Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 15
haldið var í Nýlistasafninu til heið-
urs Magnúsi. Ég þekkti auðvitað
Sveitina milli sanda í túlkun Ellýj-
ar Vilhjálms, en þarna voru flutt
elektrónísk verk hans, meðal ann-
ars Samstirni, þar sem Magnús
notar rödd Þuríðar Pálsdóttur og
elektróníkina saman.
Þetta var fyrir nokkrum árum
og þá hafði ég sungið nokkuð með
elektrónik, meðal annars unnið
með Hilmari Erni Hilmarssyni, Jó-
hanni Jóhannssyni og Sigtryggi
Baldurssyni, sungið inn fyrir þá
ýmislegt í stúdíói, fyrir kvikmynd-
ir, leikhústónlist og inn á hljóm-
plötur. En þetta kvöld í Ný-
listasafninu vakti svo sannarlega
áhuga minn á þessum frumkvöðli
okkar á sviði raftónlistar, Magnúsi
Blöndal Jóhannssyni. Ég fór að
velta því fyrir mér hvort Magnús
hefði ekki samið fleiri sönglög en
Sveitina. Þegar ég hófst handa var
hann því miður orðinn svo veikur,
að ég gat lítið leitað í smiðju hans,
en talaði við marga sem ég vissi að
höfðu þekkt hann. Þuríður Páls-
dóttir söngkona var söngkennarinn
minn um tíma og hún er líka
tengdamóðir mömmu minnar og
því átti ég auðvelt með að leita til
hennar. Hún sagði mér ýmislegt
um Magnús og hvernig var að
vinna með honum. Ég leitaði líka
til Mummu, Guðmundu Elíasdótt-
ur. Hún átti nótur af mörgum lög-
um Magnúsar, handskrifaðar af
honum sjálfum, auk þess sagði hún
mér margt um hann, enda góð vin-
kona hans frá gamalli tíð. Ég tengi
mjög sterkt við viðfangsefni mín
og í gegnum þetta grúsk mitt allt
saman fór mér að þykja mjög
vænt um Magnús.
Það var ánægjulegt að vinna að
þessari plötu og margt gott fólk
lagði mér lið. Mér fannst sér-
staklega gott að vinna með Árna
Heimi Ingólfssyni, hann er næmur
meðleikari og gaf mér mikið. Ég
vona að sem flestir söngvarar eigi
eftir að syngja lögin hans Magn-
úsar, hann er mjög sjarmerandi
tónskáld.“
Það leggst þögn yfir eldhúsið, en
þegar Magnús er farinn hjá, tekur
Ásgerður aftur upp þráðinn.
Allir ættu að múra
eins og einn vegg
Geisladiskur með íslenzkum
ljóðaflokkum er önnur hugmynd,
sem er að brjótast um í henni.
Ljóðaflokkur Atla Heimis er
kveikjan og hana langar að safna
ljóðaflokkum á plötu. „Ég ætla að
skoða þá ljóðaflokka sem ég finn
hjá Tónverkamiðstöðinni, svo ætla
ég að leggjast í ljóðalestur á næst-
unni og ef ég finn eitthvað sem
mig langar til þess að syngja þarf
ég að fá tónskáld til liðs við mig.
Ég hef líka hugsað mér að nota
tímann í Berlín til þess að syngja
Schubert með einhverjum góðum
þýzkum píanóleikara, mér finnst
mjög gaman að syngja Schubert
og það er einstaklega gott fyrir
röddina, eins og hunang.“
– Þú þjáist ekki af hugmynda-
skorti.
„Nei, En hugmyndirnar líða
stundum fyrir peningaskort,“ segir
hún og hlær.
– Kannt þú ekki að slaka á?
„Ég get alveg slakað á ef ég vil.
Mér finnst einstaklega gaman að
lesa, fara í langar gönguferðir og
mála. Ég ætlaði eitt augnablik að
verða myndlistarkona, það var
þegar ég var 17-18 ára. Ég fór á
myndlistarbraut í FB um tíma og
sótti ýmis myndlistarnámskeið til
undirbúnings. Ég hef líka sótt
nokkur námskeið hjá Myndlist-
arskóla Reykjavíkur síðari ár. Ég
ákvað að taka mér frí frá því að
koma fram opinberlega og syngja í
sumar, ég ætla meðal annars að
nota tímann til þess að mála mér
til skemmtunar. Annars er svo
margt sem mér finnst kalla á mig.“
– Í tónlistinni?
