Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
SHREK 3 m/ensku tali kl. 12 - 3 - 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 12 - 2:15 - 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL
CODE NAME: THE CLEANER kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára
OCEAN'S 13 VIP kl. 3 - 5:30
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND M
EÐ
ÍSLENS
KU
OG ENS
KU
TALI
WWW.SAMBIO.IS
SHREK, FÍÓNA,ASNINN
OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTI-
LEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
STÆRSTA OPNUN
Á TEIKNIMYND
FYRR OG SÍÐAR.
Það er eins og ekki sé hægt að getaConor Oberst og Bright Eyeshljómsveitar hans nema nota orðiðundrabarn í sömu andrá og það
þótt piltur sé kominn hátt á þrítugsaldurinn.
Skýring á því er vitanlega sú að hann hóf
tónlistarferil sinn svo snemma, fjórtán ára,
með rokksveitinni Commander Venus og
sendi síðan frá sér tvær framúrskarandi
breiðskífur árið sem hann varð átján ára.
Sjöunda breiðskífa pilts kom svo út á dög-
unum og er ekki síðri en fyrri verk, betri
reyndar, og greinilegt að Oberst er að hrista
af sér undrabarnsstimpilinn – Cassadaga er
einfaldlega fyrirtaks plata hæfileikaríks
lagasmiðs.
Samhliða því sem Oberst var söngvari og
gítarleikari í Commander Venus byrjaði
hann á sólóverkefni sínu sem hann kallaði
Bright Eyes eftir viðurnefni Charltons He-
stons í Apaplánetunni. Á árunum 1995 til
1997 tók hann upp talsvert af lögum einn
með gítarinn, sjötíu lög segja sumir, aðrir að
þau hafi verið enn fleiri, en tók þó um leið
fullan þátt í starfi sveitarinnar. Þegar
Commander Venus svo lognaðist út af ákvað
Oberst að Bright Eyes yrði vettvangur tón-
listarsköpunar sinnar og gaf út safnskífu
með úrvali úr lagasafninu mikla, A Collec-
tion of Songs Written and Recorded 1995-
1997, og skömmu síðar aðra skífu, Letting
Off the Happiness, sem var með nýjum lög-
um.
Misjafnir dómar
Skífurnar fengu misjafna dóma en enginn
frýði honum hæfileika – það fór ekki á milli
mála að piltur var bráðger og bráðsnjall, en
sumum fannst hann mega beita meiri sjálfs-
gagnrýni. Oberst hélt þó sínu striki, sló lítið
af í afköstum, en tók út mikinn þroska í tón-
listinni eins og heyra mátti á næstu breið-
skífu, Fevers and Mirrors, sem kom út 2000,
meira lagt í útsendingar og upptökur, en lög-
in jafn vel samin og forðum. Það ár og hið
næsta sendi hann frá sér nokkrar smáskífur,
en 2002 kom svo helsta plata hans fram að
því og sú sem mesta athygli vakti á honum
og sveitinni; Lifted or The Story Is in the
Soil, Keep Your Ear to the Ground.
Óvenju hljótt var um pilt árið 2003 en
hann lét til sín taka 2004 og tók þá virkan
þátt í kosningabaráttu demókrata þó ekki
hafi það dugað til sigurs í forsetakosning-
unum. Það dugði þó til að halda pilti í sviðs-
ljósinu og skilaði því meðal annars að hann
kom tveim smáskífum hátt á Billboard-
listanum þá um haustið.
Þrjár plötur 2005
Árið 2005 hóf hann svo með því að senda
frá sér tvær skífur ólíkrar gerðar, annars
vegar lágstemmda órafmagnaða poppskífu,
I’m Wide Awake, It’s Morning, og hins veg-
ar raftónlistarkryddaða skífu, Digital Ash in
a Digital Urn. Mikið tónleikahald í tveimur
hlutum fylgdi í kjölfarið, fyrri hlutinn til að
kynna I’m Wide Awake, It’s Morning og sá
seinni í tilefni af Digital Ash in a Digital
Urn. Það dugði og til að þræla skífunum upp
sölulista, þó plöturnar hafi allajafna fengið
slaka dóma. Um haustið kom svo þriðja
breiðskífa hans á árinu, tónleikaplatan Mo-
tion Sickness.
Eftir svo miklar annir gat það varla komið
mönnum á óvart þegar Oberst lýsti því yfir
að ekkert myndi koma út með sveitinni 2006,
en þrátt fyrir það kom út safnskífa með ýms-
um lögum frá ferlinum sem sum höfðu sjald-
an heyrst opinberlega, en önnur aldrei,
Noise Floor (Rarities: 1998-2005). Í síðasta
mánuði kom svo ný breiðskífa með Bright
Eyes, Cassadaga.
Platan dregur nafn sitt af samfélagi sjá-
enda í Flórída, enda er yrkisefni hennar að
miklu leyti trú og trúarvitund. Margir telja
skífuna ádeilu á hægrisinnaða heittrúarmenn
vestan hafs, og kæmi svo sem ekki á óvart í
ljósi pólitískrar sannfæringar Obersts, en
líklegra þó að hann sé að beina sjónum að
þeim hörmungum sem fylgja bókstafstrú,
hvaða fígúru sem menn eru annars að mæra.
Barnastjarna vex úr grasi
Hæfileikamikill Conor Oberst, forsprakki Bright Eyes, gaf út sjöundu breiðskífu sína á dögunum.
Þó Conor Oberst, forsprakki
Bright Eyes, sé kominn hátt á
þrítugsaldurinn er hann enn
undrabarn í augum margra.
Síðustu skífur hans, en sú nýj-
asta kom út í vor, sýna þó að
hann er fullorðinn listamaður
og rétt að meta hann svo.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson