Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 83 edda.is Guðmundur Páll Ólafsson er fyrir löngu landskunnur fyrir sínar einstæðu bækur um náttúru Íslands sem hafa opnað augu landsmanna fyrir þeim verðmætum sem okkur er trúað fyrir. „Vatn, mórautt straumvatn, tjörn, tær lækur, grjót, sandur og eyðimörk, iðandi staraflákar, heiðagæs, illviðri, blíða, fannfergi, beljandi stormur, blóm- grónir balar, klettar, jökulhvel, volgrur, kviksyndi – andstæður, mótsagnir, þversagnir – Þjórsárver!“ Þessi bók fjallar um stríð sem staðið hefur í hálfa öld um náttúruperluna Þjórsárver og þar hafa tekist á andstæðar hugmyndir um náttúru Íslands og hlutverk mannsins í henni. Því er lýst í greinargóðu máli og ægifögrum myndum hvað í húfi er, og rakin sagan um stöðuga ásælni orkuyfirvalda. Stríðið um varðveislu þeirra þjóðargersema stendur enn. Leiðbeinandi útsöluverð 4.480 kr. FYRRVERANDI Baywatch-stjörnunni David Hasselhoff var dæmt forræðið yfir tveimur börnum sínum á föstudag- inn. Fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir, Pamela Bach, fær að heimsækja unglingsdæturnar, Taylor-Ann 17 ára og Hayley 14 ára, um helgar og borða með þeim kvöld- mat á miðvikudagskvöldum. Hasselhoff hefur sagt að ef dæturnar vilji hitta móður sína megi þær það eins oft og þær vilja. Þessi niðurstaða réttarins þykir koma nokkuð á óvart, sérstaklega þar sem leikaranum var bannað að hitta dæt- urnar eftir að myndband af honum ölvuðum gekk um allt í maí síðastliðnum. En hann fékk aftur foreldraréttinn eftir að hann gekkst undir áfengispróf. Hasselhoff gekk brosandi út úr réttarsalnum eftir úr- skurðinn og sagði þetta góðan dag til að fara á ströndina, meðan barnsmóðir hans yfirgaf réttinn grátandi. Hassel- hoff, sem er orðinn 54 ára, sótti um skilnað frá Bach, 42 ára, í janúar á seinasta ári eftir sextán ára hjónaband. Síðan þá hafa þau barist stanslaust um fjármál og forræði dætranna. Hasselhoff fær forræðið AP ANGELINA Jolie og Brad Pitt eiga fjögur lítil börn – en svo virðist sem það nægi þeim ekki. Í spjallþætti nokkrum var Angelina nýlega spurð að því hversu mörg börn þau hefðu hugsað sér að eignast. „Fjöldinn flakkar á milli 7 barna, og 13 eða 14 barna,“ svaraði leik- konan. Áheyrendur ýlfruðu af fögnuði og Jolie hló. Þáttastjórn- andinn sagðist dást að henni, og bætti við: „Mín tvö eru að beygja mig í duftið!“ Angelina samsinnti þáttastjórn- andanum að vísu, og viðurkenndi að hún og Brad ættu fullt í fangi með sín fjögur, en bætti svo við: „Fjandinn hafi það, við erum samt til í smá áskorun!“ Angelina hefði því sómt sér vel sem húsfreyja á ís- lenskum sveitabæ fyrir svona 150 árum. Reuters Móðurleg Angelina Jolie og Brad Pitt eru miklir barnavinir. Eignast Angelina Jolie 14 börn? TÓNLISTARMAÐURINN Justin Timberlake segir að hann sé ekki ástfanginn af Jessicu Biel eins og fjölmiðlar hafa haldið fram. Hann segir hana aðeins vera mjög kæran vin. Biel fylgdi Timberlake í nýaf- staðinni tónleikaferð hans um Bret- land að eigin ósk og segir Timber- lake það kannski ekki hafa verið góða hugmynd. „Hún vildi endilega koma með í túrinn og ég veit ekki hvernig á að segja nei við fallega konu. En það var ekki mjög góð hugmynd og nú hef ég sagt stopp og hún kemur ekki með mér til Parísar. Ég tek vinnu mína alvarlega svo það gefst enginn tími til að leika turtildúfur í tónleikaferð,“ sagði Timberlake í viðtali nýlega. Hann og Biel áttu að hafa byrjað saman fyrr á þessu ári, stuttu eftir að hann hætti með Cameron Diaz. Þegar Timberlake var spurður hver væri sú eina rétta sagðist hann ekki hafa hitt hana ennþá. Timberlake ekki með Biel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.