Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 23
þegar Ingibjörg Sólrún kom yfir í landsmálin. Þar var ekki um nokkra einustu fléttu að ræða. Það lá fyrir að hún vildi koma í landsmálin og kallað var eftir henni. Ég var á þeirri skoðun að hún ætti að koma síðar og sagði það innan flokksins. En margt úr þeirri sögu er auðvitað óskrifað og sumt skrýtið, annað skemmtilegt, meðal annars hvernig Þórólfur Árnason varð borgarstjóri, sem ég tel ekki rétt að rifja upp hér. En Svandís talaði um slit Reykjavíkurlist- ans og hafnaði þeirri staðhæfingu að Stein- grímur J. Sigfússon hefði komið að málum, m.a. með þeim rökum að hún hefði sjálf setið í við- ræðunefndinni. Það sýnir trúnaðinn á þeim bæ. Ég var í þeirri iðu og veit að Steingrímur átti formlegar viðræður við forystu Samfylking- arinnar, þar sem Vinstri grænum stóð meðal annars til boða að fá fleiri borgarfulltrúa en þeir uppskáru í kosningunum. Það er greinilegt að Steingrímur J. hefur ekki sagt Svandísi frá því, þó að hún sæti í viðræðunefndinni, því síst af öllu vil ég rengja hana. Mér fannst annars við- talið við Svandísi, sem ég hafði gaman af, merki- legt fyrir þeirra hluta sakir að það var vörn fyrir ýmsar fullyrðingar sem ég hef slegið fram í pistlum og greinum.“ Alin upp á sama pólitíska róluvellinum – En þú neitar því ekki að það hafi verið átök innan Samfylkingarinnar í tengslum við for- mannskjörið, þar sem þú beiðst lægri hlut fyrir Ingibjörgu Sólrúnu? „Átökin kringum kjörið voru heiftarleg. Vissulega hafði það áhrif á samskipti okkar og það voru vitaskuld pólitískar væringar í kring- um formannskjörið, sem voru bæði okkur og fjölskyldu okkar þungbærar. Það er ekki hægt að líta framhjá því að við erum nátengd og alin upp á sama pólitíska róluvellinum. En ég er bara þannig gæi að ég dvel ekki við slíkt. Jón Baldvin lýsti mér einu sinni ágætlega meðan ég var ungur og villtur og sagði að ég væri svo áflogagjarn að ég færi yfir götu til að næla mér í pólitísk slagsmál, en hins vegar gengi mér illa að næra heift mína. Það sagði hann stundum geta verið galla. Nú er þetta allt að baki. Það þarf ekki annað en að líta til þess hvernig ríkisstjórnin varð til. Ingibjörg Sólrún og ég vorum aðalfulltrúar Samfylkingarinnar í viðræðunum á Þingvöllum.Hún hefði ekki kall- að mig til verka nema það ríkti aftur traust og trúnaður. Auðvitað er langt síðan það tókust sættir, en það er rétt að eftir þær miklu póli- tísku jarðhræringar, sem áttu sér stað í kring- um formannskjörið, réðum við ekki um hríð við áflogagirni okkar hörðustu stuðningsmanna. Leifar þess lifðu miklu lengur inn í kjörtímabilið heldur en nokkur spenna á milli mín og hennar. Nú er það frá, sem betur fer því það er alltaf leiðinlegt að bera dapran eða þungan hug til einhvers. Það gerði ég á tímabili eftir kosn- inguna. En það risti aldrei mjög djúpt, og aðrir atburðir í mínu lífi settu tapið í formannskosn- ingunni samstundis út úr kastljósi mínu. Um leið og ég gekk niður af sviðinu eftir að hafa flutt tapræðuna kom til mín fjölskylduprest- urinn og sagði mér að móðir mín væri að deyja. Hún dó tveim tímum síðar og ég var hjá henni. Sá atburður yfirskyggði allt annað. Ég vatt mér í að skipuleggja útförina, enda frumburður fjöl- skyldunnar. Í huga mér bældist þessi atburðarás svipað og þegar ég ungur sjómaður lenti í lífsháska á Halanum þegar ég datt útbyrðis á Kofranum. Þegar búið var að draga mig á hárinu aftur upp á þilfar, þá mundi ég ekki