Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 67
Byggingakrani.
Nýr sjálfreisanlegur byggingakrani.
Uppl. í síma 899 7012.
Sumarhús
Mótorhjól
Ural Sportsman 750
árg. 2005, ek. 170 km. Hliðarvagn
með drifi. Bakkgír. Uppl. í síma
892 8380.
Triumph Tiger 955cc
árg. 2006, ek. 1.000 km. Aukahlutir:
Gelsæti, hituð handföng, miðju-
standari. Nýtt hjól. Upplýsingar í
síma 892 8380 og 552 3555.
Vélhjól
YAMAHA WARRIOR 1700CC.
Árg. 2005. Einn af aflmestu hippun-
um og með frábæra aksturseigin-
leika. Litur: burgundi rautt með flott-
um „flames”. Aukahlutir. Kom á
götuna í júní 2005, ekið 6.300 km.
Einn eig-andi. Verð 1.550 þús. Uppl. í
síma 660 0747.
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is .
Rotþrær - heildarlausnir.
Framleiðum rotþrær frá 2.300 -
25.000 L. Sérboruð siturrör og
tengistykki.
Öll fráveiturör í grunninn og að rotþró.
Einangrunarplast í grunninn og
takkamottur fyrir gólfhitann.
Faglegar leiðbeiningar reyndra
manna, ókeypis. Verslið beint við
framleiðandann, þar er verð
hagstætt.
Borgarplast, Seltjarnarnesi,
sími 561 2211,
Borgarplast, Mosfellsbæ,
sími 437 1370.
Heimasíða : www.borgarplast.is
Ýmislegt
Nýkomnir í miklu úrvali léttir,
sætir og sumarlegir dömuskór.
Verð 2.985 og 3.985.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Ath. verslunin er lokuð á
laugardögum í sumar.
Mjög flottur í BCD skálum á kr.
2.350, buxur í stíl kr. 1.250.
Fínt snið í BCD skálum á kr. 2.350,
buxur í stíl á kr. 1.250.
Mjúkur og vænn í CDEF skálum á
kr. 2.350, buxur í stíl á kr. 1.250.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
Lokað á laugardögum í sumar.
Glæsilegir lampar.
Tiffany lampar á frábæru verði.
Skoðið á www.liba.is. Póstsendum
um allt land.
Orlando, Flórída. Umsjón og
leiga. Floridahus.is kynnir heildar-
lausn fyrir húseigendur. Einfalt og
þægilegt. Kynnið ykkur kostina,
Gunnar, gunnar@floridahus.is eða
698 7343.
Húsbílar
Þessi húsbíll árg. 1993 er til sölu.
Ekinn 100.000 km og er með öllum
venjulegum þægindum.
Upplýsingar í síma 895 1170.
VW LT 40 húsbíll til sölu.
Árg. 1989. Full innréttaður. Heitt og
kalt vatn, gasmiðstöð, ísskápur, WC,
CD, fortjald o.fl. Verð: Tilboð. Sjón er
sögu ríkari. Mjög góður bíll. Sími
840 6646 & 565 7661.
Kerrur
11 teg. af kerrum til á lager.
Topdrive.is. Mikið úrval af
vönduðum kerrum á frábæru verði,
skoðið úrvalið á topdrive.is. Sími
422 7722, opið í dag. Verið vel-
komin. Kerra á mynd kostar kr.
49.669 - ósamsett.
Fjallaland - glæsilegar lóðir!
Mjög fallegar lóðir til sölu í Fjalla-
landi við Leirubakka, aðeins 100 km
frá Reykjavík á malbikuðum vegi.
Kjarri vaxið hraun. Ytri-Rangá rennur
um svæðið. Landsfræg náttúrufegurð
og veðursæld. Mikið útsýni til Heklu,
Búrfells og Eyjafjallajökuls. Tvímæla-
laust eitt athyglisverðasta sumar-
húsasvæði landsins.
Nánari upplýsingar á fjallaland.is
og í síma 893 5046.
Vélar & tæki
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
17. júní í Reykjavík
HEFÐBUNDIN morgundagskrá verður
á Austurvelli en síðdegis verða skrúð-
göngur og barna- og fjölskylduskemmt-
anir á sviðum. Leiktæki og íþróttasýn-
ingar verða í Tjarnargörðunum og ýmsar
sýningar og götuuppákomur verða víðs-
vegar um miðbæinn. Um kvöldið verða
tónleikar og dansleikir.
