Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 64
Ég er að vinna í róleg- heitunum að salern- issögum fyrir byrjendur, yf- irskriftin er Spékoppar – sögur fyrir byrjendur … 66 » reykjavíkreykjavík ÞAÐ má með sanni segja að Cannibal Corpse sé ein viðbjóðslegasta rokksveit sögunnar, all- tént hvað umslagshönnun varðar. Ekki spilla þó laga- og plötutitlar eins og Tomb of the Mutil- ated, Orgasm Through Torture, Frantic Dis- embowelment, Hammer Smashed Face og I Cum Blood fyrir (en tvö síðustu lögin eru helstu „slagarar“ sveitarinnar. Og nota bene, hér valdi ég „prenthæfustu“ titlana). Tónlistin sjálf undirstrikar þetta svo allt sam- an. Níðþungt háhraðadauðarokk með drynjandi djúpum söng. Sveitin vakti þegar verðskuldaða athygli er fyrsta platan, Eaten Back To Life, kom út 1990 og fór þegar með dauðarokkið í áð- ur óþekktar hæðir (eða kannski lægðir öllu heldur). Sveitin er ein fárra dauðarokksveita sem hafa staðið vaktina frá upphafi (önnur mik- ilvæg sveit er Deicide) og hefur selt yfir milljón eintök af plötum sínum í dag. Hún náði þá þeim fágæta árangri að koma plötu inn á Billboard- listann, og er eina dauðarokksveitin sem hefur náð þeim árangri. Höldum okkar striki – Cannibal Corpse á Íslandi. Hvað kemur til? „Já … það er reyndar dálítil saga á bak við það. Við hittum Þorstein (Kolbeinsson, tón- leikahaldara) á tónleikum í Kaupmannahöfn fyrir um ári síðan og hann sagði að við ættum endilega að kíkja hingað. Við skiptumst á net- föngum og það hefur verið unnið að þessu síðan. Og við erum að sjálfsögðu mjög spenntir yfir þessu.“ – Já, það var hörku dauðarokkssena hér sem reis hvað hæst á árabilinu ’91 til ’93. Og nú er í gangi mikil dauðarokksvakning, ef mér leyfist að orða það svo … „Já, ég var búinn að heyra af þessu. Að það væri mikil virkni hjá ykkur þrátt fyrir mann- fæðina.“ – En það munar ekki um virknina hjá ykkur. Bráðum tuttugu ár í bransanum. „Já. Á næsta ári verða þau tuttugu og við höf- um verið að túra meira og minna frá árinu 1991. Ef við erum ekki að því erum við að vinna að næstu plötu. Við erum alltaf að og enn er þetta jafn gaman. Annars værum við ekki að þessu.“ – Nú var dauðarokkið mjög áberandi upp úr 1990, það sneri svo aftur niður í jörðina í kring- um ’95 en virðist vera að koma sterkt inn aftur. En þið hafið haldið sjó allan tímann. „Við höfum verið mjög heppnir. Þegar áhug- inn á dauðarokkinu fór að dvína, sem var um það leyti sem svartþungarokksbönd eins og Emperor, Marduk og Immortal voru að verða vinsæl, skiptu sumir yfir í þá tónlist. Ég skil samt ekki af hverju er ekki hægt að hafa gaman af hvoru tveggja. En vinsældir okkar dvínuðu ekki, einhverra hluta vegna. Við héldum okkar striki og stöðugleika. Það voru ekki allar sveitir jafn heppnar. En það er vissulega gaman að upplifa þessa nýju innspýtingu, og þennan end- urnýjaða áhuga á dauðarokki. Þess fyrir utan tel ég að ef tónlistin er góð, burtséð frá duttl- ungum tískunnar, eigi maður alltaf að geta stól- að á að einhver nenni að hlusta. Persónulega finnst mér margar af þessum nýju dauðarokks- veitum ótrúlegar, og það er alltaf verið að þróa formið og gæðin verða meiri og meiri. Gamlir karlar eins og við verðum meira að segja fyrir áhrifum af þessu, og erum að sækja í okkur veðrið vegna þessa. Þannig að já, það er mikið „líf“ í dauðanum um þessar mundir!