nema óljóst eftir því þar til mörgum misserum síðar. Mér fannst stundum að hápunktur þessarar erfiðu atburða- rásar hefði riðlast með sama hætti í huga mín- um, þannig að allt varð mun óljósara en veru- leikinn, þegar þetta gerðist allt á sömu klukkustundunum. Þetta var allt svo stórbrotið. Ég og mínir nánustu stuðningsmenn höfðum auðvitað gert okkur grein fyrir að hverju stefndi, þannig að niðurstaða formannskjörsins kom ekki á óvart, en það var samt viðkvæm stund. Þegar hitt bættist við var það eins og að fá sleggju í hausinn. En það er eins og annað í lífinu og maður verður að standa upp aftur.“ Nógu mikið lím í Samfylkingunni – Þú hlýtur að hugga þig við það í bakþank- anum að Samfylkingin vann sinn stærsta sigur í kosningum undir þinni forystu og hefur aldrei mælst hærra í skoðanakönnunum? „Kannski reisa þeir einhvern tíma styttu af mér í Samfylkingunni til minningar um þetta tímabil,“ segir hann og brosir strákslega. „Óneitanlega flögraði þetta stundum í kollinum á mér fyrsta árið, en það vefst ekkert fyrir mér lengur. Samfylkingin hefur náð góðum árangri. Ingibjörg Sólrún lenti í dimmum og djúpum dal, alveg eins og ég í upphafi minnar formanns- tíðar. En það hefur komið á daginn að það er nógu mikið lím í Samfylkingunni. Ég tel sjálfur skipta miklu máli að við tvö grófum stríðsaxir og ákváðum að vinna saman. Það er erfitt að vinna formann sem gengur þokkalega og ná upp dampi eftir það. Mér finnst hún hafa komið sterk inn í dæmið í lok kjörtímabilsins. Hún fann fjölina sína, guðirnir stóðu með henni og blésu sjálfstrausti og siguranda í brjóst. Mér finnst hún aldrei hafa staðið sig eins vel og þeg- ar flokkurinn þurfti á því að halda. Og það er það sem máli skiptir fyrir leiðtoga. Ég stend því upp með flokknum, klappa fyrir henni og hlakka til að eyða pólitískum lífdögum með henni um langa hríð.“ Enginn lifir af tap nema vera lífsglaður – Það má segja að þú hafir náð þínum póli- tíska slagkrafti aftur eftir formannskjörið og jafnvel skyggt á formanninn á köflum, ekki síst vegna þess hversu mikilvirkur þú hefur verið á blogginu. „Á blogginu geturðu ekki dulist,“ segir Össur blátt áfram. „Ég sest niður og skrifa mína pistla á örskoti, les þá varla yfir, þannig að þeir koma hráir af skepnunni og eru eins og ég er, – sýna kviku minnar sálar og tilfinninga. Svona er inn- volsið í mér. Eftir á að hyggja held ég að bloggið hafi skapað mér miklu sterkari stöðu en ég hefði náð með því að ráfa einn míns liðs utan blogg- heima. Ég held að ég hafi náð gríðarlegum ósýnilegum tengslum við fólk; það hafi kynnst mér með öðrum hætti og séð í því birtast mann sem var ekki beygður. Það er mikilvægt fyrir mann sem hefur beðið mikið tap að bogna ekki og halda sjálfsvirðingu. Bloggið sýndi að ég var sprelllifandi og lífsglaður. Enginn lifir af tap nema vera lífsglaður. Og ég hélt lífsgleðinni.“ Ég er pólitískt villidýr – Þú hikar ekki við að velta upp hinum ýmsu samsæriskenningum á blogginu, þar sem þú rýnir í baktjaldamakk annarra flokka. Er þetta taktík stjórnmálamannsins eða áhugi ritstjór- ans, – kannski hvort tveggja? „Það blundaði alltaf í mér löngun til að verða rithöfundur, en ég gerði mér snemma ljóst að ég væri ekki líklegur til afreka á því sviði. Fátt hefur þó fært mér meiri ánægju en að skrifa bók um stórurriðann í Þingvallavatni. Ég hef mikla sköpunarþörf, hef gaman af því að leika mér að orðum og er fljótur að skrifa, enda naut ég þess að vera blaðamaður. Þegar