Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 75

Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 75
Hvað eru margir meðlimir í múm í dag? „Það eru náttúrlega ég og Gunni. Síðan getum við verið á bilinu frá tveimur til átta á sviði. Í dag eru þrjár söngkonur en þetta er búið að vera að breytast og á eftir að halda áfram að breytast og þróast. Í þessari tónleika- ferð eru sjö á sviðinu.“ Er nýja platan alveg tilbúin? „Já, það er búið að taka allt upp og hljóðblanda og mastera og gera al- búmið. Nú erum við bara að bíða eftir september þegar hún kemur úr. Plötufyrirtækið okkar vill hafa plöt- urnar tilbúnar sex mánuðum áður en þær koma út. Það er bara einhver standard. Þangað til erum við bara að taka eina og eina tónleika hér og þar. Í kvöld er það á Spáni. Í næstu viku spilum við í París. Svo verðum við aft- ur á Spáni í júlí, og svo spilum við í Aþenu og loks í Moskvu og það eru síðustu tónleikarnir í þessari törn. Þegar platan kemur út í september förum við aftur af stað, og þá túrum við Bandaríkin og Evrópu út um allt.“ Hvernig er nú að vera að ferðast um með svona stórum hópi? „Það er ógurlega skemmtilegt, ég var búinn að sakna þess mikið. Það eru komin tvö ár síðan síðast. Við túr- uðum alltaf ofsalega mikið, vorum eiginlega bara stanslaust á ferðinni. Svo koma tvö ár þar sem maður er ekki með hópnum í svona pakka að leika sér, og ég var farinn að sakna þess mjög mikið. Við erum búin að spila tvisvar nýlega, eina tónleika í Belgíu og svo í Fríkirkjunni um dag- inn, en það má segja að tónleikarnir í kvöld séu fyrstu tónleikarnir í þessari ferð sem við æfum fyrir. Því hlakka ég mjög mikið til kvöldsins. Ég er bæði smástressaður og með fiðring.“ Spila á Airwaves Hvað er það skemmtilegasta sem þú ert búinn að sjá hér á hátíðinni? „Ja, ég er eiginlega ekki búinn að ná að sjá neitt en ég heyrði í Beirút. Svo væri ég til í að sjá Sonic Youth flytja Daydream Nation, en ég veit ekki hvort ég vaki eftir því. Við erum nefnilega að spila klukkan þrjú í nótt, og því er ég að spá í að borða kvöld- mat og leggja mig svo áður en við spilum. Það er mjög mismunandi hvað fólkið í hópnum ætlar að gera. Sumir ætla á tónleika, aðrir að hvíla sig og enn aðrir að labba niður á strönd.“ Hvenær fá íslenskir aðdáendur múm að sjá sveitina spila næst? „Við höfum eitthvað verið að tala um að halda eina útgáfutónleika á Ís- landi í ágúst eða september en það er ekki komið á hreint. En við spilum á Airwaves, og er það í fyrsta skipti sem við gerum það. Ákváðum bara að slá til núna.“ Örvar fór í mat og múm hóf svo leik klukkan þrjú um nóttina. Tónleikarn- ir voru framúrskarandi og nýja efnið einmitt stútfullt af leikgleði og gáska- fullum röddum söngkvennanna þriggja, Hildar Guðna, Ólafar Arn- alds og Mr. Sillu. Virkilega gaman að heyra hvernig næsta múm-plata hljómar og þá er bara að bíða eftir september. Ljósmynd/Ingvi M. Árnason Fjölhæfar Söngkonurnar í múm eru nú þrjár, en þær grípa líka í hljóðfæri; f.v.: Ólöf Arnalds, Hildur Finnsdóttir og Sigurlaug „Mr. Silla“ Gísladóttir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 75 BMW1 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure Með bílinn handa þér B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is BMW Sound Machine Ný útgáfa af BMW 1 línunni með HIFI Professional hljóðkerfi og BMW Radio System ásamt 30 GB Apple iPod spilara. Nánari upplýsingar um BMW 1 línu Sound Machine hjá sölumönnum í síma 575 1200.ri upplýsingar um BMW Sound Machi e hjá söludeild BMW í síma 575 1210. MasterCard korthafar fá miðann á þessa skemmtilegu fjölskyldumynd á aðeins 600 kr. meðan myndin er sýnd, greiði þeir með kortinu. Myndin er sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói. Meira á www.kreditkort.is/klubbar 600 kall meðan myndin er í sýningum! Komin í bíó! Komin í bíó!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.