Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 29
Í HNOTSKURN »Steinunn hefur náðhvað lengst Íslend- inga í tískuheiminum á alþjóðavísu og hefur starfað fyrir Calvin Klein, Gucci og La Perla. Hún hefur rekið eigið tískumerki sem ber nafnið STEiNUNN frá árinu 2000 og eru vörur hennar seldar víða um heim. »Forseti Íslandssæmir íslenska rík- isborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. »Fálkinn var í skjaldarmerki Íslands í sextán ár.Fannst mönnum veglegra að nota þennan svip- mikla, harðgera og tígulega fugl sem tákn landsins en þorskinn. stofur lausar en núna eru allir að leita að húsnæði hérna. Þetta sýn- ir hvað hönnunarfyrirtækin eru í hröðum vexti.“ Sjálf er Steinunn að fara að opna nýja verslun í miðbænum og flyst búðarhluti starfseminnar í nýtt húsnæði við Laugaveg 40 fyr- ir miðjan júlí. Steinunn leitar gjarnan í ís- lenska náttúru og hefðir til þess að fá innblástur. „Ég bý við sjóinn og mér finnst gaman að horfa út. Ég held að vís- unin í náttúruna og hið þjóðlega komi til vegna þess að maður verður enn hrifnari af landinu eft- ir langa dvöl á erlendri grundu. Ég fer mjög oft á Þjóðminjasafnið í leit að munstrum, saumum eða einhverju öðruvísi. Textíllinn kem- ur síðan yfirleitt beint úr nátt- úrunni. Svo hef ég sérstakan áhuga á Textílsafninu á Blönduósi, þar er hægt að sækja sér mikinn innblástur og mögulegt að skoða ýmislegt handsaumað af konum frá síðustu öldum. Hið íslenska handbragð er í öndvegi.“ Þetta íslenska handbragð ratar oft inn í hönnun Steinunnar. „Haustlínan mín er með áhuga- verðu munstri sem ég notaði í prjónið úr bókahnúti sem ég fann í gömlum útsaumsbókum frá því fyrir aldamótin 1900. Nauðsynlegt er að horfa á smáatriðin og kunna til verka, handbragðið finnst mér rosalega mikilvægt.“ Vísanirnar eru þó óbeinar, ekki er um eftiröpun að ræða heldur skilar sér tilfinningin fyrir fortíð- inni. Steinunn segir Íslendinga hafa ríka hefð í þessu sambandi og margt til að vinna úr. „Ég nota alltaf eitthvað íslenskt í hverri línu.“ Hún er núna að vinna að prenti, sem unnið er úr myndum af hvönn og fleiri jurtum úr íslenskri flóru. Myndirnar eru unnar áfram í þrí- vídd sem minnir á leik norðurljós- anna og hlakkar Steinunn til að sýna flíkur með þessu munstri á tískustefnunni CPH Vision í Kaupmannahöfn í ágúst. Fallegt útlit og hönnun orðunnar Vel er við hæfi að spyrja fata- hönnuðinn hvað honum finnist um útlit fálkaorðunnar. „Orðan er vel hönnuð og handbragðið einstakt en þetta er allt gert hérna heima,“ segir hún en vinnan er í höndum Þorbergs Halldórssonar gullsmiðs. „Hvíta emaléringin er mjög falleg. Hönnunarlega séð sýnir fálkaorð- an svo mikið hvað Ísland stendur fyrir, þjóðarstoltið kemur sannar- lega upp í manni. Með orðunni fylgir lítil rósetta, sem búin er til úr borðanum sem fylgir nælunni. Til viðbótar sýnir grafíska hönn- unin á innsiglinu frá forsetanum virðuleika og fágun,“ segir Stein- unn en athygli vekur að orðu- bandið er mismunandi eftir því hvort handhafinn er karl eða kona. Karlarnir fá kross sinn í einföldu broti en konurnar í fal- legri slaufu, sem gefur krossinum skemmtilegt yfirbragð. Þannig að þú ætlar ekki að selja orðuna þína á eBay? „Nei, ég hef ekki hugsað mér að gera það,“ segir hún og hlær. „Ég skrifaði undir það plagg að séð yrði um að skila henni eftir minn dag.“ Hvað gerir maður við orðuna? „Hún er eitthvað sem maður geymir á fallegum stað. Ég er ekki enn búin að finna staðinn minn. En rósettuna geturðu geng- ið með og til dæmis nælt henni í jakka. Ég get vel hugsað mér að bera hana við hátíðleg tækifæri.“ ingarun@mbl.is öndvegi Hönnuðurinn sjálfur Steinunn Sigurðar- dóttir selur vörur sínar víða um heim. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 29 www.bluelagoon.is Bláa Lónið – Gönguferðir með leiðsögn Bláa Lónið í samvinnu við Leiðsögumenn Reykjaness býður upp á daglegar gönguferðir klukkan 10.00 tímabilið 1. júní–31. ágúst. Orkuríkt umhverfi Bláa Lónsins, jarðfræði og saga er meðal þess sem þátttakendur í daglegum gönguferðum munu kynnast. Ferðirnar hefjast við Bláa Lónið þaðan sem gengið er að lækningalindinni. Gengið er að Þróunarsetri og að orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Gangan endar í Bláa Lóninu. Gönguferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Mælt er með gönguskóm og hlýjum fatnaði. Verð: 1.000 kr. Miðar eru seldir í gestamóttöku Bláa Lónsins. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 7 2 2 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 5. og 12. júlí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkost- legu spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kan- ada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal Kanada 5. og 12. júlí frá kr. 29.990 Vikuferð - síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, vikuferð 5. eða 12. júlí. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 7 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900. Munið Mastercard ferðaávísunina Flug og gisting í viku - aðeins kr. 49.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.