bloggið opn- aðist uppfyllti það því ákveðna þörf hjá mér. Ég er pólitískt villidýr, hugsa um pólitík alla daga, tek þátt í henni og stundum finnst mér ég sjá betur en aðrir aflvakann á bak við skákina. Þá hika ég ekki við að skrifa um það eins og mér finnast hlutirnir liggja. Menn segja stundum við mig: Hvern fjandann ert þú að skipta þér af því hvað gerist í öðrum flokkum? Ég svara því til að ég leggi fram mitt sjónarhorn og sé að mörgu leyti trúverðugri en þeir sem standa í iðunni miðri, alveg eins og aðrir eru trúverðugri skýr- endur en ég á því hvað er að gerast í mínum eig- in flokki. Ég læt það nú yfirleitt ekki henda mig að fara djúpt í stjórnmálaskýringar um Sam- fylkinguna,“ segir hann og brosir. „En ég hef ofboðslega gaman af þessu og þetta fullnægir þörfinni fyrir að skrifa. Ef við hefðum ekki farið í ríkisstjórn núna, þá hefði ég undið mér í það, sem ég á eftir að gera, að skrifa bæði um laxinn og sjóbirtinginn í Skaftafells- sýslum. En það má vel vera að ég þurfi annað líf til að ljúka þeim verkefnum.“ – Þú leyfir þér að vera viðkvæmur á blogginu og yrkir jafnvel um dóttur þína. Hjálpar það þér sem stjórnmálamanni að hafa ljóðrænan streng? „Ég er tilfinningavera. Það lýsir af allri minni pólitík. Eins og þeir vita sem hafa unnið með mér í pólitík, þá er ég ákaflega snöggur að rjúka upp, en öldur mínar lægir jafnskjótt. Ég finn til og er næmur fyrir sorgum og gleði. Ég er jafn- aðarmaður af því að ég hef þessa tilfinningu fyr- ir lífinu; það bókstaflega særir mig stundum að sjá og lesa um fólk sem lent hefur utangarðs og allur minn drifkraftur í stjórnmálum er að rétta hlut þeirra sem hafa orðið undir eða einkum og sér í lagi að reyna að tryggja það að menn fái jöfn tækifæri í lífinu. Það skiptir gríðarlega miklu máli í samfélagi eins og okkar, sem bygg- ir á kristnum gildum og sterkum siðrænum við- horfum og býr að miklum auði miðað við önnur samfélög, að það leggi mikið á sig við að gefa öll- um færi á að byrja í sama rásmarkinu. For- eldrar mínir voru framan af ævi fátækt fólk og ég var einn sá fyrsti í mínum ættboga sem braust til mennta. Líkt og fleiri af minni kynslóð vann ég fyrir mér með sjómennsku í þann mund sem námslán voru að koma til sögunnar og var á síld og á litlum togurum á skólaárunum. Vel- ferðarsamfélagið sem við búum við í dag er óþekkjanlegt frá því sem ég og ekki síður for- eldarar mínir ólumst upp í. Samt sem áður var það gott samfélag og kannski sýnir þessi fram- vinda að það er ekki auðurinn sem skapar ham- ingjuna heldur lífið og tengslin á milli fólks, – og við höfum tapað af því í þessum hraða.“ Össur bætir við eftir stutta umhugsun: „Það er auðveldara að vera ráðherra í vel skipulögðu ráðuneyti en formaður í stórum þingflokki í stjórnarandstöðu. Nú hef ég tíma til að vera með dætrum mínum á kvöldin og skoða heim álftanna á Seltjörninni. Þingið er afar fjöl- skylduóvænn vinnustaður og það er ráðuneytið ekki.“ – Þú hefur verið ötull talsmaður þess að sprotafyrirtækjum verði búin vænlegri umgjörð í skattamálum, s.s. til að koma í veg fyrir að sú starfsemi sem lýtur að rannsóknum og þróun flytjist úr landi? „Í stuttu máli er annað höfuðverkefni mitt sem iðnaðarráðherra að skapa hér skilyrði til að efla hátækni- og þekkingarframleiðslu. Það mun ráða úrslitum um forskot og velferð ís- lensks samfélags á næstu árum. Hér úir og grú- ir af viðskiptahugmyndum. Þar er krafturinn samur og í útrásinni og menn ráðast