Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Einstaklega vel staðsett rúmlega 250 fm par- hús á tveimur hæðum neðst í suðurhlíðum Kópavogs. Húsið er staðsett fyrir neðan götu, innst í lokaðri götu sem sem valin var fegursta gata Kópavogs 2006, fyrir neðan húsið er opið svæði, leikvellir og göngustígar. Á efri hæðinni er m.a. stofa, borðstofa, eldhús, hol, svefnher- bergi, baðherbergi og innbyggður bílskúr. Á neðri hæð eru þrjú svefnher- bergi, stórt hol (sem mætti breyta í herbergi), baðherbergi, þvottahús, sjónvarpsherbergi og geymsla. Garðurinn er nýlega endurnýjaður eftir teikningum landslagsarkitekts, að ofanverðu er hellulögð verönd en fyrir neðan er afgirtur garður með hellulagðri verönd, stígum og heitum potti, ásamt útisturtu, skjólveggjum og útigeymslu. Verð 69,8 millj. 6836 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Bakkahjalli - innst í botnlanga FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög falleg og vel skipulögð íbúð í mikið endur- nýjuðu húsi alls 122,6 fm, 5 herb. íbúð á 2. hæð á þessum vinsæla stað á Framnesvegi, við Lág- holtsveg, Vesturbæjarmegin við Hringbraut. Möguleiki á 4. svefnh. Mjög eftirsóknaverð stað- setning. Verð 30,9 millj. Guðrún Arna 820 0675 býður þig og þína velkomna. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 14:00-16:00 FRAMNESVEGUR 65 - 101 RVK. (ALMA OG ÁSGEIR Á BJÖLLU!) FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Álfheimar, 4ra - 5 herb. útsýnisíbúð Glæsileg 129 fm, 4ra - 5 herb., íbúð á 3. hæð, (efstu) í góðu fjórbýlishúsi á þessum eftirsótta stað við Laugarda- linn. Íbúðin hefur nýlega verið mikið endurnýjuð á smekklegan hátt, m.a. hefur verið byggð útbygging undir setustofu og nýlegt parket er á gólfum. Tvö rúm- góð herbergi og eldhús með uppgerðum innréttingum og góðri borðaðstöðu. Skjólgóðar svalir til suðurs og vesturs. Mikið útsýni yfir Laugardalinn og að Snæfellsjökli. Sérgeymsla í kjallara. Verð 35,7 millj. Baldursgata 20 - mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð Glæsileg og mikið endurnýjuð, 83 fm, íbúð á 2. hæð, þ.m.t. sérgeymsla á þess- um eftirsótta stað í Þingholtunum. Vandað endurnýjað baðherbergi, rúmgóð og björt stofa og eldhús með nýlegum tækjum. Svalir til suðausturs út af stofu. Hús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Sérbílastæði á baklóð. Verð 27,9 millj. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS NK. ÞRIÐJUDAG, 26. JÚNÍ, FRÁ KL. 17-19 ÍBÚÐ 0201 - VERIÐ VELKOMIN. Laugavegur - glæsileg íbúð með þakgarði til suðurs Stórglæsileg 101 fm íbúð á 3. hæð ásamt um 40-60 fm hellulögðum svöl- um/þakgarði til suðurs í endurnýjuðu húsið í miðborginni. Eldhús með vönd- uðum tækjum og sprautulökkuðum innréttingum, 2 góð herbergi og vand- að baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Mikil lofthæð í íbúðinni og gifslistar í loftum. Sérgeymsla í kjallara. Strandvegur - Sjálandi Garðabæ. Útsýnisíbúð á sjávarlóð auk bílskúrs Glæsileg 123 fm íbúð, þ.a. 10,5 fm geymsla, á efstu hæð (gengið upp eina hæð) í nýju og glæsilegu litlu fjölbýli auk 23 fm bílskúrs. Vandaðar innréttingar frá Brúnás og vönduð eldhústæki. Parket á gólfum, en baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Suð-austursvalir. Lofthæð er allt að 4 metrar. Óhindrað sjávarút- sýni. Laus fljótlega. Verð 52,9 millj. Gil - Kjalarnesi 210 fm einbýlishús “Burstabær” á falleg- um útsýnisstað á Kjalarnesi auk 152 fm vinnustofu/bílskúrs í bakhúsi. Eignin stendur á 1.666 fm leigulóð úr landi Vall- ár og skiptist í þrjár burstir og hefur verið endurnýjuð að hluta fyrir nokkrum árum, en bakhús þarfnast endurnýjunar. Víðáttumikið útsýni og sjávarsýn. Laust til afhendingar nú þegar. Teikningar og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Brúnastekkur Glæsilegt 334 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 50 fm bílskúrs. Sér 2ja herb. íbúð er í kjallara hússins. Húsið er mikið endurnýjað hið innra og skiptist aðal- íbúðin m.a. í rúmgott hol, gesta w.c., eldhús, stórt sjónvarpshol, samliggjandi bjartar stofur, 3 - 4 herbergi og flísalagt baðherbergi. Mikið útsýni úr stofu. Fal- leg, ræktuð lóð með veröndum og skjólveggjum, mikil veðursæld. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Staðsetning eignarinnar er afar góð í nánd við Elliðaárdalinn. Frábærar gönguleiðir í næsta nágrenni. Verð 75,0 millj. Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Til sölu fallegur og vel byggður sumarbústaður í landi Dagverðarness í Skorradal. Skiptist m.a. í 2 svefnherb. og stofu með kamínu. Geysi- fagurt útsýni yfir Skorradalsvatn og alla leið til Snæfellsjökuls. Verð 14 millj. Nánari upplýsingar veitir Runólfur á Höfða í síma 892 7798. Sumarhús í Skorradal Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FLESTIR munu vera minnugir þess sem lofað var fyrir alþing- iskosningar um bætta fjárhagstöðu aldraðra. Nú eru kosningar liðnar hjá og ný ríkisstjórn komin til valda og fyrstu störfum hennar lokið, að afstöðnu sumarþingi. Hvað var svo gert fyrir aldraða á þessu þingi? Það lítur helst út fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki notað títuprjón til að stinga gat á Sam- fylkinguna, heldur skorið á hana Aftur á vinnu- markað Frá Guðvarði Jónssyni ÉG hef fylgst með umræðum um málefni aldraðra sem koma upp á síðum dagblaðanna, enda er mér umhugað um velferð þeirra. Því vil ég deila reynslu minni sem tengilið- ur aldraðs ættingja míns sem dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík áður en hann lést fyrir skömmu. Þennan ættingja heimsótti ég reglulega og hringdi í hann oft. Hann var göngu- garpur og félagsvera svo hann var ekki alltaf viðlátinn símann. Um tíma sótti að honum lasleiki og hélt hann sig þá meira inni við. Einn dag- inn svaraði hann ekki símanum og gladdi það mig því ég áleit hann þá vera orðinn hressari og að hann væri einhvers staðar að spássera um bæ- inn. En annan daginn svaraði ekki heldur svo ég brá mér í heimsókn til hans en kom að lokuðum dyrum. Spurðist ég þá fyrir um hann hjá hjúkrunarfræðingi sem tjáði mér að hann hefði verið fluttur á spítala fyr- ir tveimur dögum en hún vænti þess að hann kæmi til baka á hverri stundu. Ég fór hið snarasta á spít- alann og kom að ættingja mínum þar sem hann lá fyrir dauðanum. Ég tók um hönd hans og fann að hann vissi af mér án þess að hann gæti tjáð það. Hann lést síðar þann sama dag. Hjúkrunarfræðingurinn baðst velvirðingar á því að enginn vinur eða vandamaður hefði verið látinn vita. En ég get samt ekki setið á mér með að gera þetta sinnuleysi stofn- unarinnar opinbert og þar með hluta af umræðu um báglegar aðstæður á dvalarheimilum aldraðra. Því þótt það sé ekki boðlegt að aðstandendur þeirra sem dvelja á slíkum stofn- unum þurfi að örvænta ef viðkom- andi svarar ekki í síma, þá vil ég síð- ur hugsa til þess hve dapurt það hlýtur að vera að liggja sína síðustu lífdaga og velta fyrir sér hvers vegna enginn kemur að kveðja mann. ÓLÖF SMITH, Laugarnesvegi 87, Reykjavík. Um sinnu- leysi í garð aldraðra Frá Ólöfu Smith Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.