Dagskráin hefst kl. 9.55 með sam-
hljómi kirkjuklukkna í Reykjavík.
Í kirkjugarðinum við Suðurgötu leggur
forseti borgarstjórnar, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, blómsveig frá Reykvík-
ingum á leiði Jóns Sigurðssonar kl. 10.
Skátar standa heiðursvörð.
Hátíðin verður sett kl. 10.40 á Aust-
urvelli. Björn Ingi Hrafnsson, formaður
þjóðhátíðarnefndar, flytur ávarp. Þá
leggur forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, blómsveig frá íslensku þjóð-
inni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar
á Austurvelli. Síðan flytur forsætisráð-
herra, Geir H. Haarde, ávarp. Þá er
ávarp fjallkonunnar á dagskrá. Karlakór
Reykjavíkur syngur, stjórnandi er Friðrik
S. Kristinsson og Lúðrasveitin Svanur
leikur, stjórnandi er Rúnar Óskarsson.
Áslaug Skúladóttir kynnir og Rík-
isútvarpið sendir dagskrána út í útvarpi
og sjónvarpi.
Skipulagt hátíðarsvæði er Kvosin,
þ.á m. Austurvöllur, Kirkjustræti, Templ-
arasund, Ingólfstorg, Arnarhóll, Tjarn-
argarður og Reykjavíkurhöfn. Umferð
bifreiða er takmörkuð um þessi svæði
og torgsala er óheimil án leyfis. Tíma-
sett dagskrá hátíðahaldanna er birt á
www.17juni.is.
17. júní í Kópavogi
DAGSKRÁ þjóðhátíðardagsins í
Kópavogi hefst á tónum brassbanda frá
Skólahljómsveit Kópavogs sem aka um
bæinn og óska Kópavogsbúum gleði-
legrar hátíðar.
Hið árlega 17. júní-hlaup fyrir börn á
aldrinum 6-11 ára verður við Kópavogs-
völlinn og hefst það kl. 10. Að hlaupi
loknu er gengið frá Kópavogsvellinum í
Digraneskirkjuna. Þar verður fjölskyldu-
samvera undir stjórn safnaðarprest-
anna, Stoppleikhúsið sýnir atriði úr
Óskunum tíu, afhent verða verðlaun fyr-
ir 17. júní-hlaupið og Skólakór Kárs-
ness syngur.
Skrúðgangan fer kl. 13.30 frá
Menntaskólanum í Kópavogi og lýkur
henni á Rútstúni en þar tekur við hátíð-
ar- og skemmtidagskrá sem Felix Bergs-
son stýrir. Gunnar Ingi Birgisson, bæj-
arstjóri Kópavogs, flytur ávarp,
fjallkonan fer með ljóð og nýstúdent flyt-
ur hugleiðingar unga fólksins á þjóðhá-
tíðardegi. Skólahljómsveit Kópavogs
leikur. Úrsúla og vinkona hennar úr
Stundinni okkar koma í heimsókn, Dav-
íð Ólafsson og Valgerður Guðnadóttir
syngja, Skoppa og Skrítla bregða á leik,
Jógvan úr X-factor tekur lagið, atriði úr
söngleiknum Abbabbabb og söngtríóið
Hundur í óskilum slær á létta strengi.
Dagskránni lýkur með síðdegistón-
leikum þar sem hljómsveitin BT og
Jónsi spila.
Auk dagskrár á stóra sviðinu er ým-
islegt annað til skemmtunar eins og vin-
áttuleikur HK og Breiðabliks í 6. flokki
karla á Vallargerðisvelli, leiktæki frá
Sprelli, leikhóparnir Kær-leikur og Götu-
leikhúsið með sýningu á litla sviðinu,
andlitsmálun, sápukúluveröld og sölu-
skálar frá íþróttafélögum. Hátíðarkaffi
er kl. 15 í félagsmiðstöðinni Gjábakka.
Þar verður söngdagskrá í flutningi Dav-
íðs Ólafssonar og Valgerðar Guðnadótt-
ur og tónlistarhópar frá Skapandi sum-
arstörfum spila.
Útitónleikar verða á Rútstúni kl. 20-
23. Þar mun Óli Palli sjá um að kynna
og stýra tónlistarveislu. Hljómsveitirnar
sem koma fram eru Tómas R. og Kúbu-
bandið, Á móti sól og Magni, Dr. Spock
og Svitabandið auk ungra tónlistar-
manna úr Kópavogi. Dagskrá hátíða-
haldanna er birt á www.kopavogur.is.
17. júní á Seltjarnarnesi
Dagskrá hátíðahalda á Seltjarn-
arnesi hefst á því að safnast verður
saman við dælustöð á Lindarbraut og
lagt af stað í skrúðgöngu kl. 13 undir
stjórn Lúðrasveitar Seltjarnarness.
Dagskrá á Eiðistorgi hefst kl. 13.45.
Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs
Seltjarnarness, Lárus B. Lárusson, set-
ur hátíðina. Þá er ávarp fjallkonu, Pál-
ínar Magnúsdóttur. Selkórinn syngur.
Síðan verða eftirfarandi skemmtiatriði:
Obbosí – Kristjana Skúladóttir leikkona.
Atriði frá Sumarballettskóla Unnar og
Riinu. Trúðar stíga á stokk. Óvæntir
gestir. Bryndís Ásmundsdóttir leikkona
syngur. Kynnir verður Hilmar Guð-
jónsson. Að lokinni dagskrá á Eiðistorgi
verður kaffisala í Félagsheimili Seltjarn-
arness kl. 15-16. Hljómsveitin The
Three Senioritas spilar á meðan kaffi-
samsæti stendur.
Hoppkastalar og leiktæki verða á
bílaplaninu fyrir framan Eiðistorg.
Dagskrá hátíðahaldanna er birt á
www.seltjarnarnes.is/vidburdir.
17. júní í Garðabæ
17. júní-dagskrá í Garðabæ hefst kl.
10. Kanó- og kajaksiglingar á Vífils-
staðavatni. Andvari/Topphestar Kjóa-
völlum, opið hús – allir mega fara á
hestbak. Golfkennsla við æfingasvæði
GKG. Sund í íþróttahúsinu Mýrinni, börn
verða að vera í fylgd með fullorðnum
(dótasund). Víðavangshlaup á Stjörnu-
velli v/Ásgarð. Mæting kl. 10 við
Stjörnuheimilið, engin skráning. Verð-
laun fyrir þrjú efstu sætin. Mömmu- og
pabbahlaup. Ókeypis veiði allan daginn
í Vífilsstaðavatni.
Síðdegisdagskráin hefst með hátíð-
arstund í Vídalínskirkju kl. 13. Stúd-
entar úr FG taka þátt í henni. Starfs-
styrkur til bæjarlistamanns Garðabæjar
2007 verður afhentur. Skrúðganga
leggur af stað kl. 14 frá Vídalínskirkju
að hátíðarsvæði við Garðaskóla. Fána-
borg er í umsjón Skátafélagsins Vífils.
Dagskrá á hátíðarsvæði er eftirfar-
andi: Blásarasveit Tónlistarskóla
Garðabæjar spilar. Fánahylling. Setn-
ing. Ávarp forseta bæjarstjórnar. Ávarp
fjallkonu. Úrsúla og Lena úr Stundinni
okkar. Söngatriði úr Garðaskóla. Töfra-
maðurinn Lalli Potter. Fimleikasýning
frá fimleikadeild Stjörnunnar verður á
útisvæðinu. Loftleiktæki. Kassaklifur.
Trampólín. Stultur. Sykurpúðaeldun.
Andlitsmálun. Hundasýning – íþrótta-
deild HRFÍ. Sölutjöld, blöðrur og kandíf-
loss.
Kaffiborð Kvenfélags Garðabæjar
verður í Garðalundi kl. 15–17. Forsala
hefst kl. 13. Útitónleikar með hljóm-
sveitinni Á móti sól og Jógvan í X-factor
kl. 16-17.
Athugið að bílastæði við Flataskóla
og hluti af bílastæðum við Ásgarð verða
lokuð og gestum er bent á að leggja bif-
reiðum sínum t.d. á bílastæðum við
Garðatorg.