í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Enda er frumkvöðlakrafturinn meiri í íslensku þjóðinni en öðrum samfélögum; það er einfaldlega mæl- anleg staðreynd sem liggur fyrir í rannsóknum. En stærsta gjáin sem við þurfum að brúa er á milli hugmynda á þróunarstigi yfir í viðskipta- hugmynd. Þegar lengra er komið eru ýmis stoð- kerfi til staðar sem geta hrint hugmyndum í framkvæmd. En það þarf að þvera þessa gjá og ýmsar leiðir eru til þess. Ein er sú að efla Ný- sköpunarsjóð og gera honum kleift að færa sig framar í ferli hugmyndar. Önnur er sú að efla aðra stuðningssjóði til að hjálpa mönnum að sinna rannsóknum og þróun hugmynda. Hin þriðja er að breyta skattalögum þannig að menn séu beinlínis hvattir til að festa fé í sprotafyr- irtækjum með skattaívilnunum. Þá þyrftu menn að eiga hlutinn í tiltekinn tíma eins og á árum áður hvað varðar skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa. Fjórða leiðin gæti falist í að koma upp kerfi eins og Norðmenn hafa, þar sem frumkvöðlar og þeir sem eru með lítinn sprota í höndum sér geta sótt um heimild til endur- greiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði. Ég held að það einstaka ráð varði jafnvel mestu.“ Setur markið á hátækniáratuginn – Þannig að þú ert meðvitaður um að Ísland þarf að vera samkeppnishæft þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja? „Já, þetta lýtur einfaldlega að samkeppni. Ef nágrannalönd Íslands bjóða upp á betri skilyrði til að þróa hugmynd, þá flytja menn sig þangað. Því miður erum við að missa súrefnisríkt blóð úr sprotaumhverfinu til annarra þjóða. Lykilatriði er að umhverfið á Íslandi sé lífvænlegt, því við þurfum að yfirvinna ýmislegt annað, svo sem fjarlægð frá því kapítalíska umhverfi sem þar er, þar sem meiri völ er á blíðum fjárfestum sem hafa umfram fjármagn og sérhæfa sig í fjárfest- ingum í nýsköpun. Enn er skortur á slíkum fjár- festum hér á landi. Ég hef sett markið á það sem ég kalla í huga mér hátækniáratuginn. Síðustu tveir áratugir hafa annars vegar einkennst af sjávarútvegi, þar sem ríkið steig inn af miklum krafti og gerði breytingar á innviðum kerfisins, m.a. með kvótakerfi og öflugri stoðkerfum, og hins vegar af stóriðju, sem reis ekki upp nema vegna þess að íslenska ríkið varði miklum fjármunum í að markaðssetja og breyta til vildar umhverfi hennar. Ég hef ekki tölu á þeim lögum um sér- tækar aðgerðir á sviði stóriðju sem ég hef tekið þátt í að samþykkja í því skyni, s.s. í formi skatt- afslátta og hafnarmannvirkja, og ég hika ekki við að segja að Íslendingar kunna að byggja upp atvinnuvegi. Það er mikil kúnst hjá smárri þjóð. Við þurfum að nota sömu aðferðir til að byggja upp hátækni- og þekkingariðnað á næsta áratug. Í fyrsta lagi með þeirri almennu aðgerð að stórauka fjárframlög til sjóða sem styrkja rannsóknir og þróun, sem helst í hendur við fjárfestingu í menntun, sem hér er mikil áhersla á. Í öðru lagi þarf að breyta skattaum- hverfinu með ýmsum hætti. Og í þriðja lagi verður að styrkja greinar framleiðslu á þekk- ingu og hugbúnaði, t.d. með því að færa úr stofnunum og ráðuneytum þekkingu sem betur er unnin á markaðnum. Það á við um ýmiss kon- ar þróunarstarf sem stöðvast innan veggja stofnana og ráðuneyta og getur skapað afleidd viðskiptatækifæri ef það fær að dafna. Ég sagðist fyrir kosningar myndu beita mér fyrir að til verði samstarfsvettvangur iðn- aðarráðuneytisins með sprotafyrirtækjum og Samtökum atvinnulífsins. Ég vil fá hugmyndir frá þeim, bræða þær saman við mínar og hrinda þeim í framkvæmd. Ég hef ríkisstjórnina á bak við mig og ég vil setja okkur mælanleg markmið eins og að tífalda útflutningsverðmæti þessara greina, freista þess að skapa 3 til 5 þúsund ný störf og að helst ættu í lok hátækniáratugarins að vera hér 15 til 20 slík fyrirtæki með yfir millj- arð í ársveltu. Þetta er draumsýn sem ég ætla að vinna eftir. Ef menn dreymir aldrei neitt, þá hrinda þeir aldrei draumum í framkvæmd.