Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Tony Blair fór á síðasta ríkisstjórnar-fundinn sinn á fimmtu-daginn, en hann lætur af em-bætti forsætis-ráðherra Bret-lands um á miðviku-daginn. Það er Godon Brown sem tekur við em-bættinu af honum, en hann tekur við for-mennsku í Verkamanna-flokksins í dag. Brown er sagður þegar hafa byrjað að leggja drög að nýrri ríkis-stjórn. Sagt var frá í blöðunum að hann hefði boðið Paddy Ashdown, fyrr-verandi leið-toga Frjáls-lyndra demókrata, em-bætti Norður-Írlandsmála-ráðherra. Hann mun hafa hafnað boðinu. Enn er óljóst hvað verður um Blair. Það hefur verið full-yrt að George W. Bush Bandaríkja-forseti vilji að hann taki að sér hlut-verk sér-staks sendi-manns í Palestínu fyrir hönd kvartettsins svo-kallaða – Banda-ríkjanna, Rússa, Sam-einuðu þjóðanna og ESB. Blair kveður - Brown tekur við REUTERS Blair kveður breska al-þýðu. Rit-höfundur- inn Salman Rushdie hefur verið sleginn til riddara í Bret-landi fyrir störf sín í þágu bók-mennt- anna. Þetta stað-festir fylgis-yfirlýsingu breska ríkisins við höfundinn 18 árum eftir að bók hans, Söngvar Satans, var for-dæmd fyrir guð-last af trúar-leiðtoga Írana. Vegna at-viksins þurfti Rushdie að lifa í felum næsta ára-tuginn. Múslíma-ráðið í Bret-landi for-dæmdi þessa ákvörðun stjórn-valda. Einnig hafa pakistanskir fræði-menn mót-mælt aðals-tigninni með því að heiðra Osama bin Laden sem margir múslímar á-líta þó guð-lastara. Flestir fagna þó tigninni og rit-höfundurinn Ian McEwan sagði: „Rushdie er frá-bær rit-höfundur, og þetta sendir skýr skila-boð til bóka-brennara og stuðnings-manna þeirra.“ Rushdie sleginn til riddara Salman Rushdie með Söngva Satans. Ísland á EM í hand-bolta Íslenska lands-liðið í hand-knatt-leik, sigraði Serba 42:40, í síðari leik þjóðanna um sæti á Evrópu-mótinu í Noregi í byrjun næsta árs. Tveggja marka sigur nægði til, en það stóð orðið tæpt á loka-kaflanum. Bleikur bær Konur máluðu bæinn bleikan á þriðju-daginn, en þá var kvenréttinda-dagurinn. Því var fagnað að 92 ár eru liðin síðan íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosninga-rétt. Farið í kvenna-sögu-göngu í Reykja-vík sem endaði á Hallveigar-stöðum þar sem hátíðar-dagskrá fór fram á vegum Kven-réttinda-félags Ís-lands. Barna-spítalinn 50 ára Á þriðjudaginn varð Barna-spítali Hringsins 50 ára, og hann bauð börnum í af-mælið sitt sem haldið var á lóð spítalans. Kven-félagið Hringurinn gaf spítalanum 50 milljón krónur, en þeim var aflað með hefð-bundnum að-ferðum Hrings-kvenna: Basar, jólakorta-sölu, söfnunar-baukum og gjöfum frá al-menningi. Stutt Á mánu-daginn veiddi þýskur ferða-maður, Andre Rosset, risa-lúðu á stöng á Súganda-firði. Lúðan var 175 kg og 240 cm. „Ég hef reynt að veiða lúðu í mörg ár án árangurs og svo lendi ég á þessu fer-líki,“ segir Rosset sem var einn af 80 þýskum þátt-takendum á sjóstanga-veiðimóti á Suður-eyri. Rosset lenti í miklum slag við lúðuna áður en honum tókst að inn-byrða hana. Árið 1935 veiddist 266 kg lúða við Ísland og er hún talin sú stærsta sem hér hefur veiðst. 181 kg lúða veiddist á línu við Djúpa-vog. Sjó-menn á Suður-eyri telja að ekki hafi veiðst stærri lúða á stöng. Veiddi risa-lúðu Alcan á Íslandi kannar þann mögu-leika að stækka athafna-svæði sitt í Straums-vík með land-fyllingu. Lúðvík Geirsson bæjar-stjóri Hafnarfjarðar vill endi-lega skoða hug-myndina, því hann vill alls ekki að Alcan flytji starf-semi sína í annað sveitar-félag. Rannveig Rist for-stjóri Alcan á Íslandi, Michel Jacques for-stjóri Alcan Primary Metal Group og fleiri ráða-menn héldu fund með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðar-ráðherra og ræddu fram-tíð fyrir-tækisins hér. Þau ræddu hug-myndina um land-fyllingu utan við nú-verandi verksmiðju-stæði í Straums-vík, mögu-leikann á að reisa verk-smiðju til fram-tíðar í Þorlákshöfn og svo mögu-leikann á nýju ál-veri á Keilisnesi, í landi Voga. Michel Jacques sagðist ekki viss hvort hug-myndin um land-fyllinguna væri góð, hvort sem litið væri á umhverfis-þáttinn eða þann tækni-lega. Hann sagði lík-legri kost vera að Alcan mundi starf-rækja tvö ál-ver á Íslandi. Tvö ál-ver lík-legri kostur Morgunblaðið/Sverrir Rannveig og Michel Jacques funda. Á þjóð-hátíðar-daginn var Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, út-nefndur borgar-listamaður árið 2007. At-höfnin fór fram á Höfða og byrjaði á því að Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgar-stjóri hélt ræðu og rakti feril lista-mannsins. Borgar-stjórinn sagði að Raggi væri tíma-laus, lit-ríkur og ein-stakur lista-maður sem væri sífellt að þróa „sinn sér-staka og skemmti-lega söng-stíl“. Ragnar var kátur þegar hann tók við verð-laununum og tók svo auð-vitað lagið með góðum fél-ögum úr „bransanum“. Raggi Bjarna borgar-lista-maður Morgunblaðið/Golli Raggi tók lagið. Á fimmtu-daginn sigraði lands-lið kvenna í knatt-spyrnu Serba 5:0 á Laugadals-vellinum. Þær höfðu áður unnið Frakka 1:0 í undan-keppni Evrópu-meistara-keppninnar. „Þessi úr-slit voru framar mínum björtustu vonum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs-þjálfari. ,,Ég get varla orðað bundist yfir stuðningnum sem við fengum frá áhorfendum og ég þakka þeim fyrir hann,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrir-liði ís-lenska lands-liðsins. Kvenna-landsliðið er nú efst í sínum riðli, en riðla-keppninni líkur haustið 2008 og Evrópumeistara-keppnin hefst í Finn-landi vorið 2009. Sigruðu Serba 5:0 Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Lára í leiknum á móti Serbum. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.