Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 26
sagnfræði 26 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í búð sagnfræðingsins Láru Magnúsardóttur er prýdd fjölda glæsilegra blóm- vanda. Ástæðan er sú að fyrir stuttu varði Lára doktorsritgerð sína við Háskóla Ís- lands. Viðfangsefni hennar er bannfær- ing og kirkjuvald á Íslandi frá árinu 1275 til 1550. En hvers vegna valdi Lára þetta efni til rannsóknar? „Smám saman hef ég áttað mig á því að ég hef alla tíð verið að kanna tengd efni, þótt ég hafi ekki alltaf gert mér grein fyrir því. Allt sem ég hef tekið til skoðunar tengist því að einhver hafi vald yfir öðrum á sviðum sem okkur finnst vera einkamál,“ útskýrir Lára. Þessi áhugi nær langt aftur. Þeg- ar Lára var barn skildi hún ekki hvers vegna kennarar máttu ákveða sumt, en hún sjálf og fjölskylda hennar annað. Mörkin milli einka- lífs og þess sem aðrir geta stjórnað hafa allar götur síðan heillað hana. Áhugasöm um óhlýðni Bannfæring vakti fyrst athygli Láru þegar hún sat námskeið um upplýsinguna. „Upplýsingarmenn ákváðu að mennta alþýðuna, en hún hafði aldrei áður verið menntuð í nútíma- legum skilningi orðsins. Fólki hafði aldrei verið kennt annað en að trúa á Guð. Þegar ég var á þessu nám- skeiði fanns mér viss hroki gagn- vart alþýðu manna skína í gegn í orðræðu íslenskra klerka. Þeir kvörtuðu yfir því að fólk væri óhlýðið og of sjálfráða. Svona myndi maður aldrei tala um full- orðið fólk í dag,“ segir Lára. „Orðið óhlýðni er nú bara notað um börn og sjálfstæði þykir jákvætt. Orð- ræða af þessu tagi einkenndi heim- ildir um bannfæringu, og þannig komst ég á sporið,“ segir hún og brosir. Bannfæring ekki svo slæm En hvað er bannfæring? Spurð um það andvarpar Lára og hlær. Að því er virðist er ekki einfalt að útskýra hvað felst í hugtakinu. „Í rauninni er ótrúlega lítið vitað um bannfæringu og það sem henni fylgir - a.m.k. hefur það verið þann- ig hingað til,“ segir hún. „Lengi var talið að bannfæring fæli í sér útskúfun úr mannlegu samfélagi. Raunar held ég að flestir leggi enn þá merkingu í orðið. Sú var þó ekki raunin. Sá sem var bannfærður mátti ekki taka altarissakramentið í kirkju. Það er í rauninni eina al- gilda skýringin á bannfæringu,“ segir hún. „Þetta var alvarlegt mál að því leytinu til að þeir sem voru bann- færðir og fengu ekki aflausn synda sinna glötuðu tækifærinu til eilífs lífs. Þess ber þó að geta að það var skylda þeirra sem voru bannfærðir að sækjast eftir aflausn og kirkjan varð að veita hana.“ Aflausn fékkst með því að játa brotið, iðrast, láta af syndsamlegri hegðun og vinna yfirbótaverk. Þar með var skilyrðislaus fyrirgefning fengin, og menn voru ekki látnir gjalda þess að hafa verið bann- færðir. Þannig var bannfæring oftast ekki jafn alvarlegt mál félagslega og fólk hefur talið í seinni tíð. Hún var hluti af regluverki sem var not- að til að viðhalda röð og reglu á sín- um tíma. Henni var beitt sem refs- ingu við alls konar brotum, jafnt gegn andlegum sem veraldlegum misgjörðum. „Brot sem opinber bannfæring lá við varða flest enn við lög,“ segir Lára. „Nema kannski okur. Núna er mönnum frekar umbunað fyrir okur en hitt,“ bætir hún við og skellir upp úr. Skrattinn málaður á vegginn En hvaðan kemur þá sú hug- mynd að bannfæring hafi verið skelfileg refsing? Lára telur að breyttu viðhorfi til kirkjuvalds eftir siðaskipti hafi fylgt neikvæð sýn á ýmislegt sem tengd- ist kaþólsku kirkjunni, þ.m.t. bann- færingu. „Í ritgerðinni sýni ég fram á að neikvæð afstaða til kaþólsku kirkj- unnar varð mjög áberandi eftir siðaskiptin. Þá var stofnun sem fólki hafði verið gert að hlýða öld- um saman bylt í einni svipan. Þegar svona miklar breytingar verða þarf fólk skýringar. Þess vegna var áróður gegn kaþólsku kirkjunni og valdi hennar mjög áberandi eftir siðbreytinguna.“ Áhrifa þessa áróðurs gætir enn að mati Láru. Hún bendir á að flestir sagnfræðingar á Íslandi og í Noregi geri ráð fyrir því að mið- aldakirkjan hafi starfað eftir út- þenslustefnu, sem er gjarnan kölluð kirkjuvaldsstefna. Orðið telur hún lýsandi fyrir viðhorf þessara fræði- manna. „Þeir telja að kirkjan hafi stöðugt ásælst meiri völd og að veraldlegir valdhafar hafi verið í varnarstöðu.