Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 17.06.2007, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919                          ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, KLEMENTÍNA MARGRÉT KLEMENZDÓTTIR, Hagamel 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 19. júní kl. 15.00. Margrét Björgvinsdóttir, Þráinn Viggósson, Magdalena Björgvinsdóttir, Kolbrún Björgvinsdóttir, Dröfn Björgvinsdóttir, Þorgeir Jónsson, Mjöll Björgvinsdóttir, Ólafur Stefánsson, Drífa Björgvinsdóttir, Benedikt Þ. Gröndal, Hrönn Björgvinsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, STEINAR RAGNARSSON prentsmiður, Eskihlíð 10a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13.00. Katrín K. Söebech, Kristján, Katrín, Alexander, Haukur Þór, Ari Már, Theodór Árni og fjölskyldur. ✝ Ástkær dóttir mín, systir og mágkona, ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR, Stuðlaseli 2, áður Kleppsvegi 62, Reykjavík, er lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Klara Vemundsdóttir, Hafsteinn Ársæll Ársælsson, Sigrún J. Jónsdóttir, Unnur S. Jónsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR HELGI ATLASON fyrrv. yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Blindrafélag Íslands og Félag krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Einar Steingrímsson, Steinunn Halldórsdóttir, Atli Guðlaugur Steingrímsson, Erla Ásdís Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, HÁKON FRANKLÍN JÓHANNSSON, Miðleiti 7, lést þriðjudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. júní kl. 13.00. Katrín Hákonardóttir, Arthur Echelberger, Jóhann Hákonarson, Dagný Jóhannsdóttir, Erna Hákonardóttir, Gernot Pomrenke, Tryggvi Franklín Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Ella amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við biðjum góðan Guð að vaka yfir elsku Trausta afa. Minningar um yndislega ömmu geymum við í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guðmundur Andri, Tinna María, Tristan Alex og Ísabella Sara. Elsku Elín mín. Mig langar til að minnast þín með örfáum orðum. Við kynntumst fyrir 29 árum þegar ég og dóttir þín, Sigrún, urðum vinkonur, þá nýbyrjaðar í Verslunarskóla Íslands. Í byrjun var þetta bara halló og bless eins og venjan er hjá unglingum. Elín Sigurðardóttir ✝ Elín Sigurðar-dóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1931. Hún lést á heimili sínu í Fög- rukinn 9 í Hafnar- firði 3. júní síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 8. júní. Þegar vinátta okk- ar Sigrúnar varð nánari fórum við að hittast fyrir jól með mæðrum okkar. Búa til konfekt og skera út laufabrauð. Þetta voru yndislegar stundir sem munu seint gleymast. Tvær kynslóðir af konum að matbúa og allar með sína skoðun. Þarna kom persónu- leiki þinn sterkt í ljós, alltaf svo glöð og kát en þó föst fyrir og lést í raun ekkert hagga þér. Þetta er eig- inleiki sem börnin ykkar Trausta hafa svo greinilega erft. Ég hef aldrei kynnst fjölskyldu með svona sterk fjölskyldubönd. Og mér finnst ég svo rík að hafa fengið að kynnast þér og þinni fjölskyldu. Það eru ekki allir svona heppnir að fá að eignast svona vini. Fyrir síðustu jól áttum við sam- an yndislega stund þegar þú og tvær dætur þínar, Sigrún og Anna Kristín, komuð hingað til Kaup- mannahafnar. Það er dýrmæt minning. Stundin þín er komin. Alltof snemma en við ráðum víst ekki okkar tíma hérna á jörðinni. Það sem huggar þína nánustu er hversu vel sá tími var nýttur. Það eru ótal minningar sem þau geta yljað sér við í framtíðinni. Guð gefi þér frið og enn og aftur takk fyrir að fá að kynnast þér. Trausta, Auði, Önnu Kristínu, Sigrúnu, Óskari og öðrum aðstand- endum votta ég mín dýpstu samúð. Erna Svala, Kristján og börn. Kveðja frá Inner Wheel – Hafnarfirði Í dag kveðjum við eina af fé- lögum okkar, Elínu Sigurðardótt- ur. Hún var einn af stofnfélögum Inner Wheel-klúbbs Hafnarfjarðar 1976 og starfaði þar alla tíð síðan. Segja má að hún hafi verið ein af dyggustu félögum klúbbsins. Hún sat í stjórn klúbbsins fyrstu árin og var meðal