Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 63 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN J. EYRBEKK, sem andaðist á Dalbæ, Dalvík, miðvikudaginn 6. júní, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13:30. Stefán Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir, Davíð Stefánsson, Vilborg Björgvinsdóttir, Anna Lísa Stefánsdóttir, Magnús Jónasson, Sigrún Stefánsdóttir, Sveinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Petrea Kristjánsdóttir, Hringbraut 50, áður til heimilis á Melabraut 24, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðríður Þórðardóttir, Guðmundur Guðnason, Sigríður Þórðardóttir, Tómas Kristinn Þórðarson, Ásta Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, GUÐMUNDAR ÞÓRIS EINARSSONAR, Sléttuvegi 21, áður Háaleitisbraut 56. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans í Fossvogi og starfsfólks Fríðuhúss við Austurbrún. Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Örn Búason, Þórunn Sighvats, Elsa Hrönn Búadóttir, Sigurður Jónasson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Jón Hrafn Jónsson, Einar Már Guðmundsson, Jóna Hálfdánardóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Heiðar F. Jónsson, Hafdís Björk Guðmundsdóttir, Jóhann Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL HALLDÓRSSON útgerðarmaður, Vík, Bakkafirði, lést í Sundabúð 11. júní. Útför hans fer fram frá Skeggjastaðakirkju mánudaginn 18. júní kl. 14. Guðrún Margrét Árnadóttir, Reynir Njálsson, Sigþrúður Rögnvaldsdóttir, Halldór Njálsson, Brynhildur Óladóttir, Hilma Hrönn Njálsdóttir, Áki Guðmundsson, Árni Bragi Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Fósturfaðir okkar, JÓN EGILL FERDINANDSSON, Snorrabraut 58, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. júní. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki og hjúkrunarfólki í Furugerði 1 og á Droplaugarstöðum er þökkuð hlýleg umönnun. Sérstakar þakkir eru færðar Guðrúnu Jónasardóttur. Ingi Sverrir Gunnarsson, Bryndís Valbjarnardóttir. að starfa með og kynnast Þórhildi er- um betri manneskjur á eftir. Því hvað sem á dundi var Þórhildur jákvæð, raunagóð og skynsöm og var því gott að leita ráða hjá henni. Við færum Magnúsi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um frá- bæra eiginkonu, móður, tengdamóð- ur og ömmu ylja ykkur á sorgar- stundu. F.h. Mozartkúlna, Bjarndís Lárusdóttir. Nú er Systa mín gengin inn í him- ininn eftir erfið veikindi. Ég kynntist henni fyrir meira en hálfri öld, þegar við fluttum á Starhagann, í næsta hús við hana og fjölskyldu hennar. Maja systir mín og hún urðu fljótt miklar vinkonur, enda líkar. Þær voru báðar glaðlyndar, hugrakkar og elskuðu dýr. Herbergisgluggarnir þeirra stóðust á og þar voru sendibréf með þeirra innstu leyndarmálum dregin á milli á böndum og talað saman lengi fram eftir í áður óséð símakerfi, sem lagt var á milli glugga og Gunnar pabbi Systu keypti handa þeim í út- löndum. Þær komu sér líka upp all- stóru kanínubúi, sem leiddi af sér ým- is ævintýri svo sem mikinn eltingarleik við kanínuþjófa út í Skerjafjörð með viðeigandi köllum og hrópum af öllum tröppum og svölum í hverfinu. Starhaginn var á þessum tíma al- gjör paradís fyrir börn. Þetta var ein- hvers konar blanda af sveit og borg, með fjárhúsi, hlöðu, fjósi, hænsna- húsi, skreiðarvinnslu og sútun, svo eitthvað sé nefnt. Systa og Maja voru oft með mig í eftirdragi, fastagestir í fjósinu og fjárhúsunum einkum um sauðburðinn en okkur fannst fátt meira spennandi en að fá að gefa heimalningunum að drekka úr pela. Ég sé Systu alltaf fyrir mér bros- andi á hraðferð. Hún þeyttist ýmist um á Vespunni sinni eða keyrði bíla nokkuð hratt stýrandi af miklu öryggi með vísifingri annarrar handar. Svo hitti hún Magga sinn, stóru ástina í lífi sínu. Alveg frá fyrstu kynnum hafa þau sagt nafn hvors annars þannig að það hljómaði eins og enginn annar í veröldinni héti Maggi eða Systa. Maggi, Valli, Vala, makar þeirra og barnabörn voru miðjan í lífi Systu og hún ljómaði, þegar hún talaði um þau. