 500
milljarða króna síðastliðin þrjú ár.
Þar af tengjast yfir 400 milljarðar
fasteignakaupum. Eru þá ótalin
gjaldeyrislán bankanna. Á sama
tíma hafa útlán Íbúðalánasjóðs
dregist saman um nærri því fimmt-
ung.
Krafa um að Íbúðalánasjóður
lækki umsvifalaust hámarkslán sín
og veðhlutföll er undarleg enda
hafa útlán sjóðsins verið hófleg og
langt undir hámörkum. Það sýnir
ábyrgð Íbúðalánasjóðs og skapar
ekki þenslu nema síður sé.
Óskiljanlegt er að kenna Íbúða-
lánasjóði um of háa skamm-
tímavexti og lítt virka peninga-
málastefnu. Íbúðakaup eru
venjulega fjármögnuð með lánum á
langtímavöxtum sem eru heldur
lægri en skammtímavextir. Halli
vaxtaferilsins byggist á væntingum
markaðarins og speglar efnahags-
ástandið í hverju landi. Íbúðalána-
sjóður hefur hins vegar ekkert með
það að gera.
Menn geta haft ýmsar skoðanir á
hvernig þessum málum verður best
fyrir komið. Staðreyndum um
Íbúðalánasjóð verður hins vegar
ekki breytt. Rangfærslur og afbak-
anir verða ekki notaðar til að rök-
styðja að þensla og árangurslítil
peningamálastefna sé Íbúðalána-
sjóði að kenna.“
Nafnvaxtaferill m.v. 4,1% verðbólguálag á ávöxtunarkröfu íbúðabréfa
0,00%
2,00%
4,00%
6,00%
8,00%
10,00%
12,00%
14,00%
16,00%
0,00 5,00 10,00 15,00 20,00 25,00 30,00 35,00 40,00
Ár
V
ex
ti
r
Myndin sýnir vaxtaferil í íslenskum krónum þar sem skammtímavextir eru um
6% hærri en langtímavextir. Íbúðalán hér á landi eru yfirleitt til langs tíma.
Þróun skulda heimilanna
Þróun skulda heimilanna
0
250
500
750
1000
1.6.2004 31.12.2005 31.3.2007
U
p
p
h
æ
ð
(
m
a.
IS
K
)
Bankar og sparisjóðir
Íbúðalánasjóður
Heildarskuldir heimila
Skuldir heimila (ma. ISK) 1.6.2004 31.12.2005 31.3.2007 Br. frá 1.6.2004
Bankar og sparisjóðir 192,6 544,4 745,6 287%
Íbúðalánasjóður 410 317 339,1 -17%
Heildarskuldir heimila 602,6 861,4 1084,7 80%
Myndin og taflan sýna þróun skulda heimilanna síðust þrjú ár. Útlán bankastofnana til
heimila hafa nærri þrefaldast á sama tíma og útlán Íbúðalánasjóðs til heimila hafa dregist
saman um tæplega fimmtung á tímabilinu.
Fréttir í tölvupósti