annars forseti hans. Síðastliðið haust héldum við upp á 30 ára afmæli klúbbsins. Við það tækifæri voru starfandi stofnfélög- um færðar rauðar rósir, tákn Inn- er Wheel, og voru þetta ánægðar og glæsilegar konur sem þar voru. Engan óraði fyrir því að ein þeirra hyrfi á braut svona fljótt. Elín var einstaklega glæsileg og ljúf manneskja. Hún var góður fé- lagi og mikil Inner Wheel-kona. Þennan félagsskap mat hún mikils og má best sjá á því hvað dætur hennar voru duglegar að mæta með henni á jólafundinn. Við þeirra borð var alltaf mikil kátína og gleði. Við kveðjum Elínu með söknuði og þökkum samfylgdina. Trausta, börnum og fjölskyldu þeirra send- um við innnilegar samúðarkveðjur. Brynja Guðmundsdóttir, forseti. Ég man fyrst óljóst eftir Fríðu, föðursystur minni, þegar hún átti heima á Vatnsleysu í Við- víkursveit en hún flutti til Sauð- árkróks um 1950. Á Króknum bjó hún fyrst á Suðurgötu 2 ásamt manni sínum, Sigfúsi Guðmundssyni, og Sveini, syni þeirra. Húsið þeirra fannst mér merki- legt miðað við torfbæinn heima en það var á tveimur hæðum með kjallara og í bakgarðinum var hesthús, fjárhús og hlaða. Það kom að mestu í hlut Siffa að annast kindur og hesta en þeir Blesi og Gráni voru sem hluti af fjölskyld- unni. Siffi var mikill hestamaður og hefur Sveinn tekið hestamennsk- una í arf. Ég var til húsa hjá þeim þá þrjá vetur sem ég var í gagnfræðaskóla á Króknum. Þar var gott að vera og fyrir þessa dvöl stend ég ætíð í Hólmfríður Sveinsdóttir ✝ HólmfríðurSveinsdóttir fæddist á Brúna- stöðum í Fljótum 6. mars 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki 4. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð 9. júní. þakkarskuld við þau. Við Sveinn, sonur þeirra, erum jafn- gamlir og Fríða hafði góðan aga á okkur, hvatti okkur til að gera ýmislegt, sem hún taldi uppbyggi- legt, en bannaði sjop- puhangs. Hún spurði stundum hvernig gengi í skólanum en fór ekki neitt nánar út í það. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tímann spurt hvort ég væri búinn að læra heima. Guðrún, amma mín, spurði aftur á móti oft um heimalærdóm- inn eftir að hún flutti heim til Fríðu og Siffa. Fríða var óvenjulega hreinskipt- in í öllum samskiptum. Hún kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd, lýsti skoðunum sínum tæpi- tungulaust og allir vissu hvar þeir höfðu hana. Hálfvelgja þekktist ekki í fari hennar. Hún var harðdugleg og þrek- mikil og afkastaði miklu auk þess sem hún var bæði útsjónarsöm og úrræðagóð. Það var gott að leita til hennar því hún var hjálpsöm og henni var umhugað um að láta gott af sér leiða. Þessir eiginleikar skópu henni vinsældir og virðingu sam- ferðafólks og skipti þá engu máli þótt menn kynnu að aðhyllast aðr- ar skoðanir en hún. Ég flutti burt úr Skagafirði og samskiptin við þessa góðu frænku minnkuðu. Hún kom sjaldan aust- ur til mín og ég kom ekki oft á Krókinn. Heimsóknir til hennar voru þó eftirminnilegar. Fríða var ekki þögul kona frek- ar en ýmsir ættingjar hennar þannig að spjall við hana gekk lið- ugt og ekki þurfti að óttast vand- ræðalegar þagnir. Borð bókstaf- lega svignuðu undan matföngum og uppbúið rúmið beið þegar farið hafði verið yfir stöðuna í hinum ýmsu málum. Fríða átti því láni að fagna að halda andlegu atgervi til æviloka þótt líkamlegir kvillar segðu til sín. Ég talaði stundum við hana í síma þar sem við ræddum eitt og annað og hún sagði mér frá högum fjölskyldunnar og fékk fréttir af mínu fólki. Mest töluðum við þó um þjóðmál en á þeim hafði hún óbilandi áhuga. Hún fylgdist svo vel með umræðum á Alþingi og annarri þjóðmálaumræðu að það var með hreinum ólíkindum. Hún hélt minni sínu ótrúlega vel og rakti oft þráðinn í þingræðum fyrir mig í símann. Fríða bjó ein eftir að Siffi lést árið 1974, langt um aldur fram. Hún var ákveðin í því að búa í íbúðinni sinni til æviloka og vera ekki upp á aðra komin. Henni tókst það. Við Ólöf og dætur okkar sendum Sveini og Heiðrúnu og afkomend- um þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Sveinn Herjólfsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.