Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 43
gat og hleypt út öllu lofti og jafnvel heilanum líka. Það er svo sem nógu glæsilegt að geta sett á prent að aldraðir megi hafa atvinnutekjur án þess að það skerði lífeyri, en þarna er verið að gera lagfæringu fyrir fá- mennan hóp ellilífeyrisþega sem eru á vinnumarkaði og yfir sjötugt. Einyrkjar í atvinnurekstri gætu haft hag af þessari breytingu. Þessi vinnubrögð eru eins og þegar kötturinn þvær bara á sér trýnið og sleppir öllu hinu. Á síðast- liðnum tólf árum hefur ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðismanna keppst við að lofa öllu fögru fyrir kosningar og bögglast svo við að svíkja þau loforð eftir kosningar. Nú hefur Samfylkingin komið inn í ferlið eins og maðurinn sem var að smíða ausutetur, og gert eins lítið og hún gat. Það leynir sér ekki að hæfni manna til að vera ráðherrar allra landsmanna er stórskert, jaðrar við algjöra vanhæfni. Sést það best á því hvernig ráðherrar ausa tekjum þjóðarinnar í milljarðavís í vasa auðmanna, en þrengja sífellt að þeim sem verst eru settir. GUÐVARÐUR JÓNSSON Hamrabergi 5, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 43 DAGGARVELLIR - LAUS FLJÓTLEGA Hér er um að ræða 110,6 fm íbúð ásamt bílskýli. Húsið er steinsteypt og byggt árið 2004. Eignin skiptist m.a. í forstofu, þvotta- hús, tvö svefnherbergi (geta verið þrjú), stofu, eldhús og baðherbergi. Allar innrétt- ingar, hurðir og skápar eru úr eik. Gólfefni eru flísar og eikarparket. Góðar 25 fm yfir- byggðar svalir eru til suð/vesturs. V. 26,9 m. 6843 SKÚLAGATA - EINSTAKT ÚTSÝNI Falleg 2ja herbergja íbúð á 11. hæð í nýlegu húsi fyrir eldri borgara við Skúlagötuna. Glæsilegt útsýni til sjávar, Esjunnar og yfir austurborgina. Eignin skiptist m.a. í hol, svefnherbergi, baðherbergi, stofu og opið eldhús. Íbúðin á hlutdeild í samkomusal á 1. hæð og húsvarðaríbúð. Aðgangur að mötuneyti með heitum mat er í næsta húsi. Sérgeymsla á jarðhæð. Húsvörður. V. 26,9 m. 6841 SÓLEYJARRIMI - ÚTSÝNI - VEL STAÐSETT Falleg og vel skipulögð 3-4ra herbergja, 105 fm, íbúð í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Hús fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, eldhús og stóra stofu. Stórar og skjólgóðar suðursvalir eru út af stofu. Fallegt útsýni er úr íbúðinni. V. 29,5 m. 6845 LÆKJASMÁRI - JARÐHÆÐ MEÐ GARÐI Góð 100 fm, þriggja herbergja íbúð á eftir- sóttum stað í smárahverfi Kópavogs. Íbúðin er á jarðhæð með sérgarði og skiptist í tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús og geymslu. V. 25,0 m. 6837 ARNARSMÁRI - ÚTSÝNI OG GOTT SKIPULAG Afar vel skipulögð 3ja herbergja, 88,2 fm, íbúð á 2. hæð í vinsælu húsi. Íbúðin er með glugga á þrjá vegu og útsýni yfir Kópavog- inn og út á sjó. Íbúðin skiptist í tvö svefn- herbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, þvottahús og geymslu. V. 23,4 m. 6838 HAUKANES - 1500 FM SJÁVARLÓÐ Vel staðsett, 402 fm, einbýlishús á 1500 fm sjávarlóð. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig. Á efri hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, 3 herbergi, þrjár stofur, eld- hús, búr, snyrting og baðherbergi. Ásamt tvöföldum bílskúr. Á jarðhæð er hol, gesta- snyrting, 4-5 svefnherbergi, bátaskýli og stórt útgrafið rými sem nýtist sem hobbý- herbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslur. Óskað er eftir tilboðum. 