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og fylgdist af kærleika með systkin- um sínum og þeirra fólki en hún var eins og önnur mamma Árna, þegar hann var barn. Við vinir hennar nut- um líka góðs af gleði hennar og kær- leika en vilji hennar til að hjálpa og bæta náði langt út fyrir fjölskyldu og vini, sem sést best af því óeigingjarna starfi, sem hún vann fyrir ýmis fé- lagasamtök. Frá því að hún veiktist höfum við átt aðra og líklega nánari samfylgd en nokkurn tímann fyrr. Fyrir það vilj- um við í bænahópnum þakka henni sérstaklega. Það hefur verið stök gleði og heiður að fá að fylgjast með styrk hennar, hugrekki, trú, kær- leika, þakklæti, umhyggju fyrir sín- um nánustu og þeirri miklu blessun sem henni hefur fylgt. Að leiðarlokum þakka ég Systu samfylgdina en ég veit að hún er nú alheil, umvafin ljósi og kærleika. Ég bið góðan Guð að styrkja Magga, Valla, Völu, Silju, Óla, Hildi Evu, Gunnar Inga, Stebba, Völu syst- ur, Gunnar, Árna, mágafólkið og systkinabörnin og leyfa þeim að ylja sér við yndislegar minningar um ein- staka, kærleiksríka og glaða konu, sem var afar þakklát fyrir að hafa átt þau. Ingibjörg (Ibba). Sönn vinátta fæst ekki keypt og henni granda hvorki mölur né ryð. Slík vinátta gefur og þiggur, huggar og samgleðst. Hún er alltaf til staðar bæði í sorg og í gleði. Slíkrar vináttu hef ég notið í þau 45 ár sem liðin eru síðan ég kynntist fyrst Þórhildi Mörtu Gunnarsdóttur, eða Systu, eins og hún var alltaf kölluð af fjöl- skyldu og vinum. Þau eru þung sporin sem ég geng með þessari hjartkæru vinkonu minni í dag, en ég trúi því að þau séu bara byrjun á einhverju ynd- islegra, sem mér er ennþá hulið, en hún hefur nú fengið að upplifa. Við vinkonurnar komum úr gjör- ólíku umhverfi, en vorum frá fyrsta degi eins og við hefðum alltaf þekkst. Líf okkar varð svo samofið, að við unnum á sama stað; við áttum kær- asta sem voru bestu vinir; við fjögur ferðuðumst um landið okkar við hvert tækifæri sem gafst; við giftum okkur með mánaðar millibili; við fylgdum mönnum okkar í nám erlendis, við til Óslóar þau til Gautaborgar. Sú vega- lengd hindraði ekki tíðar heimsóknir, því hvað er smá vegarspotti á milli vina? Seinna hjálpuðumst við að í hús- byggingum og börnin okkar áttu at- hvarf á báðum heimilum. Við Systa vorum báðar miklar fé- lagsverur og studdum okkar menn í JC-hreyfingunni, en fannst heldur dauft að fá bara að hita kaffi og baka. Við vildum meira. Við vildum fá þá þjálfun sem hreyfingin bauð upp á og það varð því úr að við settumst í stjórn þegar fyrsta JC-félagið ein- göngu skipað konum var stofnað á Ís- landi, JC Vík. Eitt af fyrstu forvarn- arverkefnum á Íslandi varðandi börn í umferðinni var unnið þetta fyrsta ár JC Víkur og muna eflaust margir eft- ir límmiðanum „Á eftir bolta kemur barn“. Þetta slagorð fæddist þegar við stöllurnar vorum í bíl saman á leið til Hafnarfjarðar. Börn, tengdabörn og barnabörn komu til sögunnar. Glaðst var við fæð- ingar, skírnir, fermingar, útskriftir og brúðkaup. Stundirnar sem við Systa hittumst voru ekki alltaf eins margar eða lang- ar og við hefðum kosið, en óspart var síminn notaður og ef eitthvað bjátaði á áttum við vísa öxl til að halla okkar á og eyru sem hlustuðu í fyllsta trúnaði. Þessir vinafundir voru gæðatími og alltaf var eins og við hefðum hist „í gær“. Mér finnst svo ofur stutt síðan við settumst niður og ákváðum að leggj- ast aftur í ferðalög þegar Maggi hætti að kenna. Það varð að vera utan sum- artíma, því bústaðalífsins vildum við njóta að sumrinu. En þó við gerum áætlanir þá ráðum við litlu. Fyrir tæpum 3 árum kom reiðarslagið, Systa greindist með illkynja sjúkdóm, sem nú hefur lagt hana að velli. Hún barðist hetjulega og vann ótal orust- ur. Hún naut þess að vera við brúð- kaup Völu dóttur sinnar og Óla í fyrrasumar; að aðstoða Hildi sonar- dóttur sína við próflestur í vor og að vera viðstödd fermingu Gunnars Inga, sonarsonar síns, fyrir mánuði. Ég og öll mín fjölskylda kveðjum þessa hugprúðu og glæsilegu vinkonu og þökkum henni samfylgdina og all- ar yndislegu stundirnar gegnum árin. Hugurinn dvelur hjá fjölskyldunni, sem misst hefur stólpann sinn. Elsku Maggi, Valli, Vala, tengdabörn og barnabörn, Stefán, Gunnar, Vala G. og Árni, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja í gegnum þessa þraut. Hvíl þú í friði, elsku Systa mín, og hafðu hjartans þökk fyrir allt. Ragnheiður K. Karlsdóttir (Ragga). Hve hratt flýgur stund. Systa mín hefur kvatt þennan heim, og gistir nú æðri tilveru. Hún var sannarlega ein- stök kona, uppörvandi og gefandi við allar aðstæður. Geislandi lífsgleði og sálarstyrkur einkenndi Systu. Hún hafði mannbætandi áhrif með já- kvæðu viðhorfi til lífsins. Systa var elskuð og virt af vinum og ástvinum, þannig persóna var hún. Hún er ein af perlunum í sjóðnum mínum. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Maggi, Valli, Vala og fjöl- skylda. Þið eigið dýrmætan minn- ingasjóð. Megi Guð sefa tregann. Innileg samúðarkveðja. Sigríður Ragnarsdóttir. Kynni okkar af Þórhildi, eða Systu eins og við fengum að nefna hana, ná allt til ársins 1975 og þátttöku í JC hreyfingunni. Það er margt gott fólk sem við kynnumst gegnum einstök verkefni og stjórnarstörf eða atvinnu en fáir sem verða nánir ferðafélagar ævilangt. Sá grunnur er venjulega lagður í jafningjahópnum sem verður til í unglingaskóla og eftir tvítugsald- urinn er slíkt aðgengi ekki eins al- gengt. Árin liðu og JC hreyfingin var opn- uð fyrir konum og JC Vík var stofnuð 1978. Þar valdist hún til forseta fyrsta starfsárið. Hún varð líka fyrsta konan til að verða ævifélagi með alheims- númerið 30776. Þá sat hún í land- stjórn JC Íslands árið 1980-81 fyrst kvenna og árið 1983 var hún sérstak- ur aðstoðarmaður Andrésar B. Sig- urðssonar, framkvæmdavaraforseta í alþjóðahreyfingunni, sem var með N- Ameríkusvæðið. Þannig hlóðust félagsstörf á þessa ágætu konu og ekki var það kven- remba, háværar kröfur, framapot eða neitt slíkt sem þykir mjög í tízku í dag heldur var á þessum tíma fólk metið af framlagi og getu í hreyfingunni. Það var ekki búið að finna upp jafn- réttistal og kynjakvóta. Þarna réðu mannkostir. Hún var vel studd af fjöl- skyldu sinni og skilaði ávallt sínum verkum af stakri prýði, smekkvísi og alúð. Það var ekki oft sem hún skipti skapi en hún gat verið ákveðin og föst fyrir. Hún var ráðagóð en ekki af- skiptasöm og það var gott að leita til hennar í smiðju. Þegar Austurbakki hf. fór á hlutabréfamarkað árið 2000 var það eitt fárra fyrirtækja sem tefldi fram konu úr viðskiptalífinu í aðalstjórn. Þórhildur varð fyrir valinu og var ein af aðeins sjö konum starf- andi í stjórnum fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Hún var alin upp við fyrirtækjarekstur, átti sinn eigin rekstur og skildi gildi þess að senda jákvæð og góð skilaboð út í samfélagið. Einhvern tíma kom hún aðvífandi niður í vinnu og tjáði mér að hún væri búin að taka að sér fyrir Lionshreyf- inguna að fylla gám af hjúkrunar- gögnum sem þættu ekki henta á Ís- landi en væri not fyrir í Póllandi. Það var tekið hraustlega til á lagernum og haft samband við aðra innflytjendur og birgðastöð Ríksispítalanna og verkið var unnið með hraði og gám- urinn burt. Hlutirnir voru fram- kvæmdir á þeim bænum! Þannig lagði hún fjölda góðra mála lið auk þess að vera góður og eftir- sóttur leiðbeinandi á námskeiðum. Við getum ekki annað en hugsað hlýlega til ánægjulegra samveru- stunda með fjölskyldunni á erlendum JC þingum, í heimsókn til þeirra í lítið sumarhús í Angelholm eitt sumarið, góðar stundir við Þingvallavatn og ár- lega samverustunda með Andrési og Höllu þar sem matargerðarlist var í hávegum höfð. Við fengum stóran skerf af Þórhildi á lífsleiðinni en mikið vill alltaf meira og svo er um okkur og hennar verður sárt saknað. Magnúsi, börnunum Valgeir og eiginkonu hans Silju og barnabörn- unum tveim svo og Valgerði og Óla Rafni sendum við samúðarkveðjur er við kveðjum konu sem hefur markað spor í íslenskt samfélag í þróun þess fram á við. Hennar líf var ekki til einskis. Árni Þór og Guðbjörg.  Fleiri minningargreinar um Þór- hildi Mörtu Gunnarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.