Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Það var ekki byrjað að grýjaaf degi þegar blásið var tilblaðamannafundar í Bruss-el í gærmorgun til að kynna nýtt samkomulag um uppkast að nýj- um sáttmála Evrópusambandsins, sem komi í stað stjórnarskárinnar, sem var hafnað fyrir tveimur árum. Samkomulagið var ekki í höfn fyrr en klukkan hálffimm eftir að Pólverjar höfðu fallið frá hótunum um að beita neitunarvaldi. En það voru ekki að- eins Pólverjar, sem reyndust erfiðir, Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sem brátt lætur af embætti, setti einnig skilyrði og hótaði að beita neitunarvaldi á síðasta Evrópusam- bandsleiðtogafundinum. Það þurfti hótanir, pólitíska útsjón- arsemi og slægð til að knýja fram samkomulag, en þegar upp var staðið sögðust allir ánægðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem gegnir for- sæti í ESB út mánuðinn, lýsti yfir því að allt hefði náðst, sem menn hefðu viljað ná. „Ég er viss um að hefðum við ekki náð þessu í dag hefðum við endað í fremur skelfilegri stöðu vegna þess að margir hefðu talið að þeim hefði verið ýtt of langt,“ sagði Merkel, sem á vefsíðu Der Spiegel í gærmorg- un var lýst sem hinni nýju ofurkonu Þýskalands og bjargvætti Evrópu. „Okkur hefur tekist að koma málum þannig fyrir að nú þarf enginn að fara heim með það á tilfinningunni að hann hafi málað sig út í horn.“ Andstaða Pólverja byggðist á ótta við að stóru ríkin í Evrópusamband- inu yrðu of voldug yrði tekið upp nýtt atkvæðagreiðslukerfi byggt á fólks- fjölda. Tortryggni þeirra í viðræðun- um kom meðal annars fram í því að Hótanir, strokur og málamiðlanir Reuters Lech Kaczynski „Það er ekki hægt að sniðganga stærsta ríkið í Austur-Evrópu.“ Í HNOTSKURN »Snemma í gærmorgun láloks fyrir samkomulag í grundvallaratriðum um nýjan sáttmála Evrópusambandsins. »Nú hefst ríkjaráðstefna,sem ætlað er að ná sam- komulagi fyrir árslok og nýr sáttmáli taki gildi 2009. »Kyrrstaða hefur ríkt síðanHollendingar og Frakkar höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæði fyrir tveimur árum. »Pólverjar hótuðu að beitaneitunarvaldi yrði ekki hlustað á sjónarmið þeirra um valdahlutföll stórra og lítilla ríkja. »Bretar kröfðust þess að til-lit yrði tekið til sjónarmiða þeirra í fullveldismálum sem varða allt frá utanríkismálum til félagsmála. ERLENT» Leiðtogar Evrópusambandsins leituðu fram undir morgun að samkomulagi, sem ætlað er að hrinda í gang vinnslu sáttmála í stað stjórnarskrárinnar, sem var hafnað fyrir tveimur árum Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Á umliðnum árum hefur það veriðtíska hjá erlendum auðkýfingum aðkaupa sér enskt knattspyrnufélag.Hvert vígið fellur á fætur öðru og nú síðast bárust af því fregnir að taílenskt fyr- irmenni væri í þann mund að eignast Man- chester City. Stærstu og sögufrægustu félögin í sparkvöggunni hafa ekki orðið útundan í þessari þróun en eins og menn vita ráða Bandaríkjamenn ríkjum hjá Manchester Unit- ed og Liverpool og Rússi hjá Chelsea. Af hinum „fjórum stóru“, eins og þau eru jafnan kölluð í Englandi, er Arsenal eitt ennþá í meirihlutaeigu Englendinga. Ekki svo að skilja að „innrásarherinn“ hafi ekki reynt að sölsa Lundúnaveldið undir sig, bandaríski auð- jöfurinn Stan Kroenke hefur með markvissum hætti læst klónum í hlutabréf í félaginu og á nú 12,19%. Lengra hefur hann ekki komist en helstu eigendur, Danny Fiszman (24,1%) og lafði Bracewell-Smith (15,9%), hafa harðneitað að selja Kroenke hlut sinn, auk þess sem stjórn- arformaðurinn, Peter Hill-Wood, hefur sýnt yfirtökunni lítinn áhuga. Hann á þó innan við 1% hlut í félaginu og er aðeins peð í hinu mikla valdatafli sem fram fer bakvið tjöldin þessa dagana. Þessir aðilar lýstu því nánast yfir í upphafi að fyrr myndu þeir dauðir liggja en selja Kro- enke hlut sinn en eftir fund Hill-Woods og Keith Edelmans, framkvæmdastjóra Arsenal, með Kroenke á dögunum var annað hljóð kom- ið í strokkinn. „Fundurinn gekk mjög vel,“ var haft eftir Hill-Wood. „Ég vonast til þess að við eigum eftir að eiga gott samstarf við hann í framtíðinni eins og aðra áhugasama aðila.