“ Dauðarokk og ekkert annað – Ég verð nú bara að segja þér frá því að þeg- ar ég heyrði Butchered At Birth (aðra plötu sveitarinnar, frá 1991) á sínum tíma þá hafði ég aldrei heyrt annað eins á ævi minni … „Svalt!“ – … þetta var einfaldlega þyngsta plata sem ég hafði heyrt fram að því. Var það eitthvað sem þið lögðuð upp með? „Já. Svo sannarlega. En ég held að allar hin- ar dauðarokksveitirnar hafi verið að reyna ná- kvæmlega það sama (hlær). Allt þurfti að vera eins öfgafullt og það gat helst verið; söngrödd, hraði, dýpt o.s.frv. Þessum stíl höfum við haldið allan ferilinn, með stöku tilbrigðum.“ – Einmitt. Sumar hljómsveitirnar fundu hjá sér þörf til að breyta verulega út af dauðarokk- inu á meðan þið högguðust vart frá forminu … „Persónulega lagði ég ríka áherslu á að við myndum halda okkur við það sem við mótuðum strax í upphafi. Hafa þetta hrottafengna dauða- rokk til grundvallar ætíð og alltaf. Ég játa að við urðum fyrir nokkrum vonbrigðum með stefnuna sem nokkrar af okkar uppáhalds- sveitum tóku, en ég upplýsi nú ekki hverjar þær voru. Sumar af þeim breyttu sér allsvakalega og ég man eftir því að maður varð sár. Ég vildi ekki að fólk færi að hugsa þannig til okkar. Það er vel hægt að finna að einstökum plötum hjá okkur en það er alveg klárt að þær innihalda all- ar sem ein hreint og ómengað dauðarokk. Ekk- ert fönkmetal hér takk fyrir.“ – Svo virtist líka sem sumar sveitir sæju sig knúnar til að semja eins konar leiðindamínís- infóníur eftir því sem þær urðu betri … „Já … það er eðlilegt að tónlistarmenn vilji verða betri á hljóðfærin sín en ég varð alltaf dá- lítið vonsvikinn þegar ég horfði upp á menn snúa baki við dauðarokkinu þegar það fór að gerast. Af hverju ekki að nota þessa færni þá til að þjóna dauðarokkinu og reyna að þróa það og gera það betra? Og þegar ég segi betra þá meina ég að sjálfsögðu þyngra (hlær).“ – Nú er hljómsveitin upprunalega frá Buffalo í New York en svo fluttuð þið höfuðborgar dauðarokksins, Tampa í Flórída … „Rétt. Við fluttum þangað eftir að við gáfum út The Bleeding, árið 1994.“ – Kanntu einhverjar skýringar á því af hverju það var svona mikil gróska í Tampa? „Þetta var nú eitthvað samkrull af tilvilj- unum. Það var mikið af hæfileikaríkum tónlist- armönnum þarna í kring. Chuck Schuldiner úr Death var í Orlando, hiklaust einn allra hæfi- leikaríkasti lagahöfundur og gítarleikari sem starfaði í dauðarokkinu (Schuldiner lést úr krabbameini árið 2001). Annar snillingur, Trey Azagthoth úr Morbid Angel, var þá þarna líka og svo hljómsveitir eins og Deicide, Atheist, Obituary og fleiri. Mikið af framúrskarandi dauðarokksveitum starfaði þarna og svo er Morrisound-hljóðverið rekið í Tampa og þar var mörgum meistaraverkunum landað. Þeir fött- uðu alveg hvernig átti að véla um dauðarokks- hljóminn og draga fram það besta í hljómsveit- unum.