17. júní á Álftanesi
Fjölbreytt dagskrá verður á þjóðhátíð-
ardaginn á Álftanesi sem hefst í íþrótta-
miðstöðinni kl. 9 þar sem skátar draga
fána Álftaness að húni. Má m.a. nefna
fótboltasprell, brúðubíl, uppblásin leik-
tæki, félagar úr hestamannafélaginu
Sóta teyma undir börnum, 17. júní-mót
Golfklúbbs Álftaness, vígslu á „Skatep-
ark“ auk hefðbundinna dagskrárliða.
Helgistund í Bessastaðakirkju verður
kl. 13.30 í umsjón Grétu Konráðsdóttur
djákna. Skrúðganga fer eftir messuna
frá Bessastöðum inn í Kvenfélagsgarð.
Lúðrasveitin Svanur leikur. Skátar bera
fána og stjórna göngunni. Setning fer
fram kl. 14.30 í Kvenfélagsgarði. (Ef
veður verður óhagstætt verður dag-
skráin flutt inn í íþróttasal.) Ásgrímur
Helgi Einarsson, formaður íþrótta- og
tómstundanefndar. Fjallkonan flytur
ávarp. Hátíðarávarp flytur Júlíus K.
Björnsson. Tveir Álftnesingar verða
heiðraðir fyrir sérstakt framlag sitt til
þjóðarinnar á sviði menningar og lista
og bæjarlistamaður sveitarfélagsins
2007 verður útnefndur.
Hljómsveitirnar Acid og C-mon flytja
nokkur lög. Íris Hólm Jónsdóttir úr X-
factor frumflytur lagið Fly away. Lag eftir
Halldór Guðjónsson og texti eftir Rann-
veigu Iðunni Ásgeirsdóttur. Mikel Her-
rero Idigoras frá Spáni sýnir hæfni sína
með Diabolo. Magni Ásgeirsson mætir
á svæðið og heldur uppi fjörinu. Kynnar
eru Heiðar Snær Jónasson og Linda
Björk Bjarnadóttir. Andlitsmálarar bjóða
upp á andlitsmálun gegn vægu gjaldi
allan daginn. Athugið að ágóðinn af
andlitsmálun rennur óskiptur til líkn-
armála, og margt fleira. Kaffihlaðborð
Kvenfélagsins verður í samkomusal
Íþróttamiðstöðvar kl. 14.30-17.30.
Haukur Heiðar leikur á flygil í hátíð-
arsalnum.
Rúta fer frá Íþróttamiðstöðinni að
Bessastöðum kl. 13.15. Dagskrá há-
tíðahaldanna er birt á www.alftanes.is.
17. júní í Hafnarfirði
Fjölbreytt dagskrá verður á 17. júní í
Hafnarfirði. Leiktæki verða á Víð-
istaðatúni, skrúðganga frá Hellisgerði,
fjölskylduskemmtun á Víðistaðatúni og
um kvöldið verður skemmtun á Thorspl-
ani. Kl. 13.45 verður helgistund í Hellis-
gerði sem séra Þórhallur Heimisson sér
um. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, stjórn-
andi Þorleikur Jóhannesson, Karlakór-
inn Þrestir, stjórnandi Jón Kristinn Cor-
tez.
Lagt af stað í skrúðgöngu að lokinni
helgistund frá Hellisgötu, að Víð-
istaðatúni þar sem fjölskylduskemmtun
hefst. Setning: Margrét Gauja Magn-
úsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar.
Ávarp bæjarstjóra: Lúðvík Geirsson.
Ávarp fjallkonu. Karlakórinn Þrestir
syngur, stjórnandi Jón Kristinn Cortez.
Karíus og Baktus, Abbababb, Skoppa
og Skrýtla.
Kynnir hátíðahaldanna verður Jó-
hannes Jóhannesson. Fjallkonan í ár
verður Beata Anna Janczak. Nýstúdent:
Stefán Breiðfjörð.
Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Óm-
ar ásamt Valgeiri Skagfjörð munu heim-
sækja sjúkrastofnanir bæjarins og
halda tónleika.
Rétt er að benda gestum hátíðarhald-
anna á að hundahald er bannað á hátíð-
arsvæðunum. Dagskrá hátíðahaldanna
er birt á www.hafnarfjordur.is.
Dagskrá hátíðarhalda
þjóðhátíðardaginn 17. júní
á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Eggert