“ Rannsóknir Láru gefa til kynna að hugsanlega sé þetta helst til mikil einföldun. Algengt er að skoða sögu þessa tíma með því að rýna í átök og erjur. Lára hefur þess í stað rannsakað samninga, sáttmála og löggjöf til þess að reyna að glöggva sig á stöðu mála. Hún telur að samningar sem kon- ungsvald og kirkja gerðu á miðöld- um hafi ekki, líkt og almennt hefur verið talið, fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að binda enda á átök á milli kirkju og konungs. Að henn- ar mati var kirkjan ekki jafn valda- sækin og haldið hefur verið fram. Hún telur því líklegt að samningar á milli kirkju og konungs hafi verið gerðir til að skilgreina nákvæmlega valdsvið hvors fyrir sig og form- festa skipulag sem lítill ágreiningur var um. „Ef maður skoðar söguna frá þessu sjónarhorni virðist mun minni spenna hafa verið á milli kirkjunnar og veraldlegra valdhafa en menn hafa hingað til talið. Þegar nánar er að gætt kemur auk þess í ljós að heimildir um slíka spennu eru færri og ekki eins afgerandi og gefið hefur verið til kynna,“ út- skýrir Lára. „Samningur af þessu tagi var fyrst gerður í Worms í Þýskalandi árið 1122, og hann varð fyrirmynd svipaðra samninga sem gerðir voru um alla Vestur-Evrópu,“ segir hún. Áhrif á Íslandssöguna Lára telur að slíkir samningar hafi hugsanlega átt þátt í því að Ís- lendingar gengu Noregskonungi á hönd. „Sú hugmynd varð á þessum tíma ríkjandi að í kristnu ríki ættu að vera tveir valdhafar, annars vegar kirkja og hins vegar konungur. Á Íslandi vantaði konung, en hann var til staðar í Noregi. Því var rökrétt að lúta stjórn hans. Ég held ekki að þetta hafi verið meginástæða þess að Íslendingar gengu inn í norska konungsríkið, en hugsanlega hefur þetta haft einhver áhrif,“ segir hún. Skilningur Þegar Lára hóf rannsóknir sínar varð hún ekki vör við mikinn áhuga á þeim, en mikil breyting hefur orð- ið á. Ástæðuna rekur hún til þess að þær tengjast tengjast ýmsum málefnum sem mikið hafa verið í deiglunni undanfarin ár. T.d. varð- andi skörun á valdsviði ríkis og kirkju, og aðskilnað þar á milli. Hún telur mjög mikilvægt að fólk skilji hvernig það skipulag sem við búum við kom til. „Ég held að við skynjum hug- myndir mjög djúpt jafnvel þótt við kunnum ekki að orða þær og vitum ekki hvaðan þær koma,“ segir hún. „Til dæmis held ég að hugmyndin um aðskilnað ríkis og kirkju sé mjög sterk í okkur, án þess að við vitum almennilega hvernig hún varð til. Núna er heimurinn að breytast þannig að það verður æ mikilvægara að skilja hvaðan þess- ar hugmyndir eru sprottnar. Þetta er til dæmis lykilatriði í sambúð hópa sem tilheyra mismunandi menningarheimum. Auk þess teng- ist þetta mörgum öðrum eldfimum málum, til dæmis varðar þetta rétt- indi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband,“ útskýrir Lára. Að skilnaði bendir hún á að þekking á sögunni geti skipt sköpum við lausn erfiðra mála. „Við rannsóknarstörf mín hef ég lært að það að það borgar sig að kafa djúpt í hlutina frekar en að af- greiða þá án nánari skoðunar. Þá kemst maður að því að fyrirfram gefnar hugmyndir eiga oft ekki rétt á sér,“ segir hún brosandi í blóma- hafinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kirkjunnar vald Rannsókn Láru Magnúsardóttur á bannfæringu leiddi til greiningar á valdi miðaldakirkjunnar. Bannfær- ing og vald kirkjunnar Lára Magnúsardóttir lauk fyrir stuttu doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Doktorsritgerð henn- ar fjallar um bannfæringu og vald kirkjunnar á mið- öldum. Hún sagði Oddnýju Helgadóttur frá rang- hugmyndum um bannfæringu og áróðri gegn kirkjunni. Henni finnst mikilvægt að fólk skilji upp- runa þeirra hugmynda og kerfa sem það býr við. » „Ég held að við skynjum hugmyndir mjög djúpt jafnvel þótt við kunnum ekki að orða þær og vit- um ekki hvaðan þær koma...Núna er heimurinn að breytast þannig að það verður æ mikilvægara að skilja hvaðan þessar hugmyndir eru sprottnar. “ Í HNOTSKURN »Áður lærði Lára Magn-úsardóttir sagnfræði við Háskóla Íslands og mið- aldasögu og miðaldafræði í Genf. »Hún hefur meðal annarssetið í ritstjórn Veru, í stjórn Sagnfræðingafélags Ís- lands og unnið við dag- skrárgerð á Rás 1. »Rannsókn hennar leiddi íljós að hugsanlega hefur spenna á milli kirkju og ver- aldlegra valdhafa á miðöldum ekki verið jafn mikil og talið hefur verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.