“ Ekki hafa stjórnarmenn í Arsenal verið á eitt sáttir um eignarhaldið og margir hleyptu brúnum þegar David Dein, varaformaður og maðurinn sem stýrði félaginu í reynd í tæpan aldarfjórðung, sagði sig úr stjórninni fyrir tveimur mánuðum. Dein er þriðji stærsti hlut- hafinn (14,6%) og gegnheill Arsenal-maður. Um það eru allir sammála. Hann var sann- færður um að aukin eignaraðild Kroenkes væri félaginu fyrir bestu í hinni hörðu sam- keppni við helstu sparkveldi álfunnar og þegar aðrir í stjórninni spyrntu við fótum vék hann af vettvangi í mótmælaskyni. Það vekur athygli að Dein hefur enn ekki selt hlut sinn í félaginu og margir eru sann- færðir um að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að koma Kroenke að kjötkötl- unum á endanum. Þá geti hann snúið keikur aftur sjálfur. Henry genginn til liðs við Barcelona Eftir brotthvarf Deins hefur hrikt í stoð- unum á Emirates-leikvanginum. Hann var maðurinn sem fékk Arsène Wenger til að taka að sér starf knattspyrnustjóra á sínum tíma en þeir eru aldavinir. Mikið traust hefur ríkt þessara manna í millum og þeir unnu náið saman að mikilli uppbyggingu félagsins í meira en áratug. Wenger hefur ekki gert mikið úr þessu máli, enda að líkindum vel upplýstur um hina raun- verulegu stöðu, en lýsti þó á sínum tíma yfir vonbrigðum með brotthvarf Deins. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Wengers á liðnum vikum, eins og raunar endranær, en Frakkinn hefur staðfest að hann muni virða samning sinn við Arsenal sem rennur út eftir næstu leiktíð. Hvað þá tekur við er óljóst. Fregnir af yfirvofandi sölu á fyrirliðanum, Thierry Henry, hafa líka gengið fjöllunum hærra síðustu vikur og í gær staðfesti Arsenal að hann hefði verið seldur til Barcelona. Henry sagði á dögunum opinberlega að brotthvarf Deins hafi verið mjög slæmt fyrir Arsenal. Of snemmt er að fullyrða hvort vistaskipti hans tengjast því máli, enda þótt ummæli hans í The Sun í gær bendi til þess, en vitað er að lengi hefur verið ákaflega kært með Henry og Dein, t.a.m. var sonur þess síðarnefnda, Darren, svaramaður í brúðkaupi fyrirliðans. Þá hafa Dein og Jerome Anderson, umboðsmaður Henrys, lengi verið vinir. Henry hefur árum saman ekki talað neina tæpitungu þegar ást hans á Arsenal ber á góma. Í fyrra fékk hann tilfinningalegt svig- rúm mánuðum saman til að vega og meta framtíð sína og valdi að framlengja samning sinn í Lundúnum. Þess vegna vöktu ummæli hans þess efnis fyrir skemmstu að hann væri „eins og er“ samningsbundinn Arsenal óskipta athygli. Í bréfi sínu til stuðningsmanna Arsen- al í The Sun segir Henry það hafa gert útslagið að hann óttist að Wenger muni ganga úr skaft- inu að ári og án hans hafi hann ekki getað hugsað sér að vera á Emirates. Stuðningsmenn Arsenal mega ekki til þess hugsa að missa Wenger enda myndi hið unga og efnilega lið félagsins þá að öllum líkindum liðast í sundur. Slíkur Messías hefur Wenger verið. Henry, sem flestir eru sammála um að sé besti leikmaður félagsins frá upphafi vega, er þeim líka mikil harmsala. Arsenal horfði fram á betri tíð með blóm í haga er það flutti inn á hinn nýja og glæsilega Emirates-leikvang í fyrra og staðan sem nú er komin upp er aðdáendum félagsins áhyggju- efni. Arsenal hefur átt við ristruflanir að stríða í úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár, verið geir- neglt í fjórða sæti, og hefði ugglaust frekar viljað einbeita sér að leikmannakaupum en -sölum í sumar. Tíðindalítið er þó af þeim víg- stöðvum og pólskur markvörður og norskur unglingur eru ekki líklegir til að brúa bilið upp að Manchester United og Chelsea. A.m.k. ekki einir og sér. Núverandi stjórnarmenn í Arsenal skrifuðu í vor undir bindandi samkomulag um að selja ekki hluti sína í félaginu næsta árið og lýstu um leið yfir vilja til að eiga þá áfram eftir það. Flestir stuðningsmenn Arsenal hljóta að vera sammála um að enginn maður sé stærri um fé- lagið, ekki David Dein, ekki Thierry Henry og ekki Arsène Wenger. Það breytir þó ekki því að án þessara manna verður leiðin á toppinn brattari en ella. Skyldi sú staðreynd verða vatn á myllu Stans Kroenkes? Í augsýn auðkýfings Reuters Farinn Thierry Henry er stokkinn frá borði og genginn í raðir Barcelona á Spáni. Festir erlendur viðskiptajöfur kaup á Arsenal eins og hinum toppliðunum í Englandi? KNATTSPYRNA»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.