“ – Þar réð ríkjum upptökustjórinn með stóru U-i, sjálfur Scott Burns. „Scott er frábær gaur (hann upptökustýrði Cannibal Corpse frá upphafi til og með Vile (1996)). Hann er góður vinur sveitarinnar. Hann vann þrotlaust fyrir okkur og var sem sjötti meðlimurinn í hljómsveitinni. En hann er nú farinn til annarra starfa (síðast fréttist af honum sem tölvuforritara. Innsk. AET).“ Uppvakningarnir taka völdin – En svo var líka mjög sterk sena í Svíþjóð á sama tíma. Entombed, Dismember, Grave, Un- leashed o.fl. Voruð þið í einhverju sambandi við þetta lið? „Ja … við vorum nú í einhverju bréf- sambandi. Þessir gaurar voru auðheyranlega að hlusta á það sama og við. En vissulega mátti heyra mun á „sænska“ hljómnum og „Florida“- hljómnum þó að sótt væri í sama brunn, og sveitir eins og Slayer, Kreator, Sodom, Celtic Frost, Possessed höfðu greinilega áhrif á alla.“ – Var mikil samkeppni á milli þessara dauða- rokkshljómsveita á sínum tíma? Eða kannski meiri vinskapur? „Það fór reyndar vel á með okkur og öllum hinum hljómsveitunum. Sumar sveitirnar voru í vissri samkeppni, en það var ekki endilega á neikvæðum nótum. Stundum er samkeppni hamlandi, þetta er jú list en ekki íþrótt. En í til- felli dauðarokksins er heilnæm samkeppni í raun af hinu góða. Að leitast við að spila hraðar og tæknilegar en næsti maður hefur getið af sér magnaða tónlist.“ – En segðu mér nú að lokum aðeins frá þess- um mögnuðu plötuumslögum ykkar … „Chris Barnes (upprunalegi söngvari Canni- bal Corpse) var mikið inni í Deadworld- teiknisögunum og ákvað að hafa samband við Vincent Locke, sem fór þá mikinn á þeim vett- vangi. Sögurnar snerust um að uppvakningar væru búnir að ná völdum á jörðinni, með skelfi- legum afleiðingum eðlilega, og við vorum með nokkur lög sem voru á svipaðri línu. Svo þegar ég sá umslagið fyrir Eaten Back To Life varð ég afskaplega hamingjusamur. Ég hugsaði bara vá! Þetta var eitt það flottasta sem ég hafði séð. Og það er ekki spurning um að verk hans hjálp- uðu til við að koma okkur á framfæri fyrstu árin og hann hefur sem betur fer starfað með okkur fram á þennan dag.“ Nýjasta plata Cannibal Corpse heitir KILL og kom út á síðasta ári en upptökur á þeirri næstu, elleftu hljóðversplötu sveitarinnar, hefj- ast í nóvember á þessu ári. Það er hart að vera (dauða)rokkari eins og þeir segja í Færeyjum. Cannibal Corpse Stofnuð árið 1988 í Tampa í Flórída og vakti strax athygli þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, Eaten Back To Life árið 1990. Tuttugu ár af viðbjóði Bandaríska dauðarokksveitin Cannibal Corpse heldur tvenna tónleika á NASA um næstu helgi. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Alex Webster bassaleikara, sem hefur verið blóðugur upp fyrir haus frá stofnun sveitarinnar. Fyrri tónleikarnir fara fram laugardaginn 30. júní og er aldurstakmark þá tuttugu ár. Um upphitun sjá Mínus og Changer. Síðari tón- leikarnir fara fram daginn eftir og þá er ekk- ert aldurstakmark. Um upphitun sjá For- garður Helvítis, Momentum og Severed Crotch. Miðaverð er 2.500 krónur. Miðasala á tónleikana er á midi.is, í verslunum Skífunnar á Laugavegi, í Kringlunni og Smáralind og í BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.