Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hún hugsar sig um. „ Mér fellur
vel að fara mínar eigin leiðir.“
– Vafðist það ekkert fyrir þér að
verða mezzosópran en ekki sópran?
„Nei, öðru nær. Mörg glæsileg-
ustu hlutverk óperubókmenntanna
henta mezzosópranröddinni.
Ég hef óvenjumikið raddsvið,
syng yfir nær fjórar áttundir. Það
var því algerlega á mínu valdi,
hvort ég yrði alt, mezzó eða sópr-
an. Ég valdi mezzóinn, því hann er
rétti karakterinn fyrir mig og
hentar minni rödd bezt. Við upphaf
náms þegar ég bjóst við að ég færi
meira út í óperutónlist höfðuðu
þessar sterku, hættulegu, dimmu
og sjálfstæðu konur eins og Car-
men og Dalila, og Amneris úr Aidu
og Eboli úr Don Carlos eftir Verdi
til mín. Og gera raunar enn.“
Dökk á brún og brá vissulega,
en hún virkar ekki hættuleg svona
í viðtali við eldhúsborðið. Svo held-
ur hún áfram:
„Ég missti föður minn, hann dó
sviplega þegar ég var fjórtán ára
og þá kynntist ég dauðanum. Síðan
hef ég haft skilning á dekkri hlið-
um tilverunnar. Ég held að það
hafi mjög mikil og mótandi áhrif á
börn að standa frammi fyrir dauð-
anum svo snemma, tala ekki um ef
hann kemur mjög skyndilega.“
– Þú fékkst að syngja þína Car-
men.
„Já. Það var afskaplega lær-
dómsríkt og skemmtilegt, þótt ým-
islegt við þessa uppsetningu væri
ekki eftir mínu höfði. Kosturinn við
að vinna í leikhúsi er samstarfið
við annað fólk, félagsskapurinn.
Slíkt er kjörin tilbreyting frá ein-
semd einsöngvarans. Ég get vel
hugsað mér að vinna meira í leik-
húsi ef eitthvað spennandi býðst.“
– Hefur þig aldrei dreymt frama
á erlendri grund?
„Ég hef sungið víða í útlöndum
en aldrei gert neitt til þess að
koma mér á framfæri við óp-
eruhús, hjá umboðsmönnum eða í
söngkeppnum.“
– Af hverju?
„Það hefur sennilega aldrei tog-
að nógu sterkt í mig að setjast al-
farið að erlendis og starfa þar.
Föðurmissirinn kenndi mér, að það
sem skiptir mestu máli í lífinu er
fólkið mitt, fjölskylda mín. Ég var
ung þegar ég átti eldra barnið mitt
og mér finnst skipta máli að börnin
mín umgangist sitt fólk, séu í góð-
um tengslum við stórfjölskylduna.
Við erum sex systkinin; auk mín
eru það Ragnheiður, Móeiður, Sig-
ríður Elísabet og tvíburabræðurnir
Kristinn og Guðlaugur. Við erum
mjög samheldin fjölskylda og börn-
in mín njóta góðs af því. Ég hef því
fyrst og fremst reynt að skapa mér
starfsvettvang á Íslandi. Það hefur
líka haft sitt að segja að maðurinn
minn er íslenzkur rithöfundur, sem
þarf að vera í góðum tengslum við
sitt samfélag. Ísland hefur því að
mestu verið minn vettvangur.“
Forréttindi að vinna með
tónskáldum og frumflytja verk
– Og íslenzku sönglögin þínar ær
og kýr?
„Íslenzk tónlist skiptir mig mjög
miklu máli. Það á kannski að ein-
hverju leyti rætur að rekja til þess
að ég fékk sérstætt, svolítið sér-
vizkulegt og þjóðlegt uppeldi og
hef alltaf verið tengd íslenzkri
menningu sterkum böndum. Þegar
ég var lítil fór mamma stundum
með okkur á Þjóðminjasafnið og
svo fórum við í Árbæjarsafnið á
sumrin, tókum með okkur nesti og
vorum allan daginn. Faðir minn
var í háskólanámi í sagnfræði og
íslenzku og varð seinna skjalavörð-
ur hjá Landsbókasafninu, hann er
höfundur Vesturfaraskrár, sem út
kom rétt eftir lát hans og var þjóð-
argjöf Íslendinga til Vestur-
Íslendinga. Móðir mín starfaði
fyrst sem leikkona, en síðan lengst
af við fjölmiðla. Það var alltaf lögð
mikil áherzla á lestur góðra bóka
og á vetrarkvöldum las pabbi
stundum upp úr Íslendingasög-
unum fyrir okkur, það fannst mér
skemmtilegt. Það er nú samt sem
áður svo að þó ég flytji mest ís-
lenzka tónlist hér heima, þá skoða
ég og æfi alls kyns tónlist, bæði
nýja og eldri, óperu, kirkju og
ljóðatónlist. Ég er nýkomin frá
Mílanó þar sem ég keypti heilmikið
af nótum meðal annars eftir Vi-
valdi sem ég ætla að æfa í sumar.“
– En nútímatónlistin virðist samt
standa þér næst.
„Já, það hefur æxlast þannig.
Mér finnst spennandi að fara nýjar
leiðir og alger forréttindi að fá að
vinna með tónskáldum og frum-
flytja ný verk. Sum nútímatónlist
höfðar mjög sterkt til mín. Við eig-
um góð tónskáld sem hafa mikið að
gefa. Mér finnst mikilvægt að flytj-
endur, hljóðfæraleikarar og söngv-
arar, séu meðvitaðir um ábyrgð
sína og gefi íslenzkum verkum líka
gaum. Það er mikið til af fjöl-
breyttri íslenzkri tónlist sem sjald-
an eða aldrei er flutt, það þarf ekki
endalaust að syngja Draumalandið,
með fullri virðingu fyrir því ágæta
lagi.“
– Draumalandið getur nú dregið
langt, eins og árshátíðir og jarð-
arfarir. Hvers vegna sniðgengur
þú þær?
Morgunblaðið/Sverrir
Söngtónleikar Ásgerður Júníusdóttir flytur spænsk og skandinavísk söng-
lög á Tíbrárdagskrá í Salnum með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara.
ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR
»Ég valdi mezzóinn, því hann
er rétti karakterinn fyrir mig
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
„ÆTLUÐUM VIÐ EKKI BARA ÚT Í BÚÐ?“