Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 170. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR SJÁ MEIRA HÆGAR OF MIKILL GARPSSKAPUR FERÐAMENNSKA >> 30 ÍSLENSKT Í ÖNDVEGI HRÓÐUR STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR FATAHÖNNUN >> 28 SUMAR- GLEÐIN HVALRAUÐUR Í PALM SPRINGS STEINUNN ÓLÍNA >> 27 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is NIÐURSTÖÐUR jarðeðlisfræðilegra rannsókna á vegum íslenskra og norskra stjórnvalda, sem og fyrirtækja í einkaeigu, benda til þess að hugs- anlegt sé að Íslendingar muni á næstu árum geta tekið þátt í olíuvinnslu innan eigin efnahags- lögsögu, að sögn Össurar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra. Bæði jarðmyndanir, lega jarðlaga og lífrænar leifar gefa góðar vonir að sögn Öss- urar. „Niðurstöður úr rannsóknum sem unnar hafa verið á svokölluðu Drekasvæði, sem liggur norð- austan í efnahagslögsögu Íslands, að Jan Mayen- svæðinu, benda til þess að meira en ágætar líkur séu á að þar séu vinnanlegar jarðefnalindir undir hafsbotni,“ segir hann. „Ég tel að málið sé komið á það stig að kanna þurfi hvort alþjóðlegur áhugi sé á því hjá olíu- fyrirtækjum að fjárfesta í virkri leit með rann- sóknarborunum og vonandi vinnslu í framhald- inu. Ég stefni þess vegna að því að fyrir lok næsta sumars verði hægt að bjóða út sérleyfi til olíuleitar á þessu svæði.“ Stjórnvöld þurfi nú að meta þörfina á frekari rannsóknum á náttúrufari og ákveða hvort þær verða í höndum sérleyfishafa eða hins opinbera. Líkur á olíu í íslenskri lögsögu  Stefnt er að því að fá olíufyrirtæki til að fjárfesta í virkri leit með borunum og vonandi vinnslu í framhaldinu  Endurskoða þarf íslenskt lagaumhverfi og meta þörf á rannsóknum á náttúrufari  Á blogginu geturðu ekki dulist | 22 SÍÐAN breska krúnan aðlaði rit- höfundinn Salman Rushdie hafa vaknað háværar mótmælaraddir múslíma vegna hinnar umdeildu bókar hans, Söngva Satans. Afturganga Söngva Satans LEIÐTOGAR Evrópusambandsins komust í gærmorgun að sam- komulagi um nýjan stjórnarsátt- mála eftir erfiðar viðræður, deilur og málamiðlanir. Samkomulag í Brussel BANDARÍSKI auðjöfurinn Stan Kroenke reynir að ná undirtökum í Arsenal. Aðdáendurnir eru ugg- andi og hjálpar ekki að Thierry Henry er á leið til Barcelona. Auðkýfingur ásælist Arsenal Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is „ÉG HEF verið að velta fyrir mér óperuforminu og ekki í fyrsta skipti,“ segir Ásgerður Júníusdóttir söngkona. „Þetta er ótrúlega spenn- andi listform sem er þó staðnað að svo mörgu leyti og bíður eftir end- urnýjun og öðruvísi hugsun. Auðvit- að er sjálfsagt að varðveita arfinn og setja upp klassískar óperur með glæsibrag, það er alger óþarfi að gera lítið úr þessum oft yndislegu og stórbrotnu verkum, en ég hef í mörg ár látið mig dreyma um ís- lenzkar óperur, framsæknar og spennandi. Í sumar ætla ég til Manchester til þess að vera viðstödd flutning á heilmörgum 15 mínútna óperum, þarna vinna saman margir spenn- andi listamenn; myndlistarmenn, tónskáld og aðrir. Ég held að mynd- listin sé ákveðið svar, þegar kemur að uppbroti óperunnar, held að auk- ið samstarf afburða myndlist- armanna, tónskálda og rithöfunda auk annarra listamanna gefi fyr- irheit um spennandi tíma fyrir óperuunnendur.“ Myndlistarsöngverk Ásgerður er með ýmis járn í eld- inum. Eitt þeirra er eins konar ópera eða „myndlistarsöngverk“ sem hún er að vinna með þeim Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Þuríði Jónsdóttur tónskáldi og Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi. „Við vitum eiginlega ekki hver útkoman verður,“ segir hún hrein- skilnislega. „En ég hef mjög mikla trú á þessu og þetta er mjög spenn- andi verkefni. Við fengum styrk úr tónskáldasjóði svo nú er þetta farið af stað fyrir alvöru. Þessa dagana erum við að vinna að fjármögnun verksins og ef allt gengur að óskum þá verður frumsýnt vorið 2008.“ Ásgerður Júníusdóttir söngkona er með ýmis járn í eldinum Morgunblaðið/Kristinn Frumleg Ásgerður Júníusdóttir hefur meira gaman af að fara nýjar leiðir en feta troðnar slóðir. Hana dreymir um framsæknar íslenzkar óperur. Óperuformið bíður eftir endurnýjun og öðruvísi hugsun  Mér fellur vel … | 10 VIKUSPEGILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.