„Ekki bara í tónlistinni, þó ég
geti endalaust fundið skemmtileg
verkefni þar. Ég er mikið í að taka
til hendinni hérna heima. Við Sig-
urjón keyptum hús sem þurfti anzi
mikið að gera við, mitt annað starf
síðustu ár hefur verið að gera hús-
ið upp. Ég flísalegg, mála, flota
gólf og annað og Sigurjón smíðar,
hann er mjög laginn við það.
Nú erum við að mestu búin hér
innanhúss og þessa dagana er ég
að múra bílskúrinn upp. Það er
furðu gaman. Það ætti hver mað-
ur að múra eins og einn vegg um
ævina.“
– Þú getur ekki séð neitt í friði.
Hún lítur hissa á mig.
„Nei ætli það. Ég á bágt með
að sitja verklaus. Ég vil sjá hlut-
ina gerast, ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á umhverfi mínu og
staðið í alls kyns endurbótum, hef
líka saumað mikið og prjónað. Ég
hefði allt eins getað orðið hönn-
uður.“ Svo fellir hún brosið og
horfir alvarleg til mín. „Það
skiptir mig miklu máli að vera
sjálfbjarga, geta unnið þessa hluti
sjálf, en þurfa ekki að leita með þá
til annarra. Sennilega einhver
furðuleg og ofvaxin sjálfstæð-
isþörf. Svo finnst mér gott að
hugsa, þegar ég hef eitthvað fyrir
stafni. Húsinu okkar fylgir stór
garður, eftir að ég fór að sinna
honum hef ég komist að því að ég
hef gaman af garðyrkju. Ég er
langt komin með að fylla garðinn
af ávaxtatrjám og rósum. Næsta
verkefni er að útbúa góðan mat-
jurtagarð. Það er gott að láta hug-
ann reika hvort sem það er við
garðyrkjustörfin eða í múrvinn-
unni við bílskúrsvegginn.“
Ég er ekki kominn niður hálfan
stigann, þegar hún er byrjuð að
blístra. Og farin að taka til hend-
inni.
Morgunblaðið/ RAX
Myndlistarsöngverk Þuríður Jónsdóttir samdi tónverk fyrir rafhljóð og
mezzósópran sérstaklega fyrir Ásgerði inn í myndverk Ólafar Nordal.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 15
Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050
Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is
Þrjár sérverslanir - ein netverslun
Alltaf meira úrval - Alltaf betra verð
Munið vinsælu
gjafabréfin okkar
Simms Freestone
öndunarvöðlur og
Simms Freestone skór.
Einhverjar mest keyptu
öndunarvöðlurnar á markaðnum.
Fullt verð 32.800.
Pakkatilboð aðeins 27.880.
Simms L2 öndunarvöðlur
og Simms L2 skór.
Þú færð ekki Gore-tex vöðlur á betra verði.
Vöðlur með styrkingu á álagsstöðum.
Léttir og sterkir skór með filtsóla.
Fullt verð 44.800.
Pakkatilboð aðeins 37.990.
Scierra fluguveiðipakki.
Scierra Avalanche einhenda ásamt Scierra fluguhjóli með góðri
bremsu. Vönduð flotlína, undirlína, taumatengi og taumur.
Gjöful veiðihúfa og kastkennsla á DVD fylgir.
Fullt verð 25.900. Pakkatilboð aðeins 19.900
Scierra tvíhendupakki.
Scierra Avalanche tvíhenda í 4 hlutum. 12,6 eða 14 fet.
Vandað Scierra fluguhjól úr áli. Scierra skotlína, undirlína og
sökktaumur. Gjöful veiðihúfa og kastkennsla á DVD fylgir.
Fullt verð 44.900. Pakkatilboð aðeins 37.800.
Scierra MBQ
vöðlur og skór.
Vinsæll öndunarvöðlupakki á
frábæru verði.
Fullt verð 29.990.
Pakkatilboð aðeins 19.950.
Ron Thompson
Aquasafe
veiðijakki.
Vinsæll, vatnsheldur jakki
með útöndun.
Fullt verð 12.995. Nú á
tilboði í júní aðeins 9.995.
Ron Thompson
neoprenvöðlur.
4mm þykkt efni. Styrkingar á hnjám.
Góður brjóstvasi.
Fóðruð stígvél með filtsóla.
Fullt verð 12.995.
Nú á tilboði í júní aðeins 8.995
Scierra Canyon
veiðijakki.
Vandaður, vatnsheldur jakki
með gó ðri útöndun.
Fullt verð 17.995. Nú á tilboði
í júní aðeins 14.495