Morgunblaðið - 17.06.2007, Page 84
SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2007
Heitast 18°C | Kaldast 10°C
Fremur hæg SA-
læg eða breytileg átt.
Yfirleitt þurrt og rof-
ar til, einkum fyrir
norðan og austan. » 8
ÞETTA HELST»
Hættir í borgarstjórn
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og
fyrrverandi borgarstjóri, hefur
ákveðið að hætta í borgarstjórn eftir
þrettán ára setu. Hún segist þeirrar
skoðunar að það fari ekki saman að
sitja í borgarstjórn og á Alþingi, en
Steinunn Valdís var kjörin á þing
fyrir Samfylkinguna í vor. »Forsíða
Viðbrögð formanna
Formenn nemendafélaga HA,
HR, HB og HÍ hafa ólíkar skoðanir
á úttekt Ríkisendurskoðunar á skól-
unum. Einn vonar að úttektin auki
jákvæða og málefnalega umræðu um
mikilvægi háskólanna í landinu.
Annar telur ljóst að skýrslan sé ekki
gerð fyrir nemendur og sé líklegri til
að rugla ungt fólk sem er að velja
sér námsleið. Aðrir formenn segja
ýmislegt í úttektinni koma sér á
óvart. »6
Niðurstaðan vonbrigði
Sú niðurstaða úrskurðarnefndar
að ekki sé unnt að stöðva fram-
kvæmdir við Varmá til bráðabirgða
er Varmársamtökunum mikil von-
brigði. Þau bíða þess nú að nefndin
taki efnislega afstöðu til kæru sam-
takanna, en óttast að í millitíðinni
verði unnar óafturkræfar skemmdir
á svæðinu. Samtökin telja bæj-
arstjórn Mosfellsbæjar hafa gengið
á bak orða sinna um að haft yrði
samráð við íbúa við gerð deiliskipu-
lags fyrir svæðið. »2
Útskrift Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, gerði sterka stöðu
skólans að umtalsefni í útskrift-
arræðu sinni í gær. Alls voru útskrif-
aðir 1056 kandídatar og hafa þeir
aldrei verið fleiri. »2
SKOÐANIR»
Staksteinar: Nýr og betri maður
Forystugreinar: Merkilegt framtak
Reykjavíkurbréf
Ljósvaki: Hlaðvarpið – podcast
UMRÆÐAN»
Áhætta á ögurstund
Er flotastýring nauðsynleg?
Bæn 17. júní
Einkastríð Ingibjargar
FÓLK»
Oprah valdamest. »79
Jónas Sen segir frá
tónleikaferðalagi
Bjarkar, en hann
ferðast með henni
sem hljóðfæra-
leikari. »76
TÓNLIST»
Lífræn tón-
list Bjarkar
FÓLK»
Angelina gæti hugsað sér
að eiga 14 börn. » 83
VEFSÍÐUR»
Veröld mennskra
farfugla skoðuð. » 78
Út er komin ný
ljóðabók eftir Árna
Ibsen, ljóð- og leik-
skáld. Lesandanum
er boðið í heims-
reisu. » 81
Með einnota
myndavél
BÓKMENNTIR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Tveggja ára gamalt barn fékk …
2. Styr staðið um hárgreiðslustól …
3. Tóku fram úr sjúkrabíl í …
4. Fjórir landsliðsmenn enska …
HIÐ árlega Sjóvár-Kvennahlaup
ÍSÍ var haldið í átjánda sinn í
gær. Talið er að um 16–18 þúsund
konur hafi tekið þátt en hlaupið
var um allt land og á nokkrum
stöðum erlendis. Þrjár vegalengd-
ir voru í boði í hlaupinu, tveir,
fimm og tíu kílómetrar, sem kon-
urnar fóru á sínum hraða, hvort
sem um var að ræða göngu, skokk
eða hlaup.
Fjölmennustu hlaupin voru í
Garðabæ og Mosfellsbæ. Yfirskrift
hlaupsins í ár var „Hreyfing er
hjartans mál“ og var hlaupið til
styrktar Hjartavernd. Ungir jafnt
sem aldnir tóku þátt í hlaupinu og
fékk yngsta kynslóðin að renna
með í barnavögnum sem var stýrt
af styrkri hendi mæðranna.
Á myndinni hér að ofan má sjá
nokkra spræka þátttakendur í
hlaupinu í Mosfellsbæ. Eins og sjá
má var besti vinur mannsins vel-
kominn í gönguna en engum sög-
um fer af því hvort hann skokkaði
eða hljóp.
Konur hlupu vítt og breitt um landið í gær
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gríðargóð þátttaka í Kvennahlaupinu
ENGLENDINGURINN Daniel Tammet kem-
ur til Íslands í næstu viku og heldur erindi í Há-
skólanum í Reykjavík um einstæða reynslu sína.
Daniel Tammet er svonefndur „savant“, sem
þýðir að hann býr yfir afburðagáfu. Hann á til
dæmis Evrópumetið í því að endursegja auka-
stafi tölunnar pí eftir minni en Daniel er jafn-
framt einstakur vegna þess að einn savanta í
heiminum hefur hann brotist út úr heimi ein-
hverfunnar, lifir eðlilegu lífi og getur tjáð sig
um reynslu sína. Hann hefur því gefið vís-
indamönnum einstakt tækifæri til að kynna sér
hugarheim einhverfra. Sérgáfa Tammets felst
meðal annars í svonefndri samskynjun sem felst
í því að hann sér tölur og orð sem liti og form.
Daniel kom hingað til lands fyrir tæpum
þremur árum er honum var sett fyrir það verk-
efni af breskum sjónvarpsmönnum að læra ís-
lensku á einni viku. Hann hefur haldið kunnáttu
sinni í íslensku við með hjálp kennara síns.
Hann hefur sérstaka sýn á íslenskuna. Honum
finnst íslensk tunga meðal annars einstök fyrir
það hve gegnsæ hún sé.
Á fyrirlestrinum í HR mun Ólafur Stef-
ánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í hand-
knattleik, halda inngangserindi um möguleika á
að vinna með myndræna hugsun í námi og
kennslu. Ólafur hefur lengi haft áhuga á mynd-
rænni hugsun út frá sjónarhóli heimspekinnar
og sálfræðinnar. Hann segir komu Daniels
Tammets til landsins vera sannkallaðan hval-
reka. | 34
Daniel Tammet braust út úr einangrun einhverfu til að lifa „eðlilegu“ lífi
Íslensk tunga ein-
stök vegna gagnsæis
Afburðagáfur Daniel Tammet á Evrópumet í að
þylja upp aukastafi pí. Hann kemur hingað til
lands til að halda fyrirlestur og flytur Ólafur Stef-
ánsson handknattleiksmaður inngangserindi.
HLJÓMSVEITIN múm er iðin við
spilamennskuna, og einkum erlend-
is, en hún spilaði til að mynda nýver-
ið á tónlistarhátíðinni Primavera
Sound í Barcelona. Í viðtali sem
Ragnheiður Eiríksdóttir tekur við
Örvar Þóreyjarson Smárason múm-
liða kemur meðal annars fram að
sveitin hyggist gefa út nýja plötu í
haust.
„Við erum búin að vera heillengi
að vinna að henni,“ segir Örvar.
Hann kveður nýju plötuna opnari og
segir hljómsveitina hafa gefið sér
meiri tíma í upptökur en áður.
Platan er tilbúin og fullunnin. „Nú
bíðum við bara eftir september þeg-
ar hún kemur út,“ segir Örvar.
„Plötufyrirtækið okkar vill hafa plöt-
urnar tilbúnar sex mánuðum áður en
þær koma út.
Það er bara einhver standard.
Þangað til tökum við bara eina og
eina tónleika hér og þar.“ | 74
Ný plata frá
múm í haust
múm Hljómsveitin kom fram á
Primavera Sound-hátíðinni.