“ – Eitt þitt fyrsta verk var einmitt að ráða for- stjóra Nýsköpunarmiðstöðvar? „Já, það má segja að þetta sé heppilegur tími að stíga inn í ráðuneytið, því ákveðnar breyt- ingar eru að eiga sér stað. Það er verið að skapa hér Nýsköpunarmiðstöð og ég bind miklar von- ir við dr. Þorstein Inga Sigfússon forstjóra, sem er slíkur maður að meira að segja Pútín virkar lítill við hlið hans. Þegar búið er að sameina Iðn- tæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins í hina nýju miðstöð, sem verður í sumar, þá vil ég að starfsemin verði tengd öllum háskólum landsins, ekki aðeins Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Slík stofnun þarf gróð- ursælt umhverfi og ég hef augastað á Vatns- mýrinni, þar sem hún yrði í skjóli stóru háskól- anna beggja. Síðan teygir nýsköpunarnet ráðuneytisins sig víða um land í gegnum stofn- anir þess, s.s. Impru og Þróunarsetur og það þarf að nýta, en jafnframt skoða hvort breyta þurfi strúktúrunum, þ.e. hvort framtaki ríkisins sé ekki smurt of þunnt og of víða. Þetta er sem sagt annað af tveimur meginverkefnum þessa ráðuneytis. Við erum að vinna að því að móta nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar, sem verð- ur auðvitað gert í samráði við fleiri ráðherra.“ – Er það ekki hugsanaskekkja að veitt sé fé úr miðstýrðum sjóðum til atvinnulífsins í stað þess að styrkja umgjörð þess þannig að það efl- ist á eigin forsendum? „Nei. Ég lít svo á að við séum að byggja á fyrri reynslu Íslendinga við að byggja upp at- vinnuvegi, í fyrsta lagi með almennum aðgerð- um um bætt skattaumhverfi og meiri stöðug- leika í efnahagslífinu, en í öðru lagi sértækum aðgerðum, eins og eflingu sjóða sem styrkja ný- sköpun. Þar sjá sigurvegararnir um að velja sig sjálfir, því það er gert á samkeppnisgrundvelli, bestu hugmyndirnar frá öflugustu frumkvöðl- unum sigra. Við veljum þróttmesta gróðurinn úr þeim jarðvegi.“ Munu ekki banna framkvæmdir í vinnslu með lögum – Hvert er hitt meginverkefnið? „Það er náttúrlega að finna olíu,“ segir Össur og hlær. „Nei, hitt er að taka þátt í því sáttaferli sem ríkisstjórnin vill setja upp til að eyða þver- stæðunum á milli náttúruverndar og náttúru- nýtingar. Þetta er það sem hefur klofið þjóðina og við fórum dýpst í það mál í viðræðum okkar á Þingvöllum. Niðurstaðan var einföld og skýr. Ráðist verð- ur í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúr- unnar. Sú áætlun á að vera tilbúin í lok árs 2009 og leggjast þá fyrir Alþingi til formlegrar af- greiðslu, þannig að henni verði hugsanlega lokið af hálfu þingsins snemma árs 2010. Þangað til ekki dulist » Það er alveg klárt að við í Samfylkingunni erum í þessu samstarfi af fullum heilindum og satt að segja var at- burðarásin í fyrrverandi stjórnarandstöðu undir blálok kjörtímabilsins og fram yfir þingkosningar með þeim hætti að ekkert benti til þess að Vinstri grænir hefðu nokkurn áhuga á að starfa með okkur og Framsókn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.