6835 DALALAND Um er að ræða fallega og vel skipulagða 85,0 fm, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Eignin skiptist í forstofuhol, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og stofu. Góðar svalir með góðu útsýni. Sérgeymsla er í kjallara. V. 23,5 m. 6829 ÞÓRÐARSVEIGUR - SÉRINNG. OG STÆÐI Í BÍLG. Mjög góð 106,8 fm, fjögurra herbergja endaíbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi. Ágætt útsýni. Bílastæði í bílgeymslu. Íbúðin skiptist í forstofu með sérinngangi af svölum, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu á hæðinni. Mjög rúmgóð og þægileg íbúð. V. 26,5 m. 6476 HRINGBRAUT - GÓÐ STAÐSETNING Um er að ræða bjarta og fallega 98,9 fm, 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð við Hring- braut. Eignin skiptist í forstofuhol, eldhús, svefnherbergi, tvær stofur og baðherbergi. Einnig er gott herbergi í risi. Mjög góð eign í göngufæri við Háskóla Íslands, Borgarbók- asafnið, o.fl. V. 23,5 m. 6828 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Til leigu glæsilegt húsnæði sem bíður upp á mikla möguleika t.d. sem vinnustofa og/eða sýningarsalur fyrir listamenn. Um er að ræða eitt bil á efri hæð 113 fm. Húsnæðið er allt nýlega tekið í gegn, steinteppi á gólfi og stórir gluggar. Laust strax. Halldór Jensson Viðskiptastjóri Sími 440 6014 GSM 840 2100 halldor@domus.is Fiskislóð - 101 Reykjavík Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Sumarhús Hallkelshólum Opið hús í dag milli kl. 14-16 Mjög vandað 45,5 fm heilsárshús byggt 1992 með heitum potti og verkfæra- húsi. Góð verönd og skjólveggir. Bústaðurinn skiptist í hol, stofu, eldhús, 3 svefnherbergi og baðherbergi m. nýjum sturtuklefa. Keyrt er að bæjum Hall- kelshólum og beygt inn fyrstu götuna til hægri sem heitir Heiðarlundur, síð- an þriðji bústaður til vinstri. V. 14,9 millj. (7420) Nánari leiðarlýsing í síma 821-7100, Ásgeir. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Stekkjarhvammur - Hafnarfirði Hraunhamar fasteignasala var að fá í sölu mjög gott 196,6 fm endaraðhús ásamt 31,8 fm bílskúr samtals 228,4 fm. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris, sér 2ja herbergja auk- aíbúð er í kjallara með góða tekjumöguleika. 4-5 herb, Góð verönd og garðskáli. Öll aðkoma að húsinu er mjög góð. V. 41,7 millj. Nánari upplýsingar veitir Svenni í síma 866-0160 LAUGARDAGINN 9. júní sl. var af- hjúpað í Miðgarði Sólheima skilti með ljóði eftir Þórarin Eldjárn skáld. Þetta er annað ljóðaskiltið sem er sett upp í Miðgarði Sólheima, en fyrir er ljóð, sem Matthías Jo- hannessen skáld og fyrrverandi rit- stjóri orti og ber nafnið Sólheimar. Með þessum ljóðaskiltum er kom- inn vísir að ljóðagarði á Sólheimum eða ljóðgarði, eins og Þórarinn Eld- járn stakk upp á að garðurinn yrði nefndur. Afhjúpun ljóðaskiltisins er hluti af Menningarveislu Sólheima sem nú stendur yfir í annað sinn. Boðið er upp á fjölbreytta menningardagskrá í allt sumar fram til 16. ágúst. Meðal atburða eru tónleikar í Sólheima- kirkju alla laugardaga og fjöl- breyttar sýningar. Má þar nefna tvær handverkssýningar, umhverf- issýningu í Sesseljuhúsi, sýningu á Legósafni Árna Alexanderssonar íbúa á Sólheimum og útisýningu á ljóðum eftir íbúa Sólheima. Guðs- þjónustur eru í Sólheimakirkju ann- an hvern sunnudag, en kirkjudagur Sólheimakirkju verður sunnudaginn 8. júlí. Fyrir er á Sólheimum högg- myndagarður með 13 höggmyndum eftir brautryðjendur íslenskrar höggmyndalistar og trjásafn með um 50 mismunandi tegundum af trjám. Þá er opinn í allt sumar úti- markaður með lífrænum matvælum. Aðgangur er ókeypis að öllum menningarviðburðum á Sólheimum. Sól heimar Sól heima Þar sem sólin á heima vaxa regnbogar í rekjunni. Litrófið allt dafnar og vex óskir spretta og þroskast í skjóli. Í griðastað eru smíðuð sóknarfæri. Hér á sólin heima. Sólin er heima. (Þórarinn Eldjárn.) GUÐMUNDUR ÁRMANN PÉTURSSON Sólheimum, Selfossi. Sól heimar – ljóð eftir Þórarin Eldjárn Frá Guðmundi Ármanni Péturssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.