Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 37 skynsamlegu ákvörðun að kalla jeppasveitina heim frá norðurhluta Afganistan enda augljóst að þeir voru í lífshættu. Nú er það svo að allir, sem sendir eru til starfa á ófriðarsvæðum, eru í lífshættu en ef og þegar Ís- lendingar eru sendir á slík svæði er eins gott að þjóðin öll geri sér grein fyrir um hvað er að ræða en að ekki hafi verið pukrast með málið, jafnvel á þann hátt að stjórnmálamennirnir sjálfir hafi ekki vitað hvað var að gerast í raun. Þetta eru tvö dæmi um viðleitni íslenzkra stjórnvalda til þess að mæta auknum kröfum ann- arra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um annars konar framlög okkar til starfsemi banda- lagsins en fólust í hernaðarlegri þýðingu landsins og aðstöðu hér á tímum kalda stríðsins. Þessi nýju viðhorf innan Atlantshafsbandalags- ins hafa aldrei verið rædd nema að mjög takmörk- uðu leyti en tímabært að það sé gert. Og æskilegt að fulltrúi samræðustjórnmálanna, sem nú situr í stól utanríkisráðherra, beiti sér fyrir því að svo verði. Í stuttu máli má segja að krafan til okkar Ís- lendinga á vettvangi bandalagsins sé bæði um meiri peninga og meiri mannskap til margvíslegra starfa. Við erum orðin ein af ríkustu þjóðum heims og ættum því að geta lagt einhverja fjármuni af mörkum þótt ganga megi út frá því sem vísu að það muni standa í mörgum Íslendingum að leggja fram peninga í þeim mæli sem ritstjóri Blaðsins benti á í gær, föstudag, að aðrar þjóðir legðu fram, hvort sem um væri að ræða 22 milljarða eða 17 milljarða. Stóra spurningin fyrir okkur hlýtur hins vegar að vera sú í hve ríkum mæli við erum tilbúnir að senda fólk til starfa á ófriðarsvæðum á vegum Atlantshafsbandalagsins eins og t.d. til Afganist- an, þar sem átök eru nú harðnandi. Auðvitað er þetta á valdi hvers og eins sem gefst kostur á að fara til slíkra starfa. Fyrir nokkrum vikum vökn- uðu spurningar um þessi störf þegar skýrt var frá því að Íslendingur færi til starfa á svonefndu grænu svæði í Bagdað í Írak. Fullyrt var að engin hætta væri á ferðum á því svæði. Skömmu seinna urðu miklar sprengingar þar og í ljós kom að upp- reisnarmenn í Írak höfðu komizt þar inn þrátt fyr- ir að svæðið ætti að vera alveg öruggt. Það getur enginn ákveðið fyrir annan hvort sá hinn sami eigi að leggja líf sitt í hættu. Það á hann við sjálfan sig og sína fjölskyldu. En þess vegna m.a. má það ekki gerast að lagður sé þrýstingur á fólk að fara til slíkra starfa sem hefur gerzt. En það er nauðsynlegt að fram fari umræður um það hér á landi hvort við Íslendingar erum tilbúnir að bjóða fólki upp á þann kost að fara til starfa á ófriðarsvæðum sem geta leitt til þess að viðkom- andi sé í lífshættu. Þjóðin öll verður að vera sér meðvitandi um að í þeirri ákvörðun að greiða aðgangseyri að Atlants- hafsbandalaginu með því að leggja ekki bara fram meiri peninga heldur líka mannskap til starfa á ófriðarsvæðum erum við að breyta um stefnu, marka nýja stefnu. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir að það er ekki víst að allir komi lifandi heim úr slíkum ferðum. Aðrir kostir? M orgunblaðið hefur almennt ver- ið þeirrar skoðunar að fjár- munum okkar Íslendinga og sérfræðilegri þekkingu ein- staklinga á ýmsum sviðum væri betur varið til þess að veita fólki í þróunarlöndum annars konar hjálp en felst í óbeinni þátttöku í hernaðaraðgerðum NATÓ hér og þar um heiminn. Valgerður Sverr- isdóttur, varaformaður Framsóknarflokksins, lagði sína lóð á þá vogarskál þann tíma sem hún gegndi starfi utanríkisráðherra. Vandi okkar er hins vegar sá að við erum eitt af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Við höf- um hagsmuni af því okkar eigin öryggis vegna að vera áfram aðilar að bandalaginu. Áður nutum við öryggiskerfis bandalagsins vegna þess framlags okkar að veita Bandaríkjamönnum aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Nú er það framlag ekki lengur til staðar. Hvað leggjum við þá af mörkum til Atlantshafs- bandalagsins í staðinn fyrir það öryggi sem við njótum vegna aðildar að því? Er annarra kosta völ? Getum við greitt aðgangseyri með einhverj- um öðrum hætti en þeim að senda Íslendinga til starfa á ófriðarsvæðum og leggja þá þar með í lífs- hættu? Getum við einir aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins komist upp með að leggja okkar fólk ekki í lífshættu á sama tíma og öll önnur aðildar- ríki bandalagsins gera það? Þessum spurningum verðum við að svara. Við verðum að ræða þessi mál fyrir opnum tjöldum. Við verðum að gefa þjóðinni allri kost á að taka þátt í þeim umræðum. Stjórnvöld verða að leggja spilin á borð og upplýsa fólk um hverra kosta er völ. Þær spurningar, sem hér hefur verið varpað fram eru einhverjar þær mikilvægustu, sem við stöndum nú frammi fyrir í utanríkismálum okkar. Önnur mál eru hjóm eitt miðað við þetta mál, hvort sem um er að ræða kostnaðarsamt framboð okkar til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða metnað og löngun utanríkisráðherra okkar til að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. Hvorki núverandi ríkisstjórn né fyrri ríkis- stjórn hafa sett eða settu þetta mál á dagskrá. Hvers vegna ekki? Er ríkisstjórnin þeirrar skoð- unar að hún geti vikið sér undan því að taka af- stöðu? Heldur ríkisstjórnin að hún komizt upp með gagnvart almenningi í landinu að ræða þessi mál ekki opið? Því verður tæpast trúað. Þess vegna er kominn tími til að forystumenn ríkisstjórnarinnar, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, taki þessi veigamiklu mál til umræðu. Á hvaða forsendum byggist aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu þegar horft er til fram- tíðar? »En nú eru breyttir tímar. Lega landsins hefur ekki sömuhernaðarlega þýðingu og áður. Það dugar ekki lengur að benda á að Ísland hafi slíka þýðingu fyrir önnur aðildarríki bandalagsins. Önnur aðildarríki bandalagsins spyrja hvert framlag okkar sé. Og allt í einu stöndum við frammi fyrir því að svara þeirri spurningu. rbréf Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á golfmótinu Arctic Open aðfaranótt laugardags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 170. tölublað (24.06.2007)
https://timarit.is/issue/285614

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. tölublað (24.06.2007)

Aðgerðir: