Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Jörðin Litlu-Hámundarstaðir á Árskógsströnd er til sölu. Jörðin er utar-
lega á Árskógsströnd. Land jarðarinnar nær frá sjó gengt Hrísey og til
fjalls. Afgirt land neðan þjóðvegar og til sjávar er um 28 hektarar, að
stærstum hluta ræktað land. Landstærð ofan þjóðvegar er talin vera um
151 ha þar af um 66 ha afgirt land í gróinni fjallshlíð. Heildarlandstærð
þannig talin vera um 179 ha.
Húsakostur jarðarinnar er fremur lélegur; íbúðarhús byggt árið 1950, að
grunnfleti 89,1 fm auk útihúsa. Hitaveita er á jörðinni frá samveitu.
Jörðin selst án framleiðsluréttar, bústofns og véla.
Hér er um að ræða áhugaverða eign á góðum stað. Frá jörðinni er fagurt
útsýn yfir Hrísey og Eyjafjörð. Sólarlag getur hér orðið einstaklega
fagurt. Jörðin býður upp á margvíslega möguleika til fastrar búsetu með
frístundabúskap s.s. skógrækt. Aðgengi að sjónum gefur jörðinn talsvert
gildi. Óskað er tilboða í eignina.
Upplýsingar um þessa eign eru eingöngu gefnar af fasteignasala á
skrifstofu fasteignasölunnar í síma 896-4761. Einkasala.
Jón Hólm Stefánsson
Lögg. fasteigna-,
fyrirtækja- og
skipasali
Litlu-Hámundarstaðir
152168, Árskógsströnd
www.gljufurfasteign.is
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
Íbúðir fyrir fólk 50 ára og eldri, við Sóleyjarima 19-23, Grafarvogi.
Frábært útsýni.
Glæsilegar íbúðir
fyrir 50 ára og eldri
• Gróið hverfi.
• Frábært útsýni.
• Ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Innangengt úr bílageymslu í lyftur.
Söluaðili:
Sóleyjarimi
3ja og 4ra herbergja íbúðir á besta stað í
Grafarvogi til afhendingar í október 2007.
Sóleyjarimi Grafarvogur
> Yfir 20 ára reynsla
> Traustur byggingaraðili
> Gerðu samanburð
www.motas.is
Sími 533 4040 | www.kjoreign.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
3
79
19
0
6/
07
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Klettahraun - Hfj. - einbýli
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu 139,1 fm ein-
býli á einni hæð ásamt 35,6 fm bílskúr, samtals um 174,7 fm.
Húsið er vel staðsett á einstökum stað við Klettahraun í Hafnar-
firði. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol, stofu, eldhús,
þvottahús, búr, gang, tvö herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi
og bílskúr með herbergi inn af. Glæsilegur gróinn garður (hraun-
lóð). Einstök staðsetning. Verð 52.5. millj.
MARGIR vísindamenn telja að
sjúkdómur sem nefnist geðklofi á ís-
lensku stafi af því að boð á milli
heilafrumna brenglist eða rofni.
Sjúkdómurinn lýsir sér oft í því að
raunveruleikatengsl raskast, þung-
lyndi breytist í yfirgnæfandi svart-
sýni og sjúklingar eiga erfitt með að
meta hvað er rétt og rangt. Ofskynja
oft á tíðum hluti vegna skorts á já-
kvæðum efnum eða vegna rofs á
flutningi boða milli heilafrumna.
Læknavísindin hafa ekki enn
fundið fulla skýringu á því hvað á sér
stað og aðrir vilja halda því fram að
það sem er kallað geðklofi í dag sé
sambland geðraskana og fleiri lík-
amlegra sjúkdóma.
Barn sem ekki greinir rétt frá
röngu hefur oft ekki náð nægilegum
þroska til að meta nýjar og óvæntar
aðstæður. Sjúklingur með geðrof
eða boðbrenglun sem kominn er af
barnsaldri nær heldur ekki að meta
rétt boð sem heilafrumur hans með-
taka, þótt þroski hans sé unglings
eða fullorðins manns. Þarna verður
einhvers konar rof eða vöntun á já-
kvæðri svörun hugans. Til eru líka
efni sem valda ofskynjunum, jafnvel
sykur örvar heilastarfsemi um tíma.
Á gelgjuskeiði, þegar miklar lík-
amlegar breytingar eiga sér stað, er
líkaminn viðkvæmur fyrir ofnotkun
efna eða vöntun. Margir ein-
staklingar fá þá þessi sjúkdóms-
einkenni og yfir 70% fá varanlega
lækningu og bata.
Þá er talað um að Barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans, eða
Bugl, ráði ekki við vandann. Bugl er
enn eitt dæmið um nafn sem er rugl-
ingslegt, sérlega á viðkvæmum
aldri, enda þó vel meint með stytt-
ingu. Þá er það og of líkt nafninu
rugl.
Orðið geðveikur getur einnig vald-
ið misskilningi og er huglægt en allt
bendir til að geðraskanir séu margir
líkamlegir sjúkdómar. Unglingar
nota orðið sem slangur, þ.e. eitthvað
sé geðveikt, geðveikislega gott. Áður
var orðið frábært í tísku sem æðsta
stig. Sumir telja þessa málnotkun
neikvæða, en ég er ekki viss um að
svo sé. Unglingar skynja oft hvar
hundurinn liggur grafinn og í þess-
ari áherslu er viss samúð og vantrú á
orðanotkun hina eldri. Unglingar
eru auk þess afar jákvæðir á til-
veruna. Trúa á framtíðina og nýjar
lausnir sem þau eiga eftir að vinna
með.
Geðklofi eða nafnið klofi myndu
fljótt falla út af listanum um ný nöfn
á sjúkdómnum í dag. Þá má nefna
nöfn eins og geðrof eða boðrof sem
oft eru notuð. Ekkert af þeim er auð-
velt í notkun. Augljóst er að orðið
geðklofi er ekki í samræmi við þekk-
ingu okkar á sjúkdómnum í dag.
Nafnið hefur ákaflega neikvæða
merkingu og ber keim af því þegar
menn áttu ekki önnur ráð en að loka
sjúklinga inni til að forða þeim frá
hættum og jafnvel glötun. Geðklof-
anafnið lýsir ótta manna við þennan
vágest. Raflost var jafnvel oft eina
lækningin, en nafnið ber vott um að
það tengist víxlstraumi sem á mynd-
máli er táknaður með klofinni ör.
Djúpar gjár og ranghugmyndir í
mannlegum heimi voru spegilmynd
sjúkdómsins. Engu líkara var en að
þeir sem tóku þessa veiki hyrfu í
djúpið þar sem bergmál óttans kast-
Breytum nafni á sjúkdómi
Sigurður R. Antonsson leggur
til að sjúkdómsheitinu geðklofa
verði breytt
»Ungt fólk sem á eftirað fá þennan sjúk-
dóm á allt betra skilið en
geðklofanafnið.
Sigurður Antonsson
mbl.is
smáauglýsingar